Morgunblaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 30. nóv. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 3 LANDGANGAN Á FILIPSEYJUM FÖSTUDAGINN 20. okt. tilkynti Mac Arthur hers- höfðingi, að herlið undir beinni yfirstjórn hans, hefði gengið á land á Filipseyj- um, Sjötti her Bandaríkja- manna lagði til fótgöngulið- ið, en auk þess voru smærri herflokkar frá Mið-Kyrra- hafssvæðinu. Flotastyrkur- inn var sjöundi floti Banda- ríkjanna, nokkur hluti þriðja flotans og ein deild úr ástralska flotanum. Aust ur-Asíu flugher Bandaríkj- anna lagði til flugvjelar af flugstöðvarskipum, auk þess voru flugvjelar úr ástralska flughernum. Landganga þessi kom á hælana á lát- lausum loftárásum á bæki- stöðvar Japana á Formosa, og á sjó- og landstöðvar þeirra á Fihpseyjum sjálf- um. Á meðan geisuðu stöð- ugir bardagar á Palan-eyja- klasanum. Tilgangurinn með þessum árásum er auð- sær, en árásir, sem gerðar voru á skip við hinar stærri og mikilvægari eyjar í Fil- ipseyjaklasanum, Luzon í norðri og Mindanao í suðri, hafa vafalaust að öðrum þræði verið gerðar í þeim tilgangi að beina athygli Japana frá mið-eynni Leyte, þar sem landgangan átti sjer stað. Það er nú auðsjeð, að Japönum hefir verið kom ið í opna skjöldu, því að mót spyrna var ‘ lítil og tjón bandamanna smávægilegt. Vandasamur undirbúningur. Það mun síðar koma á daginn, hvílíkt óhemju starf liggur til grundvallar slík- um hernaðaraðgerðum. -— Hafnir, heilar strandlengj- ur og hernaðarvirki eru bókstaflega tætt sundur með sprengjum, svo að jafn vel þar sem óvinurinn er á varðbergi, er strandvirkjum hans gereytt. Austurströnd Leyte-eyjar er vel skýlt gegn norð-aust- ur1 monsun-vindunum og skilyrði af náttúrunnar hendi til landgöngu í stór- um stíl eru þar ágæt. Þar eru • staðir á víð og ðreif, sem notast má við til að lenda flugvjelum. og í ná- grenni borgarinnar Taclo- ban eru japanskir flugvell- ir. Gerðar hafa verið harð- ar árásir á aðal-flugvelli eyj anna, og hafa Japanir mist fjölda flugvjela við tilraun- ir sínar til vamar þeim. Skipatjón þeirra hefir einn- ig orðið mikið og tjón þeirra á ýmsum hernaðarstöðvum væntanlega sömuleiðis. Hinar djarflegu loftárásir bandamanna náðu hámarki sunnudaginn 15. okt., þegar heilli lest herflutningavagna var svo að segja gereytt á miðri eynni Mindanao. Ham ingjudísirnar virðast þann- ig vaka yfir liðihu, sem hóf innrásina á Filippseyjar. En ekki dugir að gera of lítið úr vekefni því, sem fram- undan er. Talið er, að um 250 þús. japanskir hermenn sjeu á eyjunum, og þó að yf- irráð bandamanna á sjó og Iftir Cyril Falls, í lofti geti hindrað flutning liðsins í stórum stíl til Leyte, þá verður það engan veg- inn auðvelt að ráða niður- lögum herjanna á Luzon og Mindanao. Líklegt er og, að á eynni Samar sje öflugt japanskt lið, en milli Leyte og Samar er aðeins örmjótt sund, San Juanico-sundið. En hvað sem því líður, þá er lið Mac Arthur þegar bú- ið að ná fótfestu á evjun- um, en japanski herinn alt um kring, undir forustu Terauc-hi greifa marskálks, er vafalaust margfalt fjöl- mennari. Hernaðaraðferð bandamanna. Þó að herleiðangur þessi sje miklum mun djarflegri en þeir, sem á undan eru gengnir, þá er eðli hans mjög svipað hinna, sem gerðir hafa verið á Kvrra- hafinu. Lítill herstyrkur, — a. m. k. í samanburði við lið óvinarins — er fluttur yfir óhemjulegar víddir Kvrra- hafsins með öflugri vernd flugvjela og herskipa, en aðal-þátturinn i hernaðar- framkvæmdum Bandaríkja- manna er notkun flugstöðv- arskipa. Síðan er lið þetta látið ganga á land í smá-hóp um, en fyrst í stað lendir því aðeins saman við lítið brot af öllum liðstyrk óvin- arins. Þegar það hefir yf- irbugað setuliðið, heldur það til næstu eyjar. En þeg- ar landgönguliðið hefir náð á sitt vald öllum mikilvæg-. ustu stöðvum óvinarins, svo sem skipalægjum og lend- ingarstöðvum, gengur það oft á snið við mikinn hluta setuliðsins, en lætur vfir- bugun þess bíða betri tíma, þegar birgðaskortur þess er orðinn tilfinnanlegur. Þetta sniðgengna s£tulið er og und ir stöðugri árás flugvjela. Jafnframt fregnipni um ger eyðingu herflutningalestar- innar, sem áður getur, voru t. d. birtar fregnir um stór- kostlegar loftárásir á ein- angrað lið Japana í Nýja Bretlandi og Nýja írlandi. Þannig hefir hernaðar- framkvæmdum bar.da- manna á Kvrrahafinu verið hagað, alt frá því er þeir tóku frumkvæðið í sínar hendur, og sóttu fram yfir Owen Stanley á Nýju Guin- eu, og háðu hinar frægu land- og sjóorustur á og um hverfis Guadalcanal, Boug- ainville, Nýja Bretland, Salamana, Saidor, Aitape og Tanamehra-flóa í suðri; og Gilberts-. Marshall-, Mari- ana- og Palau-evjar, norð- ar. Þetta eru nokkrir merkja steinar í hinni undraverðu Kvrrahafssókn. Tjpn hernaðaraðilja. Hernaðaraðgerðir þessar hafa haft í för með sjer ó- lýsanlegar þjáningar og skæða sjúkdóma fyrir her- menn þá, sem hafa tekið hinn kunna bri þátt í þeim, og þeir hafa gold ið ægilegt afhroð af völdum mýraköldu (malaríu), að- allega fyrst í stað. Hins veg- ar he'fir manntjón í liði bandamanna ekki orðið mjög mikið af hernaðarvöld úm, en mannfall í liði Jap- ana, flugvjela og skipatjón þeirra er orðið gífurlegt. Síðan orustan um Guadal- canal var háð, hefir tjón Japana á flugstöðvarskipum orðið fjór- eða fimmfalt á við samskonar tjón Banda- ríkjamanna. Þó verður að viðurkenna, að eftir því sem sóknarliðið nálgast höfuð- stöðvar óvinanna meir, þeim mun erfiðara verður því um vik. Sóknarherinn er nþ kominn svo langt, að gera verður ráð fvrir því, að setu lið Japana sje þar fjölmenn ara og birgðir þess e. t. v. meiri en á fjarlægari stöðv- um. Stöðvar þessar eru svo ná- lægt Japan og ströndum Kína, að meiri möguleikar eru á því fvrir Japani að lauma þangað birgðum. Það er óvíst, að frekari fram- sókn sje gerleg meðan setu- lið Japana á Luzon t. d. ev ósigrað. Ef talið verður nauðsvnlegt að snúa sjer fyrst að setuliðinu þar, þá verður það hlutverk gevsi- erfitt viðfangs. Jafnvel þó að hin nýja sókn yrði til þess að stöðva allar sigl- ingar Japana milli hollensku Austur-Indía og heimalands ins, þá held jeg að það sje misráðið, að telja að hægt verði að „svæla“ Japani inni í Austur-Indíum. Java er annað land en Bougain- ville. Ef japanska setuliðið á Java yrði látið eiga sig, gæti það e. t. v. haldist við á evnni í fimm ár, án nokk- urra samgangna við heima- landið. Aðstaða Japana í Kína. Þetta vandamál verður jafnvel enn erfiðara við- fangs á meginlandi Asiu. Þar hafa Japanir þegar kom ið sjer vel fyrir. Þeir halda mjög öflugan og raunveru- lega sjálfstæðan her i Man- sjúríu. Þar reka þeir mik- inn þungaiðnað við Shan-si kolanámurnar, en það voru þær, sem þeir girntust einna mest i Kína, og nú er vopna- framleiðsla þeirra stórkost- leg þar. H\ær á að knjesetja meginlandsveldi þeirra? — Það getur vel farið svo, að auðveldara reynist að ganga milli bols og höfuðs á Jap- önum i Japan sjálfu, heldur en í Kína. Það mætti tak- ast að sigra japönsku evj- arnar með ,,stiklu“ hernað- araðgerðum þeim, sem áður var lýst, en japanska setu- liðið í Kína verður aldrei yfirbugað á þann hátt. Loft- árásir kunna að hafa mjög lamandi áhrif á framleiðslu Japana. Til—þess að sigur vinnist, verða baúdamenn tska herfræðing að leggja höfuðáherslu á loftárásir. en þar verða þó1 vissulega aðrar aðferðir að koma til. Það höfum við þegar lært af styrjöldinni í Evrópu, og höfum nú horf ið frá ýmsum öfga-kenning- um sem áður voru í háveg- um hafðar. I Jeg er ekki svartsýnn á úrslitin í Japansstyrjöld- inni. Jeg tel ósigur Japana óumflýjanlegan á sínum tíma, og jafnvel fyrr en nú er alment talið. Þó er var- legt að hugsa sem svo, að herferðin gegn þeim komi af sjálfu sjer að meira eða minna leyti, eða að hún verði farin án stórkostlegra bardaga í lofti, láði og legi, í sumum þáttum hennar. Burma-vígstöðvarnar. Það kann að vera, að næsti þáttur verði framsókn til vesturs frá Nýju Guineu, á- leiðis til hollensku Austur- Indía, og yrði þá fótgöngu- liðið e. t. v. aðallega frá Ástralíu. Þó er það aðeins tilgáta. En það er fróðlegra að at- huga gang stríðsins í Burma. Þar eru monsún- vindarnir senn á enda. — (Greinin birtist 28. okt. sl.) á hálendinu, *og herirnir á Arakan-vígstöðvunum eru nú þegar á leiðinni niður á láglendið, en þaðan hjeldu þeir þegar monsúninn gekk í garð. Votviðrishernaður- inn hefir verið ákafari og gengið betur en hægt var að búast við. Öll áform Japana hafa farið út um þúfur og þeir hafa orðið fyrir alvar- legu tjóni. Tekist hefir að vernda samgönguleiðir vor ar við Kína og þær jafnvel verið bættar. Leiðin virðist opin til algers sigurs í Norð- ur-Burma á þurrviðristíma- bilinu. En hernaðaraðgerð- irnar hafa kostað heri okk- ar feikna erfiði, og spurn- ing hvort það hefir svarað kostnaði. Þurrviðristímabilið er svo stutt, að tæpast vinnst tími til meiri háttar aðgerða milli tveggja monsúna. Sú skoðun, sem áður var ofarlega á baugi i Ameríku, að auðið væri að búa út og þjálfa óvígan kínverskan her, sem einn gæti ráðið niðurlögum Japana í Kína, virðist nú á fallanda fæti, og höfuðáform um sókn gegn Japönum, eru nú reist á öðrum íorsendum. Jeg geri ráð fyrir, og \7ona, að hernaðurinn í suð-austur Asíu verði rekinn á bann hátt, sem eðlilegastur er og beinast liggur fyrir — mcð sameiginlegum aðgerðum landhers, flughers og flota. liandslagi er þannig háttað á þessum slóðum, að flutn- ingar eru langtum hentugri á sjó en landi. Tangarsókn? Til sameiginlegra hern- aðaraðgerða þörfnumst við hinsvegar hinna ýmsu teg- unda lendingarbáta, sem teknir hafa værið í notkun í þessu, stríði. Það er ekkert levndarmál, að Mountbatten lávarður flotaforingi, hefir ekki nóg af þeim. Ekki ails fyrir löngu var ákveðið að senda honum talsverðan fjölda slíkra báta, en þá komu aðrir viturri mer.n tíl skjalanna, og að þeirra ráði voru þeir sendir Wilson hers höfðingja til landgöngunn- ar við Anzio á Ítalíu. Tel jeg það hafa verið hina mestu yfirsjón. Vera má, að frekari land- göngur sjeu enn fyrir hönd- um í Evrópu — t. d. í Nor- egi, — en telja má þó víst, að þær sjeu flestar um garð gengur.Það er þannig hugs- anlegt, að Mountbatten lá- varður fái brátt tækifæri a'ð láta meira til sín taka en raun hefir borið vitni a*ð undanförnu. Ef svo færi, kynni hann að ná Rangoon á sitt va'ld, og gæti þá hafið sókn miJIi Rangoon og Singapore, að meira eða minna leyti méð þeim aðferðum, sem notað- ar eru á Kyrrahafinu, og stefnt til suðurs til móls við sókn Ástrajíumanna frá Nýju Guineu, sem jeg hef þegar vakið máls á. Það ætti ekkert að vera því til fyr- irstöðu, að hefja þessar hern aðaraðgerðir áður en styrj- öldinni við Þýskaland er lokið, þó að það muni krefj- ast mikils liðsauka frá Ev- rópu að leiða þær til far- sælla lykta. Norður-Kyrrahafs- svæðið. Þá er ekki úr vegi að veita athygli því, sem er að gerast á norðvestanverðu Kyrra- hafi. Það var í febrúarmán- uði s. 1., að Bandaríkjamenn, eftir að þeir höfðu hrakrð Japani á brott úr Aleuta- evjum, gerðu fyrstu flota- árásir sínar á Kurileyjar, sem teljast mega útverðii' japönsku eyjanna. Síðan hef ir lítið heyrst frá þeim stöðv um, en stöðugar þokur gera flugvjelum af flugstöðvar- skipum þar mjög erfitt fyr- ir og starf þeirra stór- hættulegt. En flotastjórnin hefir áreiðanlega frekari hernað- araðgerðir á þessum stöðv- um í huga, sem munu eiga drjúgan þátt í lokasókninni gegn Japönum. — Churehil! F'ramh. af 1 siWn kominn að snúa sjer að störf um friðarins, hversu hug- stæð, sem þau væru mönn- um, heldur yrðu menn að leggja hart að sjer til hern- aðar, þó það væri að vísu annað að þurfa að gera það eftir meira en fimm áfa stríð, en það hefði verið, þegar innrás vofði vfir Bret landi. Sagði Churchill, að Þjóðverjar væru nú svo stæltir, sem raun væri á, vegna þess, að þeir væru í svipaðri aðstöðu nú, og Bret ar 1940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.