Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 2
'2 MOEGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. nóv. 1944 Leikfjelag Reykjavíkur: - „H A N N“ - LEIKFJELAG REYKJAVÍK- UR hafði frumsýningu á ofan- greindum gamanleik á föstu- dagskvöldið var, fyrir troðfullu húsi og við góðan fögnuð áhorf- cnda. Höfundur leiksins (d. 1934) hjet rjettu nafni Poznanski og var af pólskum Gyðingaættum. Dvaldi hann lengst af í Frakk- landi og þar mun hann hafa £amið flest leikrit sín, sem eru allmörg. Hjer á landi mun hann vera lítt þektur eða ekki, en í E’rakklandi þótti hann hlut- gengur leikritahöfundur, sjer- .stæður um efnisval og með- ferð. Leikrit það, sem hjer er um að ræða, er hvorki stórbrotið að efni nje viðburðaríkt. Þó* er þar drepið á ýms veigamestu vdðfangsefni mannlegs lífs, svo sem tilveru guðs og afstöðu mannanna til lians, hin marg- víslegu þjóðfjelagsfyrirbrigði yorra tíma, byltingar og stjetta- baráttu, og svo auðvitað ástir manna og vonbrigði. Engar til- raunir gerir höfundurinn til að kryfja þessi vandamál til mergj •ar nje leggja þau undir smá- sjá djúphyggjumannsins, held- ur verða þau í höndum hans að ‘skemtilegu leikfangi, sem hann unir við um stund, en kastar frá sjer í leikslök. Af þessu má ráða, að leikrit þetta er enginn viskubrunnur, þo að margt sje þar athyglis- vert og vel sagt, heldur eins og ■önnur gamanleikrit, samin. til þess fyrst og fremst, að koma mönnum í gott skap og láta þá gleyma amstri daglegs lífs um stund. Þessum tilgangi hygg jeg að leikrit þetta hafi náð á föstudagskvöldið var, — að vísu með góðri aðstoð allra aðstand- •enda þess hjer. Efni leikritsins verður ekki rakið hjer, enda ekki auðgert ■og auk þess varla rjettmætt, þvi að með því væru væntan- legir áhorfendur sviftir gleði eftirvæntingarinnar, sem eng- inn leikhúsgestur má án vera. Þó má geta þess að leikurinn gerist í gistihúsi uppi í háfjöll- um Sviss, þar sem saman eru komnir nokkrir fulltrúár á al- þjóðaþingi fríhyggjumanna, til þess að ráða ráðum sínum og gera samþyklir um mikilsverð- ustu mál íilverunnar.- Indriði VVaage hefir sett leik- inn á svið og annast leikstjórn. Er það hvorttveggja af hendi leyst með venjulegri smekk- víá? hans og glöggu auga fyrir því, Sem vel fer á sviði. Auk þess fer hann með aðalhlut- verkið — Hann — og er leikur hans prýðilegur, vel yfirveg- aður, hóglátur, en þó skemti- legur. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur Matard gestgjafa vél og fjörlega. Gerfið er afbragðsgott, •— hann er snyrtilegur og vel klæddur út í æsar, fumkenndur og taugaóstyrkur, hrotti við undirmenn sína, ísmeygilegur við gestina — og ósvífinn ef hann sjer sjer leik á borði. — Eíann er gestgjafinn p a r e~x- cellence. Frú Þóra Borg Einarsson fer með hlutverk ungfrú Scoville, Sjónleikur í 3 þáttum eftir Alfred Savoir # Gestur Pálsson, sem liðsforinginn Trafalgar, Haraldur Sigurðsson sem þjónninn og Jón Aðils, sem prófessor Coq. ritara alþjóðaþingsins. Er leik- ur hennar öruggur og góður og bregður hún upp skemtilegri mynd af miðaldra piparmey, sem þegar á unga aidri hefir lesið sig frá allri lífsgleði og er nú orðin utanveltu við sjálfa sig og aðrá og gömul fyrir tím- ann af eintómu bókviti. Jón Aðils leikur prófessor Coq, forseta alþjóðaþingsins, forhertan guðleysingja, Gestur Pálsson hinn breska sjóliðsfor- ingja, Trafalgar, Ævar Kvaran, Ping hnefaleikameistara og Val ur Gíslason, lyftumann. Allir fara þeir vel með hlutverk sín, ekki hvað síst Jón Aðils, sem er í miklum framförum og þeg ar kominn í fremslu röð ís- lenskra leikára. Frú Inga Laxness leikur prinsessu, ástsjúka og' æði lausa í rásinni. Er leikur frúarinnar góður, en minnir þó um of á leik hennar í Angel-street, sem sýnt var hjer í fyrra á vegum setuliðsins. Kemur þetta vaía- laust af því, að fljótt á litið eru hlutverkin ekki með öllu ósvipuð, enda þótt þau sjeu gjörólík í eðli sínu, hið fyrra frámunalegá leiðinlegt frá hendi höfundarins, en hicf síð- ara .slórbrolið og afar athyglis- vert. En einkum mun -þetta þó stafa af því, að í hlutverki sínu í Angel-street var frúin greini- lega undir áhrifum geisisterkr- í ar leiksljórnar, og undan þeim töfrum hefir henni ekki ennþá I tekist að losa sig. Er þetta ' algengt fyrirbrigði, sem kemur fyrir bestu leikara og hverfur jafnan þegar viðfangsefnin verða fleiri og fjölþættari. Tveir nýliðar komu fram á leiksviðinu í þetta sinn, þau úngfrú Herdís Þorvaldsdóttir og Jónas Jónasson. Ljek ung- frúin sjúka dóttur próf. Coq’s og fór einkarvél með hlutverk sitt, — miklu betur en vænta þefði mátt af óvönum leikara, því að hlutverkið er að mörgu leyti vandasamt. — Jónas ljek sendil og var röskur og frjáls- mannlegur á sviðinu og í hví- velna hinn mesli myndarmað- ur. Færi belur að þetta unga fólk ætti eftir act staðnæmast hjá Leikfjelaginu og eflast þar og þroskast í listinni undir góðri handleiðslu hinna eldri og reyndari leikara, því að ekkert er það, sem Leikfjelag- ið vanhagar meira um nú (að undanteknu Þjóðleikhúsinu) en unga leikara, konur og karla- Sverrir Thoroddsen hefir þýlt leikrilið. Jeg hefi ekki sjeð textann, sem þýtt hefir verið eftir, og get því ekki um það dæmt, hversu nákvæm þýðing- in er, en hún virðist vera lipur og fara vel í munni. Það þarf ekki að taka það fram, að leikendur voru að leikslokum hylltir ákaft af á- horfendum með lófataki og fögrum blómvöndum. Sigurður Grímsson. Indriði Waage sem Hann og ifijrdís Þorvaldsdóttir, sem Sjúklingurinn. Byggingu Helaskóla miðar vei BYGGINGU Melaskóla mið- ar vel áfram. Búið er að leggja járn í fyrsta loft á aðalálmunm og búið að stevpa grunn leik- fimishússins. — Hefir skóla- nefnd mikinn áhuga á að full- gera megi að minsta kosti leik- fimishúsið fyrir næáta haust. Þátttaka íslands í al- þjóðlega vinnumála- sambandinu FRAM er komin frá ríkissljórninni svohljóðandi þingsálykl- unartillaga: „Sameinað Alþingi ályktar« að fela ríkisstjórninni að sækja fyrir íslands hönd um upptöku í (I L.O.) og greiða þátttökuna úr í greinargerð segir m- a.: Samkvæmt þingsályktun Al- þingis frá 15. október 1943 var ríkisstjórninni falið að athuga um þátttöku í alþjóðlega vinnu málasambandinu (I.L.O.). Mun síðan ekkert hafa gerst í mál- inu, fyr en íslandi var boðin þátttaka í alþjóðlega vinnumála þinginu á þessu ári. St^irfræksla sambandsins er eins og hjer segir: Alþjóðlega vinnumálaskrif- stofan mun annasfc nauðsynleg skrifstofustörf, alþjóðaupplýs- ingastarfsemi og útgáfustarf. Við hana vinna sjerfræðingar frá ýmsum löndum, en kunn- áttu þeirra, reynslu og ráð- legginga geta allar þær þjóðir notið, sem eru meðlimir sam- bandsins. Það h'efir útibú í mörgum löndum og auk þess samband við aðrar skrifstofur víða um heim. I stjórnarnefndinni eru sex- tán fulltrúar ríkisstjórna, 8 full trúar vinnuveitenda og 8 full- trúar verkamanna. Hún er fram kvæmdanefnd sambandsins, hefir yfirumsjón með starfsemi skrifstofunnar dg semur fjár- hagsáætlun hennar. Alþjóðlega vinnumálaþingið er alheimsþing um verkalýðs- og fjelagsmálefni. í nefnd frá hverri þjóð til að mæta á árs- fuÁdum eru fjórir nefndar- menn, tveir fyrir hönd ríkis- stjórnar, einn fyrir hönd vinnu veitenda og einn fyrir hönd verkamanna. —- Hver hinna þriggja fulltrúaflokka hefir ó- bundin rjettindi tiF umræðna og atkvæðagreiðslu, svo að öll sjónarmið geli komið fyllilega í ljós. Þingið samþykkir alþjóðleg- ar lágmarkskröfur, sem eru feldar inn í sjerslaka alþjóða- samninga, er. nefnast samþykt- ir (Conventions) eða álitsskjöl (Recommendalions). Byggjast þær á nákvæmri rannsókn og umræðum. Þar sem % hluta at- kvæða þarf til samþykkis þeirra þá má segja, að það, sem í þeim felst, sje allsherjarsamkomu- lag, bygt á röksluddu alrhenn- ingsáliti um heim allan. Síðan á fyrsta þinginu 1919 hefir vinnumálaþingið gefið út 67 samþyklir og 73 álitsskjöl. Eru þau um vinnudag, orlof með launum, barnavernd og kvenna, varnir gegn. og bætur fyrir slys, tryggingar gegn alvinnu- leysi, sjúkdómum, elli og dauða, verkalýðsvandamál í nýlend- um, aðbúnað sjómanna o. s. frv. Meginákvæði allra samþykta og álitsskjala hafa ásamt máls- skjölum og upplýsingum um alþjóðaásland í vinnumálum verið dregin saman í bók, sem nefnist The Inlernational Laböur Code (Lagasafn um al- þjóðavinnumálaefni), sem skrif stofan gaf út 1941. alþjóðlega vinnumálasambandið ríkissjóði". Ákvarðanir þingsins eru ekki bindandi fyrir hvert ríki, fyrr en þær hafa hlotið samþykki þjóðarþings. Hafi löggjafarþing staðfest samþykt vinnumála- þings, hljóta stjórnarvöldin að beita samþyktinni og leggja fram árlega skýslu um, hvern- ig framkvæmd hefir verið hag að, og er sú skýrsla endurskoð- uð af sjerstökum starfsnefnd- um Hin alþjóðlega vinnumála- sambands. Vinnumálasambandið hafði eigi haldið þing í 5 ár, þangað til á þessu ári, að þing var kvatt saman í Philadelphia. Samþykti þingið yfirlýsingu, sem staðfestir, að höfuðmark- mið Hins alþjóðlega vinnumála sambands í innanlands- og al- þjóðamálefnum sjeu fjelags- mál. Það samþykti einnig álits- skjöl um atvinnu, álmanna- tryggingar og lágmarkskröfur í vinnumálum nýlendna. Fulltrúi % íslands á þinginu var Þórhallur Ásgeirsson sendx ráðsritari í Washington. Hefir hann sent ríkisstjórninni grein' argóða skýrslu um störf þings- helstu starfa vinnumálasam- ins, þar sem getið er einnig bandsins. Telur Þórhallur að fengnum upplýsingum, að ár- legur kostnaður við þátttöku íslands í vinnumálasamband- inu muni vera 2000—3000 doll arar, én' að auki kemur svo kostnaður við að senda full- trúa á þing sambandsins,1 sem munu verða haldin. annað hverfc ár. Þar eð vinnumálaskrifstofarí mun verða mikill þáttur í al- þjóðlegu samstarfi að ófriðn- um loknum og hefir unn- ið merkilegt fjelagsmálastarf, verður að teljast mikilsvert, að ísland gerist þátttakandi nú þegar í hinu aíþjóðlega vinnu- málasambandi. Alþingí samþykkir að stofna rannsókn arsföi á Keldum 1 milj. kr. fjár- veiting í GÆR var samþykt á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um byggingu rannsónkarstöðv ar búfjársjúkdóma á Keldum í Mosfellssveit. Samkvæmt tillögunni ér 1 nailj. kr. af tekjuafgangi ársins 1944 veitt í þessu skyni gegn jafn miklu framlagi annarsstað ar frá. Refir Rockefellerstofn- unin í Bandaríkjunum heitið því að leggja hinn helming kostnaðarverðs stofnunarinnar fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.