Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. nóv. 1944 MORGUNBLAÐIS 1 S. Æ. Friidí Framferði Þjóðverja í Norður-Noreg « Háttvirta samkoma! Aður en jeg sný mjer að því, sem jeg hefi lofað að segja frá hjer í kvöld, langra mig að minnast á fregnir síðuslu daga um það, sem landar vorir í nyrstu hjeröðum landsins hafa orðið að þola síðan Þjóðverjar hófu undanhald sitt þar nyrðra. Þið vitið það öll, sem hlustið á útvarpið og lesið blöðin, að Þjóðverjar hafa farið herskildi yfir og brent til kaldra kola riæstum alla bygðina á Finn- mörku, að þeir hafa rekið fólk ið á flótta, umsvifalaust skotið þá, sem reyndu að komast und an, drepið kvikfjenað bænda og, í stuttu máli, herjað eins og villidýr. Það er of vægt að orði kom- íst að segja, að okkur öllum of- bjóði þetta framferði. Það er nser sanni, að við sjeum hams- laus af bræði gagnvart þessum þrælmennum og hinni kerfis- bundnu grimmd þeirra og skefjalausu mannvonsku. Við hötum þá og fyrirlítum. En hat ur okkar og fyrirlitning nægir því miður ekki til þess að tor- tíma þeim. Við vitum, að sá dag ur nálgast, hröðum skrefum vonandi, þegar reistar verða skorður við villimensku Þjóð- verja, en þangað til verður mik ill hluti þjóðar vorrar að þola þær þjáningar og ógnir, sem menn höfðu áður talið gersam- lega óhugsanlegar. Tugir þúsunda Norðmanna eru um þetta leyti reknir á flótta; fregnir herma, að sjer í lagi börn og gamalmenni láti lífið úr kulda, sulti og áreynslu. Fólk í öðrum hemumdum lönd ' um fer heldur ekki varhluta af miklum þjáningum, en engir lifa við önnur eins skilyrði af náttúrunnar hendi að vetrar- lagi, eins og landar vorir í nyrstu hjeröðum Noregs, — þegar myrkur er næstum all- an sólarhringinn, iðulausar stór hríðar algengar og kuldinn ó- bærilegur. Við þessar aðstæð- ur reka Þjóðverjar fólkið á ör- væntingargöngur frá heimilum sínum, næstum matarlaust. — Sumir verða að fara á opnum róðrarbátum með ströndinni. Þetta er hryllilegt ástand. Ef Þjóðverjar framkvæma hótanir sínar — það hafa þeir ekki svikist um hingað til — þá verður allur Norður-Noregur, suður til Narvikur, lagður í eyði, og tólfti hluti norsku þjóð arinnar, 250 þús. manns, rek- inn á flótta. Hugsunin ein er óbærileg. Við skiljum ekki þetta ástand. Frá degi til dags bíðum við eftirvæntingarfull hjer úti, eft- ir því, hvaða fregnir berist okk ur næst. Þjóð vor hefir þegar þjáðst mikið og fómað miklu. Því miður verðum við víst að sætta okkur við það, að hún eigi eftir að þjást meira og færa stærri fórnir. Við vonum, að ástandið eigi ekki eftir að versna, en þó verðum við að vera við því búin. „Ibúar Norður-Noregs senda nú neyðaróp til umheimsins“, sagði norskur flóttamaður við sænska blaðámenn í Stokk- Hjer birtist fyrr hluti af erindi S. A. Friid blaðafull- trúa, er hann flutti í Norðmannafjelaginu á föstudaginn vaf. — Síðari hluti erindisins fjallar um heimavígstöðvar Norðmanna og birtist hann hjer í blaðinu á morgun. hólmi nýlega, en hann er ný-" kominn þangað, þaðan að norð an. Með grannþjóð vorri ríkir megn gremja, og fer vaxandi, út af framferði Þjóðverja í Nor egi. Sænsk stórblöð og sænskir áhrifamenn krefjast skjótrar hjálpar og aðgerða, sem geti bætt úr, eða helst komið í veg fyrir þær ógnir, sem nú hrjá norsku þjóðina. Og sænsk stjórnarvöld hafa lýst yfir því, að Svíar sjeu reiðubúnir til hjálpar og sjeu þegar langt komnir með undirbúning sinn. Jeg sje, að góðvinur Noregs, hinn opinberi fulltrúi Svía hjer, Otto Johansson, Chargé d’aífaires, er viðstaddur hjer í" kvöld, og jeg veit, að þið íriunið öll vera samtaka í því, að flytja honum þakkir fyrir þá djúpu samúð, sem nábúaþjóðin hefir sýnt okkur. Þær þakkir tjáum vjer hon- um með því að rísa úr sætum vorum. • ★ Sný jeg mjer þá að því efni, sem jeg ætlaði fyrst og fremst að flytja hjer í kvöld. Áður en ástandið í Finnlandi tók að skírast, höfðum við enga hugmynd um, hvaða ákvörðun Þjóðverjar höfðu tekið varð- andi stefnu sína í Noregi, og þá fyrst og fremst í nyrstu hjer öðum landsins. Það var að sjálfsögðu augljóst, að í hern- aðarlegu tilliti var þróun mál- anna í Noregi algerlega háð rás viðburðanna í Finnlandi, en það var fyrst þegar frelsun Noregs hófst og Þjóðverjar urðu að hörfa úr austustu vígj- um sínum í nyrstu hjeröðum lands vors, að-oss varð fyllilega ljóst, að fjendur vorir myndu framkvæma ,,landspjalla“ stefnu sína, hin gengdarlausu grimmdaráform sín, til hins ýtrasta. Þá gerðust daglega þeir atburðir, sem vjer höfðum von að, að þjóð vorri yrði þyrmt við. Þjóð vor hefir verið, og er, reiðubúin að færa fórnir til þess að endurheimta frelsið, en engan okkar mun hafa grunað, að fórnirnar og þjáningarnar ættu eftir að verða svo tak- markalausar fyrir hvert einasta mannsbarn, þar sem óvinirnir hafa neyðst til þess að hörfa. * Þjóðverjar hafa nú hafið hina marg-umræddu ,,vörn“ Noregs, þ. e. a- s. vörn sinna eigin stöðva í Noregi. Ef þeir — eins og nú horfir — munu smám saman hörfa niður til Narvík- ur-svæðisins, þá er það vegna þess, að þar hafa þeir styrkustu varnarvirki sín — og þar suð- ur úr. Vjer höfúm hlerað, að þejr hafi að miklu leyti tekið fallbyssur gínar úr ystu eyjum, því að reynslan hefir sennilega kent þeim, að slík einangruð virki, þar sem erfitt er um að- drætti og liðveislu frá varnar- stöðvum innar í landinu, eru auðveld bráð herskipa og flug- vjela óvina þeirra. Jeg býst við að menn vilji heyra útdrátt úr skýrslu, sem barst að heiman í september s. 1. Þar segir: — „Þjóðverjar skríða inn í fylgsni sitt með fram öllum Noregs- ströndum. Hin innri varnar- virki þeirra, sem sett eru til varnar mikilsvægum höfnum , og samgöngusvæðum, eru nefnilega mjög sterk. Nýjum varnarvirkjum er komið fyrir lengra inni í landi, sem taka á í notkun ef undanhald verður nauðsynlegt. Komið er upp æ víðtækari varnarstöðvum með- fram ^jallvegum milli Vestur- og Austurlands og við járn- skýrslunni. Og enn segir: — „Veika hliðin á samgöngukerfi Þjóðverja er vagnaskorturinn, bæði á járnbrautum og vegum. Skorturinn á eimreiðum og járn brautarvögnum, bílaskortur- inn, sem mjög er nú gengið á, og hina” takmörkuðu birgðir af bensíni og olíu, gerir það að verkum, að samgöngukerfið nýt ur sín ekki til fulls. Samgöngu kerfið er ákaflega viðkvæmt J gegn árásum, og gegn því-munu [væntanlegar árásir beinast frá ! liðsmönnum norsku heimavíg- stöðvanna, sem, eins og kunn- I ugt er, hafa framið áhrifarík | spellvirki gegn bensín- og olíu- tíirgðum Þjóðv. og víðar kola- verksmiðjum. Spellvirki gegn verksmiðjum þessum hafa farið mjög í vöxt í seinni tíð, því að Þjóðverjar taka i æ rikari mæli traustataki trjáviðarbirgðir Norðmanna, og nota þær til rekstrar verksmiðjanna, þar sem annað efni er mjög af skorn um skamti. Jafnf»amt landsamgöngunum verða Þjóðverjar mjög að not- brautarbrýr og á krossgötum er komið fyrir kolabirðum og vjel ast við strandferðir til þess að byssustöðvum. Skriðdreka- gryfjan þvert yfir Jæren, með risavöxnum steinmúr, tveggja metra háum og tveggja metra þykkum, er þegar fullgerð. Vörn Noregs gegn væntan- legri innrás er jafnframt hin- um öflugu varnarvirkjum, grundvölluð á skjótum og greið um herflutningum til þeirra staða, sem ógnað er. Það er ó- gerningur að verja hina löngu strandlengju Noregs svo, að sjerhverri árás, úr hvaða átt, sem vera skal, verði hrundið. Það hefir því verið frum-nauð- syn Þjóðverja að færa út sam- göngukerfi Noregs, bæði vegi og járnbrautir. Rússneskir, júgóslavneskir og pólskir stríðs fangar hafa ,verið notaðir tíl þessa starfs, alt frá upphafi her námsins, auk margra svo- nefndra sjálfboðaliða, sem starfa í Todd-sveitunum og eru frá ýmsum löndum Ev- rópu. Nauðungar-útboð norskra verkamanna hefir meðfram haft þann tilgang að útvega vinnukraft til þessara mann- virkja. Þjóðvegurinn Trond- heim-Kirkenes er nú fullgerð- ur. Lagður hefir verið fjöldi . vega, frá mikilvægum höfnum | til hins almenna vegakerfis j landsins. Samstæðu vegasam- | bandi hefir verið komið á milji Stavanger og vegakerfisins á Austurlandi, þvert yfir sunn- lensku heiðarnar. Járnbrautarkerfið hefir verið fært út á sama hátt. lagning Norðurlandsbrautarinnar hefir verið knúin fram eins fliótt og unt var og nær nú til Björne- fielldal innan við Svartisen. og 15 þús. rússneskir stríðsfangar hafa unnið við spölinn 'frá Fauske og norður til Rösvik. Sporvídd Rörosbrautarinnar hefir verið breikkuð. Suður- landsbr. var lokið í vor, alt til Stavanger. Unnið er að lagn- ingu járnbrautar milli Gjörvik og Lillehammer, þannig að nú er komin járnbraut beggja vegna við Mjörsa“, segir í flytja birgðir til herja sinna og stöðva. Jafnframt þvi hlut- verki sínu, að verja strendurn- ar gegn árásum Bandamanna, verða strandvirkin líka að vernda þýsku skipalestirnar, sem laumast með vesturströnd inni og úti fyrir Norður-Noregi. Athafnasvið þýska flughersins — Luftwaffe — í Noregi, er nú orðið aðallega það eitt að vernda þessar skipalestir á leið þeirra suður og norður með ströndinni. En í upphafi voru norskir flugvellir notaðir sem bæki- stöðvar til árása gegn Bretlands eyjum, svo og gegn siglingum á Norður-Atlantshafi. Nú eru aðallega orustuflugvjelar á flug völlum í Noregi, og þær, sem hafa bækistöðvar við ströndina eru látnar sitja fyrir hinum æ minnkandi birgðum flughers- | ins. Jafnvel þó að ekki sje leng ur hægt að nota norskar bæki- stöðvar til árása á siglingar Bandamanna, svo að árangur sje að, sem nokkru nemur, því að ráðstafanir Bandamanna gegn kafbátahættunni eru nú orðnar mjög öflugar, þá geta samt bæði kafbátar og tundur- spillar tekið þátt í vörn Noregs stranda gegn árásum Banda- manna. Sá hluti landsins þar sem Þjóðverjar telja, að hættan sje mest, er Suðurlandið, en þar eru hafnir góðar og flugvellir. Ef Bandamenn ráðast inn í Þýskaland um Danmörku, eða e. t. v. beint yfir hafið frá norðri, þá munu hafnir og flug vellir í Suður-Noregi reynast innrásarliðinu hin alvarlegasta ógnun“, segir ennfremur í skýrslunni. Þessar ástæður gefa skýringu á því, að Þjóðverjar hafa sent her sínum í Suður-Noregi mik inn liðstyrk, sem þeir hafa flutt frá öði-um stöðvum landsins, og hafa þannig veikt aðstöðu sína annarsstaðar, sumsstaðar mjög mikið. Siðferðisþrek Þjóðverja. Þá eru hjer nokkrar upplýs- ingar um siðferðisþrek Þjóð- verja í Noregi. Meðal þýsktv hermannanna — fjöldi þeirra er enn sagður yfir 200 þús. — hefir kjarkurinn bilað veru- lega á síðasta ári. Opinská and- nasistisk ummæli eru daglegt brauð. Fregnir herma, að von- leysið vegna þess að striðið sje tapað, grípi meir um sig méðal óbreyttra þýskra hermanna, heldur en meðal yfirmanria. — En nasistarnir treysta víst efeki alveg yfirmönnum hersins. — Þýsku yfirvöldin —- í þessu íalti S.S.-lið Rediess lögreglufer- ingja — hafa fengið í sínar hendur eftirlitið með öllum uhJ irbúningi að sprengingum -og eyðileggingum í samræmi víð ,,landspjalla-pólitík“ nasist- anna. Áður heyrði þetta undir herinn. Á ýmsum öðrum svið- um hafa áhrif SS-sveitanna aukist. Síðustu fregnir herma, að Þjóðverjar noti S.S.-sveitir sem baksveitir á undanhaldirvu frá Finnmörku, svo að örugt sje að eyðileggingin sje fram- kvæmd út í ystu æsar. Eins og áður segir, var í haust talið, að um 200 þús. þýskir hermenn væru nú í Noregi. Sænsku blöð in hafa líka riefnt þessa tölu. og er talið að hún sje áreiðanleg Talið er að fjöldi borgaralegra Þjóðverja í landinu sje 20 þúí>. til 25 þús., og stríðsfangar um 50 þús. Ef þessu til viðbótar: hafa komið um 100 þús. Þjóð- verjar frá Finnlandi, þá er það.: Ijóst, að milli 350 þús. og 400 þús. aðkomumenn munu hafa vetursetu í Noregi í vetur. Það liggur í augum uppi hvað þetta merkir, með tilliti til vistaforða landsmanna. Matvælaástandið í Noregi í vetur er verra en nofekru sinni fyrr. Þjóðverjar sjálfir munu þarfnast þeirra vista, sem þeir e. t. v., eins og nú librfir, kunna að fá frá Þýskalandi, og hvað sem öðru líður, þá munu Þjóðverjar fyrst og fremst hugsa um sjálfa sig, en láta Norðmenn sitja á hakanum, öðrum fremui'. Þegar við heyrum um þann vistaskort, sem á sjer stað í löndum, sem hafa losnað undan oki Þjóðverja, þá er eðlilegt, að landar vorir sjeu kvíðnir vegna þess ástands, sem verða mun t landi, þar sem a. m. k. tíundi hver maður er þýskur hermað- ur, og þar sem fjarlægðir er:» meiri og samgöngur erfiðnri en í nokkru öðru landi í Vestur- Evrópu. Quislingarnir. Þá vil jeg fara nokkrum orð um um quislingana. Ástandið er þeim síður en svo viðfeldið. Þeir eru algerlega háðir Þjóð- verjum og eru sjer þess með- vitandi að glötunin nálgast hröðum skrefum. Þjóðverjar hafa verið mjög kröfuharðir við quislinga. Loforð það, sem Quisling gaf Hitler í byrju® þessa árs þ. e. a. s. að hervæða riorska æsku til þýskrar her- þjónustu, hefir hann ekki efnt, eins og kunnugt er. Sneypufdr in með verkamannakvaðning- una —sem jeg mun gera nán- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.