Morgunblaðið - 28.11.1944, Side 1

Morgunblaðið - 28.11.1944, Side 1
KYRSTAÐA Á VESTURVÍGSTÖÐVUNÚM Hermaður fellur Þetta er sjaldgæf stríðsmynd, tekin um leið, og sprengi- lcúlubrot hitta Bandaríkjahermann einn á Saipaney, og ei' hann að falla, er myndin var tekin. — Myndina tók amerískur myndasmiður, sem var með hernum. 1 Síldveiðin 1944: ^ 126 skip öfluðu 1,5 milj. múl í bræðslu ? Um 50,000 tunnur i i suit SÍÐASTA hefti Ægis birtir lista yfir afla íslenskra síldveiði- skipa á síðastliðinu sumri. Á þessum lista sjest að 126 íslensk skip, sem síldveiðar stunduðu, öfluðu samtals 1,468,794 mál í bræðslu, um 34 þúsund tunnur í salt og 15.000 tunnur í beitu. En orustur hvarvetna mjötj hur&ar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞÓTT stórorustur sjeu háðar hvarvetna á öllum víg- stöðvunum, hafa þó breytingar ekki orðið neinar teljandi, á hinu langa vígsvæði. Bandamenn hafa sótt lítilsháttar fram sums staðar, en annars staðar urðu alls engar breyt- ingar, sem orð var á gerandi. Bandamenn gátu stutt land- her sinn með flugvjelum í gær og í dag. Urðu miklir loft- bardagar yfir Norðvestur-Þýskalandi og segja báðir að- ilar að hinn hafi mist mikið af flugvjelum. Bardagarnir á landi eru harðastir umhverfis þýsku borgina Julich, sem bandamenn hafa nálgast nokkuð. Cordell Hull lælur af embælli London í gærkvöldi. —- Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. . ROOSEVELT Bandaríkjafor- séti tilkynti. í dag, að Cördell UulL utanríkisráðherra Bánda rikj.a.nna hafi beðist lausnar frá- embætti sínu vegna heilsu- brests, ög hefði forsetinn veitt hónum lausn. Cordell Hull ér 76 ára gamall. — Þá var til- kynt, að Edward Stettinius hefði tekið við embættinu af Hull, en hann hefir áður verið vára-utanríkisráðherra. — Þá héfir Roosevelt forseti útnefnt Hurley hershöfðingja til þess að verá sendiherra Bandaríkj- anna í Kína. -—Réuter. Gífurlegt tjón í Munchen London í gærkveldi. SEINT i nótt sem leið gerðu 270 breskar Lancasterflugvjel- ar mikla loftárás á borgina Múnchen i Þýskalandi og vörp uðu á borgina fjölda af sex smálesta sprengjum og' miklu af eldsprengjum. — Miklir eld- ar sáust koma upp. — Þjóð- verjar segja, að því er Stokk- hólmsfregnir herma, að mörg hundruð manna, kvenna og barna hafi farist við árásina og hafi líkin legið í tætlum um götur borgarinnar. Reuter. Japanar sefja upp iðnað i Krna London í gærkveldi. Fregnritari vor í Chung- king hermir, að Japanar hafi ekki aðeins sett á stofn marg- ar verksmiðjur í Manchuriu,1 Kóreu, og síðast en ekki síst á ýmsum stöðUm í Kína. Eru Japanir taldir gera þetta til þess að geta fremur varist innrás bandamanna í . Kína, því hafi þeir bækistöðvar nærri innrásarsvæðunum gætu þeir miklu fyrr kontið birgð- um á vettvang. Verðlækkun á Vodka. London: Verð á Vodka og bjór var lækkað um 30% dag- inn fyrir byltingarafmæli Ráðs stjórnarríkjanna á dögunum. Verður verðlækkun þessi í gildi framvegis. — (Daily Telegraph). Alls stunduðu 11 gufuskip síldveiðar og varð Bjarki frá Siglufirði með samtals 17,428 mál í bræðslu. Næst var Hug- inn með 17,310 mál. Saman- lagður afli gufuskipanna nam 151,605 málum. 92 mótorskip stunduðu síld- veiðar og varð Eldborg, Borg- arnesi, þeirra hæst, með 26.624 mál. ‘ Mótorskipin öfluðu sam- tals 1.146.173 mál í bræðslu, 18.092 tunnur í salt og rúmlega 4 þúsund tunnur í beitu. Mótorbátar með hringnót öfluðu samtals 38.902 mál í bræðslu, rúmlega 7.000 tunnur í salt og 1517 tunnur í beitu. Hæst af þessum skipum varð Kristjana frá Ólafsfirði, með 7707 mál og rúmlega 2000 tunn ur í sall. Mótorbálar tveir urri nót, voru samtals 26, eða 13 sam- stæður og öfluðu alls 122.055 mál í bræðslu og nærri 13 þús. tunnur í salt og bræðslu. Þrír bátar frá Dalvík voru saman um nót og öfluðu 10.121 mál í bræðslu og rúmlega 1800 tunnur í salt og bræðslu. Kolaskortur í Belgíu. London: Mikill kolaskortur er nú í Belgíu, og hafa stjórn- arvöldin skorað á menn að spara kol eftir megni, fara snemma að hátta og sækja skemtistaði sem minst, svo ekki þurfi að hita þar upp. Eru menn beðnir að vera ekki á ferli eftir kl. 23 og verið er að athuga, hvort ekki megi draga úr bifreiðanotkun. Wodehouse í fangabúðir London í gærkveldi. BRESKA skáldið Wode- heuse, sem nú er í haldi í París, mun verða settur í fangabúðir, ef hann fær vott- orð um það hjá lækni, að haiin þoli vistina, en hún er, sögð æði ill, og agi mikill og harður. Ekki fylgir það fregn þessari, hverjir ráða yfir fangabúðum þessum, en virð- ast vera Frakkar. Alexander marskálkur TILKYNT var opinberlega í London í gærkvöldi, að Breta konungur hefði sæmt Alexand er hershöfðingja marskálks- nafnbót þá um daginn. Þjóðverjar æia mik- inn nýjan her London í gærkveldi: 1 ORUSTUNUM við Bingen í Hollandi tókst Bretum að umkringja nýja deild úr þýska hernum, og var hún skipuð mönnum, sem höfðu verið sárir og sjúkir snemma. s.l. sumar, en voru nú komnir aftur í fyrstu víglínu. Her- sveit þessi barðist, meðan, nokkur maður stóð uppi. Ilerfræðingur vor með bresku herjununi segir, að hann viti vel, að Þjóðverjar hafi komið sjer upp fjölda nýrra herfylkja upp á síð- kastið, og þótt það dugi kann ske ekki eins vel og sveitir þær, sem börðust við Caen, þá eru þær ekki lamb að leika sjer við, ef þær standa sig jafnvel og hersveitin, sem fjell við Bingen. Ógurleg skothríð. Á vígstöðvununum fyrir austan Aachen, er barist heiftarlega, og mikið beitt stórskotaliði. Segja fregn- ritarar að skothríðin sje svo áköf frá báðum hliðum, að heil hús lyftist stundum í loft upp og falli síðan nið- ur aftur í rúst. Einnig er all mikið um viðureignir skrið- dreka og einnig hefir komið til bardaga í návígi sums- staðar. ■— Bandáríkjamenn eru komnir að ánni Röhr á einum stað, en Bretum hefir ekkert gengið við Geil enkirchen. Við Maasfljót. Bretar eru nú alls staðar komnir að ánni Maas, nema við Venlo, þar sem Þjóðverj ar verjast á þríhvrndu svæði. Hafa þeir komið upp þar allöflugum varnarkerf- um, og er ekki hægt að sjá merki þess, að þeir sjeu að hörfa yfir fljótið á þessum eina stað fyrir vestan það. Norðar og sunnar í Hollandi er nú allt kyrt, nema hvað stórskotahríð er yfir Maas- fljótið. Snarpar orustur við Saar. Ákafir bardagar hafa ver ið við ána Saar, þaar sem Patton reynir að sækja með her sinn inn í kolahjeraðið mikla, Saar. Hafa breyting- ar mjög litlar orðið á þessu svæði, en Frakkar og Banda ríkjamenn hafa sótt nokkuð fram bæði fyrir norðan og sunnan Strassburg, en Þjóð verjar hafa enn vald á öll- um brúnum, sem þar erti yf ir Rín. Patton slapp nauðulega London: Patton hershöfðingi, stjórnandi þriðja hersins am- eríska, slapp nauðulega um dag inn, er stór sprengikúla þýsk eyðilagði gjörsamlega hús, sem var beint gegnt húsi því, sem hann var staddur í. Gerðist þetta í franskri borg. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.