Morgunblaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1944, Blaðsíða 10
M MOKGUNBLAÐIÐ Laug'ardagrur 25. nóv. 1944. „Það getur verið. Þó verð jeg að viðurkenna, að það hug bqð mitt er ekki á neinum rök- um reist. Ef jeg kveddi nú kóng og prest og hjeldi eitt- hvað út í buskann, myndi fyr- irtækið vera í sömu aðstöðu og hnefaleikamaður, sem hefir verið svo óvarkár að gefa mót- stöðumanni sínum góðan högg- stað á sjer, og bíður því ósig- ur“. „Hverjum er það að kenna?“ spurði Maisie. „Það er ekki ætlan mín að gagnrýna frænda þinn, Maisie. E!n ef við myndum klifra út á endann á trjágrein, meðan jeg væri burtu, og svo kæmi ein- hver og hjyggi greinina af, þá myndi John Casson einn bera ábyrgðina á falli okkar. Hann er bjartsýnismaður, án alls andlegs jafnvægis“. „Hafið þið John frændi ver- ið að rífast, Danni?“ „Nei. Til hvers er það? Ef ógæfan er dunin yfir, gerir rifrildi hvorugt, að afstýra henni eða bæta úr. Þegar við höfum komist 1 einhver vand- ræði, hefir frændi þinn altaf orðið ráðþrota, svo að jeg hefi þurft að ráða fram úr ógöng- unum“. Hann dró stól sinn nær henni, eins og hann ætlaði að ræða við haría trúnaðarmál. ,,Þú hlýtur að vita, Maisie, að síðan jeg tók við störfum föð- ur míns hjer, að honum látn- um, höfum við fimm sinnum komist mjög nærri því að fara á höfuðið, vegna ákafrar ástríðu Cassons til þess að leggja alt í hættu fyrir mikinn gróða. Og ef fimm högg geta ekki læknað einn mann, þá hygg jeg, að hann sje ólækn- andi. Þess vegna er jeg hrædd- ur um, að frændi þinn falli fyr ir freistingunni, ef jeg verð fjarverandi um lengri tíma“. „Þú hefir ef til vill verið of eftirlátur við frænda, Danni. Ef þú hefðir verið ákveðn- ari —“. Hann rjetti upp hönd sína. „Fyrirgefðu, Maisie, en eina leiðin til þess að fá frænda þinn til þess að viðurkenna rjett sinn, er að lemja hann duglega með einhverju góðu barefli“. Hún roðnaði lítið eitt af því, hve berorður hann var, en hún hafði gát á geði síun. „Jeg hygg, að faðir þinn og John frændi hafi oft rifist“. „Já, satt er það. En það var ekki vegna þess, að frændi þinn væri ekki dagfarsgóður mað- ur. Hann er raunar allra besti karl og jeg ber talsverða virð- ingu fyrir honum. Faðir minn var ákaflynd og mikill dugn- aðarmaður, en ekki að sama skapi kænn. í aldarfjórðung var það hann, sem rjeð hjer lög um og lofum, og áður en hann dó, gaf hann mjer til kynna, að ef jeg tæki við störfum hans hjer, yrði jeg að gera slíkt hið sama“. Hann þagði stundar- korn og horfði á ferjubátana út um gluggann. „Það er hræði legur arfur“, sagði hann síðan. „Jeg fyrirlít ráðríkt fólk“. „John frændi gat aldrei felt sig við ráðríki föður þíns“. „Jeg hefi tekið eftir því, að fæstir geta felt sig við það, sem þeim sjálfum er fyrir bestu. Síðan faðir minn dö, hefir frændi þinn haft aðstöðu til þess að ganga berserksgang með peningana, sem eldri með limur fyrirtækisins. Þessi mik- ilmenskubrjálaði, gamli asni!“ „Frændi minn er enginn asni, Daníel Pritchard“. Hann virti að vettugi mót- mæli hennar, því að hann vissi, að hún mótmælti aðeins af holl ustu við frænda- sinn, er hafði gengið henni í föðurstað frá því að hún var fimm ára göm- ul. Og hann vissi, að John Cass on var bæði góðhjartaður og eftirlátur. En hann vissi og, að Maisie var á því hreina með, að frændi hennar var nákvæm lega það, sem hann hafði kall- að hann. „í fyrsta sinn, sem jeg bjarg aði frænda þínum frá því að gera hræðilegt glappaskot og koma fyrirtækinu á höfuðið“, hjelt hann áffám, “ræddi hann mikið um að fremja sjálfs- morð, meðan hann hjelt, að hann hefði gert okkur báða eignalausa. En þegar hann komst að því, að jeg hafði bjarg að öllu við, hirti hann um 75% af gróðanum af forsjálni minni. í þá daga þurfti ekki mikið til þess, að við færum um koll. Það eina, sem bjargaði okkur, var stríðið“. „Jeg hefi ekki þorað að skilja hann einan eftir árum saman, Maisie. Hann er nú að verða gamall maður, og ekki hefir dómgreind hans aukist með ár- unum. Jeg skal viðurkenna það, að frá því í ágúst 1914, þegar heimsstyrjöldin skall á, og þar til í apríl 1917, þegar Bandaríkin fóru í stríðið, tefldi jeg oft á tvær hættur. Jeg hætti öllu, sem jeg átti, og hvatti Casson til þess að gera slíkt hið sama“. „Jeg er yfirleitt íhaldssamur og gætinn í viðskiftum, en jeg yissi, að okkur myndi óhætt, meðan styrjöldin stæði. Jeg var jafnvel alveg áhyggjulaus þetta eina og hálfa ár, sem jeg var í hernum, og frændi þinn einráður hjer. Þrem mánuðum eftir að vopnahlje var samið, kom jeg heim, og síðaix hefi jeg gert annað en reyna að forða fyrirtæki voru frá hruni því, er óhjákvæmilega fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar. Það hefir ekki verið auðvelt, Maisie, því að frændi þinn er orðinn bæði þrár og( hrokafullur og erfitt að eiga við hann“. „Já“, viðurkendi Maisie. „John frændi hefir mikið álit á sjer sem snjöllum kaupsýslu- manni“. Daníel kinkaði kolli. „Það fór alveg með hann að fá að ráða hjer einn þennan tíma, sem jeg var í hernum“. „Eru það peningarnir, sem hafa stigið honum til höfuðs?" „Það er jeg hræddur • um. Hann er nú nær sjötugu. En í stað þess að fara að hugsa um að setjast í helgan stein, brenn ur hann af löngun eftir að tvö- falda núverandi eigur sínar“. „Casson & Pritchard er hluta fjelag, Danni. Hvers vegna ger ist þú ekki hluthafi? Ef fyr- irtækið færi á höfuðið — vegna óaðgæslu John frænda — myndir þú ekki verða ábyrg- ur fyrir meiru en þínum 50% af skuldum fyrirtækisins“. „40%, Masie. Mjer var boðið að gerast hluthafi á þeim grund velli, þótt faðir minn ætti hálf- an hlut. En hluttöku hans lauk þegar hann dó, og hr. Casson hefir sennilega ætlað, að 40% væru nóg handa mjer, ungum og óreyndum11. Stúlkan starði þögul út um gluggann. Danni sá, að hún myndi vera að brjóta heilann um einhverja leið fyrir hann út úr þessu öllu saman, og hon- um skjátlaðist ekki. „Danni“, sagði hún alt í einu. „Jeg hygg, að þú sjert að ein- hverju leyti þyrnir í augum John frænda. Því selurðu hon- um ekki þinn hluta og hættir öllu braski og ferð að mála myndir? Jeg er viss um, að hann myndi feginn kaupa“. Hann andvarpaði. „Það eru margar ástæður til þess, að jeg get það ekki“. „Og hverjar eru þær?“ „Herra Casson, frú Casson og allir starfsmenn fyrirtækis- ins. En aðalástæðan ert þú“. Hún roðnaði og gleðisvipur kom á andlit hennar. Hann hjelt áfram: „Jeg er hræddur um, að gamli. maðurinn myndi koma öllu hjer á kaldan klaka, ef mín nyti ekki lengur við, og á hans aldri — hugsaðu aðeins um, hve þitt eigið líf hefir ver- ið þægilegt og laust við allar fjárhagslegar áhyggjur“. „Svo að þú hefir afráðið að þrauka áfram?“ Hann kinkaði kolli. „Og með an jeg þrauka, dregst jeg aftur úr eins og staður múlasni, sem rykkir í tauminn". „Vertu ekki eins og námu- þrællinn, sem fjötraður er við dýflissu sína“, vitnaði hún bit- urt. „Jeg skil ekki, hvers vegna þessi göfuga umhyggja þín fyrir mjer — fyrir okkur ætti að standa í vegi fyrir því, að þú reyndir að höndía lífs- hamingju sjálfum þjer til handa“. „Þú veist, Maisie, að mjer þykir ákaflega vænt um þig“. „Þú segir ekki satt, Danni! Þetta er fyrsta opinbera við- urkenningin, sem jeg hefi feng ið á því, þótt jeg hafi auðvitað haft sterkan grun um það lengi, að við værum góðir vinir. En vináttu minni er ekki þannig farið, að hún krefjist neinna fórna. Jeg — jeg--------“. Rödd hennar kafnaði alt í einu og hún sneri sjer undan. En hún náði sjer brátt aftur. „Jeg vil miklu fremur, að þú málir myndir, en fórnir' þjer á altari vináttu okkar“. Ef Loftur gretur það ekki — bá hver? Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 12. Ekki var drekinn lengi um kyrt úti á enginu við læk- inn. Strax og halinn á honum var orðinn sæmilega kald- ur aftur, flaug hann til ráðhússins og hringdi ráðhús- klukkunni í ákafa. Vissu þá borgararnir, að búist var við þeim þangað, og þótt þeir væru hræddir við að fara. voru þeir þeir þó enn smeykari við að fara ekki, svo þeir þvrpt- ust inn í hinn mikla samkomusal ráðhússins. Drekinn stóð á ræðupallinum, baðaði vængjunum og gekk um gólf við og við, og endinn á halanum á honum var enn svo heitur, að gólfið sviðnaði, þar sem drekinn dró rófuna eft- ir því. Þegar allir voru komnir til ráðhússins, sem þangað gátu farið, ávarpaði drekinn samkomuna. „Jeg fyrirlít ykkur takmarkalaust”, sagði hann, „alltaf síðan jeg komst að raun um það, hve miklir hugleysingj- ar þið eruð, en mjer datt ekki í hug, að þið væruð jafn vanþakklátir, eigingjarnir og grimmir, eins og þið hafið sýnt ykkur. Hjer var nú djákninn ykkar, sem unnið hafði nótt og nýtan dag ykkur til góðs, og sem aðeins hugsaði um það eitt, hvernig hann gæti gert ykkur gagn og glatt ykkur, og um leið og þið ímyndið að ykkur sje einhver hætta búin, — því jeg veit mæta vel, að þið eruð laf- hann bjargast, en vonið að bjarga sjálfum ykkur með Sonardóttirin kom eitt sinn í heimsókn til ömmu sinnar. Gamla konan var hrifin af þessu barnabarni sínu, en gat þó exki felt sig við suma siði hennar og málanda. Eitt kvöld, þegar þær sátu saman og spjölluðu, sagði gamla konan mjög hæversk- lega: „Góða mín, það eru að- eins tvö orð, sem jeg vildi að þú vendir þig af að segja. Ann að er ,,sniðugt“, en hitt er „agalegt“.“ „Alt í lagi, amma mín“, sagði stúlkan ^laðlega, „hvaða orð eru það?“ ★ Eiginkonan sagði manni sín- um, að hún hefði lesið ,List ásfhrinnar", til þess að sgeta þóknast honum. „Jeg vil heldur hafa ástina án listar“, muldraði maðurinn. ★ , Ilollendingurinn Lippershey fann kíkirinn upp árið 1608. Galilei, sem hafði heyrt um þessa uppgötvun, bjó 1610 til sjónauka, sem gerði honum i kleift að gera hinar mikilvægu uppgötvanir sinar. — Ári síð- | ar, 1611, fann Kepler upp stjörnukíkirinn. ★ ÞEGAR Coolidge var vara- forseti Bandaríkjanna, var hon um boðið í fjölda. margar mið- degisverðarveislur. Gestgjafar hans voru samt altaf í dálitlum vandræðum með hann vegna hinnar miklu fyrirlitningar hans á mörgum viðrÆðuefnum. Ein hefðarfrú þóttist því mjög hólpin, þegar hún leysti það vandamál með því að setja hann við hlið Alice* Roosevelt Longworth, sem var álitin mjög skemtileg í samræðum. Frú Longworth byrjaði að hjala með sinni viðfeldnu rödd, en tókst samt ekki að draga hinn þögula Coolidge, sem síð- ar varð forseti Bandaríkjanna, inn í samræður. Loksins — reið yfir þeirri ó- kurteisi, sem henni var sýnd — sagði hún önug: „Þjer farið í svo marga miðdaga. Yður hlýt ur að leiðast þeir ákaflega“. „Jæja, maður verður að borða einhversstaðar“, svaraði Coolidge rólega án þess að líta upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.