Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 234. tbl. — Laugardagur 18. nóvember 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f STÓRORUSTUR A 650 KM. VÍGLÍNU Flugmar- skálks London í gærkveldi. TILKYNT var hjer opinber- lega í kvöld, að saknað væri breska flugmarskálksins Sir Tafford Lee Mallory og konu hans, en þau lögðu af stað í flug vjel frá Englandi í gær, áleið- is til Austurlanda. — Flugvjel þessi hefir ekki komið fram, en henni var fylgt alllanga leið af orustuflugvjelum. 'Sir Tafford Lee Mallory var á leiðinni til Suðaustur-Asíu, þar sem hann átti að taka við yfirstjórn flughers banda- m'anna, en áður hafði hann stjórnað innrásarflughernum yfir Frakklandi. — Reuter. Japanar faka Nis- san og slyrkja að- sföðu sína London í gærkveldi. ÞAÐ ER nú mikið talað um það, hvað Japanar muni ætla sjer fyrir eftir töku bæjarins Nis-san í Suðaustur-Kína. Sum ir herfræðingar telja, að Jap- anar muni sæk'ja inn í Kwei- chow-fylkið, en aðrir að þeir muni nú hætta sókninni í bráð, en tryggja aðstöðu sína, áður en bandamenn gera innrás í Kína. Þá herma fregnir, að japansk ur. her hafi nú byrjað sókn út yfir. landamæri Indo Kína og inn í Suðaustur-Kína þeim megin. Er leitt getum að því, að þetta herlið ætli að stefna til. borgarinnar Kumming; það telja herfræðingar þó ólíklegt. Ef japanska herstjórnin hins vegar hygði á sókn inn í Kwei- ch.ow-fylki,: myndi það fyrir- tæki verða erfiðara en sóknin til, flugstöðva þeirra, sem þeir nú hafa tekið. I Kweichow- fylki eru mikil fjöll, og er fylk ið . auðveldlega varið. — Kín- verjar viðurkenna fall Nis-san í tilkynningu sinni í kvöld, og bæta því við, að japönsku her- sveitirnar hafi haldið sókn sinni áfram frá borginni. — Reuter. Norðmenn flýja til Sví- þjóðar. Frá norska blaðafulltrúan- um:---Frá Stokkhólmi berast fregnir um það, að sífelt komi mikill straumur norskra flótta manna yfir landamærin til Sví þjóðar frá Norður-Noregi. Stnðið bsrst til Þýskalands Bandamenn. vinna víhasthvar á London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SVO MÁ SEGJA, að stórorstur geisi nú á 650 km. langri víglínu, allt frá Hollandi og suður að svissnesku landamærunum. Hafa bandamenn hvarvetna sótt fram í dag, þótt þeim hafi ekki tekist að rjúfa varnarlínur Þjóð- verja neinsstaðar og brjótast í gegn. Hafa bandamenn miklu meira stórskotalið en Þjóðverjar, og hjeldu uppi ákaflegri fallbyssuskothríð, áður en sóknin hófst. Skot- hríð Þjóðverja fer. nú harðnandi. Hjer á myndinni sjest þýsk kona flýja heimili sitt, eftir að hafa bjargað þaðan einhverju smáræði. Allt umhverfis eru rúst- ir.. Hrunin hús og hrunnin. Bandamenn ætlo oð styðja belgisku stjórnina Viðsjár í Bruxeiles London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. Eftir Denis Martin: BÚIST er við, að til tíðinda dragi næsta sólarhring í deilu þeirri, sem upp er komin í Belgíu. Hafa bandamenn ákveðið að lála heri sína í landinu skerasl í leikinn með stjórninni, ef til uppþota kemur. Kommúnislar hafa hinsvegar skorað á alla skæruliðana að fara út á göturnar á sunnudaginn kemur. — í dag var, þrátt fyrir bann stjórnarinnar haldinn fjöldafundur mikill af kommúnistum og fleiri, og fjekk lögreglan ekki við neitl ráðið. (hurchiil harðoröur við Gyðinga London í gærkveldi. CHURCHILL gerði morðið á Moyne lávarði að umtalsefni í neðri málstofu breska þingsins í dag, og kvað það hart, ef alt ’ það, sem Bretar hefðu gert fyr ir Gyðinga, ætti að launast með skammbyssuskbtum morðingja og uppsteit óaldarflokka. — Sagði Churchill, að tveir leyni fjelagsskapir störfuðu nú í Gyð ingalandi, hvor öðrum verri, Stern-flokkurinn og Irgon Je- houm-flokkurinn, og drýðu ýms illvirki. Churchill kvað þessum flokk um skyldi útrýmt algjörlega og þeir upprættir. Hann sagði, að Weismann, foringi allherjar- samtaka Zionista, hefði lofað því, að Gyðingar skyldu hjálpa til við að hafa hendur í hári uppþotsseggjanna. En Church- ill kvað ekki nóg að lofa fögru, efndirnar yrði að sýna í verk- inu. — Reuter. Verið getur, að til óeirða komi í Bruxelles í dag, og eru ýmsir mjög æstir. Frjettist hefir í dag, að Pierlot detti ekki í hug að segja af sjer, segir hann að slíkl myndi vera bleyðiskap ur áf stjórninni, að láta eitt augnablik undan þeim, sem ekki túlki á nokkurn hátt skoð anir þjóðarinnar. Húsrannsóknir gerðar. Talið er, að ef skæruliðarnir þverskallist við að afhenda vopn sín muni lögreglan gera allsherjar húsrannsóknir í borg inni. Talsmenn skæruliðanna sögðu, að þeir vildu ekki láta vopnin, vegna þess að þeir væru orðnir svo vanir að bera þau, en aðrir vildu ekki láta leita hjá sjer að sögn. Það er vitað mál, að hjer ætl- ar stjórnin að „hreinsa til“ svo um muni, og skilja ekki vopn eftir í höndunum á fólki, sem stjórnin getur ekkert eftirlit haft með. Póstkössum lokað. London: Fregnir frá Berlín herma, að þýska stjórnin hafi látið loka öllum póstkössum 1 Berlín og fleiri borgum, vegna þess, að talið er, að ekki er til fólk til þess að tæma þá. Verða menn nú að fara með brjef sín til næsta pórthúss Nýtt ráðuneyli London í gærkveldi. I DAG staðfesti konungur 'Bretlands lögin um trygginga- málaráðuneytið nýja, og skip- aði uni leið Mr. Jevfett til þess að vera tryggingamálaráð- herra. Ráðuneytinu hefir þegar verið fengið starfslið. Paasikivi hefir myndað sljórn Stokkhólmi í gærkveldi. PAASIKIVI hefir nú lokið stjórnarmyndun sinni í Finn- landi, og eru þrír ráðherrarnir hinir sömu og voru í fráfarandi stjórn. Annars er þessi stjórn talin nokkru vinstrasinnaðri en hin fráfarandi. T. d. er einn kommúnisti í stjórninni, en fer að vísu með þýðingarlítil mál- efni. — Ekki er enn kunnugt um nöfn allra ráðherranna. — Reuter. Bandaríkjamenn hafa sótt lengst fram fyrir suðaustan Aix la Chapelle og tekið þar nokk- ur þýsk þorp. Annars staðar hafa Þjóðverjar gert grimmileg gagnáhlaup á stöðvar Banda- ríkjamanna, og neyttu þeir þar Tiger-skriðdreka og fótgöngu- liðs. Bretar komnir að Maas. Breskar hersveitir erú nú komnar að Maas-fljóti á 16 km. svæði, og famir að skjóta á stöðvar Þjóðverja af fallbyss- um. Orðið hefir vart við það, að Þjóðverjar byggi varnar- virki á austurbökkum Maas- fljóts, og eru þar að verki bæði vinnusveitir og hópar af ó- breyttum borgurum. — Þjóð- verjar segjast fullkomlega hafa eyðilagt brúna miklu yfir Maas við Moerdijk. Sprengdu þeir hana í loft upp. Þar er ekkert um að vera. A Aachen-svæðinu. Þar eru bardagar feikna harðir og hefir verið barist á götunum í bænum Stolberg, og munu Bandaríkjamenn nú hafa hann á valdi sínu. Þá hefir ver ið barist af hörku í návígi, bæði á vígsvæði 1. og 9. hersins ameríska. Veður hefir verið þannig í dag, að ekki hefir ver- ið hægt að veita landhernum stuðning flugvjela. Litlar breytingar Við Metz hafa bardagar ekki verið miklir í dag, og hafa Bandaríkjamenn getað sótt nær borginni á einum stað, eru nú um 1500 metra frá henni þar. Þjóðverjar munu ætla að verja borgina, að þvi er virðist. Suður í Vogesa- og Jurafjöll unum eru harðar orustur nú háðar og hafa Þjóðverjar brent þar bæ einn, til þess að tefja fyrir bandamönnum. Eru það Frakkar og Ameríkumerin, sem þarna sækja fram. London: Nýlega var fjárupp- hæð sú, sem safnast hefir á styrjaldarárunum til Rauða krossins, í sveitum Englands, komin upp í fimm miljónir sterlingspunda. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.