Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 1
16 síður 31. argangur. 232. tbl. — Fimtudagur 16. nóvember 1944 ísafoldarprentsmiðja h.f Þrengt að Þjóðverj!] í Metz London í gærkveldi. UNDANHALDSLEIÐ Þjóð- verja frá Metz hefir verið þrengd allmikið, þannig, að hún er nú vart meira en tæpir 5 km. á breidd. Bandaríkja- menn eru víða komnir nærri borginni, og er mótspyrna Þjóðverja sumsstaðar snörp, en annarsstaðar er mótspyrnan því nær engin. Fjögur af minni virkjum börgarinnar eru á valdi Banda ríkjamanna, og skothríðin úr hinum meiri virkjunum er ekki sögð eins hörð eins og búast hefði mátt við. Talsmenn Þjóðverja hafa gefið það í skyn í útvarpser- indum, að byrjað væri að flytja íbúana á brott úr Metz, en eng in merki þess hafa Bandaríkja menn enn orðið varir við. Sunnar á vígstöðvunum hef ir sjöunda hernum ameríska og frönskum hersveitum tekist að sækja nokkuð lengra fram í áttina til Belfort-skarðsins. — Reuter. Strsðið ekki unnið enn — segja Rússar. LONDON: — Fimm rússn- eskir verkamannafulltrúar, þrír karlar og tvær konur, hafa síðastliðnar fimm vikur verið á ferðalagi um England og skoðað hergagnasmiðjur þar. Atti nefnd þessi síðan að gefa St;din skýrslu um það, er hún hefði sjeð. , Þegai; nefndin var að leggja af stað heimleiðis, ljet foringi hennar. Kutznetsov, en hann er frá Stalingrad, svo um mælt, að framkvæmdir breska verka lýðsins væru mjög virðingar- verðar. en bætti við, að hver maður í Englandi talaði, eins og si/;ur væri þegar unninn. — Hanvi sagði, að nauðsynlegt væri að leggja áherslu á það, að striðið væri ekki búið enn, og vopnaframleiðslan yrði að halda áfram. (Daily Telegraph.) Tifo fær birgðir London í gærkveldi. UNDANFARNA daga hefir verið varpað úr breskum flug- vjelum samtals 660 smálestum af allskonar birgðum til her- skara Titos í Júgóslafíu, og er það hið mesta, sem flutt hefir verið loftleiðis til hers á ekki lengri tíma. — Tito rekur nú flótta Þjóðverja norður dali Júgóslavíu. — Reuter. De Gaiille boðið til Moskva London í gærkveldi. DE GAULLE hershöfðingja hefir verið boðið að koma til Moskva af Sovjetstjórninni, og hefir hann þegið boðið. Ráðger ir de Gaulle að fara til Moskva það fyrsta hann getur, og mun Bideaux, 'utanríkisráðherra í stjórn hans, fara með honum. — Reuter. Hörð sókn Breta að Ven- lo og Roermond ir mm hafa nóg al gera London í gærkveldi. RANNSÖKNARDÓMSTÓLL Parísar hættir störfum til 27. þ. m. og mun ástæðan vera sú, að því er Parísarblöðin segja, að endurskipuleggja eigi starf- semi dómstólsins. Kommúnista blaðið l'Humanite segir í dag, að ,,fólk muni verða órólegt, þar til hreinsaðir hafi verið á brott úr lögreglunni og úr hópi dómara allir svikarar og óþokk ar". Blaðið bætir við, að yfir 4000 manns hafi þegar verið dregnir fyrir rjett í París vegna allskonar landráða. — Annað blað segir, að það muni taka 15 ár áð dæma alla svik- ara, nema hafðar sjeu á hrað- ar hendur. — Reuter. Oflo af Habsburg kominn fil Evrópu London í gærkveldi. OTTO, prins af Habsburg, er nýlega kominn til Portúgal frá Vesturheimi, og hefir sá orð- rómur gengið, að stjórnir banda manna hafi greitt fyrir för hans yfir hafið. Var um þetta spurt í neðri málstofu breska þings- ins í dag, og þar með, hvort Bretar ætluðu að stofna aftur Habsborgara-keisaradæmi í Mið-Evrópu. Var sVarað af stjórnarinnar hálfu, að þessi för Otto prins kæmi alls ekki af tjeðum ástæð um, og ekki kæmi til mála, að hann yrði studdur neinsstaðar til valda af bandamönnum. — Reuter. En aðalvarnarlína Þjóð- verja órofin BRESKAR hersveitir sækja hratt í áttina til íljótsins Maas og borganna Venlo og Roermond, sem eru nærri landa- mærum Þvskalands. Ilafa hersveitir Breta sótt þarna fram um 8 km. á einum sólarhring, en tekið er fram, að varnar- kerfi Þjóðverja þarna sje ekki rofið, því að það er handan mikilla móirýra, sem sprengjur hfa verið lagðar í. Fer ekki effir áæflun London í gærkveldi. KREUGER hershöfðingi, sá er stjórnar hersveitum Banda- ríkjamanna á Leyte-ey, átti ný lega tal við blaðamenn, og kvað það ósatt, sem hermt hefði ver- ið, að mótspyrna Japana á Leyte hefði verið lítil. Sagði hann menn sína hafa þurft að leggja sig alla fram, og hefðu þeir líka staðið sig vel. Hann var spurður, hvort sóknin gengi samkvæmt áætlun, en hann kvaðst ekki fara eftir áætlun. Meðan blaðamenn ræddu við hann, lenti í loftorustu beint uppi yfir stöðvum Kreugers og heyrðíst ekki mannsins mál um hrið. — Reuter. Bandaríkiri fá bæki- stöðvar. London: — Bandaríkin hafa fengið rjettindi til þess að hafa hernaðarbækistöðvar í Negra- lýðveldinu afríkanska, Liberíu Hafa um þetta verið gerðir samningar milli aðila fyrir nokkru. Vörn Þjóðverja hefir yfir- leitt ekki verið hörð, og bar- dagar þar afleiðandi litlir. Ekki hafa Þjóðverjar gert nein gagnáhlaup. Talið er á- reiðanlegt, að Þjóðverjar muni verja borgirnar Venlo og Roermond af mikilli hörku, því um þær liggja þjóðvegir til Þýskalands. — Bretum hef ir gengið vel að komast yfir tvo skipaskurði, sem á leið þeirra urðu. Neðst við Maasfljót hafa njósnarflokkar komist yfir ána og getað gert allmiklar athuganir handan fljótsins. Skothríð yfir fljótið heldur stöðugt áfram. Bardagar eru að sögn Þjóð ver.ja enn harðir við hafnar- borgirnar Lorient, St. Nazaire, La Rochelle og Dunquerqne, en breytingar hafa ensrar orð- ið. — Þá kveðast Þjóðverjar hafa skotið miklu af svif- sprengjum og - rakettuskeyt,- um að hafnavborginm Ant- werpen. LONDON: — Gort lávarður hefir nýlega verið útnefndur landsstjóri í Gyðingalandi. Kom hann til Jerúsalem á dög unum og var settur inn í em- bætti með mikilli viðhöfn. Brefar biðu mikið Ijón við Walcheren London í gærkveldi. ALEXANDER, flotamálaráð- herra Breta, ræddi í dag um innrás Breta á Walcheren-ey við Holland nýlega, og sagði, að tjón hefði verið mikið. Bæði var landgangan gerð í illu veðri og mótspyrna v sjerstaklega grimmileg. — Af fylgdarskip- um innrásarskipanna, en þau voru alls 25 að tölu, var 9 sökt, en 8 löskuðust. Fórust þarna 172 liðsforingjar og sjóliðar, en 200 særðust. Af 47 landgönguskipum, sem lentu nærri Vlissingen, fórust 4 skip, en allmörg löskuðust illa. Fórust þar 115 menn, en 301 særðust. Víðar við strend- ur Walcheren biðu Bretar skipa tjón nokkurt. — Reuter. Renaull-verksmiðj- urnar leknar eignarnámi London í gærkveldi. FRANSKA stjórnin hefir tekið hinar kunnu Renault- bifreiðaverksmiðjur nærri Par ís, eignarnámi, þar sem talið var, að eigandi þeirra, L. Re- nault, hefði haft samvinnu við Þjóðverja, en verksmiðjurnar framleiddu fyrir þá, allan þann tíma, sem þeir höfðu Frakkland á sínu valdi. Eigandinn sjálfur er nýlega látinn. Andaðist hann í fang- elsi fyrir nokkrum vikum sið- an, en þar hafði honum verið varpað, vegna þess, að hann var grunaður um samvinnu við Þjóðverja. — Reuter. Vilja fá frí fyrst. LONDON: — Talsmaður breskra hermanna á ítalíu, sem nýlega skýrði frá kröfum þeirra í breska þinginu, tók það fram, að hermennirnir þar væru ó- fúsir á að fara austur til Asíu og berjast þar, nema þeir fengju frí og gætu farið heim áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.