Morgunblaðið - 29.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1944, Blaðsíða 12
12 8 5 R B vottar Norð íncnnum samúð \»egna afburðamta f N.-Noregi Á FUNDI sínum 23. nóvr. s.l. samþykti stjórn B. S. R. B. að votta sendiherra Norðmanna hjer í bæ samúð vegna þeirra atburða, sem orðið hafa í Norð- ui-Noregi og gera ráðstafanir tji að veita nauðstöddum og irmnaðarleysingjuni hjálpar- hónd svo fljótt sem unt er. — Fundarályktunin var á þessa 'Jeið: Vegna hinna hörmulegu tíð- inda. sem nú berast frá Norð- ur-Noregi, þar sem við land- anön liggur vegna heiptar og ofstækis flýjandi hers Þjóð- » verja, viljum vjer votta yður, herra sendiherra, dýpstu sam- úð vora og tjá yður, að stjórn B S. R. B. hefir á fundi sínum í dag gert svofellda fundarsam þí/fet: 1. Stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja á íslandi íýsir hrygð sinni yfir atburðum ÍWim. sem gerst hafa í Norður- Koregi í sambandi við brott- flutning fólks úr Finnmerkur- fylki og fleiri hjeröðum og vek u rathygli á því, að eyðing þessa ft'arðbýla, en mikilfenglega lands, sem líktist um svo margt voru landi, er stórkostlegri hrrekkir fyrir norræna menn- mg», en auðvelt er að gera sjer grein fyrir í skjótri svipan, þar sem hjer fara forgörðum verð- mæti, bygð upp með aldaerfiði forvarða norrænna manna. Og aldir mun það einnig taka sök om landslags og veðráttu að beeta að fullu Iandauðn á þess- um fögru og söguríku slóðum. En sárast er þó um þá fjársjóð i»a> sem aldrei verða bættir, líf og -heilsu íbúanna, þar á meðal barna og æskumanna. sem að ójiörfu líða þarna hungur, kulda og íortímingu. Stjórn B. S. R. B. er þess full- viss, að íslendingar allir og frelsisunnendur hvarvetna, taka kröftuglega undir mót- mæli gegn hinu villimannlega I) edeyðingarathæfi Þjóðverja í Worður-Noregi. 2. Stjórn B. S. R. B. heitir að styðja eftir megni hverskon ai: viðleitni til hjálpar hinu • bágstadda, norska fólki og skorar á önnur fjelagssamtök f landinu að vera viðbúin að rýetta hjálparhönd jafnskjótt og nofekur leið opnasí, t. d. að láta í-f je viðurværi og framfærslu- eyri til nauðstaddra barna og munaðarleysing j a. ÍJÍgurður Thorlacius, formaður, lArus- Sigurbjörnsson, varafor- roaður, Guðjón B. Baldvinsson, ritari. Útför Pjeturs Ingimundarsonar slökkviliðssijóra FRÁ ÚTFÖR Pjeturs Ingimundarsonar slökkviliðsstjóra í gærmorgun. Slökkviliðsmenn ganga fyrir líkfylgdinni, en brunaverðir ganga með kistuna og beggja megin við hana. (Ljósm. Sig. Guðmundsson). ÚTFÖR Pjeturs Ingímundar- sonar slökkviliðsstjóra fór fram , í gærmorgun með virðuleik og | að viðstöddu fjölmenni. Athöfn in hófst að heimili híns látna, Freyjugötu 3, með húskveðju og flutti síra Friðrik Hallgríms son hana. Slökkviliðsmenn í einkennisbúningum og með sorgarfána, stóðu heiðursvörð við heimilið á meðan á hús- kveðjunni stóð. Nánustu ættingjar og vinir Pjeturs heit. báru kistuna út af heimilinu. Slökkviliðsmenn gengu fylktu liði á undan lík- fylgdinni í dómkirkjuna, en þar flutti síra Bjarni Jónsson ræðu. I kirkjuna báru kistuna borgar stjóri, bæjarverkfræðingur, skrifstofustjórar bæjarins og bæjarfulltrúar. — Frímúrarar stóðu heiðursvörð við kistuna í kirkjunni, en ’slökkviliðsmenn stóðu fylktu liði á kirkjugólfi meðan athöfniri fór fram. — Úr kirkju báru frímúrarar kistuna. Frá kirkju var kistan borin til skips. Fyrsta áfangan báru menn úr Starfsmannafjelagi Reykjavíkurbæjar, en síðan slökkviliðsmenn, sem einnig gengu fyrir líkfylgdinni. Pjetur Ignimundarson var einn af stofnendum Bálfarar- fjelags Islands. Verður lík hans flutt til útlanda til bálfarar þar, samkvæmt fyrirmælum hans. Puiiveidisfagnaður Heimdaliar AÐGÖNGUMIÐAR að full- veidisfagnaði Heimdallar í Tjarnarcafé 1. desember n. k. verða seldir í dag og á morgun í skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Thorvaldsensstræti 2. — Sími 2339. Sjálfstæðismenn ættu ekki að láta dragast að tryggja sjer rw iða nú strax. Skipað í laus embætli SAMKVÆMT nýútkomnum Lögbirtingi hefir Jón Eiríksson lögfræðingur verið settur skatt stjóri í Vestmannaeyjum frá 1. jan. n. k. að telja, uns öðru- vísi verður ákveðið. Þá skipaði kenslumálaráðu- neytið 14. þ. m. Ármann Helga son og Braga Sigurjónsson kennara við gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1. okt. þ. á. Sama dag var Sveinbjörn Árnason skipaður skólastjóri við barnaskólann í Gerðum í Gullbringusýslu frá 1. sept. þ. á. að telja og Sveinn Halldórs- son kennari við sama skóla. Eifelturninn leigður. París: Bandaríkjahernum hef ir verið leigður Éifelturninn í París, og ætla þeir að hafa þar útvarpsstöð. Turninn er leigð- ur með láns- og leigukjörum. Síórkosileg skemd- arverk í Oslo Frá norska blaðafulltrúanum: FRÁ OSLO er símað að s.l. laugardag hafi stórkostleg og velheppnuð skemdarverk ver- ið unnin í tveimur stærstu skipasmíðastöðvum borgarinn- ar, Akers Mekaniske Verksted og Nylands Verksted. — Fimm skip, sem voru í þýskri þjón- ustu voru eyðilögð. — Tveimur var sökkt, þ. e. „Schleswig“, sem var 16 þúsund smálestir, og öðru, sem var fimm þúsund smálestir. Hin þrjú voru mikið skemmd. Hafa Þjóðverjar þegar handtekið vegna þessa 65 menn. Ennfremur hefir fjöldi skipa í þjónustu Þjóðverja verið sökkt, þar á meðal norsku skip unum ,,Karmöy“ og ,,Storting“ sem Þjóðverjar höfðu í þjón- ustu sinni. Að kveldi 15. nóv. s.l. voru mikil skemdarverk unnin í Oslo. Bærinn skalf og nötraði af tveimur ógurlegum spreng- ingum og mikið eldhaf gaus upp í norðausturhluta borgarirmar. Það var hin stóra birgða- skemma „Freya súkkulaðigerð arinnar", sem var eyðilögð. -— Notuðu Þjóðverjar hana fyrir vopnabúr og bii-gðageymslu. — Var einn þýskur varðmaður drepinn þar. Þá var og eyðilögð birgðageymsla fyrir Þjóðverj- um í vesturhluta borgarinnar. Varðlið Þjóðverja hefir ver- ið aukið í Oslo, sjerstaklega .í Akersgaten í miðborginni, þar sem blaðið „Deutsche Zeitung in Norwegen“ hefir aðsetur sitt. Víðsvegar í Oslo hafa spjöld verið hengd upp, ásamt mynd- um af Hákoni konungi, þar sem því var lofað að hann myndi bráðlega sýna sig þar í borg. Einnig hafa verið hengdar upp myndir af þýskum hermönn- um með hendurnar upp í loftið. Vel launað starf. London: Nýlega tók Hugh Brum, herforingi við fram- kvæmdarstjórastarfi fjelags þess, sem á mesta skýjakljúf heims, Empire State Buliding í New York, og starfrækir bygg inguna. Kaup hans er 10.000 stp. á ári (260.000 ísl. kr.). Síjórnmála- fundir bann- aðir í Belgíu BRÚSSEL í gær: — Belg- íska stjórnin hefir bannað alla pólitiska fundi í Belgíu vegna atburðanna, er gerðust síðast- liðinn sunnudag, en þá kom til götubardaga í Briissel og víðar í sambandi við æsingafundi kommúnista. Strætisvagnastjór ar í Brússel lögðu niður vinnu í dag og verkföll vofa yfir víða í landinu. Kommúnistar hafa kvatt til verkfalla. Pierlot, forsætisráðherra Bel gíu, hefir látið svo um mælt, að stjórnin eigi við að stríða minni hluta flokk í landinu, sem sje algerlega ábyrgðarlaus í gerð- um sínum. Mun stjórnin taka þessa uppivöðsluseggi föstum tökum og ekki leyfa að þeir vaði uppi. Það er’„fimmtu her- deildarstarfsemi“, sem hjer er að verkum, sagði ráðherrann. Skæruliðar hafa nú afhent 27.000 skotvopn, af 49.000 skot færum, sem þeir höfðu undir höndum. Belgíska þingið samþykti með 116 alkvæðum gegn 12, ráð- stafanir þær, sem stjórnin hygst að gera til að koma í veg fyrir uppivöðslusemi kommúnista. —Reuter. Miðvikudag’ur 29. nóv. 1944; Frú Sigrún P. Blön- dal á Hallonnsstað látin FRÚ SIGRÚN P. TíLÖN- DAL, forstöðukona Húsmæðra skólans að Hallormsstað, and- aðist s.I. þriðjudagsnótt eftir mjög skamma legu. Sigrún Blöndal var fædd 4. api'íl 1883 á Hallormsstað. —< Foreldrar hennar voru hjónin Elísabet Sigurðardóttir (Gunn arssonar, próf. og alþm.) og maður hennar Páll Yigfússon; stúdent. Stundaði Sigrún náml í kvennaskóla bæði hjer og í Danmorku. Hún var kennari við Iljeraðsskólann að Eiðum 1919—1924. Árið 1918 giftist hún Benedikt Blöndal og ráku; þáu skóla að Mjóanesi 1924 til 1930, en það ár gerðist Sigrún forstöðukona TTús- mæðraskólans á HalTormsstað og var það síðan. Mann sinn) misti hún 1939. rr Lifandi" lundur- skeyli sprengdi j beitiskipið LONDON í gær: — Tveir menn úr breska sjóliðinu hafa verið sæmdir heiðursmerki fyr ir að hafa sprengt ítalska beitiskipið Bolzano í höfninni í Spezia fyrir 5 mánuðum. Ann ar er fangi hjá Þjóðverjum, en til hins hefir ekki spurst síðan hann fór í leiðangurinn. Þessir tveir menn fóru í kaf arabúningi á svonefndum „lif- andi“ tundurskeyti. — Komu sprengiefni fyrir undir beiti- skipinu og sprengdu það. — Reuter. Kanadiskir hermenn neita aS fara lil úl- landa LONDON i gærkveldi: — Kanadiskir hermenn af frönskum ættum, sem verið hafa við æfingar í herbúðum í Bresku Columbia í Kanada, hafa neitað að fara til vígvalla utan landsins. Er hjer um 3—4 þúsund hermenn að ræða. Þeir hafa neitað að 'hlýða liðsfor- ingjum sínum og sent MacKen- zie King forsætisráðherra brjef, þar sefn þeir krefjast þess að þeir verði fluttir heim til sín aftur. Talsmaður hersins hefir látið svo ummælt, að þessi mótmæli hermannanna yrðu skoðuð sem uppreisn. Breskum útvarps- notendum fjölgar. London: Útvarpsnotendum í Bretlandi og Norður-írlandi hefir fjölgað um 250 þús. á y£ irstandandi ári, og eru þeir nú als 9 milj. og 600 þús. Þjóðverjar myrða danskan prest og verk- fræðinj; FRÁ DANMÖRKU hafa þær frjettir boríst, að leiguþý Gesta po hafi myrt danska prestinn Egon Johannesson frá Husum Kirke s l. föstudagsmorgun. —< Hann var aðeins 26 ára gamall. Álitið er að morð Johannes- son eigi að vera hefnd fyrir til- ræðið, sem nasistaprestinum Ströbeck frá Utterslev var sýnt. Það var um klukkan 8 á föstudagsmorguninn, sem dyra bjöllunni var hringt hjá Egon Johannesson. Þegar hann opn- aði dyrnar, var hann skotinn. Hæfðu hann fjögur skol, tvö í hálsinn og tvö í magann. Þá hafa Þjóðverjar einnig myrt verkfræðinginn S. A. Spelling í Árósum í hefndar- skyni fyrir O. Schmidt, verk- fræðirig. Spelling var þó ekkerb riðinn við tilræðið við hann, heldur slundaði aðeins sömu at- vinnugrein og var frá sama bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.