Morgunblaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. nóv. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 1 ÞEGAR NJÓSNARA-INNRÁS NASISTA VAR KÆFÐ í FÆÐINGUNNI Engels og Immer. ÖNNUR leynileg sendistöð í Brasilíu var starfxækt af Albrecht Gustav Engels, þýskum kaupsýslumanni. Engels var, eins og Christ- ensen, .ístöðulaus en slæg- vitur maður. Meðan á spæj- arastarfi hans i Suður- Ameríku stóð, en það var tiltölulega stuttur" tími, veitti hann viðtöku frá Þý§kalandi um 100.000 doll- urum fyrir njósnastarfsemi sína. En Hitler fekk lítið fyrir peninga sína. Eins og margir aðrir njósnaleiðtogar, eyddi Eng- els mestum tíma sínum í eigin hagsmuna skvni, svo að lítill tími varð eftir, sem hann gæti helgað föðurlandi sínu. Snemma á árinu 1941 var Leonhardt Immer, einn af meiri háttar njósnurum nasista, sendur frá Þýska- landi til Brasilíu, til þess að skipuleggja skemdarverk á hergagnaiðnaði og sam- gönguleiðum Bandaríkj- anna, en hlutverk þetta krafðist ítrustu varfærni, þar sem Bandaríkin voru þá enn hlutlaus, og það var engan veginn ætlun Þjóð- verja að flýta fyrir þátttöku þeirra í stríðinu. Þetta var mjög þýðingarmikið og há- launað verk. En Engels ætlaði sjer starf Immers. Verslun hans var í niðurlægingu sakir stríðsins; hann var í fjár- þröng. Fjekk hann þá Her- mann Bohney, flotamála- ráðunautinn við sendiráðið í Rio, til þess að falsa með sjer orðsendingu til Immers þar sem hann var kallaður heim til Berlínar. Að hætti nasista hlýddi Immer þegar í stað og hjelt heim á leið. Það hefði verið nógu gam- a-n að sjá framan í hann, þeg ar hann birtist yfirboðurum sínum. Jeg efast um, að til sjeu gleggri sannanir inn glæpa- hneigð nasistastjórnarinnar heldur en fantar þeir, sem þeir rjeðu í leyniþjónustu sína — ræningjalýður, menn og konur, sem fram- seldu sína eigin f jelaga engu síður en okkur, óvini sína. Brasiliskir dómstólar dæmdu Engels til 30 ára fangelsisvistar. Suður-Ameríkuríkín snúa baki við möndulveldunum. í ÁRSLOK 1942 höfðu öll rómönsku Ameríkulýðveld- in, að tveimur undantekn- um, slitið stjómmálasam- bandi við möndulveldin. Að eins Chile og Argentina hjeldu enn fast við híutleys isstefnu sína. Menn rekur e. t. v. minni til þess, að í októ ber 1942, ávítaði Sumner Welles, sem þá var aðstoðar ráðherra í Bandaríkjunum, þessi ríki fyrir að skjóta skjóíshúsi yfir flugnmenn möndulveldanna. Tilgangur ræðu hans var að beina at- hygli stjórna þessara Eftir J. Edgar Hoover, forseta F. I. B. (amerísku leynilögreglunnar) Vesturheims, eins og einn þýskur flugumaður gerði þó á mjög svo hátt. átakanlegan Síðari grein tveggja ríkja að uplýsingum um slíka flugumenn, sem levniþjónusta bandamanna hafði aflað sjer síðan á ár- inu 1940. Þegar í stað báðu stjórnir þeirra, sendisveitir vorar í Santiago og Buenos Aires um frekari upplýsing ar. Eftir beiðni innanríkisráð herra Argentínu, upplýstu Bandaríkjayfirvöld, í nóv- ember 1942, um sendisveit sína í Buenos Aires, ná- kvæmlega um njósnastarf- semi 38 manna, se.m þá áttu þeima í Argentínu, en upp lýsinga þessara hafði verið aflað í flestöllum Ameríku ríkjum. Skýrsla þessi sann- aði greinilega, að njósnara- fjelagsskapurinn var undir yfirstjóm þýska flotamála- ráðuneytisins, Dietrich Nie- buhr höfuðsmanns, og jafn- framt. að einn aðalflugu- maður hans var Juan Napp, íbúi í Benos Aires. Lögregl- an á staðnum brá skjótt við, þegar hún fjekk vitneskju um málið. Napp var handtek' inn og játaði þegar. Efni ját unar hans var birt og allir meðlimir fjelagsskaparins þegar handteknir. Árgen- tínustjórn ljet Niebuhr höf- uðsmann velja, hvort hann vildi heldur fara úr landi eða mæta fyriryjetti, kærð- ur fyrir njósnir. Hann hvarf heim til Þýskalands. Japaninn Masao Tsuda. SÍÐAN hefir lögreglan í Argentínu haft hendur í hári þýðingarmikils jap- ansks njósnara; það var í janúar þ. á. Masao Tsuda kom til Buenos Aires árið 1941. sem aðalforsíjóri Do- mei-frjettastofunnar jap- önsku, en virtist hafa meiri áhuga á frjettum frá Banda ríkjunum heldur en málefn- um Suður-Ameríku. Hann evddi miklum tíma í Itestur amerískra blaða og tímarita og sendi útdrátt úr greinum þeirra til Tokyo. ‘ Eitt sinn lofaði yfirboðari hans í Tokyo hann mikillega fvrir sjerstaklega góða grein sem hann hafði sent. um svarta markaðinn í Banda- ríkjunum. Hann hafði mik- inn áhuga á árangri okkar, góðum eða slæmum, að því er viðvjek sölu stríðsskulda- brjefa, verkföllum, vörur og matvælaskorti, stjórn- mála- op hernaðarmálefn- um bandamanna, og hjelt auk þess heilar'raðir af skjöl um um ágreining milli Bandaríkjanna og Bretlands og- Bandaríkjanna og Rúss- lands. Masao Tsuda, sem er fæddur í London, talar ensku, frakknesku og spænsku reiprennandi. og sem aðalforstjóri Domei- frjettastofunnar í Suður- Ameríku, Jifði hann íburð- armiklu samkvæmislífi og hjelt sig þá helst að mönn- um, sem töluðu framan- greindar tungur. — Sumir kunningjar hans voru opin- berir stjórnarembættis- menn. Hann á konu og tvö börn í Tokyo — hún er jap- önsk, en fædd í Bandarikj- unum — en hann gat ekki verið án kvenna. Ef til vill var hr. Tsuda of viðkvæmur til þess að vera njósnari. Hann dáði Mozart, sótti mjög hljóm- leika og las mikið. Smám saman fjekk hann þá hug- mynd, að einhver skygði hann. Meltingarörðugleikar tóku að hrjá hann. Hann tók að sofa fyrir luktum dyr um. Ef til vill hefði hann orðið fyrir taugaáfalli, ef lög reglan hefði ekki handtekið hann. Nú eru skrifstofur hans læstar og hann sjálfur hafður í gæslu. Leynilögreglan í Chile kemur til skjalanna. UM svipað leyti og þess- ar upplýsingar voru gefnar Argentínustjórn, gaf sendi- herra Bandaríkjanna i San- tiago utanríkisráðh. Chile samskonar skýrslur, þar sem lýst var í frumdráttum athöfnum njósnarafjelags- skapar möndulveldanna í Chile, sem tóku meðal ann- ars til starfrækslu levnileg- ar sendistöðvar i Valparaiso sem hafði samband við Þýskaland. Rannsóknarlögreglan í Chile gerði þegar gagnráð- stafanir. Hún komst að því, að stöð þessi sendi ekki upp lýsingar um Bandaríkin ein heldur jafnframt um Chile og önnur rómönsk Ameríku ríki. Hun komst einnig að bví, að fjelagsskapur þýskra skemdarverkamanna hafði samvinnu við njósnafjelag- ið, og lagði drög að eyði- leggingu samgönguæða og eirnáma. ef svo færi, að Chile yrði óvinveitt mönd- ulveldunum. ; Lögreglan í Chile var sann , færð um, að útlendingarnir I í landinu A’æru þeirra óvin,- jir engu síður en okkar, og gerði þegar aðsúg að fjelags skanum í Valparaiso, gerði sendistöðina upptæka, skip aði mörgum njósnaranna og skemdarverkamannanna að flytja til smáþorpa inni í landi, þar sem þeir gátu ekk ert illt aðhafst, og gera vart við sig hjá lögreglunni tvisvar á dag. En leiðtogarnir, sem nutu þjóðarjettarverndar sendi- þjónustunnar, komust hjá handtöku og hófu þegar endurskipulagningu á laun. Skömmu síðar sleit Chile stjórnmálasambandi við möndulveldin og tók upp algera samvinnu við banda- menn. Fjórtán mánuðum eftir fyrstu handtökurnar, náði Jorge Garreton, yfirmáður rannsóknarlögreglunnar í Chile, mörgum spæjurum nasista á sitt vald, eftir ná- kvæman undirbúning. Iæif- ar njósnakerfisins í Chile, undir forustu manna úr þýsku sendisveitinni, sem biðu þess að komast heim, voru komnar á stúfana á ný. Nýrri sendistöð haafði verið komið á fót á heimili eins af leiðtogum fjelagsskapar- ins í einni af útborgum Santiago, og sendi hún reglulega skýrslur um her- búnað okkar til Þýskalands. Aðal tækniráðunautur þeirra var ungur Þjóðverji, fæddur í Chile. En hann hafði búið í Þýskalandi frá 1930 til 1941 og hafði verið svifflugmaður og flugkenn- ari í þýska flughernum. — Hann hvarf aftur til Chile með konu sinni, sem var skíðakappi að atvinnu, í desember 1941. Henni gafst ágæt átylla til að fara frjáls ferða sinna í Chile og að- stoða mann sinn við njósna- starfsemi hans, er hún heim sótti skíðastöðvar landsins. Alls náðust í' herferð þess ari tvær sendistöðvar og 23 njósnarar. 55 þúsund Banda ríkjadollarar funduát faldir í garði Bernardo Timmer- i manns, sem talinn var gjald keri óaldarflokksins, og spjaldskár, þar sem skráð voru nokkur hundruð Þjóð- verja, væntanlega fylgis- menn nasista, fanst falin i vegg í ljósmyndastofu hans. Alls náðust um 200 þúsund dollarar hjá njósnurunum og um 100 manns flæktust inn i málið. Það er þannig auðsætt, að aðstaðan í Chile er nú orðin sæmilega trygg. Það er sjerkennandi hve margir þýskir njósnarar, sem fæddir eru í Suður- Ameríku halda því fram, að þeir hafi gengið í levni- þjónustu Hitlers í þeim eina, tilgangi að losna undan harðstjórn hans og verða aftur aðnjótandi frelsisins í Vesturheimi. Við leggjum ekki ætíð trúnað á þessa smjaðurkendu afsökun, og allra síst þegar njósnarinn hefir látið hjá líða að gefa sig fram við komu sína til Ævintýri íveggja njósnara. UM lágnætti fyrir nok'k- um mánuð voru tveir þýsk- ir njósnarar settir á land úr fiskiduggu á eyðilegri og óbygðri strönd í Suður- Ameríku. Annar þessara njósnara var negri, sem alla sína ævi hafði stundað erf- iðisvinnu sem sjómaður eða hafnarverkamaður. Hann hafði farið laumufarþegi til Hollands, þar sem þýska leynilögregian tók hann í þjónustu sína, eftir innrás- ina, og ætlaði honum njósn- ir í Suður-Ameríku. Hann hafði verið vandlega þjálf- aður í útvarpstækni, laun- máli og leyniskrift og í því að þekkja skip og flug\-jel- ar. Hinn njósnarinn var fædd ur í Þýskalandi, en hafði verið kaupsýslumaður í Suð ur Axneríku lengst af ævi sinnar. — í játningu sinni skýrði hann frá því, að þýsfc ir læknar hefðu drepið föð- ur sinn á banvænu eitri, vegna þess, að hann vaeri óþarfur þjóðfjelaginu. Væii þetta í samræmi við ríkj- andi venju. ___~ Þeim var róið í land á gúmmíbátum og fór negr- inn á undan. Þeim var ætl- að að fara sínum hvora leið, en áttu svo að mætast á á- kveðnum stað, en forsjónin kom þeim saman á næsfa undarlegan hátt. Þegar negrinn hafði frjálst land á ný undir fótum sjer, gróf hann útbúnað sinn i jörð, merkti staðinn grein- lega, og hljóp við fót tri næsta bæjar. í aftureldingu kom hann að þorpi nokkru, að íram kominn af mæði, og spurði fyrsta mann, sem hann sá eftir lögreglunni. Jeg er lögreglumaður, sagði maðurinn. Það erstór þýskur bátur niðri við ströndina, sagði negrinn, og með honum kom þýskur njósnari, sern er nýstiginn á land. ' Surtur var til allrar ó- hamingju ljelegur í máli landsmanna — hann va-r miklu betri í ensku og hol- lensku — svo að lögreglu- maðurinn skildi hann ekki, en eftir nokkurt þóf tókst honum að hafa upp a manni, sem skildi ensku. — En kaldhæðni örlaganna er stundum mikil. Þetta var hinn njósnarinn. Negrinn Ijet sjer hvergi bregða, er hann stóð þarna augliti til auglits við sam- særis fjelaga sinn, en tók að sannfæra hann, á ensku, um. það, að sterkasti leikur þeirra væri sá, að fara þeg- ar á næstu lögreglustöð, sýna þar vegabrjef sín, og fá ferðaleyfi. Þjóðverjinn Framhald á 8. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.