Morgunblaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 7
I>riðjudagur 21. nóv. 1944. MORGUNBLADIÐ Vísindin munu koma í veg fyrir styrjaldir Þróun styrjaldartækninnar. MAÐURINN, sem sat í horni vagnsins, hórfði út um gluggann um leið og röð srengjutættra húsa birtist. — Þetta er húsið mitt, sagði hann kæruleysislega. — Þriðja frá vinstri, eða v a r, öllu heldur. Og þetta kalla þeir stríð . . .- jeg veit ekki hvar þetta lendir . . . Verkamaðurinn, sém sat andspænis, lagði blaðið frá sjer og mudlraði eitthvað í samúðartón. — Jeg — veit — ekki — hvar — þetta — lendir. end urtók maðurinn í horninu. Hinn ræskti sig. — Það eru þessi vísindi, sagði hann og reyndi að út- skýra fyrir hinum, þar ligg- ur hundurinn grafinn. Ef engir vísindamenn væru til þá væru heldur engar srengjur til, að jeg tali ekki um svifsprengjur. — Mín skoðun er, að það eigi að leggja öll vísindi niður. — Einhver ætti að taka sig til og koma öllum vísinda- mönnum fyrir kattarnef. Þarna höfum við það. — Þetta er mjög algeng og hættuleg skoðun. Því að vísindin munu, fyr eða síð- ar, koma í veg fyrir styrj- aldir og notkun vísindalegra morðtóla, sem annars gerðu að engu síðustu von okkar um alheimsfrið um alriir alda. Það er ekki rjett, að vís- indin auki hörmungar stvrj alda, en þau beina þeim heim að bæjardyrum þeirra manna, sem eiga sökina á styrjöldum, þeirra, sem áð- ur fyr sendu aðra á vígvell- ina til að heyja þar orustur fyrir sig. Vísindin hafa raunverulega útrýmt ör- yggi heimilisins. Svo ger- samlega hafa verið höfð endaskifti á hinum hefð- bundnu hlutverkum her- mannsins og hins óbreytta borgara í sumum þáttum þessa stríðs, að stundum var sagt, með nokkrum rjetti. að’öruggasti staður í Evrópu væri á vígvöllunum, með hermönnunum. Mannkynið hóf göngu nýs tímabils þann dag, sem Wright-bræðrunum tókst fyrst að fljúga 20 metra — tímabilið, þegar fyrsti nagl- inn var rekinn í kistu striðs- guðsins æfagamla. Setjið vel á ykkur daginn — það var 17. desember 1903, fyrir nákvæmlega 41 ári síðan. Á þeim degi varð alheimsfrið- ur hugsanlegur möguleiki. í síðasta stríði voru flug- vjelar varla annað en nýj- ungin ein. Það er varla hægt að segja, að þær hafi haft áhrif á úrslitin.' í dag eru þær mikilvægastar allra gereyðingar-vopna, sem hægt er að beita gegn óvin- inum. Þær hafa gert frið — og nú kemur stærsta mót- sögnin — ekki aðeins mögu legan, heldur óhjákvæmileg an. Frá upphafi þessarar stvrj aldar hefur burðarþol hverr ar einstakrar flugvjelar fjór eða fimmfaldast. Þúsund- Eftir Walter Shepherd um 5 smálesta sprengja — jafn þungar fjórum bif- reiðum — hefir rignt yfir stöðvar nasista, einni á mín útu hverri til jafnaðar, með an á árásinni stóð, og molað allar varnir og eyðilagt í einni svipan tólf feta þvkk steinsteypuvirki. Þ. 17. og 18. sept. s. 1. var varpað hvorki meira nje minna en hálfri miljón í- kveikjusprengja — gerð þeirra er enn levndarmál •— á Bremerhaven, 21.000 á mínútu, og 4000 smálestum sprengja var varpað á Bou- logne. — Þetta eru aðeins dæmi, tekin af handahófi úr blöðum, sem birt hafa fregn ir af jafnægilegum árásum mánuð eftir mánuð. Hraði flugvjela hefir tvö- faldast á síð'ustu 10 árum, og sagt er, að gasknúða flug vjelin hafi náð 960 km. hraða á klukkustund. Eng- in loftvarnaskothríð gæti hremmt flugvjel, sem færi með 1600 km hraða á klst., og hún mvndi hafa sleppt farmi sínum og væri horfin út í veður og vind áður en nokkur orustuflugvjel gæti yfirhöfuð áttað sig á nálægð hennar. Gegn slíkum vjel- um þekkjast engin varriar- tæki. , Svifsprengjur og eldflugur (rakettur). ÞAÐ er rjett, að loftárás- ir, sem slíkar, vinna ekki úrslitasigur í styrjöldum, en þetta er einmitt það mikil- vægasta og jafnframt það, sem gefur bestar vonir í sambandi við þær. Þjóðir, sem fara í stríð í framtíð- inni, munu raunverulega hafa gereytt hvor annari, áður en þeim hefir gefist minsta tækifæri til að ná nokkurri fótfestu hverri i annarar landi. Rómverjar voru þrjú ár að eyðileggja Karþagó-borg, en í dag er engin borg til í víðri veröld, sem ekki væri hægt að jafna eins kyrfilega við jörðu á einni nóttu. V-1 og V-2 Flugskeyti Þjóðverja Þegar á árinu 1930, unnu Þjóðverjar að fullkomnun eldflugunnar, en svif- sprengjan er ekkert annað en eldfluga, sem vængjum hefir verið komið fyrir á. Eldfluga dr. Paul Hevlandts frá árinu 1930, var knúin með fljótandi súrefni, vín- anda og vatni, og 1937 voru, á Raketenflugplatz við Ber- lín, opinberlega gerðar til- raunir með eldflugur, sem knúnar voru með fljótandi lofti og bfensíni. Eldflugur þessar framleíddu um sex hestöfl á hvert pund (enskt) Ný von munu sjá dagsins ’ af þunga sínum, og voru 1 jós, sem geta unnið þetta þannig um það bil fimm ar er aðeins undir tímanum komin. Jafnvel nú er hugs- anleg framleiðsla á eldflug- um, sem geta náð 50—60 km. hæð og stevpt sjer síð- an lóðrjett niður á skot- markið. sem er e. t. v. í mörg hundruð km fjarlægð, án þess að gera minsta boð á undan sjer. Síðustu 8 km myndi hún falla með 4000 km hraða á klst., og mvndi þannig ná til jarðar drvkk- langri stundu áður en þvtur hennar, sem þeir, sem kæm- ust af, myndu heyra nokkr- um sekúndum eftir spreng- inguna. Loftvarnaúyssur, orustuflugvjelar og loft- belgir væru gersamlega gagnslausir gegn slíku vonni. Gagnkvæm stríðsyf- irlýsing þjóða, sem þannig væru vopnum búnar, myndi iafngilda sjálfsmorðssamn- fngi milli þeirra. Hverskonar farm myndu slík skeyti bera? Að öllum líkindum milli 10 og 20 smá lestir af sprengiefnum, eða einhvers konar gastegundir, margfalt ægilegri þeim, sem fram að þessu hafa verið notaðar í hernaði. Jafnframt kynnu þær að flytja með sjer alls konar sýklabera, eða jafnvel sýklana sjálfa, sem kastað yrði til jarðar í fallhlífum. Á þessu stigi málsins er of snemt að spá því,- hvað framtíðin ber í skauti sínu varðandi geisla sprengjur eða frumeindar (atóm)-sprengjur, en frum eindinni hefir þegar verið sundráð, og í hverju einasta pundi hvaða efnis sem vera skal, er falin meiri orka en margar smálestir af sprengi efni framleiða nú. Eins og nú standa sakir, eru dauða- geislar ekki taldir líklegir, en þó hugsanlegir. HlufT,®rk ví-indanna í al- heimsfriði. EF vísindin koma ekki í veg fvrir styrjaldir með því að breyta mannkyninu í aflvana krypplinga, þá raun hótunin ein um slík úrslit verða til þess. — Styrjaldir verða að hætta, segja vís- verk, án þess að mannafli sinnum aflmeiri en sterk-' indin, a einn og annan hátt. þurfi að fylgja þeim. Svif- ustu flugvjela-hreyflar. sprengjan, og e. t. v. eld- Þegar um jólaleitið 1939, flugan, munu svifta styrj- sagði breska tímaritið „Brit aldir öllu því, sem nefnt er annia and Eve” fyrir um heiðarlegur hernaður, og þessi leynivopn Þjóðverja, munu jafnfram verða til þar sem og var vakin at- þess, að hermönnum gefst hygii á þeirri tákr.rænu alrirei framar færi á að*sýna staðrevnri. að þegar Zenpe- hetjudáðir eða riddara- linfarinu LZ 130. var hleypt mensku í hernaði. |af stokkimum (1938), var Það er kaldhæðni örlag- brotin á því flaska full af anna, að þýskir vísinda-1 fljótandi lofti í stað kampa- menn, sem altaf hafa verið úrins, eirs og venja er til. Valið er okkar. Og til allrar hamingju nægir hótunin ein, með valdið til fram- kvæmda að baki sjer. til þess að gera stvrjaldir ger- samlega óhugsanlegar, jafn vel þeim, sem eru hermenn að atvinnu og A'oonafram- leiðendum, sem alheimsfrið ur mvndi svifta lífsviður- væn smu. Við raddir og til við láta veikar sín heyra, sem í essinu sínu, þegar stvrj- Þsð ár tókst Þjóðverjum að skírskota til mannkvnsins. aldir eru annars vegar, skyldu verða til þess að finna upp svifsrengjuna og fljúga ,.Smá-eldflugunni”. að nú verði að ,,gera stvrj- Upo frá því gerðu þeir all- aldir mannúðlegri”. Lagt er ar tilraunir sínar með ströng til, að loftárásir á óbrevtta eldfluguna, því að mögu- J ustu leikar á þróun þeirra eru einmitt nógu -ægilegar til þess, að endir allra styrj- alda er beinlínis óumflýj- anlegur. levnd í Peenemunde borgara og notkun eitur- Eystrasaltsevjunum gass skuli bannfærð í hern- aði framtíðarinnar. En, eins og a Usedom og Wollin. Eldflugan er nú á sama þróunarstigi og flugvjelin var 1914. Fullkomnun henn og Bernard Shaw hefir bent á, jafnvel þó að slíkt væri framkvæmanlegt, myndi það aðeins verða til þess að halda styrjöldum við, méð því að halda þeim innan tak. marka þess, sem þolanlegt getur talist. Vísindin eru — sem betur fer — á góðri leið að gera styrjaldir óbærileg- ar. Upphaf stvrjalda má oft- ast rekja til einka-deilu- efna milli þjóða, og fram að þessu hafa nágrannaþjóð irnar aðeins verið áhorfend ur, áhugasamir þó, og fagn- að því með sjálfum sjer, að nú kæmu ófriðarseggirnir eilítið máttminni úr hildar- leiknum en áður. Vísindin eru líka á góðri leið að út- rýma slíku. Þau eru þegar komin langt áléiðis að neyða gervalt mannkyn til þess að koma í veg fyrir að nokk- urri þjóð, hvar sem er á hnettinum, haldist uppi að fara með ófriði. Vísindin munu ná þessu marki með uppgötvunum og upfinningum á sviði iðn- aðarins og með bættum og auknum samgöngum. Þjóð- irnar verða æ háðari hver annari og ýmiskonar marg- brotin tæki, sem framleidd eru í mörgum löndum og áður voru taiin luxus-varn- ingur, eru nú að verða að nauðsynjavöru. Samtímis leiðir öll hin flókna tækni til sjergreiningar, þannig, að nú þegar er það ljóst orð- ið, að best fer á því, að t. d. kúlulegur sjeu framleiddar í einu landi, flugvjelaspaðar í öðru o. s. frv. Vísindin eru að útrýma einangrunai'- stefnunni og jafnframt að gera hinn æfagamla þjóð- ernishroka að vísustu leið til glötunar. Alþjóðahyggja með tilliti til iðnaðar og samgangna, munu verða ofan á í framtíð inni, alveg eins og alþjóða- póstþjónustunni var komið á fyrir einni öld síðan. Það mun ekki líða á löngu uns alþjóðleg málefni skifta meiru máli fyrir sjerhvern borgara, heldur en málefni einstakrar þjóðar, og þá mun röskun sú, sern siglir í kjölfar allra styrjalda, ekki verða þoluð af hlutlausum þjóðum.Stríð mun ekki hafa væntanlegum friðspillum upp á annað en lögreglueft- irlit og glötun að bjóða. Líklegt er, að alþjóðalög- regla, með strangri skyldu til íhlutunar, ef alvarleg blika verður á lofti, verði bein afleiðing þessa stríðs. Fyrst mun hún beita refsi- aðgprðum og síðan valdi, ef nauðsyn ber til, og húnYnun hafa að bakhjarli öll þau auðæfi og alt það vald, sem vísindin eiga i fórum sínum. Öll stórveldin munu standa að henni og hún mun njóta fulltingis allra smærri þjóða. Öll málefni hennar munu verða opinber og sjeð verður fyrir því, að hún taki ekki á sig „þjóðlegan” blæ. Hún mun verða jafn óper- sónuleg — og alþjóðleg — og vísindin sjálf. Áður fyr var það almenn skoðun, að eina leiðin til Framhald á 8. slðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.