Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FimtudagTir 16. nóv. 1944 Q Sjálístæðismenn í Reykjavík byggja flokkshús við Austurvöll Gíæsilegasti funda- og samkomu salur bæjarins Verkið hafið ÞEIR, sem ganga niður við Austurvöll eftir Vallar- stræti, sjá að mikið umrót er á lóð Sjálfstæðisflokksins að baki húseign flokksins í Thorvaldsensstræti. Þarna er að rísa upp stærsti og glæsilegasti samkvæmis- og fundarsalur í Reykjavík. Tíðindamaður blaðsins leit yfir vegsummerki í gær, þar sem verið er að vinna í grunn- inum. Fór síðan upp á skrif- stofur Sjálfstæðisflokksins, og fjekk eftirfarandi greinargerð um byggingarmálið hjá Jó- hanni Hafstein, framkvæmda- stjóra flokksins: Gamalt áhugamál: Sjálfstæðismenn hafa lengi haft hug á því, að byggja flokks hús hjer í Reykjavík, er full- nægði vel þörf fjelagssamtak- anna og væri myndarleg mið- stÖð flokksstarfseminnar. Jeg skal ekki rekja þá sögu langt aftur í tímann. En í lok árs ’40 hlutaðist miðstj. flokks- ins til um að skipuð var bygg- ingarnefnd til þess að vinna að þessu máli. Áttu sæti í henni 7 menn, tilnefndir af miðstjórn, sjálfstæðisfjelögunum fjórum, Vérði, Heimdalli, Hvöt og Óðni, fulltrúaráði fjelaganna og fjár- málaráði flokksins. — Magnús Jónsson, prófessor var formað- ur nefndarinnar. Flokknum trygt aðsetur í hjarta bæjarins: Þessi byggingarnefnd hóf starfsemi sína með því, að í- huga stað undir væntanlegt flokkshús. Árangur þeirra at- hugana ^var sá, að flokkurinn festi kaup á núverandi húseign flokksins í Thorvaldsensstræti 2, ásamt gríðarstórri baklóð, og var þetla áður eign Hallgríms Benediktssonar, en í upphafi gamli kvennaskólinn í Reykja- vík. Byggingarnefndin safnaði fje til húsakaupanna til viðbótar andvirði Varðarhússins, sem selt var um svipað leyti. Hvílir lítil skuld á þessari eign. Akveðið að hefja byggingar- framkvæmdir. Margvíslegar athuganir hafa farið fram á því, hvernig hent- ast myndi að haga byggingar- framkvæmdum. Að lokum varð byggingarnefndin sammmála um að rjeltast myndi að svo komnu að byggja stóran. sam- komusal við gamla húsið, sem nú er, eftir uppdrætti, sem Hörður Bjarnason arkitekt gerði fyrir nefdina. Ur fram- kvæmdum varð þó ekki fyrr en nú, ekki alls fyrir löngu. Á þessu hausti var málið tek ið til nýrrar meðferðar af st jórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisíjclag- anna og stjórnum Sjálfstæðis- fjelaganna í samráui við mið- stjórnina. Var málið ýtarlega rælt á tveim sameiginlegum fundum stjórna fulltrúaráðs og Sjálf- stæðisfjelaganna, þann 5. okt. og 18. okt. Var á síðari fundinum ákveð- ið að hefjast handa hið bráð- asta með það áform fyrir aug- um að ljúka byggingunni á næsta sumri. Verkið hafið 31. október: Voru þegar skipaðar nefndir til að sjá farborða framkvæmd málsins. Byggingarnefnd, til að standa fyrir verklegum fram- kvæmdum og nefndir til að sjá um fjáröflun til framkvæmd- anna. í bvggingarnefnd eiga sæti Eyjólfur Jóhannsson, formað- ur nefndarinnar, Guðlaugur Þorláksson, skrifstofustjóri, frú Guðrún Jónasson, Helgi Eyjólfs son, húsasmiðaríeistari, Oddur Helgason, útgerðarmaður, og Jóhann Hafslein. Almenn fjársöfnunarnefnd á‘ að annast fjársöfnun hjá bæj- arbúum. Hún mun áreiðanlega gera frekar vart við sig á næst unni. Formaður hennar er Jó- hann Hafstein. Happdrættisnefnd hefir til athugnar að afla byggingar- sjóði tekna með happdrætti á næsta ári. Hún er þó þegar byrjuð að starfa. Formaður hennar er Oddur Helgason. Byggingarnefnd bíður ekki t eflir fjársöfnunarnefndum, en treystir á, að þær bregðist ekki. Verkið var hafið hinn 31. okt. siðasfliðinn. Almenna byggingárfjelagið hefir tekið að sjer að koma und ir þak nýbyggingunni. En Hjört ur Hafliðason slendur fyrir breytingum á gamla húsinu og öllum innrjettingum". ★ „Annars er ekki rjett að vera með frekari málalengingar", segir Jóhann Hafsein að lok- um. „Nú veltur allt á framkvæmd um, — röskum framkvæmdum. En hjer er stutt lýsing af bygg- ingunni. Jeg vil, að menn sjái, að það, sem hjer er á ferðinni er enginn kofi. Okkur er gefið í skyn að verkið geti kostað urrl 1 miljón króna. Með þessari húsbyggingu eignast Sjálfstæðisflokkurinn stærsta og veglegasta funda- og samkvæmissal í bænum og jafnframt annan minni og hent ugri fundarsal. — Prýðilegar og rúmgóðar skrifstofur fvrir Framli. á bls. 12. Lýsing á fiokkshúsinu STÓRf-SALURINN er kjarni byggingarinnar. Hann er 21 meter á lengd og 18 metrar á breidd. Fyrir innri endanum er upphækkun ,,sena“ og nokkur upphækkun, 80 cm„ með öðrum hliðarvegg, 4.5 m. á breidd. Lofthæð er 5 metrar til beggja hliða en mest í miðju, 6 m., þar sem loftið myndar hvelfingu. Fldtar- mál þessa salar er 330 ferm., þegar frá eru lalin minnihátíar innskot í horninu fyrir geymslu, aukainngang o. fl. I framlengingu af stóra salnum er minni salur, 11.5 m. langur og 4.5 m. breiður. Getur einnig verið sjerstakur fundarsalur. Inn í stóra salinn er gengið frá Austurvelli, gegnum stórt og fallegt anddyri, sem myndast við breytingu á neðri hæð húss- ins gamla. Stóri salurinn, að viðbættum þeim litla, er að flatarmáli 330 fermetrar. , # Það mun vera meira en 100 ferm. stærra en samanlagður gólf- flölur „gylla sálarins“ og „restorationar“ á Hótel Borg, og um 100 ferm. meira en flatarmál Sýningarskálans. Sýningarklefi fyrir Lvikmyndatæki er bygður við stóra sal- inn. Annars verður hann notaður sem veitinga- og samkvæmis- salur — og til fundahalda fyrir stærri fundi. Einnig mætti nota hann fyrir söngskemtanir og hljómleika. Á efri hæð gamla hússins verða skrifstofur flokksins og að- setur Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík. Þar verða 8 rúmgóðar og hentugar stofur. Gamla húsið verður múrhúðað að utan og á ýmsan hátt end- urbælt. Grunnteikning af byggingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.