Morgunblaðið - 29.11.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 29.11.1944, Síða 1
„Mvít hók“ eam hreskaa þjóðiaats i stráði: 60 þús. manns farast í árásum á Bretland Þriðja hvert hús á Englandi hefir skemst Frá árásinni á Aarhus w Hjer birtist mynd, tekin úr flugvjel, af byggingum þeim, sem Mosquitoflugvjelar bandamanna gerðu árás á í Aarhus um dag- inn. I þessum húsum hafði Gestapo aðalskrifstofur sínar. Þarna voru geymdar skýrslur „þefaranna“ um leynistarfsemi danskra föðurlandsvina og nafnaskrár yfir þá nienn, scm Þjóðverjar höfðu grunaða um andróður gegn sjer. Árásin stóð í tíu mín- útur. Engin hús skemdust í árásinni nema þessi miðstöð Gestapo Litlnr breytingar á V esturv ígstöð vunum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. LITLAR BREYTINGAR hafa orðið á vígstöðunni á Vestur- vígstöðvunum. Það er einna helst 3. her Pattons, sem sótt hefir fram í Saarhjeraðinu. Nemur framsókn þessa hers 6-8 km á dag. 22 miljónir Breta vinna á hernaðarþörfum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. CHURCHILL forsætisráðherra gaf í dag út „hvíta bók“ um störf bresku þjóðarinnar á ófriðarárunum, fórnir hennar og framleiðslu. Á þessari skýrslu sjest m. a., að engin þjóð, sem á í stríði, hefir lagt jafn mikið að sjer og Bretar og engin þjóð hefir framleitt jafnmikið til hern- aðarþarfa að tiltölu við fólksfjölda. Tuttugu og tvær milj- ónir manna af 47 miljón íbúum Bretlandseyja vinna að einhverju leyti í þágu stríðsframleiðslu eða stríðsfram- kvæmda. Það eru aðeins gamalmenni, börn og konur, sem hafa fyrir heimilum að sjá, sem ekki vinna í þágu styrj- aldarrekstursins. 60.000 FALLIÐ í LOFTÁRÁSUM Alls hafa 60.000 manns beðið bana í loftárásum á Bret- land síðan styrjöldin hófst, en 80.000 manns hafa særst. Af þessu cru 7-000 börn, sem farist hafa í loftárásum. 4L MILJÓN HÚSA LÖSKUÐ í LOFTÁRÁSUM Á BRETLAND Eitt af hverjum 30 húsum, sem til voru í Bretlandi, er styrj- öldin hófst, hafa skemmst það mikið í loftárásum, að ekki er hægt að búa í þeim, en % af öllum húsum Breta hafa orðið fyrir skemmdum af völdum loftárása að einhverju leyti. Alls hafa 4,5 miljón húsa í Bretlandi orðið fyrir skemmdum, eða hrunið algerlega síðan styrjöldin hófst. Iðnaðarfram- leiðslan sexföid ú á stríðsár- unum FRAMLEIÐSLA breskra iðnfyrirtækja var fyrstu 6 mánuði ársins sexföld á við það, sem hún var í upphafi styrjaldarinnar fyrir fimm árum. 96 af hverjum 100 verkamönnum í breskum vérksmiðjum' vinna ein- göngu áð framleiðslu her- gagna, eða annarar fram- leiðslu í þágu hernaðarins. ,FRÁ ÞVÍ að styrjöldin hófst, fyrir 5 árum, hafa Bretar fram leitt: 722 herskip af ýmsum stærð um. 5000 skip, stór og smá. 35.000 fallbyssur af margs- konar gerðum. 25.000 skriðdreka. 900.000 flutningabíla og önn- ur landfarartæki. 4 miljónir vjelbyssur. 2 miljónir rifla. 100.000 flugvjelar, þar af 38.000 orustuflugvjelar og 10.000 fjögurra hreyfla sprengjuflugvjelar. Símavír, sem myndi nægja til þess að /vefja 120 sinnum kringum jörðina við miðbik hennar. Framh. á 2. síðu • Sforza í ónáð hjá Bretum RÓM í gær: — Fulltráar fi . ítalskra stjórnmálaflokka, sem standa að nýju ítölsku stjórninni gengu í dag á fund sendiherra Breta í Róm og tiikynti sendiherrann, að.Bret um væri það um geð, að Sforza greífi yrði utanríkis- ráðherra Italíu. Sagði sendiherrann, að breska ríkisstjórnin liti svo: á,. að ekki gæti orðið gott: samkomulag á milli Breta og Itala á meðan sá maður væri utanríkisráðherra, sem breska stjórnin gæti ekki treyst. Búist er við, að þetta valdi enn erfiðleikum um stjórn- annyndun á Italju. * — Reuter. í Hollandi, nyrst á vestur- vígstöðvunum, sækir 2. breski herinn -á við Maas, en hefir lítið sótt fram. Á vigstöðvum 2. hersins breska og 9. ameríska hersins, á Geilenkirchen-svæðinu virð- ist vera um algjöran kyrrstöðu hernað að ræða í bili. Báðir að- ilar hafa látið sjer nægja könn unarsveita athuganir. Hinsvegar hefir 1. ameríski herinn, sem sækir á fyrir norð- an Aachen, í áttina til Duren, unnið nokkuð á í dag, en fram- sókn hans er talin í nokkur hundruð metrum. Þarna eru Bandaríkjamenn ekki nema um 5 km. frá hinum mikil- væga samgöngubæ, Dúren, en um þann bæ liggur vegurinn til Köln. Orustan um Lorrainc. 7. herinn ameríski og 1. franski herinn hafa nú Stras- bourg örugglega á sínu valdi. Fregnir bárust um það í dag, . Framh. á bls. ’8. 1.700.000 byggja varnarvirki á þýsku landamærunum London í gærkveldi. ÞÝSKA fi-jettastofan skýrii’ frá því í kvöld, að 1,700,000 manns vinni nú að vániar- virkjagerð á austur ,og vestur landaraærum Þýskalands. Það fylgir sögunni, að um 500,000 liessa fólks sjeu þýskar konur og unglingar, en urri l.miljón sjeu erlendir verkamenn. Gúmmí úr gleri og sandi. London: General Electric- fjelagið hefir sýnt nýja aðferð til þess að framleiða gúmmí. Er það framleitt úr gleri og sandi, en dugir eins vel og venjulegt gúmmí. Það er að finna líkt og deig, þegar á því er tekið, en hefir þó mjög þanþol. Yar Hifler skorinn upp! London: Að undanförnu hafa borist frá Svisslandi þrálátar fregnir um það, að Hitler liggi veikur í Berchtesgaden og sje að ná sjer eftir uppskurð, sem gerður hafi verið um mánaða- mótin síðustu. Er talið, að hjer hafi verið um að ræða æxli í hálsi og hafi það verið tekið burt af frægum skurðlækni frá Vín, próf. Eicke. Talið er og að æxlið hafi verið hættulegt, en skurðurinn hafi tekist mjög vel. — Eins og gefur að skilja, hefir engin staðfesting fengist á neinni af fregnum þessum. Sókn Rússa í Tjekkóslóvakíu London í gærkvöldi. Ilerstjórnartilkynjiing Rússa í kvöld slcýrir frá sókn Rátiða hersins í Tjekkóslóvakíu, milli Uug'verjalands og' Póllands. Sækja Rússar þarna fram í fjalllendi og' hafa tekið um 5 75 boj'gir og bæji í dag. Bretar hafa mist 3000 skip. Bretar hafa mist 3000 skip frá því að styrjöldin hófst, — segir í hinni „hvítu bók“, sem breska stjórnin gaf út. Á sama tíma hafa 30.000 breskir sjó- menn látið lífið. Bretar hafa ekki getað bætt sjer upp með nýbyggingum það skipatjón, sem þeir hafa orðið'fyrir, og er þeir skila aft- ur skipum bandamanna sinna að ófriðnum loknum, verður þeirra eigin floti ekki nema % af þeim kaupskipaflota, er þeir áttu fyrir stríð. 4i/2 miljón manna undir vopnum „Hvíta bókin‘.‘ skýrir frá því að 4já miljón Breta, karla og kvenna sje nú *undir vopnum, í landher, flugher og flota, eða við önnur herskyldustörf. — Er það meira en var 1918, er her- útboð Breta náði hámarki. Frá því styrjöldin hófst, hafa Bretar mist 500.000 manns, er hafa særst, fallið, eða verið ‘teknir höndum, en 500.000 hafa fengið lausn úr herþjónustu af ýmsum ástæðum. Svo að segja hver einasti karlmáður á aldr- inum 18—40 ára í Bretlandseyj um hefir verið kallaður til Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.