Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. nóv. 1944. Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavik Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Trjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiCsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald; kr. 7.00 á mánuði innaniandj, kr. 10.00 utanlands I lausasðlu 40 aura eintakið, 50 aura með Laabék. Trúin á framtíðina FYRSTA stórmál ríkisstjórnarinnar hefir verið afgreitt á Alþingi. Er það frumvarpið um nýbyggingarráð, sem nú hefir verið lögfest. Samkvæmt þessum lögum skulu a. m. k. 300 milj. kr. af inneignum Landsbanka íslands erlendis lagðar á sjer- stakan reikning og skal þessu fje eingöngu varið til kaupa á framleiðslutækjum og til annara nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar. Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd — nýbygg- ingarráð — er gerir heildaráætlun um nýsköpun þjóðar- búskaparins og skal í áætluninni miðað við næstu fimm ár. „Skal þar áætlað, hver atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og annað þurfi til sjávar og sveita, til þess að allir íslendingar geti haft vinnu við sem arðbærastan at- vinnurekstur, svo og hvernig best verði fyrir komið inn- flutningi fáanlegra tækja og efnis á næstu árum, með það fyrir augum að hagnýta sem best vinnuafl þjóðar- innar og auðlindir landsins“, eins og segir í 2. gr. laganna. ★ Framsóknarmenn básúna mjög út um landsbygðina, að löggjöfin um nýbyggingarráð sje stórfeldasta blekk- ingin og auglýsinga-skrumið, sem nokkur ríkisstjórn hefir látið frá sjer fara. Ef þetta er skoðun Framsóknarmanna, hafa þeir bersýnilega viljað ganga lengra en ríkisstjórnin í blekkinga- og auglýsinga-skrumi, því að þeir lögðu til í þinginu, að ekki aðeins 300 milj. yrðu lagðar til hliðar í þessu skyni, heldur skyldi upphæðin vera 450 milj. kr.! Eftir þessa framkomu Framsóknarmanna á þingi, hljóm ar það vissulega ekki vel frá þeirra munni, að tala um blekkingar af hálfu stjórnarinnar. ★ Svo er það þessi síendurtekni barlómur Framsóknar- manna. Þeir segja, að ekkert vit sje í að leggja til hliðar stórfelda fjárfúlgu af innstæðum landsmanna erlendis, með það fyrir augum að verja þessu fje til kaupa á nýj- • um framleiðslutækjum, ef ekki sje áður búið að koma framleiðslukostnaðinum hjer heima það langt niður, að hann verði svipaður og var fyrir stríð. Engipn fæst til þess að kaupa framleiðslutækin, segja barlómsmenn, nema trygt sje fyrirfram, að rekstur þeirra beri sig um alla framtíð. Hjer er megin stefnumunur milli þeirra bjartsýnu og bölsýnu. Ríkisstjórnin og þeir flokkar, sem hana styðja, hafa trú á því að ef íslenska þjóðin getur eignast ný og full- komin framleiðslutæki, munu þau fá því áorkað, að fólk- ið, sem við framleiðsluna starfar, geti haft miklu betri kjör en það hafði fyrir stríð. Það er þetta, sem að er kept. Og þetta sama hefir verið keppikefli þjóðari'nnar alt frá því að íslendingar fengu fyrstu umráð mála sinna. Enda hefir reynslan sýnt, að því djarftækari og stórtækari sem íslendingar hafa verið í öflun nýrra og fullkominna fram- leiðslutækja, því betri hefir lífsafkoma fólksins verið. ★ Vafalaust kemur að því, fyr eða síðar, að gera verði stórfeld átök í dýrtíðarmákmum. En þótt þessu sje frest- að um stund, er vitanlega ekkert vit í að halda að sjer höndum og aðhafast ekkert í öflun nýrra framleiðslu- tækja. Það væri vísasta leiðin til eymdar og algers hruns. Lítum aðeins á stórvirkustu framleiðslutækin, togarana. íslendingar eiga nú 31 togara og er meðalaldur þeirra um 27 ár. Nú er hæfilegur aldur togara talinn vera 20 ár og geta menn af því sjeð, hvar við Islendingar verðum á vegi staddir í samkepninni við aðrar þjóðir eftir stríð, ef setið er auðum höndum. Við Islendingar þurfum að eignast ný og fullkomin skip eins fljótt og auðið er. Það er blátt áfram lífsnauðsyn þjóðarinnar. Og ef ekki tekst með nýjum og fullkomnum framleiðslutækjum að koma til móts við verðlækkunina, sem boðuð er eftir stríð, verður það ekki gert með gömlu og úreltu tækjunum. Um það getá allir verið sammála. Eyðing á roifum og músum Bjarni Benediktsson flytur frumvarp um eyðing á rottum og músum. Tvær fyrstu grein- ar frv. eru svohljóðandi: 1. gr. Bæjar- og sveitar- stjórnir skulu gangast fyrir því undir yfirstjórn heilbrigðis- stjórnarinnar, að rottum og mús um sje eytt. 2. gr. Eyðing á rottum og músum skal fara fram tvisvar á ári, haust og vor, í öllum sveitarfjeiögum á landinu, þar sem þeirra verður vart. Bæj- ar- og sveitarstjórnir láta framkvæma eyðinguna á kostn að bæjar- eða sveitarsjóðs, en þriðjungur kostnaðar endur- greiðist úr ríkissjóði eftir reikn ingi, er stjórnarráðið úrskurð- ar. A öðrum tímum árs skal eyð ing fara fram eftir ákvörðun bæjar- eða sveitarstjórnar eða fyrirmælum heilbrigðisstjórnar innar. Fer þá um greiðslu kostn aðar svo sem segir í 1. málsgr. Rottueitur skal vera til sölu í lyfjabúðum og hjá hjeraðs- læknum, þar sem ekki eru lyfjabúðir. Greinargerð. Frv. þetta er í aðalatriðum bygt á till. heilbrigðisfulltrú- ans í Reykjavík og er samið að tilhlutun bæjarráðs Reykjavík ur, enda mælir það með sam- þykt þess. Eyðing á rottum og músum er eitt af vandamálum flestra sveitarfjelaga á landinu, og er víða varið til þess miklu fje og fyrirhöfn. Um þetta er ekki til nein löggjöf, og er frv. þetta fram borið til þess að bæta úr því. Með frv. er eyðingarstarfið falið bæjar- og sveitarstjórn- um, hverri á sínum stað, en eft- irlit látið vera í höndum heil- brigðisstjórnarinnar. Kostnaði er skipt milli bæjar- og sveit- arsjóða annars vegar og ríkis- sjóðs hins vegar, þannig að bæjar- og sveitarsjóðir greiða 2/3 hluta, en ríkissjóður 1/3 hluta. Annarsstaðar á Norðurlönd- um var löggjöf um þetta efni sett skömmu eftir síðustu alda mót. Var þar a. m. k. í Dan- mörku, í fyrstu reynt annað fyr irkomulag en hjer er lagt til, að lögfest verði. Fyrst var á- kveðið að greiða ákveðin verð laun fyrir hvert dýr, er drepið var, ög síðar að láta bæjar- og sveitarstjórnir ákveða, hvenær eyðing skyldi fara fram, og þeim þá jafnframt heimilað að leggja verulegan hluta kostnað arins á eigendur fasteigna í umdæminu. — Þetta mun ekki hafa reynst vel, því að lögun- um var síðar breytt og tekið upp svipað fyrirkomulag og hjer er lagt til, að lögfest verði. í Svíþjóð og Danmörku er framkvæmd eyðingarstarfsins í höndum bæjar- og sveitarstjórn anna, en kostnaðurinn greidd- ur að nokkru leyti úr ríkissjóði. Stjórnarskipti í Salvador London: Stjórnin í Miðamer íkulýðveldinu Salvador hefir sagt af sjer, og hefir forsetinn einnig beiðst lausnar. Molinas heitir hinn nýi forseti og er stjórn hans íhaldssöm. 1hluerji óhripar: 'Ult' Jtcuýíecjci tik Hvar fást frímerki? EINKENNILEG aðferð er höfð við sölu frímerkja hjer í bæn- um. Þau eru ekki til sölu nema á einum stað í öllum bænum •— Pósthúsinu. Þetta er eins og gef- ur að skilja afar bagalegt fyrir marga. Pósthúsið er ekki opið nema yfir bládaginn. Menn, sem stunda vinnu í úthverfum bæj- arins, hafa ekki ávalt tí^ia til að fara alla leið niður í bæ í vinnu- tímanum til þess að kaupa frí- merki. Nokkuð hefir átt að. bæta úr þessu með því að setja upp sjálfsala í anddyri pósthússins. En sá galii er á því fyrirkomu- iagi, að oft eru sjálfsalarnir tómir. Það er ekki hægt með neinni sanngirni að ætlast til þess af fólki, sem býr inni í Klepps- holti, Sogamýri eða vestur á Grímsstaðaholti, að það hafi tima til að fara niður í miðbæ til að kaupa frímerki á eitt brjef. En hvað skal gera? Frímerki fást ekki annarsstaðar. Auðvelt að bæta úr. ÞAÐ ÆTTI að vera mjög auð- velt að bæta úr þessu og það með lítilli fyrirhöfn fyrir póst- stjórnina. Það ætti að vera sjálfsagt, að frímerki væru seld í öllum bókaverslunum bæjarins og jafnvel í þeim verslunum, sem opnar eru frameftir kvöld- inu. Þyrfti að dreifa frímerkja- sölunni víða um bæinn og út- hverfi hans. Það yrði til hag- ræðis fyrir almenning og ætti auk þess að auka frímerkjasöl- una, því oft er það svo, að menn hætta við að skrifa brjef, eða setja þau í póst vegna þess, hve erfitt er að fá frímerki. • Ábyrgðarpósturinn. ÞAÐ ER siður hjer í bæ, að menn sækja sjálfir ábyrgðarpóst sinn á póstafgreiðsluna. Mönn- um, sem eiga ábyrgðarpóst, er send um það tilkynning heim, og svo verða þeir að koma sjálf- ir að sækja póstinru Þetta er úr- elt og ófært fyrirkomulag. Sjálf- sagt er að senda mönnum heim ábyrgðarpóst, alveg eins og al- menn brjef. Brjefberarar geta haft með sjer kvittanabækur, sem viðtakandi kvittar í fyrir ábyrgðarpósti. Sömu sögu er að segja um böglapóst. Það virðist vera hið mesta ólag á útburði hans. Ef það stafar af því, að póstaf- greiðslan hefir ekki farartæki til að koma böglapósti heim til við- takenda, verður að bæta úr því. © Ekki hægt að kom- ast að. LOKS ER það eitt atriði enn, sem vert er að minnast á í sam- bandi við póstmálin okkar hjer í bænum. Atriði, sem ekki er hægt að kenna póststjórninni eða afgreiðslumönnunum. En það er bílamergðin fyrir framan afgreiðslu böglapóststofunnar hjer í Austurstræti. Það kemur oft fyrir, að menn eru seinir fyr ir með böglapóst. Þurfa að koma honum fyrir ákveðinn tíma á böglapóststofuna. Hjá mörgum fyrirtækjum er oft um talsvert mikið af böglapósti að ræða, sem ekki verður fluttur nema í bíl. Það er ergilegt fyrir menn, sem hafa haft mikið fyrir að ganga frá böglapósti og ætla sjer að aka honum á pósthúsið, að geta ekki komist að pósthúsinu með bíla fyrir öðrum bílum, sem Iagt hefir verið fyrir framan pósthúsið, þó eigendur þeirra istsj' LS/TLL ! \ hafi ekkert erindi í pósthúsið. Það ætti að banna með öllu, að bílum sje lagt við gangstjett- ina fyrir framan pósthúsið í Austurstræti, nema að mennirn- ir, sem með þá eru, eigi erindi með böglapóst. Engum bíl ætti að leyfa að nema staðar á þessu svæði, nema rjett á meðan ver- ið er að ferma þá eða afferma. © Skíðaferðir skóla- barna. ÁHUGI vaknaði fyrir því hjá kennurum og foreldrum í fyrra- vetur, að leyfa skólabörnum að fara í skíðaferðir hjer í nágrenn inu þegar veður var hagstætt. Hjer í dálkunum var allmikið skrifað um þetta mál í fyrravet- ur og samþyktir voru gerðar um það í bæjarstjórn, að stuðla bæri að því, að leyfa skólabörnum að fara í skíðaferðir. Börnin, sem fóru í skíðaferðirnar, höfðu af þeim hið mesta gagn og gaman. Það þarf að gera ráðstafanir til, að skíðaferðum skólabarna verði komið í horf. • GangiS út um aftur dyrnar. „Á“ SKRIFAR: „Sú nýbreytni hefir verið gerð á Strætisvögnunum, að nú eru komin spjöld í hliðarglugga með upplýsingum um ákvörðunarleið bílsins, og er það mönnum til hagræðis. En inni í bílunum sjálf um eru og ný spjöld, sem ekki eru til hagræðis. Á þau er letr- að: „Gangið út um aftur dyrnar“. Þessi skipun eða leiðbeining hlýtur að vera hverjum manni ráðgáta. Hvernig eiga menn að komast út um dyrnar á meðan þær eru aftur? Gangið út um opnar dyrnar, skilur hvert manns barn, en hvernig á að skilja hitt? Sumir giska á, að þarna eigi að standa „aftari“ eða „eftri“ dyrnar. En slík skýring er aðeins til þess að draga dár að málkunnáttu þess, er spjöld- in hefir gert. Það vil jeg ekki gera. Jeg álít, að þetta sje gesta- þraut, sem menn eiga að glírna við að leysa á meðan þeir eru í vagninum“. Amerísku blaða- mennimir um ísiand FREGNIR hafa borist um tvær gréinar, sem amerísku blaðamennirnir sem hjer voru á dögunum hafa skrifað úr ferðalagi sínu. Albert B. Huges skrif ar dálks grein í Christian Science Moni- tor og segir þar meðal annars, að ófriðurinn hafi aukið skiln- ing milli Islendinga og Banda- líkjamanna. Huges hefir eftir ummæli eftir Sveini Björns- syni forseta, einkum í sam- bandi við alþjóðaflugmálaráð- stefnuna, sem muni hafa betra samband í för með sjer. Carl Levine skrifar í New York Herald Tribune, að ís- lendingar muni leita til Banda- ríkjanna um vernd að ófriðar- lokum. Hann telur að íslend- ingar muni taka sæti í öryggis- mála skipulagningu þjóðanna. Einkum hafi íslendingar í huga að byggja upp sínar eigin flug samgöngur. uL miá. rii-.JÁi ifftgisffiagft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.