Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laug'ardagur 18. nóv. 1944 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Frarakv.stj.: Sigfúa Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lasbðk. Nýsköpun íramleiðslu- tækjanna er krafa tímans ÞAÐ ER TVENNT, sem lagt er megináhersla á í stefnu- yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. í fyrsta lagi stórfelda framleiðsluaukningu í atvinnulífi þjóðarinnar. í öðru lagi nýsköpun framleiðslutækjanna til þess að framkvæma framleiðsluaukninguna. Þetta eru allt saman innan tóm orð og hjegómi, segir stjórnarandstaðan. Það eina, sem vit er í, og nú þarf að gera, er að lækka samstundis framleiðslukostnaðinn í landinu með allsherjar launalækkun. Þá fyrst er tryggt, að atvinnuvegirnir geti borið sig og fyrr þýðir ekki að orða neina nýsköpun. Það er vissulega augljóst, að til þess að við íslendingar getum rekið heilbrigt og farsælt atvinnulíf hjer í fram- tíðinni, þá þurfum við að reynast samkeppnisfærir við aðrar þjóðir um framleiðslu útfluttningsvöru okkar. En þegar á þetta er bent, er ákaflega fjarri sanni, að hjer skifti aðeins máli launaþáttur kostnaðarins við fram- leiðsluna. En lengra hefir stjórnarandstaðan ekki sjeð, og vill ekki sjá. Þess vegna er boðorðið hennar: Nú er tíminn til þess að hefja úrslitabaráttu fyrir allsherjar launalækkun í þjóðfjelaginu, að sjálfsögðu til að vinna bug á dýrtíðinni, er sagt, og þannig lækka framleiðslu- og íramfærslukostnaðinn. En hjer kemur fleira til. Þegar viðurkennt er, að við þurfum að reynast samkeppnisfærir eftir stríð við aðrar þjóðir, mætti spyrja: Er líklegt, að við náum helst því marki með því nú að stofna til mjög tvísýnnar baráttu um niðurfærslu framleiðslukostnaðarins. meðan öll at- vinna ber sig vel, sem myndi sennilega enda með sundr- unginni einni, ogþeimafleiðingum,að við værum litlu nær tilætlun í stríðslokin, en stæðum uppi með eigin „úreltu og fátæklegu framleiðslutækin” og aðeins ávísun á aukn- ing þeirra í framtíðinni, sem fólgin væri í innstæðum erlendis, jafnframt óvissu um, hvenær þau reyndust fá- anleg. ★ Eða er líklegra að við náum inarkinu með því nú þegar að sameinast um að tryggja okkur fyrstu tækifærin til þess að fá inn í landið stórfelda nýsköpun framleiðslu- tækja fyrir erlendu innstæðurnar. Fá svo úr því skorið, hvers virði þessi nýsköpun er okkur í samkepninni við aðrar þjóðir, til þess að samræma okkur kröfum tím- anna, með tækin og möguleikana í höndum? í fyrra dæminu: Sundruð þjóð, — tvísýn barátta og óvissa. Það eru úrræði stjórnárandstöðunnar. í síðara dæminu: Sameinuð þjóð, sem hefir tryggt sjer möguleikana með tímabærri nýsköpun framleiðslutækja þjóðarinnar. Þetta er stefna ríkissttjórnarinnar og þeirra, er hana styðja. Nýlega birtist hjer í blaðinu þýdd grein úr einu þekkt- asta fjármálablaði Breta ,,The Economist”, um hagkerfi Bretlands. Þar var stefnan: aukin framleiðsla, — ný tæki. Þar sagði svo: „Þótt margt stuðli að framleiðsluafköstum þjóðarheildar, er ekkert eins þýðingarmikið og fullkomin framleiðsluttæki. Má skýra það með jöfnunni: Hestöfl á nef — auður á nef. Því skyldi meginmark framleiðslu- aukningar vera það að hraða aukningu framleiðslu- íækja”. Þetta er hljóðið í Bretum. Það syngur öðru vísi í Tím- anum og Vísi. Meðan þessi tvö blöð, og þeir, sem að þeim standa, hafa ekki aðeins vanrækt að láta sjer skiljast kröfur tímans, en torfelda jafnframt störf þeirra, er nú vinna að því að tryggja framtíð þjóðarinnar, mun þó gera gæfumuninn að þjóðin hefir fylkt sjer um ríkisstjórnina og stefnu hennar. Sýning Fjelssbók- bandsins í OKTÓBERMÁNUÐI siðast- liiðinn var haldin sýning í sýningarglugganum við Hress- ingarskálann, á bókum, sem bundnar höfðu verið í skraut- band hjá Fjelagsbókbandinu (Þorleifi Gunnarssyni bók- bandsmeistara). Sýning þessi vakti mikla athygli vegfarenda en hennar hefir minna verið getið opinberlega en hún átti skilið, og stafar það vafalaust eingöngu af því, að blöðin komu ekki út þegar hún stóð yfir, vegna prentaraverkfalts- ins. Það má oft heyra á mönnum, að þeir telja það fordild eina að vanda vei útlit bóka. Inni- haldið sje aðalatriðið. En þann- ig tala ekki þeir menn, sem hafa unun að bókum. Sannir bókamenn leggja áherslu á, að bækur þeirra líti vel út og vei sje um bókasöfn þeirra gengið. Því hefir, og oft með rjettu, verið haldið fram, að band á bókum væri hjer oft á tíðum ekki svo vandað og smekklegt sem skyldi og að við íslend- ingar Værum langt á eftir öðr- um þjóðum í þessari iðn. Þetla er því einkennilegra, sem hjer er gefið út og lesið langtum meira af bókum en annarsstað- ar tíðkast, miðað við fólks- fjöida. Hvað sem líður ásökunum í garð bókaútgefenda og bók- bindara um frágang og band á bókum, þá sannaði bókasýn- ing Fjelagsbókbandsins ræki- lega, að hjer eiga ekki allir óskift mál. Bækurnar, sem sýndar voru, voru hver annari smekklegri Sg betur bundnar, reglulegt augnayndi og sönn- uðu ánægjulega, að í bókbands iðninni eigum við íslendingar menn, sem ekki standa að baki stjettarbræðrum sínum með öðrum þjóðum. Það er gleðilegt að sjá þess merki, að jafnvel á þessum tímum, þegar margir framleið- endur virðast hugsa of mikið um það, að koma sem mestu á markaðinn, hvort sem það eru bækur eða annað, án þess að nægilegt tillit sje tekið til útlits oð gæða, vegna þess að ,,allt selst“, að þá skuli vera til fyr- irtæki og einstaklingar, sem kosta kapps um að gera vörur sínar þannig úr garði, að óum- deilanlega sje til mikillar fyr- irmyndar. Sýningar eins og sú, sem hjer hefir verið drepið á verða til þess, að auka á fegurðarsmekk almennings og hvetja viðkom- andi iðnaðarmenn til að leysa verk sitt sem best af hendi. # Breskir hermenn fá frí TILKYNT hefir verið í Bret- landi, að nú hafi því verið kom ið svo fyrir, að allir breskir her menn, sem berjast fjarri föður- landinu, fái frí, og heimfarar- leyfi. — Fyrst munu 6000 her- menn frá Ítalíu koma heim, rjett fyrir jólin. Er talið, að eft ir það komi 6000 manns heim á mánuði hverjum. Ekki verð- úr mönnum þó gefið heimfar- arleyfi, ef mikið liggur við á vígstöðvunum sjálfum. verji ibripar: 'l jr cLujíí (icjiiíjci iijinti lífh Afdrifaríkur viðburður. FYRIR utan hið sorglega mann tjón, sem varð er Goðafossi var sökt, er tap skipsins næsta af- drifaríkt fyrir okkur íslendinga. Við erum ekki of ríkir af skip- um, og þau hafa smátt og smátt verið að týna tölunni þessi styrjaldarár, og þarf að bæta í skarðið undir eins og á nokkurn hátt er mögulegt, bæði flutninga skipum og fiskiskipum. Það mun ar um minna, en þegar eitt stærsta skip íslendinga siglir ekki lengur um sjóinn og færir björgina heim yfir hafið. Þrátt fyrir skipatjón það, sem orðið hefir í styrjöldinni yfirleitt og það er mikið, er líklegt, að skip verði hægt að fá þegar að ófriðarlokum, og það ekki mjög dýrt. Óhemju af skipum var sökt í fyrri heimsstyrjöld, en þá var bygt svo mikið, að fjölda skipa vildi enginn maður kaupa og voru ýms þeirra höggvin upp, en önnur lágu og ryðguðu í höfnum, sum alt fram til að j>etta stríð knúði menn til þess að nota þau aftur. • Hjer þarf að vaka. UMFRAM alt þarf hjer að vera vel á verði og sjá svo um að hent ugustu tækifærin gangi okkur ekki úr greipum. Þá þarf einnig að vaka yfir því að landsmönnum verði kleyft að eignast góð fiskiskip eftir stríð- ið. Nýlega hefir verið skipuð nefnd manna, til þess að gera til- lögur um gerð nýtísku togara fyr ir okkur íslendinga, og áður hafði Fjelag íslenskra botnvörpu skipaeigenda efnt til samkepni að bestum uppdrætti af togara og fengið að sögn ágætar hugmynd ir. Svo það er varla hætta á öðru en að við vitum best, hvað við eigi í þessum efnum, en sammála verðum við um gerðina, þegar fara á að byggja skipið, annars 6r ekki að vita, nema þetta kynni alt að dragast úr hófi fram. — En sem sagt, hjer má ekki sofna á verðinum. • Stórvandraeði. ÞAÐ ERU lítil eða engin lík- indi til, að við fáum skip í stað Goðafoss. Það eru stórvandræði. Vitað er um, að tugir íslendinga, námsmenn og aðrir þurfa að komast til Ameríku þegar á næstu vikum. Goðafoss gat tek- ið um 40 farþega og alt það rúm var pantað fyrir næstu Ameríku för, sem skipinu var ætlað að fara í. Það komust meira að segja færri að en vildu. Nú verð ur alt þetta fólk að bíða, ham- ingjan veit hve lengi. Það virðist aðeins vera ein leið út úr þessum vandræðum, og það er, að hægt verði að koma á farþegaflugi til og frá Ameríku. Þörfin er mikiliýrir slíkar flug- ferðir, bæði vegna farþega og pósts. Vonandi er, að ráðamenn okk- ar gefi þessum málum gaum og geri það sem í þeirra valdi stend ur til að kippa þessum málum í lag. Óflug leikstarfsemi. ÞÓTT EKKI sje enn kominn nema miður nóvembermánuður, er þegar búið að sýna fjögur leik rit hjer í bænum, síðan sýningar hófust aftur eftir sumarhljeið. Og auðvitað öll leikritin sýnd í Iðnó, ekki er þar öðru til að dreifa. Svona líður ár af ári, og ekki kemur þjóðleikhúsið. — En nú er stöðugt unnið að því að full gera það, svo leikendur vorir sjá nú fyrir endann á sinni þröngu vist í Iðnó gamla. Væri nógu fróð legt að fá athugað, hve margar leiksýningar hefðu als farið fram í því húsi, síðan þar var leikið fyrst. Pjetur Gautur, óperettan, revyan og gamanleikurinn Hann, alt hefir þetta verið sýnt í haust og yfirleitt hefir aðsóknin víst verið mjög góð. Le%listin er orð in okkur Reykvíkingum gjörsam lega ómissandi, og mun það enn betur sjást, er hún fær rúm til þess að þróast eins og nútímaskil yrði krefjast. — Nýir leikendur koma stöðugt fram, þótt einnig í því atriði sje óhætt um vik eirts og nú er. Sem sagt, þetta er alt í blóma, eins og maður segir. Bara að viðgerð Þjóðleikhússins verði hraðað. • Líður að jólum. MAÐUR er einhvernveginn farinn að finna á sjer, að ekki er nú orðið langt til jóla. Maður er farinn að heyra j>að utan að sjer á götunni, að talað er um jóla- gjafir og jólainnkaup, og varla eru það neinar ýkjur að segja að þetta sje þegár farið að koma fram í aukinni verslun í bænum, þó ennþá sje ekki komin nein jólaös. Og jólabækurnar koma smátt og smátt á markaðinn, fara að vísu hægar núna, en áður, vegna hins nýliðna prentaraverk falls. En líkindi eru til að ó- hemju margar bækur komi samt út enn til jóla. Jólagjafir eru vandamál, sem flestir menn verða að ley-sa. Það er góð regla að hafa tímann fyr- ir sjer í þeim efnum. Og geyma ekki til síðustu stundar að kaupa jólagjafirnar. loregssöfnunin NOREGSSÖFNUNINNI er nú að mestu lokið. Alls sofnuðust í peningum kr. 842.466.30, en auk þess hefir söfnuninni borist mikið af hverskonar fatnaði- Mest er þar af ullarvörum, sokkum, vettlingum o. fl. á börn og fullorðna, þá fatnaður fyrir konur og karla. Eru vör- ur þessar allar fyrsta flokks. — Mesiur hluti þeirra hefir verið gerður út um land. Þessa dagana hefir verið unnið að því, að setja vörurnar í kassa, en hjer verða þær geymdar þar til Noregur verð- ur frjáls aftur. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að verja fatnaðinn skemdum af möl, svo að vörur þessar verða sem nýjar þó stríðið dragist eitthvað á langinn. Peningum þeim, sem safnast hafa, hefir þegar verið ráðstaf- að lítillega. Söfnunin hefir ákveðið að kaupa 100 smálestir af fyrsta flokks meðalalýsi. Að öðru leyti verður fje þessu ráðstafað af Norræna- fjelaginu norska, Rauða Kross- inum norska og Noregssöfnun- inni hjer. Þó að söfnuninni sje að mestu lokið, verður haldið áfram að taka á móti hverskonar gjöf- um, peningum og fatnaði, þá einna helst skófatnaði, sem mjö lítið hefir borist af. Veitir Harald Faaberg gjöfunum móltöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.