Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 16. nóv 1944 MOEGJJNELAÐIÐ 7 Sýning í Listamanna- skálanum ■ ' ” am sji1 slæðtsveri u- manna-og sjómcnna GRJETA BJÖRNSSON, sýn ir olíumálverk, vatnstitarnynd ir, teikningar og tvær myndir málaðar með kalklitum á steinsteypu. Það enr allmörg ár síðan Grjeta Björnsson sýndi síðast. Yerk hennar nú sýna að húii héfir allmikið hreyst á síðari árum. Nú senx fyrr notar hún vatnslitina mest og hefir hún náð leikni í meðferð þeirra. Samfara því sem hæfni hennar liefir auk- ist- við að l)landa litina og leggja þá á pappírinn, hefir hún því miður færst nær hin- um aþekta, alþjóða Magasín- stíl, þar sem alt þarf að vera srnelt og felt með fljótandi hraða. Slíkur stíll getur kom- ið í veg fyrir að menn hugsi verkið nógu vel, að menn láti eiugöngu leikhi og lipurð túlka viðhorf sitt til viðfangs- efnanna, en fyrir málara get- ur slíkt orðið háskalegt til lengdar, þótt nauðsynþegt sje fyrir blaðateiknara. Af vatnslitamyndum Grjetu Björnsson skal nú getlð nokk- urra, sem mjer þykja einna bestar. No. 46 „Steinn í bæj- argilinu“, no. 56 „0r stofu“,- no. 42 „Slippur“, no. 81 „Úr Garðastræti". At' olíumálverkum ber að geta hinnar fallegu myndar No. 14 „Telpa“ og lands- lagsmyndar No. 15 „Viðeyjar sunds“, sem báðar eru sann- færandi með skemtilegu inn- sýni. Iíinar tvær kalkmynd- ir eru að stíl gjörólíkar öðru, sem málarinn- hefir gert. Á því sviði, virðist hún njóta sín betur en ella, enda mun hún hafa fengið góða undir- stöðumentun í veggskreyt- ingum í hinum sænska skóla, sem hiin* lærði í. Að lokum má geta þess, að viðfangsefnin eru tekin vvíðsvegar frá, við sjó og til sveita. GUNNFR ÍÐU R JÓNSDÓTT- 1R, sýnir 12 höggmvndir, og mun það vera obbið af því sem hún hefir mótað um dag- ana, en við það hefir hún starfað í nokkur ár. Það er })ví ekki að undra, þó nokkur byrjandabragur sje á verk- iim þessum. Ilöggmyndalistin, ef rækt er af alúð, kostar margra ára nám og' látlausa þjálfun í tugi ára. Það er ekki nóg, eins og sumir ætla, að hafa hina svonefndu meðfæddu hæfileika til að geta gert höggmynd, brjóstvitið nær þar skamt. Myndhöggvari þarf að kunna vel að teikna, hann verður að }>ekkja til hlítar ýmisleg efni, hvernig á að vinna úr þeim. Svo sem trje, leir, stein o. fl. og vera, jafn vígur á alt. Gunnfríði Jónsdóttur hefir sennilega færst ofmikið í fang með að byggja upp jafn stóra mynd sem hina svok. „Landsýn“ er. Iiugmyndin um að láta mann- veruna vaxa upp tir jafnbola steinstöpli með reglulegum fellingum á fjórar hliðar, ger ir styttúna steindauða og alt pf þunglamalega, og sama nákvæmlega endurtekur sig í „Klerkur" á bæn. í hinum smærri myndum af Manns- höfðum, nýtur hún sín-betur, og stiðst Gunnfríður þar við stíl Ásmundar Sveinssonar. En einnig í þeim endurtekur hún s.jálfa sig uin of. Sýning þessi verður opin til mánudagskvölds. Orri. Ljósprenlun af riti eftir sr. Björn í Sauðlauksdal EINHVER kunnasti jarðrækt armaður hjer á landi á 18. öld, var Björn prófastur Halldórs- son, í Sauðlauksdal, örðabókar- höfundur, mágur Eggerts Ól- afssonar skálds. Nokkur land- 1 búnaðarrit eftir hann hafa verið prentuð. Atli þrisvar sinnum, Grasnytjar og' Arnbjörg. — Þá var og prentaður í Kaupmanna höfn 1765 ritlingur á dönsku sem nú er orðinn fágætur og er upphaf titils hans, „Korte Beretninger om nogle Forsög til Landvæsents og især Hauge Dyrkningens Forbedring i Is- land“. Ræðir þar um fyrstu til- raunir kartöflunnar hjer á landi, um kálrækt og um trjá- rækt „lystihús“, er sjera Björn hafði gjört í Sauðlauksdal. — Segir frá ýmsum fróðlegum og skemtilegum hlutum, í brjefs- formi, er sjera Björn skrifar mági sínum Magnúsi Ólafssyni, síðar lögmanni. Hefir Búnaðarfjelag íslands látið ljósprenta bækling þennan hjá Lithoprent, en hann mun ekki framar til í einstakra manna eign. Mun Búnaðarfjelagið selja þau fáu eintök bæklingsins, sem til sölu eru næstu daga, saman- ber auglýsingu í blaðinu í dag. Voronoff til Frakklands. London: — Voronoff, hinn frægi læknir, er nýkominn til Frakklands í boði de Gaulle. Var hann í Bandaríkjunum. — ) Mun hann framkvæma nokkr- ] ar aðgerðir á særðum mönnum. Miða aðgerðir hans að því, að ekki þurfi að taka af limi. 25.000 flugvjelar. London: — Tuttugu og fimm þúsund flugvjelum hefir verið flogið yfir Atlantshafið síðan árið 1940. Helmingur þessara flugvjela hefir verið sendur til vígstöðvanna á síðastliðnu ári. Er vissulega ánægjulegt til þess að vita, að sjálfstæðis- verkamenn og -sjómenn skuli fyrstir allra hafa orðið til þess, á sameiginlegum skemtifundi sínum, að fagna hinni nýju rík isstjórn og árna henni heilla. Vonandi bera þeir þá líka giftut til að fagna árangrinum af störfum hennar, með auknum styrkleik og samhug. Þeir fjelagsmenn, sem fund- inn sátu. bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði, hafa skipað sjer I þjettar 'saman og munu heyja sína sameiginlegu barátfu með enn meiri krafti en nokkrn- I sinni fyrr. LITLI HNOKKINN hjer á myndinni, í hvítu sjóliðaföt- unum, heitir Winston Churchill og er sonur Randolphs Chur- chill, en hann er sonur forsætisráðherra Breta. Winnie litli, eins og hann er kallaður, var í bamaboði er mynd þessi var tekin. Boðið var haldið fyrir böm frá löndum hinna sam- einuðu þjóðt og haldið í húsakynnum breska flotans í London fyrir nokkru. Málfundafjelagið Óðinn hjelt aðalfund sinn s. 1. sunnudag í Baðstofu iðnaðarmanna kl. 2 e. h. — A dagskrá fundarins vom venjuleg aðalfundarstörf. — Skýrslur nefnda og fráfarandi stjórnar, ásamt stjórnarkosn- ingu. í stjórn fjelagsins fyrir Framhald á bls. 13 Málfundafjelögin Öðinn í Reykjavík og Þór í Hafnarfirði hafa þegar byrjað vetrarstarf- semi sína af fullum krafti, og hyggja nú að treysta samtök sín betur en nokkru sinni áð- ur. Hafa þau í sameiningu lýst hollustu sinni við stefnu núver andi ríkisstjórnar, og munu því heyja baráttu sína í fullu sam- ræmi við vfirlýsta stefnuskrá hennar. enda hefir engin ríkis- stjórn. er sett hefir verið hjer á laggirnar áður, boðað jafn glæsilega og gagnlega stefnu- skr.á til handa launastjettum landsins, nje tekið jafn ótví- rætt tillit. til sjálfsagðra rjettar bóta þeirra. Sjálfstæðisverkamenn og sjó- menn eru stoltir yfir þvi, að formaður flokks þeirra hefir borið gifta til þess, að hafa haft forystuna á hendi um samkomu lag þeirra stjórnmálaflokka, sem að ríkisstjórninni standa, til framkvæmda þeim málum, sem mest varðar allar launa- stjettir landsins og þjóðfjelag- ið í heild. Það færir þeim heim sanninn um það, að þeir hafa ekki oímetið stjórnmálahæfni og viðsýni formanns Sjálfstæð- isflokksins nje annar^ forystu- manna flokksins og þjappar þeim þvi betur saman utan um leiðandi menn flokksins, sem ríkisstjórninni tekst fljótara og betur að framkvæma áform sín. -k __ Laugardaginn 14. okt. s. 1. hjelt málfundafjelagið Óðinn skemtifund í Aðalstræti 12. ■— Fjelagsmönnum var gefinn kost ur á að taka með sjer einn gest hverjum. Var fundarhúsið þjett skipað og fór fundur þessi í alla staði hið prýðilegasta fram. Dagskrá fundarins var á þá leið, að Sigurður Halldórsson setti fundinn og bauð fjelags- menn og gesti velkomna, fyrir liönd skemtinefndar. Guðmund ur Pálsson las upp stutt og bráð skemtilegt leikrit. Kjartan Ól- afsson, múrarameistari fór með nokkrar kvæðastemmur, Axel Guðmundsson las upp stutta gamansögu og tvö kvæði eftir GuðnAmd Guðmundsson. skóla- skáld, Felix Ó. Sigurbjarnar- son söng nokkur einsöngslög og síðan var stiginn dans til kl. 3 eftir miðnætti. Öll skemtiatriði fundarins voru ágætlega af hendi leyst, af hálfu þeirra mann sem um þau sáu, enda var þeim öllum vel fagnað af fundarmönnum. Fundur þessi var í alla staði hinn ánægjulegasti og mjög til þess fallinn, að auka kynni meðal fjelagsmanna. Var líka óspart eftir því óskað, af hálfu fundarmanna, að svipaður skemtifundur yrði bráðlega haldinn aftur í fjelaginu. I skemtinefnd voru þessir menn: Sigurður Halldórsson (form.), Jón Ólafsson, Sigurð- ur Eyþórsson, Guðmundur Páls son og Axel Guðmundsson. ★ í Stjórn Landssambands sjálf stæðisverkamanna og -sjó- manna kom fram tillaga í haust þess efnis, að stjórn sam- bandsins, ásamt málfundafjelög unum Óðni í Reykjavík og Þór í Hafnarfirði, efndu til sameig- inlegs skemtifundar hjer í Reykjavík. Var tillaga þessi samþykt og eftirtöldum mönn- um falið að anhast framkvæma hennar: Sigurði Halldórssyni, Gísla Guðnasyni og ísleifi Guð- mundssyni, formanni Þórs í Hafnarfirði. Árangurinn af störfum þess- ara manna var svo sá, að sunnu daginn 22. okt. s, 1.-, eða daginn eftir að núverandi ríkisstjórn settist á laggirnar, var haldinn sameiginlegur skemtifundur fyrir nefndra aðila í Sýningar skála myndlistarmanna við , Kirkjustræti. J Fundurinn hófst kl. 9 e. h. | og sóttu hann um tvö hundruð manns. Ræður fluttu á fundin- um: Axel Guðmundsson, Sig- urður Halldórsson, ísleifur Guðmundsson. Lúther Hró- bjartsson, Jóhann Hafstein, lögfræðingur, Sigurður Krist’j- ánsson, alþm. og Bjarni Snæ- björnsson, læknir. ■— Pjetur Á. Jónsson, óperusöngvari, söng einsöng og síðan var dans stig- inn. Almennur fögnuður ríkti með al allra fundarmanna yfir mynd un hinnar nýju ríkisstjórnar, og samþykti fundurinn einróma að senda formanni Sjálfstæðis- flokksins, Ólafi Thors, forsætis ráðherra, svohljóðandi heilla- skeyti: „Sjálfstæðisverkamenn og -sjómenn í Reykjavík og Hafn arfirði, samankomnir á fundi í Sýningarskálanum'í Reykja- vík, senda yður hugheilar árn- aðaróskir og treysta því að gifta fylgi störfum hinnar nýju ríkisstjórnar“. Svar við skeyti þessu hefir formanni Landssambands sjálf stæðisverkamanna og -sjó- manna, Sigurði Halldórssyni, borist frá forsætisráðherra, Sonarsonur Churchilh i ; dags. 27. okt. 1944, svohljóð- andi: „Kærar þakkir fyrir hlýjar" kveðjur, er fundur Sjálfstæðis- verkamanna og -sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði sendi mjer. Gjörðu svo vel að bera þeim fundarmönnum, er þú nærð til, kveðju mína og þakk læti. Jeg vona, að þeir þurfi ekki að verða fyrir vonbrigð- um“. Ólafur Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.