Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 11
Fimtudíigur 16. nóv 1944 MORGUNBLAÐIÐ .11 Svar til verðlagsstjóra Frá Finni Einarssyni bóksala VERÐLAGSSTJORI tekur sjer fyrir hendur að svara á- deilugrein minni á verðlagseftir litið í Morgunblaðinu 11. þ.m. í grein hans ber meira á fúk- yrðum og fullyrðingum, en að hann geri tilraun til að hnekkja því sem jeg held fram í grein minni, einnig er mikið um út- úrsnúninga og rangfærslur, eins og þar sem hann segist hafa lesið það út úr grein minni að jeg teldi að verð bóka per örk ætti ávalt að vera hið sama Jeg held að enginn sæmilega vitiborinn maður hafi getað les ið það út úr grein minni. Hvað viðvíkur prentvillu þeirri, sem slæðst haíði inn í um verðið á bandinu á Heimskringlu, þurfti heldur engann vitring til að Ieiðrjetta hana, því verð bókar innar, bæði heft, í shirting og skinnbandi, eru tekin upp í greinina. Þá er það heldur ekki rjett að jeg hafi borið saman vandað skinnband á Heims- kringlu og rexinband á Heilsu- rækt og mannamein, heldur bar jeg saman venjulegt upplaga maskínuband í alskinn á Heims kringlu, metið að sögn verðlags stjóra af hinum valinkunna fag manni á kr. 130,00 og handunn ið vandaðasta fáanlega djúp- falsband í skinni unnið í eftir- vinnu, á mesta anna tíma árs og verðlagt eftir á af þeim, sem framkvæmdi verkið sam- kvæmt taxta á kr. 65,00. Ann- ars má vel vera að verðlags- stjóra kunni að takast að fá vottorð frá „valinkunnum fagmönnum“ fyrir því, að all- af hans gjörðir í þessu máli sjeu hnitmiðaðar og af kunn- áttu gerðar, en það óþægilega fyrir hann er, að öruggustu vottorðin eru bækurnar sjálfar og þær liggja almenningi til sýnis í öllum bókaverslunum landsins. Um það, hvor greinin, mín eða verðlagsstjóra, hafi á sjer meiri ómenningarbrag, læt jeg almenning um að skera úr, en hitt er víst að framferði verð- lagsyfirvaldanna gagnvart út- gáfufyrirtækj unum í landinu. síðan í miðjan desember í fyrra, mun af fáum talin hafa á sjer mikinn menningarbrag. í þessu sambandi minnist jeg þess að fyrir nokkru kom til mín Englendingur, sem hjer starfar í flughernum. Maður þessi er hátt settur starfsmað- ur hjá einu af útgáfufyrirtækj unum í London. Hann sat hjá mjer á þriðja klukkutíma og töluðum við fram og aftur um okkar sameiginlegu áhugamál, bókaútgáfu og bókaverslun. Meðal annars sýndi jeg honum þær bækur, sem jeg hefi gefið út og leist honum mjög vel á þær. Hann spurði mig þá hvaða bækur væru á leiðinni hjá mjer. Jeg sagði honum þá, að jeg hefði ákveðið að hætta bóka útgáfu um stund, vegna þess, að hið opinbera hefði sett svo strangar bömlur á okkar starf- semi, að jeg teldi ógerning að vinna undir þeim. Hann bað mig að segja sjer hvernig þessar hömlur væru og gerði jeg það. Jeg get sagt ykkur að maður- inn varð alveg agndofá og Ijet hann þau orð falla, að slík með ferð mundi vera alvég einstáeð í lýðfrjálsu landi. Hvað svo- kallaða rangfærslu hjá mjer um útgáfu Heimskringlu snert- ir, skal það tekið fram að í fór- mála segir útgefandi: „Texti þeirrar útgáfu (Próf. Finnst Jónssonar ) er af lærðum mönn um talinn mjög góður í öllum meginatriðum og hefir honum hjer verið fylgt út í æsar, að- eins fyrirsögnum kapítula slept og heiti sagnanna höfð sem styst“. En ef verðlagsstjóri ætlar að meta að jöfnu vinnuna við að breyta stafsetningu á ís- lenskri bók og þýðingu eða frumsamningu rita um fræðileg læknisfræðileg pfni, gerð af. bestu fagmönnum, sýnir það einkar vel hæfni hans til að á- kveða rjett verðgildi hlutanna. Þá er loks eitt atriði í grein verðlagsstjóra, sem sýhiléga átti að vera veigamesta atriðið 'hjá honum, en það eru ummæli hans um stærð upplaganna og áhrif þess á verð bókanna. Jeg bjóst altaf við því að verðlags- stjóri myndi draga fram þetta atriði og það var því með vilja, að jeg sagði ekkert um þetta í fyrri grein minni, vildi jeg ein- ** • mitt láta verðlagsstjóra sjálf- ann koma fram með þessa játn ingu, en ekkert sannar betur en hún, hve háskalegt skemdar starf á heilbrigða bókaútgáfu, verðlagsyfirvöldin eru að vinna. Allir þeir, sem vit hafa á 1 þessum málum. eru sem sje á einu máli um það, að stærð upp lagsins varði okkur útgefejad- urnar sára litlu, hinsvegar er fjöJdi þeirra eintáka, sem hægt er að selja aðalatriðið, en þegar um það er að ræða, þá rennum við allir blint í sjóinn, bæði út- gefandinn og verðlagsyfirvöld- in og jeg hygg að reynsla allra útgefenda, sem stundað hafa þessa starfsemi að nokkru ráði sje sú, að þau sjeu miklu fleiri tilfellin, þar sem þeir hafi flask að á þessu atriði heldur en hin. Þennan sannleika virðist verð- lagsstjóri enn ekki hafa komið auga á og er það máske nokkur vorkun, því hann er enn ungur maður og mun aldrei hafa kom ið nálægt slíkum störfum, en hitt þykir mjer miklu furðu- legra, að maður eins og hr. dó- sent Gylfi Þ. Gíslason, sem er einn að meðlimum verðlags- nefndar, skuli ekki hafa tekist að sannfæra verðlagsstjóra um þetta. Því enda þótt Gylfi dó- sent sje enn ungur maður og hafi verið óviti þegar faðir hans sálugi, hinri ágæti braut- ryðjandi um íslenska bókaút- gáfu, barðist í bökkum með sitt mikla og góða menningar- starf, að veita alþýðu manna aðgang að perlum innlendra og erlendra bókmenta, þá er hann þó nógu gamall til þess að muna eftir því, er hinar ágætu forlagsbækur föður hans flækt ust innan um •salernisskálar og skolpræsisrör í hillum einnar af járnvöruverslunum bæjarins og voru falar fyrir örlítið brot af því verði sem það hafði kost að föður hans að framleiða þær. Attræð: Sigríður Jóhannesdóttir Þá má benda verðlagsstjóra á hinar mörgu bókaútsölur sem bóksalafjelagið hefir haldið í seinni tíð. Þar hafa fjöldinn allur af úrvalsbókum, gefnar út af gömlum og reyndum út- gefendum, verið falar fyrir ör- lítið brot af upprunalegu verði þeirra. Jeg hygg því að það sje mjög svo hættulegt fyrir þessa. starfsemi, ef á að fara að verð- festa þessi vafasömu verðmæti á þennan hátt eins og verðlags- stjóri gerir og er jeg viss um að ekkert útgáfufyrirtæki þol- ir það til lengdar-5 nema það geti fengið stuðning frá öðrum skyldum atvinnurekstri t. d. eins og prentstofu eða bókbands stofurekstri eða því um líku og er enda hætt við að flestir myndu verða þreyttir á því líka er til lengdar lætur. Verðlagsstjóri getur víst á- reiðanlega fengið það staðfest hjá útgefendunum, að þær eru því miður miklu fleiri mögru kýrnar en hinar feitu, enda ber líka afkoma þeirra manna, sem á undanförnum áratugum hafa verið að fást við þessi mál, þess ljósan vott, því þeir hafa flest- ir barist í bökkum alt sitt líf og margir orðið að hætta vegna fjárhagsvandræða. En þar sem nú verðlagsstjóri ekki getur gengið inn á að verð mæti okkar óseljanlegu forlaga sje neitt minna en bankaseðlar Landsbankans, vildi jeg mega skjóta þeirri tillögu til hæst- virts fjármálaráðherra, að hann leyfði útgefendum að greiða sín opinberu gjöld með þessum verðmætum. Hann gæti svo not að þau til að greiða verðlags- stjóra og öðrum starfsmönnum verðlagseftirlitsins laun sín. Ef nú þessi upphæð, enda þótt skattar útgefandanna sjeu há- ir, yrði ekki nægileg tit þess að greiða allan kostnaðinn af ráð- leysinu á Skólavörðustíg 12, þá skal jeg sjá svo til, að ríkissjóð ur fái góð kjör, ef hann vill afla sjer meira af þessum verðmæt um, þannig að allir starfsmenn eftirlitsins geti fengið laun sín að fullu greidd í þeim, svo ekki þurfi að koma upp metingur meðal þeirra að þeir hafi ekki gengið jafnjr frá borði. nmiiimiiiiiiiiiiiiiHiiiuuuuiiimiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiti E 12 skota Remington = I Rifðill I = cal. 22, til sölu Framnes- = = veg 8 A niðri eftir kl. 6.. = aillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllJIIIIIIIIIIIII Gæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá Siffurhór ANNÁLAR segja. að frú Sig- ríður Jóhannesdóttir, ekkja sr. Kjartans í Hruna. sje áttræð í dag. Vinum hennar þykir ó- trúlegt, að svo sje, því að Elli kerling virðist standa henni allfjarri, þrátt fyrir langa og viðburðaríka æfi, þar sem bros og tár hafa skifst á, í ríkum mæli. Frú Sigríður er svo ern ennþá, sístarfandi, glöð og skemtileg, að engum kemur í hug, sem ræðir við hana, að þar sje áttræð kona. Sjálfsagt kann hún mjer eng ar þakkir fyrir að skrifa um þetta afmæli í blöðin. En jeg vona, að hún fyrirgefi mjer, þegar jeg segi þá skoðun mína, að enginn þjóðfjelagsborgari vinni þjóð sinni betur en móðir, sem elur upp mörg og mann- vænleg börn og húsfreyja, sem | veitir forstöðu umfangsmiklu og fjölmennu heimili, svo þjóð ^ frægt verður og veitir nágrönn | um og vinum öllum, samúð, hjálp og trausta fylgd áratug- um saman. Þetta hefir frú Sig- ríður alt gert. Því skal henn- ar hjer minst með örfáum orð- um. .★ Frú Sigríður er fædd að Hjarðarholti í Stafholtstungum 20. okt. 1864. Foreldrár henn- ar voru þau Jóhannes Guð- mundsson, sýslumaður í Mýra- sýslu og kona hans Maren Lár- J usdóttir, Thorarensen, sýslu- manns Skagfirðinga. Eru það merkar og þektar ættir. Frú Sigríður misti föður sinn ■fjögra ára gömul. Olst hún síð- an upp með móður sinni, á- samt 6 systkinum. Oll eru þau nú dáin, nema Jóhannes, fyrv. bæjarfógeti. Frú Maren var þrekkona mikil og mjög mikil- hæf. Eftir dauða manns síns bjó hún fyrst 10 ár á Enni í Skagafirði, en fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Börnum sínum veitti hún bestu mentun, sem unt var að fá á þeim tíma. Þau sr. Kjartan og frú Sig- ríður giftust 1891. Hann var þá nývígður prestur að Hvammi í Dölum. Þar bjuggu þau til 1905. Þá fluttust þau að Hruna og bjuggu þar til 1930, að sr. Kjartan ljet af prests- störfum. Þá fluttu þau að ný- býlinu Hvammi í Hrunamanna hreppi, ásamt Helga syni sín- um, er þá reisti þar bú. Sr. Kjartan andaðist 1931. Þeim hjónum varð 10 barna auðið, en 7 þeirra komust til fullorðins ára: Unnur, skólastj. að Flúð- um, Elín, húsfrú í Reykjavík, gift Skúla Ágústssyni, Helgi, bóndi í Hvammi, giftur Elínu Guðjónsdóttur, Jóhannes, verk fræðingur, dó 1931, Ragnheið- ur, kenslukona, gift Guðmundi Guðmundssyni tryggingafræð- ingi og Guðmundur, jarðfræð- ingur, kennari við Flensborg- arskólann, giftur Kristrúnu Steindórsdóttur. Fósturbörn voru tvö: Maren, bróðurdótt- ir frú Sigríðar, er dó 17 ára, og Emil Ásgeirssbn, bóndi í Gröf, giftur Eyrúnu Guðjónsdóttur. Fjöldi annara barná dvaldi á heimili þeirra' hjóna lerigri eða skemmri tíma, einkum á sumrin. Menn sóttust eftir að koma þangað börnum og ungl- ingum til dvalar, því að heim- ilið var í fremstu röð íslenskra sveitaheimila og gestrisni mik- il. Verður það öllum ógleym- anlegt, sem þar dvöldu. Sam- búð hjónanna var hin ágæt- asta og þau voru samtaka um að efla heill og heiður heimilis- ins. Bæði voru þau vel ment- uð, gáfuð og fróð, alúðleg í við móti og hjálpfús með afbrigð- um. Jeg hefi aldrei kynst meiri samúð og hjálpfýsi en hjá þess um hjónum og börnum þeirra. Það var rjett eins og þeim væri greiði ger með því að þiggja aðstoð þeirra. Svo Ijúflega var hjálpin veitt. — Frú Sigríður er aldrei glaðari, en þegar hún fær tækifæri til að hjálpa og hugga. Aldrei átti hún svo. arin ríkt, að ekki entist tími til þess. Var þó heimilið umfangsmik- ið. En frú Sigríður er ein þeirra frábæru manna, sem altaf virt- ist hafa tíma til alls, enda dug- leg með afbrigðum og búkona mikil. Kunnugir hafa sagt mjer, að jafnan hafi hún verið fysrt á fætur og oftast síðust í rúmið, alla sína búskapartíð. Þrekið er mikið, enda heilsan yfirleitt góð, lundin glöð, heil- steypt og trygg. Betri vin get- ur ekki. Frú Sigríður dvelur nú hjá Helga syni sínum í Hvammi. Þangað koma börn hennar, frændur og vinir á hverju sumri til þess að njóta nær- veru hennar, og þangað munu þeir safnast í dag til þess að heiðra hina öldruðu ágætis- konu. Og enn fleiri senda.hlýj- fyrir liðna daga og ósk um frið sælt og blessunarríkt æfikvöld. Ritað 20. okt. 1944. Ingimar Jóhannesson. I gjafalista til björgunarsveit- arinnar Fiskaklettur í Hafnar- firði höfðu tvær gjafir misritast: Ólafur Jónsson var í listanum sagður hafa gefið kr. 200.00, en á að vera kr. 10, og F. Hansen kaupmaður var sagður hafa gef- ið kr. 10, en á að vera kr. 200. wiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiimiiim | Svissnesk § herra armbandsúr, vatns- | þjett og þola högg. Fjöl- | breyft úrval í skrautgripa- verslun minni. Gottsveinn Oddsson | Laugaveg 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. llinni!UHUUIU!UmillUHIIIiHHimiÍlll!lllinilllL;U!lHI an^frr»in(irmnTr»TíTriirtHimHM^Ji»íi>HH,r>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.