Morgunblaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. nóv. 1944 ■ i 4 í i i J. í - F J Æ R O G NÆR Auglýsingai'nar í útvarpinu. í útvarpinu var nýíega frá því sagt, að tilkynningar, sem jþar væri lesnar, næði eyrum 100 þúsund landsmanna. Sjálf- sagt hefir athygli verið vakin á þessu í því skyni að hvetja menn til þess að auglýsa ennþá meira en áður í útvarpinu. — Spurning er aftur á móti, hvort hlustendur fýsi sjerlega mikið til að hiusta á auglýsingar í enn ríkari mæli en þar hafa verið til þessa. Flestir hafa þeir sennilega fengið meira en nóg af þeim á dögunum á meðan fclöðin komu ekki út. Mun þá víða hafa verið lokað fyrir all- an þann lestur, og verður þó að játa, að eðlilegt var, að þá væri þar auglýst meira en ella. En allur álmenningur er einn- ig orðinn hundleiður á hinum sifelda dags-daglega auglýs- inga-lestri í útv'arpinu. í öðrum Evrópulöndum er a. m. k. víða bannað að lesa allar venjulegar auglýsingar í útvarpi. Ve'gna ólíkra aðstæðna er sennilega ■ekki hægt að búast við hinu sarna hjer á landi. Einni ósk blustenda ætti þó að vera unt að fullnægja. Hún er sú, að L.mnað verði skrumfullt orða- gjálfur í auglýsingum þeim, sem þar eru lesnar. Bóka-skrumið. Þó að skömm sje frá að segja, }>á gætir auglýsingaskrums nú livergi meira en í auglýsingum nm bækur. A það raunar jafnt við, hvort þær eru lesnar í út- varpi eða birtar í blöðum. Er hvorugu bót mælandi, en því samt enn síður, að ríkið hlutist til pm, að slíkur-lestur sje dag lega látinn dynja fyrir eyrum 100 þúsund þegna þess. Lestrarfýsn íslensks almenn ings er vissulega eitt helsta r. ienningarmerki þjóðarinnar. Eti þó er í þessu sem öðru hoH- ast nokkurt hóf. Hæpið er, að það verði nokkurn tíma talið vitni sjerstaks bókmentaþroska, ef skrif eins og Þerna Hitlers eða Sekar konur, eru túlkuð sem óyggjandi sannsögulegar heimildir eða ómetanlegar bók mentaporlur. Með nokkrum sanni má þó segja, að slíkum áróðursritum hæfi skjallið best. Þá sje alt á s. ömu bókina lært. Hitt er miklu ósmekklegra, þegar samskonar orðbragð, eða því nær, er haft við um bækur, sem raunveru- legt gildi hafa. Það liggur við, oð menn klýi við, að þurfa að hlusta á lof um þær úr sama nunni og áður hefir þulið skjall um’þvætting, sem naumast er í húsum hæfur. Étgáfa Flateyjarbókar. Ein þeirra bóka, sem allra inest hafa verið augiýstar und anfarið, er Flateyjárbók. Játa verður, að ýmsir urðu fyrir von brigðum, þegar þeir fengu 1. bindi hennar í hendur. Lítur }>að að vísu ekki illa út áður en l>að er opnað, e’n eftir það verð- ur bókin öll ómeðfærilegri. Út yfir tekur þó lyktin. Við hana €.c aðeins.eitt gott. Engin hætta er á að amast sje við, að maður borði hákarl á meðan Flatej'j- ar-bók er í herberginu. Bókar- daunninn yfirgnæfir*svo bless- „aða hákarlslyktina, að þefnæm asti kvenma'ður verður há- karlsins ekki var. Flateyjarútgáfan hefir að vonum flaggað með nafni Sig- urðar Nordals. Almenningur væntir þess, að, er slíkur fræði maður leggur nafn sitt við, sje hið besta frá öllu gengið. Þátt- ur Nordals í útgáfunni sýnist hinsvegar ekki vera ýkja mik- ill. Aðallega sá að leiðbeina um val tveggja stúdenta til að ann ast útgáfuna. Auk þess ritar hann formála. Fróðlegan og vel ritaðan að sjálfsögðu. Lýti finst mjer það þó á þessum formála, að prófessorinn skuli ekki halda sig að fornfræðinni einni. í stað þess hleypur hann í kapp við Jónas spámann og aðra, sem segja fyrir óorðna hluti, og mælir svo: „— en ekki er víst, að bókakaup verði svo mikil, þegar kreppa sú skellur á, sem leiðtogar vorir hafa heitið þjóðinni og miklar horfur eru á, að lendi ekki við orðin ein“. Hnútukast slíkt sem þetta er því þýðingarminna, sem það hittir engan, en mundi, ef um annan en Sigurð Nordal væri að ræða, talið tákn van- máttar-kendar þess, sem við það fengist. Lestur fornritanna. Hitt verður raunar einnig að draga í efa, að útgáfa bókar eins og Flateyjarbókar sje sjer- staklega löguð til að ýta undir lestur fornritanna. Gildi Flat- eyjarbókar er einkum fólgið í ágæti handritsins. En það fer því miður ærið mikið fyrir of- an garð og* neðan við útgáfu slíka sem þessa. Efni bókarinn- ar er hinsvegar nokkuð sund- urleitt og mörgum ritum öðrum síður líklégt til að laða menn að fornritunum. Enn sem komið er hafa þeir gert mest til að ýta undir lest- ur fornritanna, sem gefið hafa þau út í handhægum, yfirlætis lausum útgáfum. Ber þar eink um að nefna til útgáfu Sigurð- ar Kristjánssonar á Islendinga sögunum. I sumar bættist einn ig við óbrotin en greinagóð út- gáfa Menningarsjóðs á Njáls- sögu. Með þessu er ekki dreg- ið úr þýðingu hinnar ágætu út- gáfu Fornritafjelagsins. For- göngumenn hennar hafa ætíð mikinn sóma af því verki sínu, enda hlýtur það að vera íslend ingum metnaðarmál að eign- ast vandaða, vísindalega út- gáfu af þeim ritum, sem víðast hafa borið nafn landsmanna. Hnútur til Fornritafjelagsins um, að bækur þess sjeu of dýr- ar, útgáfa þeirra gangi of seint o. þ. h., eru allar af mis- skilningi sprotnar, svo sem Jón Asbjörnsson hefir hvað eftir annað sýnt fram á. Sanni nær er hitt, að þær bækur þykja mörgum of vandaðar og viða- miklar til að fá þær í hendur börnum og unglingum, og þess vegna m. a. eiga einfaldar, ó^lýr ar útgáfur eftir sem áður rjett á sjer. Þeir, sem eru í leit að fljótteknum stríðsgróða, ættu aftur á móti helst að láta í friði þennan menningararf ís- lensku þjóðarinnar. Eru sígildar bækur leiðin- legar? Annars er það gleðiefni, að lestur almennings á Islendinga sögunum hefir farið vaxandi. Svo segja t. d. bókaverðir í Bæjarbókasafni Reykjavíkur, sem um það eru manna dóm- bærastir. Er það m. a. vafalaust að þakka sagnalestri dr. Einars Ólafs Sveinssonar í útvarpinu. Við þann lestur hafa margir, sem áður hjeldu fornritin leið- indalestur, heyrt, að því fer fjarri, að svo sje. Um sígild rit er það oft svo, að þeim, sem þau hafa ekki lesið, standa i þeirri trú, að um þau sje alt gott að segja annað heldur en þau sjeu menskum mönnum læsileg. Þégar menn reyna sjálfir, sjá þeir aftur á móti, að þeir hafa af þeim hina mestu ánægju. A þenna veg fór um mig, er jeg fjekk í hendur hina vljós- prentuðu útgáfu Fjölnis. Jeg varð hinn hreyknasti yfir að eiga svo gott rit en óttaðist, að jeg mundi seint hafa mig til að lesa mikið í því. En byrjaði samt og hlakka ætíð síðan til hvers nýs ljósprentaðs Fjölnis- hefti, sem von er á. Kennir þar þó að sjálfsögðu misjafnra grasa og fer því fjarri, að alt sje jafn aðgengilegt. Hafa fáar betri hugmyndir komist í framkvæmd í íslenskri bókaútgáfu lengi en þessi ljós- prentun Fjölnis. Svipað er að segja um samskonar endur- prentun Arbóka Esphólins. Þýð ing þeirra verður þó frekar einskonar minja-gildi, þar sem hver Islendingur ætti um langa framtíð að lesa kafla úr Fjölni ásamt fornritunum. Besta ástarsagan. Prófessor Arni Pálsson ritar skemtilegan og stórfróðlegan formála fyrir árbókum Esphol- ins. Er þar að vonum nokkuð stuðst við sjálfsævisögu Esphol ins sjálfs, eða umritun Gísla Konráðssonar á henni. M.a. er þar rækilega rakin hjúskapar- saga Espholins, sem sennilega er besta sannsögulega ástar- sagan í íslenskum bókmentum og flestum skáldsögum fremri. Ættu þeir, sem ekki hafa áður lesið þá sögu, að ná sjer í þetta fyrsta hefti árbókanna, þó ekki væri til annars en að kynnast henni. A einu varð jeg hissa í for- mála Árna Pálssonar. Hann segir svo: ,’,Hlutlausir munu þeir rithöfundar venjulega vera nefndir, sem láta aðra menn njóta sannmælis eða meira en það, um það sem þeim var vel gefið, en drgga heldur fjöður. yfir hitt, sern miður var í fari þeirra“. Mig minnir, að einhver forn rómverskur sagn- fræðingur hafi einkent sagnrit- un sína svo, að hann reyndi að rita án illkvitni og án fram- dráttar eirtstökum mönnum. En Ari fróði sagði, að skylt væri að hafa það, er sannara reynd- ist. Jeg held að flestir mundu ;•; >*» •*♦ X* ‘** *♦**•* ‘X“*‘ *** ‘I' telja þessa menn hafa kept að því að vera hlutlausa, þótt þeir yrði naumast taldir það eftir skilgreiningu prófessors Árna. Gó^jxr bækur en götóttar. En af því að minst var á Ara fróða, þá get jeg ekki stilt mig um að segja, að heldur varð jeg fyrir vonbrigðum af doktors ritgerð Bjöms Sigfússonar urh Ara fróða. Virtist hún sannast sagt líkari sundurlausum, skarpskygnum en niðurstöðulitl um athugasemdum heldur en heilsteyptu vísindariti. Þetta er þó leikmannsöómur, sem ekki er að miklu hafandi, og víst er gaman að lesa bókina. Miklu meira gagn og gaman ot af safnriti því, Neistum, sem dr. Björn hefir tekið saman, og birtist fyrr á þessu ári. Er það raunar nokkuð einhliða og til þess ætlað að sýna fram á stjetta-mun og andvigan stjetta hug í íslensku þjóðlífi. Heild- armyndin er því nokkuð vill- andi og um of mótuð af marxist iskri lífsskoðun. Kemur m. a. s. stundum fram skopleg um- hyggja um að gjöra Sosialist- um ekkert til miska, eins og þegar gagnstætt venju er felt niður úr tilvitnun í þingtíðindi nafn eins ræðumannsins, sem afturhaldsömum skoðunum heldur fram. Finst á því ekki örinur skýring en sú, að ræðu- maðurinn er faðir einnar for- ystukonu Sosialistanna og afi eins þingsmanns þeirra. Þetta er þó auðvitað aðeins saklaus barnaskapur, einungis til að brosa að. Og þrátt fyrir þessa annmarka er bókin með hinum bestu, sem um hríð hafa komið út, og bregður furðu skýru ljósi yfir sögu Islendinga. En hana ber sem sagt að lesa með nokkurri varúð. Norsk hersveii komin tii Norður-' Noregs NORSKA blaðafulltrúanum hjer er símað frá London, að opinberlega hafi verið tilkynt, að norsk hersveit hafi þegar verið send frá Bretlandi og sameinast rússnesku herjunum í Norður-Noregi. Er hersveit þessi undir stjórn A. D. Dahl ofursta, sem tók þátt í bardög- unum í Norður-Noregi 1940. Áður en hersveitin lagði af stað frá Bretlandi, talaði Ólaf- ur krónprins til hermannanna. Astandið í Norður-Noregi er nú mjög alvarlegt. Þjóðverjar og kvislingar ræna þar öllu og rupla og vægast sagt leggja alt, sem að gagni má koma, i eyði. Þeir hafa til dæmis svo að segja algerlega lagt bæina Vardö og Vadsö í rústir. LONDON: — Alt starfsfólk franska útvarpsins frá Lond- on er nú komið til Parísar, og tekur þar við stöðum við franska útvarpið undir stjórn de Gaulles. Var þessu fólki haldin kveðjuveisla af hálfu starfsmanna breska útvarpsins. Bæjarskrtfdofumar í Hafnarfirði flyfja í ný húsakynni NÚ nýverið hafa bæjarskrif- stofurnar verið fluttar í hina nýbygðu byggingu bæjarins við Strandgöiu, og Sparisjóðurinn einnig þar til húsa, einnig er víst hugmyndin, að hafa þar bæjarþingstofu. Skíra þarf hús þetta góðu nafni, nafnið ráð- hús getur tæplega komið til greina, bæoi gerir það umhverf ið, og eins, að húsið er ekki (teiknað) eða bygt þannig, að það sje ráðhúslegt, húsið er sem verslunarhús í sambygg- ingu við annað hús sömu í-eg- undar. Við húsið er viðbygg- . ing, sem ætluð er fyrir leik- starfsemi og bíósýningar. Ekki er því að leyna, að mörgum finst það einkennileg ráðstöfun bæjarstjórnar, að byrja nú á bæjarrekstri á „bíó“ — þar sem annað er hjer fyrir svo til ný- byrjað í skemtilegu og aðlað- andi húsi, og virðisl það eina ætli að nægja í þessum bæ. —• Vafasamt þykir hvorl það er nokkur fjáröflunarvon fyrir bæinn, að fara að skifta því fólki, sem „bíó“ sækir í tvö dýr hús, og getur maður sagt að það sje tæplega samboðið bæjarfjelaginu, að fara í nokk- urskonar stríð við borgarana, og rífa niður það, sem annar byggir. Það er Öðru vísi nú, en þegar alt var hjer fult af setu- liðsmönnum. Mikll óánægja er meðal bæj arbúa yfir því, að bæjarstjórn skyldi ekki heldur koma þarna upp myndarlegu samkomuhúsi fyrir bæinn,*þar sem hin mörgu fjelög eru í vandræðum með skgmtisamkomur sínaip, jafn- framt því, sem það væri notað fyrir leikstarfsemi. — Reyn— andi væri, að fjélög hjer í bæn um sneru sjer til bæjarstjórn- ar þessu viðvíkjandi, því enn væri það gerlegt ef viljinn væri fyrir hendi. Annars er það sorglegt, hvern það gengur til í þessum bæ með alt. — Þar, sem menn koma saman, heyrast háværar •óánægjuraddir. Manni virðist, sem einn maður eða ein sam- feld klíka ráði hjer öllu með einræði •— og svo þegja allir yfir því —' samþyikt með þögn og ráðaleysi. En svona getur þetta ekkr gengið iil lengdar. Hafnfirðingur. Unglingar kvaddir til vopna. LONDON: — Fregnir f rá Tokio herma, að Japanar hafi kallað til vopna alla 17 ára gamla pilta, en áður var her- skyldualdurinn bundinn við 19 ára aldur. Best ú. auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.