Morgunblaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. nóv. 1944. nttbfittófr Utg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Austiu'strseti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innaniands, kr. 10.00 utanlands í lausasðlu 40 aurs eintakið, 50 aura með Lesbðk. Göngum heilir til verks ÞEIR ERU EKKI öfundsverðir Framsóknarmenn um þessar mundir. Þeim var ljóst, eins og öllum öðrum, að heitasta ósk þjóðarinnar á þessum viðsjárs tímum var, að takast mætti að koma á allsherjar stjórnmálafriði í landinu. Þetta var það, sem þjóðin þráði framar öllu öðru. Vafalaust var það vitundin um þenna eindregna þjóðar- vilja sem olli því, að Framsóknarmenn tóku um skeið þátt í viðræðunum um myndun fjögurra flokka stjórnar. En þeir gengu aldrei heilir þar til verks. Þeir tóku þátt í viðræðunum aðeins til að sýnast, en voru frá upphafi staðráðnir í að láta samstarfið ekki takast. Hinsvegar ætluðust Framsóknarmenn til að fjögurra flokka sam- starfið strandaði á sósíalistum en ekki þeim sjálfum. En þetta fór þó á annan veg, sem kunnugt er, því að það var formaður þingflokks Framsóknar, Eysteinn .Jónsson, sem sleit þessum viðræðum. ★ Stjórnmálasaga síðustu tveggja ára er sjerstaklega lær- dómsrík. Hún sannar eins skilmerkilega og frekast verð- ur á kosið, að það er einmitt Framsóknarflokkurinn, sem hefir verið friðarspillirinn. Svo sem kunnugt er tók það liðlega 100 vikur að koma á fót þingræðisstjórn í landinu. Af þessum langa tíma fór 97^ vika í árangurslausa tilraun til stjórnarmyndunar, og það eftirtektarverða er, að þá átti Framsóknarflokk- urinn að vera með í stjórninni. En þegar Framsókn er komin út úr spilinu, tekur það aðeins 21/-* viku að mynda þingræðisstjórn! Við skulum ekki halda, að það sje tilviljun ein, sem þessu hefir ráðíð. Hið sanna er, að Framsókn ætlaði að koma því til leiðar, að engin þingræðisstjórn yrði mynd- uð alt kjörtímabilið út. Tækist hinsvegar ekki að koma í veg fyrir myndun þingræðisstjórnar, skyldi reynt að sjá svo um, að sú stjórn yrði það veik,*að hún megnaði ekki að koma neinum umbótamálum fram, sbr. ofurkapp- ið sem á það var lagt, að endurnýja utanþingsstjórn dr. Björns Þórðarsonar. Öll þessi framkoma FranTsóknar sýnir hið taumlausa ábyrgðarleysi, sem ráðið hefir hjá þessum flokki á mestu alvörutímum, sem yfir þjóð vora hafa komið. ★ Þjóðin þráði allsherjar einingu og samstarf. Framsókn rauf eininguna, og nú er hún komin í stjórnarandstöðu. Enginn þarf að halda, að þegnskapurinn sitji í fyrir- rúmi hjá stjórnarandstöðunni, og því síður að þar gæti drengskapar. Þjóðin hefir nú kynt sjer stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Þar hefir verið gengið hreint til verks og öll gögn lögð á borðið. Þetta setti Framsóknarmenn í óþægilega úlfa- kreppu, því að þeir höfðu sagt svo margt um stjórnar- samvinnuna og samninginn sem um hana var gerður, er enga stoð átti í veruleikanum. Og nú standa þeir sem ósannindamenn frammi fyrir þjóðinni. ★ Þjóðin fagnaði komu ríki^stjórnarinnar. Hún fagnaði því, að þingræðisstjórn var mynduð, eftir nál. tveggja ára villugöngu. Og hún fagnaði málefnagrundvelli stjórn- arinnar sem stórhuga og djarfri tilraun til þess að búa þannig í haginn fyrir framtíðina, að allir landsmenn geti haft nóg að starfa og að þjóðinni verði lyft á hærra menn- ingarstig. Stjómarandstaðan spáir engu góðu um íramtíðina. Og það er áreiðanlega ekki ósk hennar að vel fari. Hún mun reyna af öllum mætti að spilla framgangi góðra mála og koma óeiningu í stjórnarliðið. Vafalaust verða margir erfiðleikar á vegi ríkisstjórnar- innar. En ef stjórnarflokkarnir ganga heilir til verks og éinsetja sjer að starfa að heill og velferð alþjóðar, mun sánnast, að samstarf þeirra verður til gæfu og gengis hinni íslensku þjóð. Haustþing l)m- dæmisstúkunnar UMDÆMISSTÚKA Suður- lands háði hið árlega haust- þing sitt hjer í Reykjavík dag ana 18. og 19. þ. mán. Sóttu þingið um 90 fulltrúar frá 17 undirstúkum, 4 barnastúkum og 2 þingstúkum, og auk þess margir gestir. I Upphaíi þingsins tóku 8 undæmisstigið og síðan gaf Ut. Jón Gunnlaugsson skýrslu um störf framkvæmdanefndar innar í sumar. Hafa flestar stúkur í umdæininu verið heimsóttar, útbreiðslufundir verið haldnir og stofnaðar 2 nýjar stúkur í Árnessýslu og Þingstúka Rangárvallasýslu. Á sunnuaginn flutti síra Árelíus Níelsson á Eyrarbakka mjög athyglisvert erindi á þinginu um skemtanalíf í landinu. Ileiðursfjelagar Umdæmis- stúkunnar voru kosnir: Guð- geir Jónsson og kona hans frú Guðrún Sigurðardóttir, Jóni Ilelgason prentsmiðjueigandi og Pjetur Eyvindsson trjesmið ur. Hafa þau öll verið í Regl- unni síðan um og fyrir alda- mót og starfað mikið fyrir hana. Margar ályktanir voru gerðí ar á þinginu, og þar á meðal voru þessar tillögur samþykt- ar: 1. Umdæmisþingið telur að áfengisneysla landsmanna sje orðin slíkt þjóðarböl,, voði fyrir uppvaxandi kynslóð og siðferði þjóðarinnar, og van- sæmd öllu samkvæmis- og fje- lagslífi í landinu, að ekki verði við slíkt unað. Telur þingið brýna þörf þess, að fundin verði hið bráðasta ein hver markviss leið til virbóta þessum þjóðar ósóma og voða. Þingið skorar því á forystu- krafta bindindismálanna í landinu, og jafnfram á þing og stjórn landsins, að hefjast handa hið bráðasta með ein- hverjar þær aðgerðir, er komi að verulegum notum, en telur þó, að alger lokun áfengis- verslunarinnar sje hin eina fullnægjandi lausn. 2. Haustþing Umdæmis- stúkunnar nr. 1. háð í Reykja- vík 18. og 19. nóv. 1944. skor- ar á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að lögin um hjeraðsbönn geti komið til framkvæmda ,sem allrja fyrst. 3. Umdæmisþingið skorar á stjórnir stjórnmálaflokka, í- þróttafjelaga og annara fje laga, að vera vel á verði um að á skemtunum, sem haldnar eru á þeirra ábyrgð, eigi vín- veitingar ekki stað og ölvuð- um mönnum ekki leyft að taka þátt í skemtunum þeirra. Rússar vilja rúmenska olíu. London: Fregnir frá góðum heimildum herma, að Rússar sjeu nú að leitast við að kaupa alla þá hluta, sem erlendir mgnn eiga í olíulindum Rúm- eníu. Einnig virðíst svo, sem Rússar hafi augastað á olíulind unum í pólsku-Galizíu. Slysahættan á götunum. HÖRMULEGT er að heyra um slys litla drengsins, sem varð fyr ir bílnum í fyrradag og dó. Litli drengurinn var að renna sjer á sleða á akbrautinni, það varð hans bani. Slysahættan er alsstaðar, og ekki síst nú, er hált er á öllum akbrautum og bifreiðarstjórar eiga bágt með að stöðva farar- tæki sín skyndilega, jafnvel þó þau sjeu búin öllum Öryggistækj um. Fólk fer aldrei nógu varlega á götunum. Börnin eru látin leika sjer á sleðum á umferðargötum. Og áður en varir, skeður hrylli- legt slys. Það er hart að þurfa að reka börnin af götunni með sleðanna sína, þar sem ekki er hægt að benda þeim á aðra staði til að leika sjer á. En það verður að gerast með harðri hendi. © Þar sem sleðaferðir eru leyfðar. SLEÐAFERÐIR barna eru leyfðar á nokkrum götum hjer í bænum og þá girt fyrir þær og umferð öll bönnuð. En það er ekki ætíð, sem ökumenn fara eft ir settum reglum um, að aka ekki eftir þessum götum. Ef þeir finna einhverja smugu, sem þeir koma farartæki sínu, þrengja þeir sjer þar með bíla sína. Þetta er stór- hættulegt og vítavert athæfi. Ættu þeir nienn, sem gera sjer léik áð þessu, að verá látnir sæta ábyrgð fyrir gáleysi sitt og ó- hlýðni við settar reglur. um okkar einkar vel. Verður skemtilegt að fylgjast með þróun þessa holla og fjöruga leiks hjer hjá okkur. Erlendis er hann mjög vinsæll. Því miður er veðrátta svo ó- viss og óstöðug, einkum hjer sunnan lands, að jafnvel geta lið ið heilir vetrar án þess að skauta svell komi að gagni. Skautahöll. EKKERT hefir heyrst frekar um skautahallirnar, sem voru ráðgerðar hjer um árið og mikið veður vár gert út af. Sennilegt að áhugamenn um þau mál hafi ekki getað lagt í þann kostnað, sem slík mannvirki myndu hafa í för með sjer, eða það hafa verið erfiðleikar af ófriðarástæð um, sem dregið hafa úr fram- kvæmdum, En kanske yexða reistar hjer skautahallir eftir stríð. Þá mun hefjast. blómaöld fyrir skautaíþróttina. Ný uppástunga um skautasvell. Á ÐÖGUNUM var að því vik- ið hjer í dálkunum, að erfiðleik- ar væru á, að halda góðu skauta- svelli á Tjörninni vegna þess að ekki fengist vatn til að sprauta á svellið. Nú hefir Þorst. Einars- son Holtsgötu 37 skrifað mjer um þetta mál og kemur hann með uppástungu í þessu máli, sem ætti að geta komið að gagni fyrir skautafólkið. Hann stingur upp á þvi, að Skautafjelagið fái vatnsdælu og dælt verði vatni úr Tjörninni sjálfri á svellið. ■— Já, því ekki það? Forðumst sjálfráðu slysin. ÞAÐ VAR Slysavarnafjelagið, að mig minnir, sem birti eftirfar andi áminningu hvað eftir ann- að: „Forðist sjálfráðu slysin“. — Það er sannarlega ekki vanþörf að minna fólk á þetta. Hvað eftir annað verða „sjálfráð slys“. Oft með nákvæmlega sama hætti. Það er eins og fólk læri aldrei nóg af reynslunni í þessum efn- um. Eitt nærtækasta dæmið er um eldsvoðana, sem urðu hvað eftir annað á tiltölulega skömm- um tíma, með þeim hætti að olíu var hellt í glóð í eldavjelum. Slysahætturnar eru á hverju strái og menn vara aldrei of var- lega. • Jólaannir. ÞEIR, sem eru hygnir eru farnir að hugsa til jólanna og undirbúa sig undir hátíðina að ýmsu leyti. Verslanir bæjarins eru þegar farnar að draga fram jólavarn- inginn og sýna hann. Það er held ur ekki nema mánuður til jóla og sá mánuður líður áður en var ir hjá flestum. Svo stendur á að þessu sinni, að aðfangadag ber upp á sunnudag og verður þá gamlársdagur einnig á sunnudag. Það er góð regla, að hugsa snemma til hátíðarinnar og kaupa snemma jólagjafirnar og annað, sem þarf til jólanna. Ekki missir sá er fyrstur fær, segir spaklegt máltæki. © Ný íþrótt í upp- siglingu. NÝ ÍÞRÓTT virðist vera í upp siglingu hjer í bænum. Svo að segja daglega birta blöðin fregn- ir um ný fjelög, sem hafa tekið íshockey á starfsskrá sína. Mik- ill áhugi mun vera ríkjandi fyr- ir þessari íþrótt. Ef til vill ér hjer í uppsiglingu ný vetrar- íþrótt, sem hentar íþróttamönn- Nýtt sklp kom í gær 1 GÆR konr hingað til Reykjavíkur nýtt skiþ fra Bándaríkjunum. Skip þetta er eign þeirra fjelaga Valdimars Björnssöii- ar, útgerðarmanns í Keflavík og Ilallgríms Oddssonar, út- gerðarmanUs í Reykjavík, Skipið er smíðað í Banda- ríkjunum, eftir íslenskri teikn ingu. Frá Bandaríkjunum var skipinu siglt af íslenskri á- liöfn, voru þessjr menn á skip inu: Magnús I Iöskuldsson, skipstjóri, Valdimar Björns- son, eigandi þess, Markús Sig urjónsson, stýrimaður, Tomas- son, 1. vjelstjóri, norskur tna.ð ur, Guðmundur Gíslason, 2, vjelstjóri. Ilalldór Laxdal loftskeytam., Eyjólfxrr Eiríks- son matsveinn og Ilaraldur Ársælsson, háseti. Ferðin gekk mjög vel, reynd ist skipið í alla staði hið á- gá'tnsta. Ferðin hingað að vestan tók 14 daga frá Hali- I fax. — Skipið, sem er 83 smá- I lest ir, er búið öllum fullkonui. ustu tækjum til togveiða og siglinga. Tvö hundruð og fim tíu hestafla Atlas Imperial Dieselvjel knýr skipið, en auk lrennar eru hjálparvjelar. Skipið hlaut nafnið Bragi GK-415 frá Iveflavík. London: Nýlega fjell í Portú gal einhver mesti snjór, sem komið hefir þar í landi svo vit að sje. Varð sumsstaðar þriggja feta djúpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.