Morgunblaðið - 23.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. nóv. 1944. lltórattttMitfrifr Utg.: H.f; Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austuratræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda. kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Laabék. Fórn í þágu friðarins VJER ÍSLENDINGAR erum vanir að færa Ægi þung- ar fórnir og stórar. Öld eftir öld hefir verið beðið í landi eftir þeim, sem aldrei komu að. Þeir fóru út á hafið, sjó- mennirnir, til þess að sækja björgina í bú. Og fólk sigldi af landi, til þess að framast erlendis, svo það mætti vinna þjóð sinni meira gagn, er það kæmi heim aftur. í hvort- tveggju hópana hafa oft verið höggvin skörð, en fyrir okkur íslendinga hefir það þó alltaf verið þrautaljettir, að fólk vort fór eigi til víga, heldur var friðsamt hvar sem það fór, jafnt á láði og legi. — í friðarins þágu voru því þær fórnir færðar, sem af oss var krafist, en ekki í þágu neinnar styrjaldar, ekki neinnar vopnaðrar baráttu. Svo er einnig um vora síðustu, stóru fórn. Hún var og færð í þágu friðárins, í þágu þjóðar vorrar, þroska hennar og velmegunar. En hjer var við annað og meira að etja en hættur þær, sem vjer höfum öldum saman boðið byrg- inn. Hjer voru einnig hættur á ferðum af völdum þess mikla og illa báls, sem nú logar um allan heim. Fyrir því er ekkert öruggt, það spyr ekki um neitt, ekki um það, hvað sje verið að fara, hverra erinda fleygið sigU um hafið. Stundum er skeytum dauðans skotið af manna- höndum, stundum liggja þau og fljóta í sjónum, ósýnileg. Vjer sigldum ekki út til mannvíga. Fáni vor er flekk- laus af öllu blóði, og vjer vonum að hann megi verða það um ókomnar aldir. Vjer vonum einnig, að nú taki blóð- tökum þeim að linna, sem þjóð vor hefir orðið fyrir af völdum styrjaldarinnar. Sú von kann að vera fánýt. Hún var orðin rík í .hugum vorum, áður en það áfall, sem vjer minnumst í dag, dundi yfir. En öruggt verður það ekki, fyrr en hildarleiknum linnir. Vegna þess, að vjer erum friðsöm þjóð, íslendingar, eigum vjer erfitt með að skilja þSð, þegar styrjöldin svift- ir oss skipum og mönnum. En vjer megum vita það, að hún spyr ekki um neitt, nema sjaldan. Allar hlutlausar þjóðir hafa orðið að fórna á altari herguðsins, hins skelfi- legasta skurðgoðs, sem mannkynið hefir nokkru sinni tignað. Vjer getum verið þakklátir fyrir það, íslendingar, að vjer höfum aldrei, um margar aldir, fært honum neinar fórnir. Allar fórnir, sem vjer höfum fært, eru færðar í þágu friðarins, einnig þegar herguðinn sjálfur seilist hing- að, til þess að svifta oss hóp manna, sem oss munar svo mikið um, þá er sú fórn okkar færð á altari friðarins. Vjer minnumst þess, sem var. Vjer minnumst hins prúða skips, og hve það gladdi oss, fyrst er það renndi í höfn hjer. Vjer vitum að það hefir fært okkur, marga björgina í bú, og að með því hefir fjöldi fólks siglt víða, til þess að auðga anda sinn og áuka við þekkingu sína. Vjer minnumst þó miklu frekar allra þeirra, sem ekki komu heim úr síðustu för Goðafoss, og þeirra, sem komu heim. Vjer syrgjum þá, sem svo sviplega fjellu og gleðj- umst yfir því, að af hópnum var oss þó eftir skilið. Og vjer, sem kristnir menn, trúum því einnig, að hjer hafi ekki æfiþráður þeirra, sem brott voru kallaðir, runnið á enda að fullu, heldur sjeu þeir nú aðeins horfnir sjónum vorum um stund, og að vjer hittumst heilir síðar handan þess mikla hafs, sem þeir nú hafa lagt að baki. Og vjer biðjum þess, að sú trú, — nei, sú vissa, megi bera smyrsl á sár ástvinanna, sem biðu þeirra heima. Nú bíða hinir föllnu þess á æðra sviði, að vjer komjim heim til þeirra. Þjóðarsorg varð er helfregnin spurðist. Og þjóðarsorg er í dag. En í sorg vorri minnumst vjer þess, að þeir fjellu allir í þágu friðarins. Og minnumst þá um leið allra þeirra, sem hið sama afl, hið grimma vald styrjaldarinnar hefir leikið grátt. Minnumst brunninna borga, heimilislausra barna, hungraðra manna og kvenna, sem orðið hafa fyrir barðinu á styrjaldarskurðgoðinumikla og blóðuga, án þess að þetta fólk hafi nokkuð til saka unnið. Og biðjuíh þess að voðanum mikla megi sem fyrst ljetta. ■ ■ Oldungsafmæti í DAG eru 150 ár síðan að fæddist (23. nóv. 1794) í Vestri Kirkjubæ á Rangárvöllum: Guðmundur Brynjólfsson, Stef ánssonar á Arbæ, Bjarnasonar á Víkingslæk. Þrír þeir síðast- nefndu voru hreppstjórar á Rangárvöllum, og er það beinn karlleggur Víkingslækjarætt- ar. Eigi var Guðmundur til menta settur, en lært hefir hann skrift af föður sínum, sem ritaði markverðar ættartölur. Bókhneigður var hann líka og fróðleiksfús til æfiloka. Gerð- ist hann fljótt búhöldur mikill og auðsæll, bjó fyrst 14 ár á Arbæ og svo 50 ár á Keldum. Þrisvar kvæntist hann og átti 24 börn í hjónabandi. — En að auki einn son milli eigin- kvenna, og er dóttursonur hans: Jón Helgason prófessor við Háskóla Dana. 1. kona Guðmundar (1819) var Ingiríður Árnadóttir bónda á Brekkum Gíslasonar. Hún dó 1829, 35 ára. Áttu þau 8 börn, þar á meðal Árna hreppstjóra á Reynifelli, afa Helga læknis á Hvoli. 2. kona (1833) Guðrún Páls- dóttir óðalsbónda á Keldum, Guðmundssonar óðalsb. s. st. Erlendssonar. Hún dó 18. vjan. 1852, 58 ára. Þau áttu 3 syni, og urðu tveir hreppstj. á Rang- árvöllum: Brynjólfur, faðir Guðmundar bónda á Sólheim- um, og Páll, afi þeirra Kjarans systkina o. fl. 3. kona (1852) var Þuríður Jónsdóttir, bónda og smiðs á Stórólfshvoli, Sigurðssonar bónda í Skarðshlíð. Þau eign- uðust 13 börn. Meðal þeirra var Guðrún, kona Filippusar í Gufunesi, Júlía, kona sjera Ingvars og móðir Helga yfir- læknis á Vífilsstöðum o. fl., svo og bræðurnir Jón á Ægisíðu, Sigurður á Selalæk, Skúli R. F. óðalsbóndi á Keldum og Vig- fús rithöf. í Reykjavík. Guðmundur Brynjólfsson andaðist 12. apríl 1883, á 9. ári 9. tugar, en Þuríður kona hans 23. okt. 1898, 72 ára. Af börnum þeirra eru Skúli og Vigfús enn á lífi. Mun það næsta fágætt, að börn lifi 150 ára afmæli föður síns. Niðjar Guðmundar munu nú vera orðnir yfir 600 að tölu. — Sjálfur var hann heilsuhraust- ur, vaxinn vel, hár og þrek- inn, karlmannlegur og tein- rjettur til hárrar elli, hvíthærð ur að síðustu og las, án gler- augna, fram að andlátsdegi. Kunnugur maður (Guðmundur læknir Guðmundsson) taldi Guðmund á Keldum mikið fríð ari í andliti en syni hans. (Eng- in mynd er til af honum). Matthías Jochumsson taldi bestu kosti Guðmundar: Þrek- lyndi og hreinlyndi, hjálpsemi og mildi, eigi síst við landseta sína. Frásneyddur var hann því, að nota sjer neyð annara, og seldi enga vöru dýrari á ein- um tíma en öðrum, eða öðru- vísi en eftir gömlu lagí. Eigi að síður kunni hann eins vel að gæta fengins fjár og að afla. Kirkjuna á Keldum bygði hann tvisvar vandlega af timbri, en þar var áður Ijeleg torfkirkja. Var hann og sjálfur kirkjurækinn og bænrækinn. Guðmundur Skúlason. Eldspýtnastokkur frá íslandi á 13 krónur! ÞAÐ ER stundum gaman að athuga, hvernig fólk vérðleggur gæði lífsins og þægindi. Það fer alveg eftir því, hvort mikið eða lítið fæst af þægindunum, hvort þau eru metin eins og vera ber. Ungu stúlkunum í Reykjavík þykir sjálfsagt, að þær fái silki- sokka í annari hverri verslun, en í Englandi er það öðruvísi. Þár eru silkisokkar „raritet“, sem dömurnar vilja gefa mikið fyrir að eignast. Það var haft eftir Englending, sem ferðaðist um Rússland í lok síðustu heims- styrjaldar, að fyrir smjörklípu hefði verið hægt að fá alt, sem hjartað girntist. Við höfum oft heyrt, að ófrið- arþjóðirnar leggi. hart að sjer og skortur sje á ýmsu, sem áður þótti sjálfsagt. í ensku blaði er t. d. nýlegá skýrt frá því, að á einhverskonar böglauppboði, sem haldið var í enskri borg, hafi eldspýtnastokkur frá Islandi ver ið seldur á 10 shillinga (rúm- lega 13 krónur). Stokkurinn var sendur sem gjöf frá hermanni á íslandi. Sami hermaður hafði sent föður sínum nokkra vindla. Gamli maðurinn gaf vindlana á böglauppboðið og þeir voru seld ir á rúmlega 4 sterlingspund, eða sem svarað rúmlega 100 krónum. Þótt verðlag á böglauppboðum gefi tæpast rjetta mynd af eðli- legu verðlagi á hverjum tíma, má nokkuð marka af því, sem hjer að framan er sagt, að eld- sýtur og vindlar eru lúxusvara í Englandi, en hjer talinn sjálf- sagður munaður. 9 Sleifarlag á pósí- afgreiðslu. í GREIN, sem birtist hjer í blaðinu í fyrradag, segir Ragnar Ásgeirsson frá furðanlegu sleif- arlagi, sem er á póstdreifingu á Austurlandi. Víst er það rjett, að slíkt, sem hann lýsir, er óþolandi ástand. En það.þarf ekki að fara til Austurlands til að finna lík dæmi og Ragnar lýsir. Jafnvel í bæjum, sem daglegar samgöng- ur eru á milli og innanbæjar hjer í Reykjavík er mesta ólag á allri póstdreifingu, sjerstaklega útburði brjefa. Það vill svo.til, að jeg hefi þessa dagana rekið mig á þetta sleifarlag sjálfur og get því tal- að af eigin reynslu. Fyrir nokkr- um dögum skrifaði kunningi minn á Akureyri mjer tvö brjef. Hann setti ^nnað brjefið degi áð ur í póst, en hið síðara. Seinna brjefið fjekk jeg strax daginn eftir, en það, sem sett hafði ver- ið í póst deginum áður, kom fjór um dögum síðar í mínar hendur. Bæði brjefin voru almenn brjef og nægjanlega frímerkt. Þann 12. nóvember skrifaði mjer maður í Vestmannaeyjum. Það vildi svo til, að þremur dög- um síðar kom brjefritari hingað til bæjarins. En brjefið frá hon- um fjekk jeg í pósti hjer í Rvík þann 20. nóvember. Skýringar. ÞAÐ VILL svo vel til, að núna fyrir skömmu hefir verið birt nefndarálit milliþinganefndar í póstmálum. Á þessu nefndaráliti sjest, að kvartanir manna á póst afgreiðslunni hafa við rok að styðjast. Nefndin talar um „ó- fært ástand“, „ófremdarástand" o. s. frv. Það er gleðilegt að heyra í áliti nefndarinnar, er hún segir, að „nefndin hafi hvar- vetna mætt hinum mesta áhuga fyrir þessum málum. Og síðast en ekki síst ber að geta þess, að póst- og símamálastjóri og póst- ritari voru hinir áhugasömustu um að greiða fyrir stönfum nefnd arinnar og veita henni upplýsing ar um ein og önnur atriði, er p.óstmálin varða“. Það er þá að minsta kosti vilji hjá forráðamönnum póstmálanna fyrir að bæta úr. „Ófært ástand". MILLIÞINGANEFNDIN virð- ist hafa haft góðan skilming á því, sem aflaga fer í póstmál- unum. Á einum stað í skýrslunni stendur t. d. þetta: „Það er með öllu ófært á- stand, að póstur komi ekki nema vikulega eða verið sje að senda sjerstök farartæki með póst lang ar leiðir, þar sem önnur farar- tæki fara um nokkrum sinnum i viku eða máske daglega, svo mikilvægur þáttur sem góðar póstsamgöngur eru í menningar legu tilliti". Nefndin leggur til, að póstur verði borinn beint inn á flest sveitabýli á landinu og segir svo í nefndarálitinu um það: „Er með þessú bygt fyrir það ófremdarástand, sem víða hefir átt sjer stað að undanförnu, að póstur hefir safnast fyrir á brjef hirðingunum, þar sem engar ráð stafanir hafa verið gerðar til að hann bærist til bæjanna, sem undir hverja póstafgreiðslu hafa heyrt og dreifingin háð því, hvernig ferðir hafa fallið. Nefnd in gerir ráð fyrir, að dreifing þessi eigi sjer stað vikulega-að sumrinu, meðan samgöngurnar um aðalleiðirnar eru örastar í sambandi við ferðir bifreiða og einnig að vetrinum, að undan- teknum nokkrum erfiðum og strjálbýlum stöðum“. Pósthúsið í Reykjavik of lítið. SVARIÐ við því, hvernig á sleifarlaginu á dreifingu pósts- ins hjer í Reykjavík stendur, er ef til vill að finna í eftirfarandi klausu í áðurnefndu nefndar- áliti: „Sjerstaklega vill nefndin taka það fram í sambandi við aukin störf, sem koma í hendur póst- hússins í Reykjavík vegna þess- ara tillagna, að hún telur til þess bera knýjandi nauðsyn, að nú þegar sje undinn að því bráður bugur að bæta um húsakynni pósthússins í Reykjavík. Síðan núverandi pósthús var bygt í því formi, sem það nú’ er, hefir starfsemi þess margfaldast og er það þegar orðið alt of lítið mið- að við þær kröfur, sem nú eru til þess gerðar um afköst í starf- rækslu, og þó verður það enn fjær því að vera fullnægjandi, er tillögur nefndarinnar koma til framkvæmda. En undirstaða þess, að póstflutningakerfi það, sem nefndin vill koma á með tillögum sínum, geti komið að fullum notum, er skjót og örugg afgreiðsla í miðstöðvum póst- flutninganna, og þá sjerstaklega í Rvík“. Margt er fleira í nefndaráliti nefndarinnar, sem er merkilegt á marga lund, en verður ekki 1 rakið hjer að sinni. Yrði farið að ráðum nefndarinnar, myndi póst afgreiðsla hjer á landi batna til muna — og það er sannarlega ekki vanþörf á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.