Morgunblaðið - 29.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1944, Blaðsíða 8
6 MORGUNBLAÐTÐ Miðvikudagur 29. nóv. 1944 Greln S. A. Frúd Itlinningarorð um Friðrik Halldórsson - loftskeytamann Framli. af bls. 7. ir konur voru 150 fangar. í hegningarhúsum voru 1675 manns. Norskir gyðingar og menn án ríkisborgarrjettar, sem handteknir voru í Noregi, voru um 800. Síðan hafa tölur þessar hækk að um mörg hundruð. Jeg vil ljúka þessari dapur- legu frásögn með tveimur smá- sögum: Eins og kunnugt er, hafa Þjóðverjar haft Berggrad biskup í haldi í sumarbústað hans í Asker um langan tíma. I febrúar þ. á. var biskupsfrúin kölluð fyrir Marthinsen, lög- reglustjóra quislinga, sem tjáði henni, að hann hefði heyrt; að biskupinn væri orðinn mjög niðurdreginn eftir hina löngu einveru í Asker. Því vildi hann stinga upp á því að bæði bisk- upinn og frúin færu af frjáls- um vilja — hann sagði frjáls- um vilja — til Þýskalands og settust að þar. Fyrst langaði hann þó að heyra álit frúarinn- ar um búferlin. Frú Berggrav svaraði, að fyrir sitt leyti vildi hún vísa til læknis síns, sem áreiðanlega myndi banna henni að fara, heilsunnar vegna. Enn hefir ekki heyrst, að lögreglu- stjóri quislinga hafi gert frek- ari tilraunir í þessa átt. Þá vil jeg fara nokkrum orð um um Otto Ruge hershöfð- ingja, fyrsta yfirmann norsku landvarnanna, sem að kvöldi hins 9. apríl, hann var þá ofursti, og yfirmaður herfor- ingjaráðsins, hervæddi í snatri nokkra flokka af norskum bar- dagamönnum, það voru her- menn, skógarhöggsmenn o. f 1., og gat þannig stöðvað fram- sókn Þjóðverja, er þeir reyndu að ná til Elverum til að ná kónginum og ríkisstjórninni á vald sitt. Ruge hershöfðingi varð eftir í Noregi þegar af- vopnun norsku hersveitanna fór fram, og þar sem hann vildi hvorki gefa Þjóðverjum loforð nje drengskaparorð, var hann fluttur stríðsfangi ' til Þýskalands. Þar voru þeir hafð ir saman í haldi, hann og Giraud, franski hershöfðing- inn. Eins og kunnugt er, tókst hinum síðarnefnda að strjúka, og eftir það voru franskir for- ingjars sem neituðu að leggja drengskap sinn, fluttir til fanga búða í Thorn í Póll^ndi. Hálfu ári síðar var Ruge hershöfð- ingi einnig fluttur þangað, frá Königstein. Þeim foringjum, sem eru í Thorn,, er haldið í neðanjarðarhvelfingum, en fá þó að ganga um á landsvæðinu í kring. Maturinn, sem þeir fá, jafnast ekki einu sinni 9 við fæði óbreyttra hermanna. Um hálfs árs skeið fjekk Ruge eng- ar sendingar neinsstaðar að, en meðan hann var í Königstein, bárust honum sendingar hvaðanæva. Breyting kvað þó hafa orðið á þessu, þannig að hann fái nú aftur brjef og sendingar. í ein- um bögli til hans var m. a. heil mikið af tóbaki, sem ameríski sendiherrann í Berlín hafði sent ,honum á sínum tíma. Tóbak þetta fanst honum of sterkt, svo að hann sendi það heim til konu sinnar óg bað hana áð skipta því milli bestu vina sinna. í einu brjefi sinna, kvartaði Ruge yfir því, að sjer yæri ó- mögulegt að fá prest til Thorn, og bað hann þá konu sína að koma því til leiöar, aö norski sjómannapresturinn Ilambcrg fengi að heimsækja sig. Frú Ruge svaraði þá, að þetta væri komið í kring, en fjekk síðar brjef fr5 Ruge um, að enginn prestur hefði komið, og bætti síðan við einhverju á þessa leið: „Þú skalt ekki ímynda þjer, að Þjóðverjar virði Genf- samþyktina, bcir strika bara yf ir það, sem ekki hentar þeim“. Einhvernveeinn komst þetta gegnum þýsku brjefaskoðun- ina. ★ Ruge hershöfðingi varð þjóð- hetja í tveggja rnánaða stríðinu í Noregi, árið 1940. Þegat hann skildi við her- menn sína, hjelt hann karl- mannlega ræðu fyrir þeim. — Hann komst m. a. svo að orði: „Jeg hef tekið þátt í þessu stríði, alt frá því er fyrstu skot- unum var hleyft af í Miðskógi, og til þessa dags. Jeg hef sjeð hermenn falla, konur drepnar, skotið á skólabörn á þjóðveg- unum úr byssum þýskra her- manna, býli og brýr brendar í tugatali. Jeg hef verið sjónar- vottur að öllum ógnum styrj- aldarinnar. . ... , Jeg er orðinn harðgeðja á þessu tímabili, en ást mín er orðin heitari. Jeg hef orðið var við það sama hjá öðrum mönn- um“. Og enn sagði hann: „Jeg horfi fram til þess dags, þegar er- lenl vald verður hrakið úr þessu landi. Jeg veit, að sá dagur kemur. Það kann að vera langt í land, en það getur tíka orðið fyrr en nokkurn grunar. Þess vegna bið jeg ykkur hvern og einn að vera köllun sinni trúr, og halda kjarkinum þang- að til sá dagur rennur upp. Bið- ið, trúið og verið viðbúnir. Hvort sem jeg verð þá lífs eða liðinn, mun jeg verða meðal ykkar þann dag“. Við vonum það allir Norð- menn, að sá dagur sje nú ekki langt undam Yesturvígstöðvarnar Framhald af/1. síðu að bandamenn hefðu sótt aust- ur yfir Rín á þessum slóðum, en sú fregn var ekki staðfest seint í kvöld. Frakkar og Bandaríkjamenn vinna að því á þessum slóðum og sunnar, að uppræta hersveit ir Þjóðverja, sem eftir urðu í hinni hröðu sókn Frakka á dög unum. Hafa Þjóðverjar reynt að brjótast í gegn úr herkvínni, en ekki tekist. Loftárásir. Flugvjelar bandamanna hafa haldið áfram árásum á sam- gönguæðar Þjóðverja að baki víglínunni og var í dag m. a. ráðist á Freiburg, sem er aust- an Rín nærri beint á móti Colmar. Árásir voru gerðar á Berlín í fyrrinótt og fleiri þýsk ar borgir. í öllum þessum áfás um mistu bandamenn 3 sprengjuflugvjelar. MEÐ Friðriki Halldórssyni, sem jarðsettur er í dag, er í val- inn fallinn einn af forvígis- mönnum úr íslenskri sjómanna stjett. Andlát Friðriks bar að bæði óvænt og skyndilega. Þeir, sem þektu hann best og vissu um sjúkleika hans, munu þó ekki hafa órað fyrir því, að dauði hans væri svona skamt undan. En nú er hann látinn, aðeins 37 ára að aldri. Friðrik ljet sig snemma varða menningar og framfaramál ís- lenskra sjómanna. Þau eru ekki mörg velferðamál íslenskra sjó manna síðari árin, sem hann hefir ekki unnið að eða verið driffjöðrin í, að einhverju leyti. Hann var virkur þátttakandi í fyrsla S-jómannadagsráði, átti sæti í Sjóminjasafnsnefnd, og var ritstjóri Sjómannadags- blaðsins síðustu árin. Þá var Friðrik og nokkur ár gjaldkeri í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands, og fulltrúi íjelagsins síns á þingum þess, og af þess hálfu kjörinn til að taka sæti í bygg- ingarnefnd hins nýja Sjómanna gkóla. Ennfremur var Friðrik ritari í stjórn Slysavarnafjelags íslands nú þegar hann ljest. Þannig var Friðrik Halldórsson jafnan boðinn og búinn að vinna að öllu því, sem verða mátti sjómannastjettinni til heilla. Mikið hafði honum á- unnist, ekki eldri en hann var, en fleiri verkefni sá hann fram undan. Hin afskifta sjómanna- stjett mátti því síst án hans vera. Það, sem einkendi Friðrik Halldórsson, voru afburða gáf- ur og vandvirkni í orði og verki. Með þá eiginleika í vega nesti, ásamt framúr skarandi lipurð og ljúfmensku r fram- komu, voru honum allar götur greiðar til frama og fulltingis þeim málum, sem hann barðist fyrir. Hann var fæddur 19- mars 1907 í Hafnarfirði. Faðir hans er Halldór Friðriksson, kunnur skútu skipstjóri frá Breiðafirði, og móðir Anna Erlendsdóllir, ættuð sunnan af Vatnsleysu- strönd, bæði lifandi og búsetl í Hafnarfirði. Friðrik var sá 4.| í röðinni af sex efnilegum syst-| kinum, fjögur þeirra eru enn á lífi, tveir bræður og tvær systur. Friðrik kvæntíst 1936 eftirlifandi konu sinni, Helgu I. Stefánsdóttur . úr Húnavatns- sýslu. Þau eignuðust 3 dætur, sem eru 8, 6 og 5 ára. Friðrik lauk gagnfræðaprófi úr Flensborgarskóla 1924, og loftskeytaprófi lauk hann 1926. Löngu áður en skólatíminn var á enda, var Friðrik kóminn til sjós sem loftskeytamaður, og því starfi, og sjónum, helgaði hann sig jafnan síðan. Friðrik hóf loftskeytastarf silt fyrst á togurunum Rán og Clementínu, en síðan á varðskipum ríkisins. Fyrst gamla Þór, síðan á m. s. Ægi og Óðni. Eflir það starfaði hann mörg ár, eða frá 1930, á strandferðaskipum ríkisins, Esju hinni gömlu, Súðinni og Esju hinni nýju, eftir að hún var smíðuð. Á þessum árum eignaðisl hann marga vini kringum alt land, og það vissu allir, að þar sem Friðrik starfaði, var hald- inn góður vörður, sem oft kom sjer vel þegar skip og bátar þurftu á hjálp að halda. Þessi mikla árvekni Friðriks fylgdi honum eftir að hann kom í land og fór að starfa á Lofl- skeytastöðinni í Reykjavik, en þar var hann starfsmaður nú þegar hann ljest. Friðrik lifði það að sigla gegn um fyrstu og verstu hættur ófriðar áranna, án þess að það yrði honum áð grandi. Hann þáði sjerstaka viðurkenningu af ríkisstjóra íslands, ásamt öðrum skipsfjelögum sínum, fyrir Bjarmalandsför þá til Petsamó, er farin var til að sækja íslendinga þá, er íeptir voru á meginlandinu. En þótt hann lifði af ógnir ófriðarins, fjekk hann ekki að sjá endalok hans, heldur átti hann' eftir að veroa sjúkdómum að bráð, og falla óbættur hjá garði. Eins og gefur að skilja, bar mest á starfi Friðriks í hans eigin hóp, í Fjelagi íslenskra loftskeytamanna, þar sem hann var óslilið i stjórn í 12 ár. Þar af mörg ár formaður. Þeir sem þekLu Friðrik og störfuðu með honum þar, munu lengi minn- ast áhrifa hans. Loflskeytamenn eiga hjer á bak að sjá sínum besta manni. Friðrik Halldórs- son er öllum harmdæði, sem þektu hann, en sárastur er harmur eftirlifandi ástvina. Að íslenskri sjómannastjett « er nú vegið frá tveirq hliðum. Fyrir nokkru skeði sá atburður, er nísti gervalla þjóðina að hjartarólum. Er eitt kunnasta og stærsta farþegaskip þjóðar- innar, var sökkt hjer uppi í landssteinum, í' augsýn fólks úr landi. Meðal þeirra ágætis- manna, er þar biðu fjörtjón, var einn af starfsbræðrum Frið riks Halldórssonar, Eyjólfur Eðvaldsson loftskeytamaður. — Það telja kunnugir, að Eyjólfur hafi -ofreynt sig, særður eins og hann var, við að reyna róa fleka sínum móti einum fje- laganum, sem synti á eftir flek anum, en vindurinn hrakti flekann hraðara en maðurinn gat synt. Við þessa tilraun, brulu þeir á flekanum tvær ár- ar. Eyjólfur lá ekki á liði sínu, en hann lifði það ekki að ná landi. Líkt var það með Friðrik Halldó.rsson. Kunnugir vila, að eftir að Friðrik veiktist, of- reyndi hann sig við að sinna ýmsum fjelagsmálum, er voru heilsu hans um megrr. En þessir menn hjeldu merk inu hátt. Okkur, sem eftir er- um, ber nú að grípa merkið og lála það ekki falla, nema meðan það drúpir til heiðurs hinum látnu. H. A. H. Kv&Sjttorð !iS Þóris Ólafssonar slýri- manns MÉR VAR bilt við þegar jeg heyrði að þú vaérir orðinn Æg- ir að bráð. Þó að við höfum ekki verið saman nú um nokkur ár, þá varst þú ávalt í huga mjer, sem hinn glæsilegi og dáðríki sjó- maður, sem þjóðin mætti vera stolt af að eiga í tölu farmanna sinna. Jeg minnist margra ára sam starfs okkar, og jeg man að þú varst ávalt hinn glaði og upp- örvandi dugnaðarmaður, fyrst- ur'til starfa, síðastur frá starfi, glaður og glæsilegur í vinahóp. Þetta er þín ævisaga, en því miður var ævi þín of stutt, þú varst kallaður burt þar sem þú stóðst á vakt, á hættunnar stund. Örskammt var heim til ástvinanna sem biðu heima, en þú Ijest það ekki trufla þig .í starfi þínu. Sem góðum dreng sæmdi, stóðst þú öruggur á vakt til hinstu stundar. Jeg vil kveðja þjg r síðasta sinn, með þeim sönfiu orðum, sem þú várst vanur að kveðja vini þína: „Vertu sæll, vinur, og hittumst heilir“ hinumegin við hafið mikla, þar sem grimd mannanna og ógnarþúngi nátt- úruaflanna eru ekkí til. E. Þ. Nýlf skólahús víg! í Garði S ÍÐ ASTLTÐINN simnuda g' var barnaskólábygging í G-arði Gerðum vígð. Byrjað var a.ð vinna við byggingu þessa á fyrra ári og er nú húsið að mestu fullgert, nema, hvað eftir er að húða það að utan. ITÚsið er einlyft og var því bætt við hið gamla skólahús, en við viðbótina hefir fengist aukið rfnn, eru nú tvær kgnslu stofur, mjög góður leikfimi- salur, er Stærð hans 7x14 m., böð búningsklefar og gufu- bað. Yfir böðunum er íbúð kennara.; sem jafnframt er húsvörður, þá er yfir kenslu- (Stofnnni rúmgóð handavinnu- stofa. — Rafmagn fær skólinn frá frystihúsiuu. — Skólann sækja mi 60—70 nemendur, en unglingaskóli er einnig starfræktur í sama húsi. Vígsluhátíðin var hin glæsi- legasta, var þar margt manna saman komið, m. a. Obvfur Thors, forsætisráðh,, fræðslu- málastjóri og íþróttafulltrúi. Sveinbjörn Árnason, skóla- stjóri bauð gesti velkomna, en þar næst tók til máls odd- viti og formaður skólanefnd- ar, Bjöfn Pinnbogason. Sagði hann frá gangi byggingarmáls ins. Ýinsir fleiri tóku til máls, þ. á m. forsætisráðh., fræðslu- málastjóri og íþróttafulltrúi. Yígslu skólahússins fram- kvæmdi sjera Eiríkur Brvn- jólfsson, en á undan og eftir vígsluræðli söng karlakór und ir stjórn sr. Eiríks, sálminn „Á hendur fel þú honum“. Athöfn læ^si var öll hin virðulegasta o" öllum hjeraðs- möhnum og gestum til mikill- ar gleði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.