Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. nóv 1944 BÁTAHÖFN Á AKRANESI Á ALÞINGI því, sem nú stendur yfir, hefir Pjetur Otte- sen flutt frumvarp til laga um 1 milj. kr. framlag úr hafnar- bótasjóði til hafnargerðar á Akranesi gegn jafnháu fram- lagi úr hafnarsjóði Akraness- kaupstaðar. Er hjer gert ráð fyr ir því, að ríkissjóður beri nokkru hærri hluta kostnaðar ins en alment gerist. Tilgang- urinn með þessari tillögu er sá að gera mögulegt, að hægt verði að hefjast handa um það að lengja núverandi hafnargarð og byggja hliðarálmu, sem stefni til lands. Með þessum hafnarvirkjum er fengin góð og örugg lega fyrir stóran báta- flota. Að sjálfsögðu er hjer um að ræða mikið hagsmunamál Ak- urnesinga, en jafnframt eru þetta alþjóðarhagsmunir, og af þeirri ástæðu þykir mjer rjett að ræða mál þetta á opinberum vettvangi, ef það mætti verða til þess að vekja almennan á- huga fyrir framgangi málsins. Hin síðari ár hafa útgerðar- menn á Akranesi og aðrir þar í bæ, sem kunnugir eru báta- útvegsmálunum, undantekning arlaust talið, að heppilegasta bátastærðin væri 40 til 60 tonn. Bátar þessir eru gerðir út á haust- og vetrarvertíð við Faxa flóa, en sökum þess, að þeim er róið frá landi, mega þeir ekki vera mun stærri en að framan greinir. Bátar þessir eru þó nægilega stórir til þess að hægt sje að gera þá út á síldveiðar með góðum árangri. Með þessu móti er hægt að gera bátana út nær óslitið allan árs ins hring, og er það að sjálf- sögðu æskilegast, a. m. k. sjeð frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Það er einnig mikið öryggi fyr ir bátaútvegsmenn og hlutasjó menn að eiga ekki alt undir þorskveiðum eða síldveiðum einum saman. Jeg hefi heyrt, að útgerðar- menn á Norðurlanöi telji marg ir hverjir álitlegast að gera báta einungis út á síld, en leggja þessum skipum meiri hluta ársins. Mjer skilst, að hin nýja stórbrotna hafnargerð, sem Ak- ureyrarkaupstaður hefir hafist handa um að koma í fram- kvæmd, sje að nokkru leyti til þess gerð að byggja uppsátur fyrir slík síldveiðiskip. Væri æskilegt, að fróðir menn athug EftirArnljótGuðmundsson,bæjarstjóra uðu, hvort hjer sje um heppi- lega stefnu að ræða í þessum málum. Um margra ára skeið hafa út- vegsmenn frá öðrum lands- fjórðungum gert út báta sína frá verstöðvum við Faxaflóa á tímabilinu frá áramótum til maí-loka, en mjög skortir á það, að hægt hafi verið að nota hin auðugu mið við Faxaflóa svo sem þörf er á, vegna örð- ugra hafnarskilyrða á þeim stöðum, sem stytst eru frá mið- unum. Aðbúnaður sjómanna er og af þessum ástæðum svo slæmur, að lítt er við það un- andi. Útflutningsverðmæti þess afla, sem mótorbátar öfluðu í Faxaflóa veturinn 1943, nam kringum 50 milj. kr. og er hjer farið eftir upplýsingum, sem jeg hefi fengið hjá Fiskifjelag- inu og Sölumiðstöð hraðfrysti- húseigenda. Þráfaldlega hefir verið rjettilega á þaS bent, að fjölga þurfi atvinnugreinum og gera atvinnulífið með því móti fjölbreyttara og jafnframt ör- uggara. Ekki virðist síður á- stæða til þess að búa vel að at- vinnuvegi, sem fært hefir þjóð inni tugi miljóna í erlendum gjaldeyri á ári hverju. Virðist því engin goðgá, þótt hið opin bera leggi nokkuð af mörkum til þess að koma upp nauðsyn- legum mótorbátahöfnum við Faxaflóa í eitt skipti fyrir öll. Með þessu væri margt unnið. Undanfarin ár hafa skipskaðar á Akranesi aðallega orðið vegna ófullnægjandi hafnarskilyrða. Báta hefir slitið upp á legunni og rekið á land, og er fjárhags legt tjón af slíkum skipsköð- um mjög verulegt, ekki síst nú á tímum, þegar sæmilegir bát- ar kosta kringum V2 milj. kr. Það er einnig mikið öryggis- leysi fyrir hlutasjómenn og út- vegsmenn að eiga það á hættu, að hætta verði við útgerð báta á miðri vertíð þegar slíka sjó- skaða ber að garði. Við þetta bætast og mannskaðar, sem orð ið hafa vegna slæmra hafnar- skilyrða. Ef nauðsynlegum bátahöfnum yrði komið upp við Faxaflóa, er það ekki ein- ungis öryggi fyrir þann bátaút veg, sem er fyrir hendi, heldur er það og beint skilyrði fyrir I , i ! íslenzkur iðnuður 1 * x V ^ X Verslun í Miðbænum vill taka að sjer iitsölu á ís- •:• ❖ lenskum iðnaðarvörum. Tilboð sendist blaðinu íyrir * V , V <• helgi, merkt, „Utsala“. £ •:• ý Unglingspiltur 14—18 ára, röskur og ábyggilegur, óskast nú þegar til aðstoðar á skrifstofu, Eiginhandar umsóknir, merktar, „352a sendist blaðinu fyr- ir 25, þessa rnánaðar, því, að hægt sje að auka báta- útveginn svo um muni. Það má að sjálfsögðu um það deila, hvort ríkið eða einstök bæjarfjelög eigi aðallega að kosta umrædd hafnarmann- virki, en í framtíðinni getur bátaútvegurinn væntanlega staðið straum af mannvirkjun- um. Talið er, að nauðsynleg- ustu hafnarmannvirki á Akra- nesi kosti kringum 4 milj. kr. Sje miðað við íbúatölu, svarar þetta til þess, að bygð yrðu í Reykjavík hafnarvirki fyrir ca. 80 milj. kr. Það er fullvíst, að einstök bæjarfjelög geta ekki staðið straum af slíkum fram- kvæmdum nema því aðeins, að ríkissjóður styrki þær mjög verulega. Þá er og þess að geta, að hafnirnar eru ekki einungis byggðar fyrir bæina við Faxa- •flóa, heldur jafnframt fyrir bátaútvegsmenn af öllu land- inu. Af þessum ástæðum virð- ist sjálfsagt, að ríkissjóður taki verulegan þátt í framkvæmd- um þessum. Alþingi hefir viðurkent þenn an skilning. í fjárlögum fyrir árið 1943 eru veittar 250 þús. kr., sem byrjunarframlag til hinnar svonefndu landshafnar við sunnanverðan Faxaflóa, en hugmyndin er sú, að ríkissjóð- ur byggi bátahöfn á framan- greindum stað án þess að nokk urt bæjarfjelag taki þátt í þeim kostnaði, enda er fjárveitingin bundin því skilyrði, að „ríkis- stjórnin tryggi aðkomubátum aðstöðu til útgerðar frá staðn- um og afnot af höfninni við vægu verði“. Framangreindar ráðagerðir um byggingu landshafnar við Faxaflóa hafa til þessa beinst að því, að ein höfn yrði bygð við sunnanverðan flóann. Þeg- ar þetta mál er krufið til mergj ar, virðist mjer auðsætt, að við unandi lausn á máli þessu fá- ist því aðeins, að jafnframt verði bygð bátahöfn við norð- anverðan flóann. Reynslan hef- ir sýnt, að áhöld eru um áfla- brögð á miðum í norðanverð- um og sunnanverðum flóanum. Sum árin eru þau betri í norð anverðum flóanum, en önnur árin lakari. Hinsvegar er veið- arfæraslit og línutap mun minna á miðunum nyrst í fló- anum, þeim sem aðallega er sótt á frá Akranesi. Reynslan hefir sýnt, að fjárhagsleg af- koma bátaútgerðarinnar er síst verri á Akranesi en á stöð- um við sunnanverðan flóann. Þessu til stuðnings má vitna til skýrslu þeirrar, sem hjer fer á eftir um meðalaflahluti háseta við Faxaflóa á vetrarvertíð ár- in 1940 til 1944: • Akran. .Sandg. Keflav. kr. kr. kr. 1940 2.227 1.900 2.200 1941 10.725 6.100 6.500 1942 8.580 4.500 4.700 1943 10.596 8.800 8.000 1944 10.572 9.000 9.000 kjör eru hagkvæmari fyrir sjó- menn á Akranesi en í Kefla- vík og Sandgerði, en það mun- ar þó ekki verulegu. Mjer virðist samkvæmt því, sem að framan greinir, nauð- synlegt að koma upp góðum bátahöfnum bæði við sunnanv. og norðanverðan flóann, en þar kemur tæplega annar staður til greina en Akranes. Með því móti er hægt að notfæra jafnt miðin á báðum þessum stöðum, og er það mikið aukið öryggi fyrir bátaútveginn. Eins og kunnugt er, hefir nokkuð verið um það deilt, hvort samgönguleiðin til Norð- ur- og Vesturlands eigi að liggja um Borgarnes, Akranes eða fyrir Hvalfjörð, og þykir mjer ekki ástæða til þess að rökræða það mál í þessari grein. Hitt er víst, að örugg höfn á Akranesi er undirstaða þess, að hægt sje að hafa nokk urskonar bílferju milli Akra- neSs og Reykjavíkur. Virðist það á ólíku meira viti bygt, að ríkissjóður legði fram fje til hafnargerðar á Akranesi heldur en að láta byggja hafnarvirki vegna bílferju yfir Hvalfjörð, með tilliti til þess, að þá er jafn framt unnið að því nauðsynja- máli að koma upp bátahöfn á Akranesi vegna bátaútvegsins í Faxaflóa. Jeg sje ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál. Eins og tekið hefir verið fram, er hjer um mikið hagsmuna- mál Akurnesinga að ræða, og ekki mun standa á þeim um framkvæmdir 1 þessu máli, sem má heita mál málanna á Akra- nesi. Með tilliti til þess, að hjer er um að ræða hagsmuna- mál bátaútvegsins á öllu land- inu, virðist eðlilegt, að ríkissjóð ur taki meiri þátt í þessari hafn argerð en öðrum hafnargerð- um, enda væri sjálfsagt að setja það að skilyrði fyrir fjárveit- ingunni, að aðkomubátum verði trygð aðstaða til útgerðar frá staðnum og afnot af höfninni við vægu verði Virðist mjer til- laga Pjeturs Ottesens um það, að varið verði 1 milj. kr. úr hafnarsjóði til hafnargerðarinn ar, en að öðru leyti yrði höfn- in bygð á grundvelli gildandi hafnarlaga, mjög aðgengileg, sjeð frá sjónarmiði ríkisins, ekki síst þegar þess er gætt, að ríkissjóður gæti jafnframt sparað sjer byggingu hafnar- mannvirkja vegna ferju yfir Hvalfjörð. Afdrif þessa frum- varps hafa úrslitaþýðingu um það, hvort hafist verður handa um byggingu bátahafnar á Akranesi nú á næstunni. Vænti jeg þess, að Alþingi sýni máli þessu þann skilning, sem því ber. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU SPEIÍLAR marffar gerðir og stærðir | LUDVIG STORR } {♦♦j*«Xm!mImJ»!m!m!m!m!mXm!m!m!m^‘«i*J*^‘!m!m4m^‘«m*mXm*m!m^‘*m!m»m*m*mímImÍmím!m!m!m!m»m4‘ „Góða frú Sigríður, hvernig ferð þú að búa til svona góðar kökurf* „Jeg skal kenna þjer galdurinn, Ólöf mín. Notaðu aðeins Lillu- og Pyrolyftiduft og Lillu eggjaduft frá Efnagerð Reykjavíkur. — Þessar ágætu vörur fást hjá flestum kaupmönnum og kaupfjelögum á land- inu, en taktu það ákveðið fram, Ólöf mín, að þetta sje frá Efnagerð Reykjavíkur“. „Þakka, góða frú Sigríður, greiðann, þó galdur sje oi, því gott er að muna hana Lillu rney“. Hinn mikli mismunur á hlut; um á Akranesi og hlutum við sunnanverðan flóann Stafar að einhverju leyti af því, áð hluta I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.