Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. nóv. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 1 S&rjeí Srá Mlþingi: Vísindi og atvinnulíf Horfin sjónarmið Frómar óskir — Framsækin þjóð FRAMSYNUSTU menn um atvinnumál íslendinga hafa fyr ir alllöngu komið auga á það, að hinar ýmsu greinar athafna lífsins hljóat á komandi árum að sækja stoð og styrk til hag- nýtra vísinda og rannsóknar- starfsemi. Flestar menningar- þjóðir hafa þegar eignast stofn anir, sem sinna slíkum rann- sóknum til ómetanlegra hags- bóta fyrir framleiðslu þeirra í öllum greinum atvinnulífs þeirra, svo sem sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði, námugreftri og svo framvegis. En okkur íslendinga hefir skort í senn fjárhagslegt bol- magn og vísindalega mentun til þess að geta komið upp slíkum stofnunum og rekið þær. Hefir þar enn sannast hversu dýrt það er að vera fátækux, hversu miklu tjóni það veldur að vera án þeirra tækja og þekkingar, sem veitt getur margvíslega að- stoð á hagnýtingu iandsins gæða. Merkilegt spor. EN í ÞESSUM efnum steig Alþingi Islendinga merkilegt spor í þessari viku. Þá var sam- þykt að leggja fram I miljón kr. til byggingar rannsóknar- stöðvar búfjársjúkdóma á Keld um í Mosfelssveit enda komi jafn hátt framlag á mótí ann- arsstaðar frá. Fje þetta er veitt af tekjuafgangi ársins 1944. Fje það, sem lagt er fram gegn framlagi því, sem Alþingi hefir samþykt, mun hin’heims- fræga vísindastofnun, sem kend er við Rockefeller, láta af mörkum. Er hjer vissulega um glæsi- legt áform að ræða. Rannsókn- arstofunn á Keldum mun fyrst og fremst starfa að rannsókn búfjársjúkdóma og hverskonar viðfangsefna, er varða landbún aðinn. En það er einnig gert ráð fyrir að hún taki önnur viðfangsefni til meðferðar og verði þar með öðrum atvinnu- vegum að liði. Þegar á það er litið, hvílíkt geysifje hefir und- anfarið farið í ráðstafahir vegna búfjársjúkdóma, mæði- veiki og fleiri pesta, verður það auðsætt, hversu mikill hagur er að slíkri stofnun. í fjárlagafrum varpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir hálfri þriðju niiljón til sauðfjárveiki- varna, eða meira en helmingi hærri upphæð en framlag ríkis sjóðs til byggingar rannsóknar stofnuninnar á Keldum. Hvaða vit sýnist mönnum í því að halda slíkum fjáraustri áfram en gera hinsvegar engar raun- hæfar ráðstafanir til þess að komast fyrir rætur meinsins? Á skal að ósi stemma. Enginn getur að vísu fullyrt, að vís- indamönnum okkar , á þessu sviði takist þegar í stað að upp- ræta pestirnar, þótt dýr rann- sóknarstofnun hafi verið reist. En bætt skilyrði hafa þó verið sköpuð til þess. Pjetur Ottesen hafði framsögu þessa máls á A1 þingi. Pjetur Magnússon, land- búnaðarráðherra hafði einnig þau afskipti því er greiddu götu þess og undirbúning. Má íslenskur landbúnaður og at- vinnulíf landsmanna í heild vænta mikils öryggis af stofn- un þessari í framtíðinni. Og það sem mest er um vert er það, að með framkvæmd hennar er tek in upp ný stefna, sú stefna að afla atvinnulífinu aukins vís- indalegs bakhjarls. Horfin sjónarmið. EN í SAMBANDI við af- greiðslu þessa merka umbóta- máls á Alþingi skaut gamalt sjónarmið og horfið upp kollin- um. Það hefir verið haft á orði að til forystu þesarar stofnunar væri ákveðinn ungur og mjög efnilegur vísindamaður likleg- astur. .» •. Ófeigur-karl frá Hriflu tók upp allmikla baráttu gegn málinu vegna þess að þessi maður hafði verið orðaður við stjórn stofnunarinnar. Maðurinn væri of ungur, hann hefði ekki unn- ið áður undir stjórn annara manna og þættist of góður til að gera það framvegis. Slíka vís- indamenn væri ekki hægt að nota og þessvegna gætu fróm- heitin frá Hriflu ekki stutt þetta mál. Gerum okkur ljóst hvað framkvæmd þessar- ar kenningar þýddi. Islendingar eiga nú marga unga og mjög efnilega menta- menn erlendis við nám, suma í I vísindagreinum, sem enginn Is ! lendingur hefir áður numið. Islenskt athafnalíf vantar þessa menn, bráðliggur á þeim. Eftir kenningu ,,Ófeigs“ væri ekki hægt að trúa þeim fyrir sjálf- stæðu starfi að loknu námi, í senn vegna þess, að enginn eldri i maður tæki þeim fram að þekk ingu og væri þannig rjettkjör- inn til þess að hafa yfirumsjón með starfi þeirra. Eftir hverju ættu þá hinir ungu mentamenn og vísindamónn að bíða, því að verða gamlir og gleyma fræð- um sínum? Nei, kenning ,.Ófeigs“ er löngu látin. Hitt er jafn æski- legt að ungir menn sanni hæfi leika sína og vinni sig upp á þeim sviðum, sem þess er kost ur. En hvernig eiga þeir að gera það, þar sem engin skil- yrði eru til þess? Verða menn góðir sjómenn af því að fá aldrei skiprúm og komast aldrei á flot, góðir bændur af því að fá aldrei jarðnæði, duglegir járnsmiðir af því að komast aldrei í smiðju o. s. frv.? Er hægt að svara þessum spurn- ingum játandi? Jeg held varla nema menn hafi áður orðið fyr ir því óhappi að missa höfuðið. Fyrsta frumvarpið. FYRSTA FRUMVARP hinn- ar nýju rikisstjórnar kom fram í lok sjðustu viku eða í þann mund, sem Alþingi kom saman eftir fundahlje sitt. Er það frumvarpið ' um nýbyggingar- ráð. Er það staðfesting á þeim hluta málefnasamnings stjórnar flokkanna er fjallaði um að því virðist þó vera stefnt. Ein- tryggja atvinnulífi landsmanna not inneigna þeirra, sem Islend ingar eiga erlendis og safnast hafa á stríðsárunum. Af þessu fje skal jafngildi að minsta hverjum kann að virðast aðmeð þessu sje stefnt að því marki, að sníða framtaki einstaklingsins um of þröngan stakk. Því fer • þó fjarri. Með áætlunarframl. kosti 300 miljóna íslenskra j er höfuðáherslan aðeins lögð á króna lagt á sjerstakan reikn- ing og skal eingöngu verja fjár hæð þeirri til kaupa á fram- leiðslutækjum og til annarar nýsköpunar í atvinnulífi þjóð- arinnar, samkvæmt nánari á- kvörðun nýbyggingarráðs. „Frómar óskir“. í UMRÆÐUNUM um þetta fvrsta frumvarps ríkisstjórnar innar hreyfði formaður þing- flokks Framsóknarmanna all- miklum mótmælum gegn því. Taldi það fyrst og fremst „fróm ar óskir“ en síður raunhæfar tillögur er til úrbóta gætu orð- ið og nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar. Forsætisráðherra spurðist þá fyrir um það, hvort að í hverju umbótamáli er fram væri borið á Alþingi, fælust ekki fyrst og fremst „frómar óskir“ meðan það hvorki hefði verið sam- þykt nje framkvæmd þess haf in. Þessum „frómu óskum“ hefði Framsóknarflokkurinn auk þess lýst sig í öllu samþykk an meðan hann ennþá tók þátt í tilraunúm til myndunar allra flokka stjórnar. Þetta þótti Eysteini ljót lat- ína, en varð þó að láta við svo búið sitja og komst hvergi. I þessu sambandi má benda á skynsamleg ummæli Fram- sóknarblaðsins á Akureyri. Segir þar fyrir skömmu um málefnasamning stjórnarflokk anna: ,,— Málefnasamningur- inn hefir vakið mikla athygli. í honum er að finna mjög margt er til velmegunar og framfara horfir og allir frjálslyndir menn hafa lengi verið sammála um að framkvæma þyrfti“. Þetta ætti Þingflokksformað ur Framsóknar að lesa í stað þess að taka sjer fyrir hendur að flytja ekki veigameiri ræöur en hann hjelt gegn þessu fvrsta frumvarpi hinnar nýju ríkis- stjórnar. Við þetta má svo að lokum bæta því, að rökstuddur grun- ur leikur á því, að óskirhansséu ekki allar jafn ,,frómar“ um afdrif og framkvæmd tillagna þeirra, sem birtast í þessu frum varni, sem hann þó einu sinni j hafði í öllu lýst sig fylgjandi. Tvö önnur meginatriði fetast í frumvarpi þessu.' Nýbygging- I arráð, sem skipuð skai fjórum | mönnum, skal búa til heildar- j áætlun, sem fyrst um sinn skal i miðuð við næstu fimm ár. um j nýsköpun íslenskra þjóðarbú- skapar. Skal þar áætlað, hver atvinnutæki til sjávar og sveita þurfi til þess að auðlindir lands ins verði hagnýttur og allir Is- lendingar hafi atvihnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Hjer er að vísu ekki beint kveð ið á um að áætlun skuli gerð um sjálfa framleiðsluna, en að það að beina framtaki ein- staklinga og heildar inn á sem hollastar brautir. Með henni er reynt að tryggja það, að þjóðin hagi framleiðslu sinni þannig, að henni henti hún sem best, að t. d. landbúnaðurinn framleiði nægilega mikið af öllum þeim matvælum, sem þjóðin þarfn- * , ast, sjávarutvegurinn þær sjáv arafurðir, sem rýmstur og best ur markaður er fyrir erlendis, iðnaðurinn þær vörur, sem sam keppnisfærastur er við erlend ar iðnaðarvörur o. s. frv. Engum sem um þessi mál hugsar, getur blandast hugur um það, að áætlunarframleiðsla er þjóðinni nauðsynleg. Hún tryggir það, að kraftar hennar sjeu hagnýttir rjettilega. En slík skipulagning framleiðslunn ar hlýtur auðvitað að vera mörgu háð, sem gerist annars- staðar í heiminum. Annað athyglisvert atriði frumvarps þessa er það, að fela má ráðinu störf ýmisra milli- þinganefnda, sem nú -eru starf andi í skipulagsmálum atvinnu rekstrar eftir stríðið, ef ríkis- stjórnin telur það betur henta. Samkvæmt upplýsingum fyr- veraridi fjármálaráðherra voru á s. 1. ári raunar 50 nefndir ýmisra tegunda starfandi. Síð- an hefir Alþingi bætt nokkrum nýjum við. Ef litið er á þessar nefndaskipanir allar, verður það ljóst, að sumar nefndanna hafa verið nauðsynlegar og hafa starfað að undirbúningi mikilsverðra mála. Aðrar eru hrófatíldur einskært og engin nytsemd í tilvist þeirra. En þær kosta töluvert fje. Vissulega stefmr það í rjetta átt að fela má nýbyggingarráði störf nokkurra milliþinga- nefnda. En þar hefir þó komið nýtt ráð fyrir nefndir. En hinn mikli ofvöxtur og" yfirbygging á rekstri þjóðarbús ins er ekki auðveld viðfangs. Það er erfitt að draga saman seglin Ein syndin bíður annari heim og alt er komið í hnút, sem ekki verður leystur og naumast högginn. Svo stórt er höfuðið orðið á okkar htla þjóð fjelagi. mál sjeu mest aðkallandi. En öllu þokar samt nokkuð áieið- is. Á hverju ári bætast ný mann virki við og sókninni er haldið áfram til bættrar aðstöðu á nýjum sviðum. Vissulega býr hjer framsækin þjóð í góðu landi. S. Bj. Sextugur Pjetur Eyvindsson í DAG verður sextugur Pjet ur Eyvindsson, Lindargötu 20, eða Pjetur frá Grafarholti, eins og hann er oítast nefndur. — Hann er trjesmiður að atvinnu og hefir nú um margra ára skeið unnið hjá Flosa Sigurðs- syni, sem öllum Reykvíkingum er að góðu kunnur. Pjetur er fæddur að Drag- eyri í Skorradal, en var strax á öðru ári tekinn í fóstur af föðurbróður sínum, Birni Bjarn arsyni og konu hans, Kristrúnu Eyjólfsdóttur, sem þá bjuggu á Hvanneyri, en fluttu síðan suð- ur í Mosfellssveit, eins og kunn ugt er. Þau Björn og Kristrún gerigu Pjetri að öllu í foreldra stað og fjekk hann hjá þeim hið ógæt- asta uppeldi, eins og öll þeirra börn. í Grafarholti dvaldi Pjetur öll sín æskuár og að mestu alt til fullorðins ára. Og enn mun hann telja Grafarholt sem sitt annað heimili. Árið 1924 giftist Pjetur Guð- rúnu Daðadóttur, ættaðri úr Breiðafirðf, ágætri konu, og eiga þau 3 mannvænleg börn. Pjetur er vel gefinn maður, eins og hann á ætt til. Engrar sjerstakrar mentunar naut hann í æsku, umfram það sem hann fjekk hjá fósturforeldrum sín- um, en hún mun hafa reynst honum raungæfari og haldbetri en mörgum öðrum meiri skóla- lærdómur. Meðan Pjetur var í heima- húsum, tók hann virkan þátt í ýmsum fjelagsmálum sveitar sinnar, og þó sjerstaklega starf semi ungmennafjelagsins, sem þá bar hæst í íjelagslífi sveit- arinnar. Síðan Pjetur fluttist til Reykjavíkur er jeg ekki eins kunnugur starfsemi hans og á- Fjárveitinganefnd. hugamálum, en veit -þó um að FJÁRVEITINGANEFND J hann hefir verið starfandi inn- vinnur nú sem kappsamlegast an Góðtemplarareglunnar, og að nauðsynlegum breytingum þá veit jeg að hann hefir verið á fjárlagafrumvarpinu. Er það liðtækur þar sem annarsstað- eins og venjulega mikið starf ar, sem hann hefir snúið sjer I • og ekki vinsælt, því margar hendur eru á lofti, eins og oftast áður er fjárlög eru sam- in, en hinsvegar erfitt að gera öllum til hæfis og sinna hinum sundurleytu kröfum, er ber- j ast. Víða kallar brýn nauðsyn að og raunar finnst öllum þeim, sem álengdar standa, að þeirra l að. Pjetur Eyvindsson er traust- ur maour og raungóður og trúr hugsjónum sínum og hugðar- efnum. Vinir hans og fjelagar að fornu og nýju óska honum alls árnaðar á þessum áfanga á æfi hans. Mosfellingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.