Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1944, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. nóv. 1944 FJELAG ÍSLENSKRA HJÚKRUN- ARKVENNA 25 ÁRA Helgi Sæmundsson sextugur Bygging hjúkrunar kvennaskóla mesta áhugamálið í DAG ER FJELAG íslenskra hjúkrunarkvenna 25 ára. Var fjelagið stofnað 18. nóvember 1919 fyrir forgöngu Christop- hine Bjarnhjeðinsson, prófess- orsfrúar. Voru stofnendur átta. Fyrstu stjórn fjelagsins skip- uðu: Harriet Kjær, formaður. Aldís Helgadóltir, Jórunn Bjarnadóttir, Kristín Thorodd- sen og Sigríður Magnúsdóttir. Harriet Kjær var formaður fjelagsins í 1 ár. Þá var Dad- ide Warncke, yfirhjúkrunar- kona á Vífilsstöðum formaður frá 1920—1922, C. Bjarnhjeð- insson frá 1922—1924 og Sig- ríður Eiríksdóltir frá 1924 og síðan. Fyrsta lærða hjúkrunarkon- an, sem á Islandi starfaði, var dönsk að ætt, Christophine Júrgensen. Var hún ráðin að Laugarnesspítala. En fyrsta ís- lenska hjúkrunarkonan við Holdsveikraspítalann í Laugar- nesi var Krislín Thoroddsen. Frá 1898—1907 mun engin ís- lensk hjúkrunarkona hafa starfað á Islandi. En þá tók geðveikrahælið á Kleppi til starfa, og var Þóra J. Einarsson ráðin þangað yfirhjúkrunar- kona. Er hún fyrsla íslenska fullnuma hjúkrunarkonan, sem vitað er um, var brautskráð frá Royal Infirmary sjúkrahúsinu í Edinborg. Árið 1911 var hún ráðin forstöðukona sjúkrahúss Isafjarðar, og var því fyrsta lærða hjúkrunarkonan á al- menriu sjúkrahúsi hjer á landi. | Stofnun berklahælis. Árið 1910 var berklahælið stofnað á Vífilsstöðum, og þar eð ekki var völ á íslenskri stúlku til starfans, var fyrsta yfirhjúkrunarkonan á Vífils- stöðum dönsk, Karen Christen- sen.að nafni. Árið 1922 var fyrsta íslenska hjúkrunárkonan Magðalena Guðjónsdóttir, ráð- in þangað. .Á Sct. Josephs-spítalanum í Landakoti hafa frá 1935 starf- að að staðaldri 2—4 íslenskar hjúkrunarkonur. Árið 1919 var hjúkrunarfje- lagið Líkn stofnað hjer í Rvík og álti C. Bjarnhjeðinsson frum kvæðið að því og var formaður þess til 1930. Fyrsta íslenska hjúkrunarkonan við Líkn var Aldís Helgadóttir. María Maack tók við forstöðu Farsóltahússins í Reykjavík í byrjun ársins 1918, og gegnir hún því starfi enn. Hjúkrunarkonum fjölgar. Af framangreindu má sjá, að erfitt var að fá íslenskar hjúkrunarkonur í hinar fáu föstu hjúkrunarkvennastöður, sem um var að ræða á þeim árum. Það var fyrst árið 1914 —1922, að skriður fór að kom- ast á nám íslenskra hjúkrunar- kvenna. Þrátt fyrir erfiðleika vegna heimsstyrjöldarinnar komu nokkrar íslenskar stúlkur sjer fyrir á erlendum spítölum, aðallega nofrænum, og þar með var grundvöllur lagður að skipulögðu þriggja ára námi. Þegar þessar hjúkrunarkonur hurfu heim, að námi loknu, hófu þær brautryðjendastörf í landinu, við hlið þeirra, sem fyrir vt>ru, enda var þá að vakna skilningur á því, að kon- ur þær, er gerðu hjúkrunar- og heilsuverndarstörf að at- vinnu sinni, yrðu að afla sjer mentunar á borð við reynslu annara þjóða í þeim efnum. — Stefna Fjel. ísl. hjúkrunar- kvenna var því mörkuð frá öndverðu. Hún var þríþætt. í fyrsta lagi, að aðstoða ungar stúlkur til hjúkrunarnáms, í öðru lagi, að vera milliliður í útvegun hjúkrunarkvenna í stöður í landinu og efla skiln- ing á þýðingu þess. að hafa vel mentaðar hjúkrunarkonur í starfi, og í þriðja lagi, að gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna í hvívetna. Hjúkrunarkvennaskólinn. Haustið 1930 tók Landsspít- ali íslands til starfa, og var þá Hjúkrunarkvennaskóli íslands stofnsettur þar um leið. Þar stunda nemendur hjúkrunar- nám í 3 ár, er lýkur með bók- leegu og verklegu hjúkrunar- prófi. Að því loknu er nemend- um gert skylt, að stunda sex mánaða framhaldsnám í geð- veikrahjúkrun. Árið 1937 var stofnsettur forskóli nemendur, í fjórar vikur fyrsta árið, en síðan sex vikur og nú 8 vikur. Var Sig- riður Bachmann ráðin til for- skólakenslunnar, en árið 1941 var hún ráðin föst kenlsukona skólans. Þessir læknar hafa verið aðalkennarar hjúkrunar- kvennaskólans: Jón Hjaltalín Sigurðsson, prófessor, Gunn- laugur Claessen dr. med., Krist inn Björnsson, Guðm. Karl Pjetursson, Ólafur Þ. Þorsteins son, Pjetur Jakobsson, Gunnar Cortes, Ófeigur Ófeigsson, Þórður Þórðarson, Theódór Skúlason og Ólafur Þorsteins- son. , Nemendur hafa og stundað nám í fæðingardeild spítalans, undir sljórn Jóhönnu Frið- riksdóttur, yfirljósmóður. — í framhaldsnámi hjúkrunar- kvenna í geðveikrahjúkrun veilir dr. Helgi Tómasson munn lega fræðslu. , Hjúkrunarkvennaskóli ís- lands tekur 40 nemendur, og brautskráir að meðaltali 8— 12 hjúkrunarkonur á ári, og hefir frá upphafi brautskráð alls 131 hjúkrunarkonu. — Til þess að fullnægja núverandi eftirspurn eftir hjúkrunarkon- um þyrfti skólinn að braut- skrá a. m. k. helmingi fleiri nemendur á ári, en hann gerir. Liggja nú fyrir Alþingi ný lög um Hjúkrunarkvennaskólann, Framh. á bls. 12 ÞANN 30. okt. varð sextug- ur Helgi Sæmundsson, Grett- isgötu 17 í Reykjavík. Hann er fæddur í Nikulásarhúsum, í hinhi fögru Fljótshlíð, þó ekki yrði það hlutskifti hans að helga þeirri sveit krafta sína. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Gunnlaugsdóttir og Sæ mundur Guðmundsson, er þar bjuggu, er Helgi eitt af 15 börn um þeirra, þar af lifa 10 enn, og er eitt af þeim hinn frægi myndhöggvari, Nína Sæmunds son. ■— í bernsku ólst Helgi upp ásamt sínum eigin systkin- um við Hlíðarendabræður, íáp- mikla og fjöruga drengi, við ærsl og leiki. En sú bernska varð fá að árum, sem Helgi varð með foreldrum sínum og systkinum, við þann glaum og gleði. Aðkallandi þarfir lífsins urðu svo nauðsynlegar, við að fæða svo marga munna, á hinu litla heimili, Nikulásarhúsum, aS þær urðu að sitja fyrir leikj- unum. Undir eins og. ungdóm- urinn stálpaðist, varð að iáta hann fara að heiman og vinna fyrir sínu eigin brauði: Átta ára var Helgi t. d. lánaður í Hvolhreppinn til snúninga yfir sumartímann og frá 10-—11 ára aldri hefir Helgi unnið fyrir sjer. Er það vottur þess, að snemma var dugur í drengnum. Það er ekki lítil áhætta fyrir ómótaða barnið, hvar það lend ir sín fyrstu mótunar ár. Helgi varð mjög heppinn með þetta. Hann fekk gott og myndarlegt heimili að Keldum á Rangár- völlum. Þar ólst hann upp á mannmörgu heimili, þar fekk hann sinn þroska og þann und- irbúning undir lífið, sem hann hefir tileinkað sjer alla líð sið- an: prúmensku, dugnað og ráðdeild. Um haustið 1913 fer Helgi iil Rvíkur ásamt unnustu sinni Guðbjörgu Guðjónsdóttur. Gift ust þau það sama haust og hafa átt heima þar síðan. Þi’játíu ára hjúskaparafmæli þeirra var minst s. 1. haust. Eina dótt- ur barna hafa þau eignast, er hún gift í Rvík. \ „Guðbjörg hefir verið manni sínum hin ágætasta kona. Er það minnisstætt hve vel hún stundaði tengdaforeldra sína, Sæmund, alblindan síðustu ár- in og Þórunni, mikinn og þung an aumingja yfir fleiri ár og þau entu sitt endadægur hjá þeim hjónum. Eftir að Helgi kom til Reykjavíkur, rjeðist hann í að kaupa hús. Var það mikið í ráðist fyrir efnalitlan mann. En með dugnaði og ráð- deild hepnaðist þetta. Var hús- ið nentugt og húsbóndinn dug- legur og ósjerhlífinn. Hann sjer nú líka arð iðju sinnar, að hún var ekki fyrir gíg unnin- Nú getur hann farið að njóta ávaxtanna af sinni eigin ráð- deild. Það þarf mörg dagsvei'k til að vinna fyrir góðu húsi og eiga það skuldlausl, um frarn þarfir heimilis. Sú ósjerplægni kemur fram hjá öllum sjálf- stæðum mönnum, að vera sjálf um sjer nógur, það er boðorð hin skyldurækna húsföður. Helgi hefir verið gæfumað- ur. Hann hefir átt gott heimili, góða konu, góða heilsu, ói'júf- andi ftygð þeim, er hann kynn ist og viljugur með afbrigðum. Eitt sinn, þegar hann vár ung- lingur, rambar hann upp á Þrí- hyrning á gamlárskvöld, með byxði á "bakinu íveggja klst- gang og kveikir þar bál á einu háhorninu, til að brenna út ár- ið. Það er víðsýnt af Þríhyrn- ingi og brennan sást víða að. Vjer, vinir þínir, Helgi, fæi’- um þjer bestu afmælisóskir á þessum degi og óskum þjer enn langra lífdaga með þinni góðu konu. Vinur. i ^♦♦♦♦♦♦♦♦■^♦♦'♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ ♦♦♦♦#♦♦♦»♦♦♦♦♦♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦»♦»♦»♦♦♦»♦♦♦»»♦»♦♦,>♦♦♦♦♦♦♦»» i > i > ii 1-9 ♦♦»♦♦♦♦»*■♦♦♦♦♦»♦♦♦■»♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦»»•♦•♦♦♦♦♦« Effir Qnnf-r Worm SEBMZ TO BE A GUARD OUT6IDE...IVE GOT TO GET TMAT GUV AND /MAKE M „ MIM TALK.. W AQBNT ASSlfíNED TO CMECK ON I F.QWS AÍOVEMENT5, tíAS TRAlLED % tíEP- TO BLUE-JAW5 RETREAT,,., | MS CARS 'NELL Of F TME KOAD-NOW,TO AtOVE IN CL05EI?. 1—2) Lögreglumaðurinn, sem hafði elt Roxy, fylgdi henni eftir að verustað Blákjamma. „Bíllinn minn er á góðum stað fyrir utan veginn“, hugsaði hann, „nú verð jeg að læðast svolítið nær ... Það lítur út fyrir að það sje þarna vörður fyrir utan „Hjer kemur hann“, hugsað Jeg verð að ná í drjóla og fáxhann til þess að tala“. um leið og bandíttinn kom 3—4) Hann læddist hljóðlega að einni hlöðunni hann á hann. og sá skuggann af manninum, þar sem hann kom. igiumaðurinn, og hornið, rjeðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.