Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 8
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóv. 1944 VETRARSTARFSEHflBN OG FLEIRA Fjársyning Fjáreigendaféiags Heykjavíkur Reykjavíkurmeistarar K. R. 1944. KNATTSPYRNUFJELAG REYKJAVÍKUR er nú nýlega byrjað vetrarstarfsemi sína og í tilefni þess hefir blaðið ált eftirfarandi samtal við formann fjelagsins: — Nú er vetrarstarfsemin byrjuð hjá ykkur. Hvernig hef- ir gengið að fá hýsnæði? — Það hefir gengið sæmi- lega, en við höfum þó ekki get- að fengið jafnmarga tíma og áður. Við vonum, að betur ræt- ist úr þessu eflir áramót. Æf- ingar vorar verða því fyrst um sinn í fimleikasal Austurbæj- arskólans, í fimleikahúsi Menta skólans og 2 ííma í íþróttahúai Jóns Þorsteinssonar. '— Eru ekki aðallega iðkaðir fimleikar hjá ykkur yfir vetr- armánuðina? — Jú. Fyrsti flokkur æfir þrisvar í viku, 2. flokkur tvisv- ar og drengjaflokkur einu sinni. Kennari í 1. fl. er Vignir And- rjesson, en 2. fl. og drengjum kennir Jens Magnússon. — Isl. glíma. Er hún ekki mikið iðkuð hjá ykkur í vetur? — Glíma er æfð 3 stundir í viku. Kennari þar er Ágúst Kristjánsson lögregluþjónn og glímusnillingur. Við eigum marga efnilega glímumenn. Glímenn vorir fóru í sumar hjer um nág^ennið og fengu allsstaðar hrós fyrir ágæta , glímu. Um 50 manns iðka nú íslenska glímu í K. R. Margir , eru byrjendur og mjög efni- legir glímumenn. — En hvernig er með frjáls- '-ar íþróttir á þessum tíma? — Þær æfum við allan vet- urinn innanhúss. En höfum því miður aðeins 2 tíma fyrir þær í viku. Vjer þurfum nauðsyn- lega að fá meiri tíma fyrir frjálsar íþróttir eftir áramót. Kennari er Benedikt Jakobs- son. Á veturna hefir hann sjer- staka frjáls-íþrótta leikfimi, einnig nokkrar „tekniskar“ æf- ingar. í vor og haust hafði fje- lagið námskeið í þessari íþrótta grein-'Sóttu þau námskeið um 80 ungir menn. K. R. væntir sjer mikils af þeim 1 framtíð- inni. Á námskeiðinu voru þrír kennarar: Benedikt, Jeiis Magn ússon og Jón Hjartar. í sumar vann K. R. marga sigra í frjálsum íþróttum. M. a. vann það titilinn „Besta íþróttafjelag íslands í frjálsum iþróttum“ í 15. sinn óslitiði Þá er K. R. mjög stolt af því að hafa komið hjer upp tveim- ur íþróttamönnum á alþjóða- mælikvarða, þeim Gunnari Huseby og Skúla Guðmunds- syni. Þeir mundu sóma sjer vel á hvaða íþróttamóti, sem væri í heiminum. Benedikt Jakobs- son hefir kent þeim frá byrj- un og má sannarlega vera hreykinn af árangrinum. — Er ekki erfitt að æfa knattspymu innanhýss? — Nei. Við höfum gert það mörg undanfarin ár. Þá er að- allega æfð knattmeðferð og samspil. Knattspyrna verður æfð tvisvar í viku til að byrja með. Er það aðallega fyrir meistara og 1. flokk. Okkur vantar tilfinnanlega húsnæði fyrir 2. og 3. flokk. Undanfarin ár hefir Sigurjón Jónsson ver- ið þjálfari meistara- og 1.* fl., bæði sumar og vetur. Nú hefir hann sagt af sjer þvj starfi, og þykir ekkur það leitt, því þess- ir flokkar hafa náð ágætum ár- angri undir hans fory^tu Fyrsti flokkur vann bæði Reykjavíkur og íslandsmótið í þeim flokki og meistaraflokkur vann Reykjavíkurmótið. Af 12 knattspyrnumótum sem kept var í hjer í sumar, vann K. R. 6 og er það mikill og góður sigur. Hinn góðkunni knattspyrnu- maður, Þorsteinn Einarsson, hef ir tekið að sjer að æfa meist- ara og 1. fl. fyrst um sinn. Hina flokkana æfa Gísli Guðmunds- son (2. f 1.), Sigurður Halldórs- son (3. fl.) og 4. fl. æfðu í sum- ar Jón Guðbjartsson, Jón Jón- asson og Kjartan Einarsson. Alt eru þetta áhugamenn, sem taka engin laun fyrir sína miklu fyr irhöfn. Annars nær það ekki nokk- urri átt, að ekki skuli vera iil hjer á landi nema einn maður, sem hefir gjört það eingöngu að lífsstarfi sínu að kenna þessa ágætu íþrótt, sem mun vera einna mest iðkuð allra íþrótta hjer á landi. Hjer þurfa að vera til margir slíkir kennarar. Hjer þarf að koma upp knattspyrnu- kennaraskóla eða þá senda nokkra unga menn til útlanda til lærdóms, sem síðar geri kenslu í þessari íþrótt að æfi- starfi sínu. — Hvernig er með hand- knattleik hjá ykkur? — Kvenfólkið æfir hand- knattleik í vetur og hefir 2 tíma í viku. Kennari er Jón Hjartar. Við eigum góðan kvennaflokk í þessari íþrótt, Handknaltleik karla verður ekki hægt að æfa fyrst um sinn, vegna húsnæðisleysis. Er það mjög leiðinlegt, — K. R. hefir orðið-»margt sundfólk? — Já, sundfólkinu gengur ágætlega í fjelaginu undir for- ustu hins ágæta sundkennara, Jóns Inga Guðmundssonar. Æf- ingar eru nú þrisvar í Sundhöll inni í viku, en þyrftu að vera miklu fleiri. Sundflokkur K. R. fór til Norðurlandsins í sumar og kepti og sýndi sund. Var flokknum hvarvetna vel tekið ,— Hefir skíðafólkið hjá ykk- ur nokkrar innanhússæfingar? — Nei. Ekki núna, vegna húsnæðis skorts. En við höfð- um þær áður fyr í K. R.-hús- inu. Behedikt Jakobsson stjórn aði þeim og hafði sjerslaka leik fimi fyrir skíðafólk. Voru þær mjög vel sóttar og verða tekn- ar upp aftur strax og húsrúm leyfir. Hinsvegar er skíðafólk K. R. þegar byrjað á skíðum og verður skíðaíþróttin áreiðan- lega iðkuð af kappi í velur. Við eigum marga af bestu skiða- mönnum hjer Sunnanlands, er færðu K. R. marga sigra í vet- ur sem leið. — Það má með sanni segjá, að ykkur vantar tilfinnanlega K - R.-húsið. — Já, það er hverju orýi sannara. Það hefir háð okkur mikið. En þrátt fyrir takmark- að húsnæði og marga erfiðleika í sambandi við það, verður ekki annað með sanni sagt, en að íþróttastarfsemi K. R. hefir verið mikil undanfarin ár. — Hvað mun þá- verða, er hús- rými verður nóg? — Eruð þið lað hugsa um nokkur hátíðahöld, þegar þið fáið húsið 1. des ? — Nei, ekki beinlínis. En stór hópur K. R.-inga heldur fund í húsinu þennan dag. I fjölmennasta íþróttafjelagi landsins þurfa margar hendur að hjálpa til. Hvef íþróttagrein hefir nefnd fyrir sig, til efl- ingar sinni iþróttagrein og til aðstoðar stjórn fjelagsins í málefnum þess. Eru þannig 75 fjelagar, auk stjórnarinnar, sem vinna sameiginlega að gæfu og geng-i fjelagsins. 1. des- ember heldur stjórn fjelagsins sameiginlegan fund með þess- um nefndum í K. R.-húsinu og þá verður áreiðanlega sungið fullum hálsi: „Húsið rriitt, hús- ið þitt, húsið ókkar allra“! 60 ára er í dag Halla Ragn- heiður Jónsdóttir frá Smiðjuhóli, nú til heimilis á Hverfisgötu 28 í Reykjavík. JTil Strandarkirkju: Stella 5.00, N. N„ Selfossi 10.00, Jón 10.00, A. R. 100.00, G. M. gamalt áheit 10.00, K. E. 6.00, N. N. 45.00, S. Kr. 10.00, Helga 5.00, ónefndur O. 00, G. G. 10.00, Anna C. 10.00. Til bágstadda piltsins: B. H. 15.00, gömul kona 10.00, Einar 20.00, A. 50.00, Á. M. 5.00, ó- nefndur 20.00, ónefndur 40.00, Á. G. 10.00. Sýndir 13 hrú tar og 26 ær. FJÁREIGENDAFJELAG Reykjavíkur gekst fyrir sauð- fjársýningu, sem haldinn var að Tungu við Suðurlandsbraut, sunnudaginn 19. þ. m. Sýning þessi var haldin á fjelagssvæði Fjáreigendafjelags Reykjavík- ur og nágrennis. A sýningunni skipuðu dóm- pefnd dr. Halldór Pálsson sauð- fjárræktarráðunautur. Gunnar Árnason, ráðunautur og Kristj- án Zimsen lyfjafræðingur. Sýndir voru 13 hrútar . og hlutu 9 þeirra verðlaun. Af fullorðnu hrútunum hlaut I. verðlaun, tveggja vetra hrútur, eign Jóhanns Kristjánssonar frá Skógarkoti. Þungi hans var 88 kg. II. verðlaun, tveggja vetra hrútur, eign Jóns Jóns- sonar Laugaveg 75. Þyngd 95 kg. og II. verðlaun tveggja vetra hrútur, eign Kristjáns Zimsen. Þyngd 90 kg. Af veturgömlu hrútunum fengu 6 verðlaun. Ágætisverðlaun hlaut hrútur Ragnars Þ. Jónssonar á Bústöð um, þyngd 89 kg. I. verðlaun fjekk einnig ann- ar húrtur Ragnars Þ. Jónssonar á Bústöðum, þyngd 91 kg. •> I. verðlaun hrútur Guðm.-S. puðmundssonar, Mánagötu 4. Þyngd 71 kg. I. verðlaun hrútur Steingríms Pálssonar á Elliðavatni, þungi 85 kíló. II. verðlaun hrútur Hjörleifs Guðbrandssonar, Grettisgötu 20, þungi 74 kg. II. verðlaun hrútur Kristjáns Einarssonar, Vonarlandi, þyngd 74 kíló. Tuttugu og sex ær voru sýndar. — Af þeim hlutu 9 ágætisverðlaun og 12 I. og II. verðlaun. Eigendur þeirra eru: Guðm. S. Guðmundsson, Mánagötu 4, tvær ær, báðar fengu ágætis verðlaun, þungi þeirra 75 og 64 kg. Jóhann Kristjánsson frá Skógarkoti, 3 ær, ein fjekk á- gætis verðlaun, þyngd 75 kg., tvær I. verðlaun, þyngd 64 og 62 kíló. Kristján Jóhansson, Lauga- landi, 6 ær. Fjórar fengu ágæt- is verðlaun, þyngd 70, 71, 70 og 70 kg. Tvær fengu I. verð- laun, þungi þeirra 70 og 69 kg. Ingimundur Gíslason, Brún- stöðum, 2 ær. Önnur hlaut á- gætis verðlaun, þyngd 69 kg., hin fjekk I. verðl. þgd. 65 kg. Oddur Jónsson, Fagradal. 1 á fjekk I. verðlaun, þyngd 72 kg* Jón Jónsson, Laugaveg 75, 3 ær. ein fjekk I. verðlaun, þyngd 52 Kg. Tvær II. verðlaun, þyngd 65 og 64 kg. Þorkell Einarsson, Krossa- mýri. 1 á fjekk ágætis verðlaun þyngd 67 kg. Bragi Kristjánsson, Ártúni, tvær ær. Ein I. verðlaun, þyngd 50 kg. Ein II. verðlaun, þyngd 60 kíló. Einar Ólafsson, Lækjar- hvammi, 1 á veturgamla, fjekk I. verðlaun, þyngd 83 kg. Þó sýning þessi væri ekki stærri en að framan greinir, er hún til sóma fyrir fjáreigendur í Reykgavík, því hún sýnir á- huga þeirra fyrir fjárræktinni. þrátt fyrir erfið skilyrði. Hún barhieð sjer, að bæjarbúar eiga margar fallegar sauðkindur, sem ánægjulegt var að skoða og gagn og gaman er að eiga. Dr. Halldór Pálsson gat þess að sýningarlokum og sagði að ó- hætt væri að hafa eftir sjer, að í hinum bestu fjárræktarhjer- uðum landsins, væri ekki völ á öllu fallegra fje en hjer hefði verið sýnt. Vonandi verður þessi sýning vísir til annara stærri fjársýninga meðal fjár- eigenda á komandi árum og hvatning til að viðhalda og bæta fjárstofninn. — Mikil nauðsyn er fyrir fjáreigendur, að fá aukin og. bætt skilyrði til eflingar þessari atvinnugrein.. Crein S. í Friid Framh. af bls. 7. ari skil síðar — er orðin til svo mikillar háðungar, að Þjóðvei’j ar hafa veigrað sjer þið að hætta áliti sínu eða beita mönn- um sínum til þess að knýja fram meiri árangur. Þess í stað hafa þeir, eins og kunnugt er, krafist þess, að Quisling legði til mannafla‘úr Nasjonal Samling. Varð hann þá að senda útboð til allra flokks- manna á aldrinum 18—55 ára. Margir neyttu allra bragða til að losna, og grípa varð til ríkis lögreglunnar til að sækja þá, sem þrjóskuðust. Jafnframt þessu útboði quislinga;, hefir verið rekinn öflugur áróður til að smala saman mannafla í ýmsar sjer-deildir, svo sem ör- yggislögreglu, S.S.-varðlið, S.S.-skíðaherdeild, S.S.-bryn- varða herdeild, S.S.-fallhlífa- hei’deild og hvað þær nú heita allar saman. Jössingarnir. Þeim mun greinilegar, sem ósigrar Þjóðverjar hafa komið í ljós á öllum vígstöðvum, hefir baráttuþrek jössinganna — norskra ættjarðarvina — vitan lega færst í aukana, en þeir bera enga skóla-ræðu-ættjarð- arást í brjósti sjer. Blöð þeirra hafa skýrt tekið það fram, að síðasta og væntanlega erfiðasta viðfangsefnið sje framundan, og þau eggja jafnt og þjett hvern einasta Norðmann til þess að leggja fram alla krafta sína í baráttunni gegn óvinunum. ’’mnonmi!miiHB»»o!nM>nani.i,aHnnnimumiw> I « § Dömu og herra ( Nærföt | j§ Drengjabuxur og Peysur. 3 1 Einnig Leikföng og Gjafa- 3 5 kassar í miklu úrvali. 3 §§ Versl. Grettisgötu 74. 3 1 1 lÚIMiuiiniiiiiiwiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuuiimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.