Morgunblaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ f Verðlaunasstmkepni í ’ um teikningu sveitabæja TEIKNISTOFA landbúnaðarins efndi til samkeppni um teikn- ingu að sveitabæjum á síðastliðinu vori og álti að skila þeim fyrir 30. sept. Alls bárust 18 teikningar. Fyrstu verðlaun hlaut Ágúst Steingrímsson, byggingafræð- ingur, Hafnarfirði. Önnur verð laun hlaut Yngvi Gestsson, húsasmiður á Flatey á Breiða- firði og þriðju verðlaun Ágúst • Pjetursson, <húsameistari í Rv. Dómnefnd var skipuð búnað- armálastjóra, tilnefndum af BúnaSarfjelaginu, bankastjóra Búnaðarbankans, forstöðu- manni teiknistofu landbúnað- arins, Þór Sandholt, húsameist ara, tilnefndum af Húsameist- arafjelagi íslands og Huldu Stefánsdóttur, forstöðukonu Húsmæðraskólans í Reykjavík. Hús Ágústar Steingrímsson- ar er ein hæð og kjallari. — Á hæðinni er síofa, eldhús, sem jafnframt er borðstofa, þrjú svefnherbergi, snyrtiherbergi, salerni, fatageymslur og tveir gangar. í kjallara er þvotta- herbergi, geymsluherbergi o- fl. Tvennar dyr eru á húsinu, aðaldyr og bakdyr og er á- hersla lögð á þægilegt samband milli geymslu í kjallara, bak- dyra og eldhúss. Ennfreemur er borðstofa, vosklæðaherbergi með handlaug og vatnssalerni komið fyrir í sambandi við bak dyr. 1. verðlaun voru 3000 kr. ■— Önnur verðlaun 2000 kr. Þriðju verðlaun 1000 kr. Auk þeirra teikninga, sem v'erðlaun voru veitt, hefir leiknistofan ákveðið að semja vií höfunda tveggja annara teikninga um kaup á teikning- um þeirra. Myndin sýnir suðurhlið húss ins, sem hlaut 1. verðlaun. Fræðsla og sýnlng á bóbmenfufn kvenna KVENFJELAG Alþýðuflokks- ins hefir ákveðið að efna til bókmentafræðslu dagana 4.— 6. desember. Soffía Ingvarsdóttir, Rnm. fjelagsins, hafði tal af blaðinu 1 gær og skýrði svo frá að bók- mentafræðsla þessi fjallaði ein göngu um bókmentir kvenna. í því sambandi munu flytja er- indi um þetta efni þeir Svein- björn Sigurjónsson mag., Sig- urður Einarsson dósent og Guð mundur G. Hagalín, rithöfund- ur. Jafnframt þessu verður sýn- ing á bókum eftir íslenskar konur, sem bækur hafa komið út eftir. Þær munu vera um 130 talsins og DÁIN ER í Danmörku nú fyr ir skemstu, elsta dóttir Hákon- ar kaupmanns Bjarnasonar frá Bíldudal, frú Valgerður Kiil, 89 ára að aldri. Hún var fædd 19. apríl 1855. Hún ólst upp hjer á Islandi, en fór um 1890 til Danmerkur og giftist þá J. Kiil, kaupmanni í Álaborg. Þau hjón eignuðust 2 börn, Jóhann es og Ingibiörgu. Er Jóhannes Kiil, cand. jur., skrifstofustjóri á skattstofu Ka'upmannahafnar en Ingibjörg, gift Seedorph stór kaupmanni í Árósum. Valgerð ur var hin mesta gerðarkona, lifði ástríku hjónabandi með manni sínum og átti hinu mesta barnaláni að fagna. Aldrei gleymdi hún Islandi og talaði kjarnyrta óbjagaða íslensku fram á elliár, þótt hún dveldi langdvölum í öðru landi um hálfan sjötta áratug og lifði ein göngu börnum sínum og barna börnum. Mann sinn misti hún nokkru fyrir stríðsbyrjun, en síðan hafa engar fregnir af henni borist fyrr en andláts- fregn hennar nú. Er þar góð kona gengin og mikilhæf, að dómi allra þeirra, er hana þektu. 1x2. loregsfrjettir Framh. af bls. 2. skýrir frá því, að hernaðar-* ástand ríki nú í Bergen. Er sagt, að þetta stafi af „morðum, brennum og sprengingum“. Frá Bergen berast fregnir um að hafnbann bandamanna á Noreg sje mjög árangursríkt og lítið sje um skipaferðir með fram Noregsströndum um þess- ar mundir. Bygging kirkna Minningarorð um GÍSLI Sveinsson flytur frv. um kirkjubyggingar og þátt- töku ríkissjóðs í stofnkostnaði kirkjuhúsa. Segir í frv. þessu, að ríkis- sjóður skuli greiða % kostnaðar við byggingu (og endurbygg- ingu) kirkna þjóðkirkjunnar, en hlutaðeigandi- söfnuður V\ hluta og þeir léggi einnig til lóð undir kirkjuhúsið," er valin sje með ráði húsameistara rík- isins, ,,en hann gerir teikning- ar af öllum kirkjuhúsum þjóð- kirkjunnar, er reisa skal“. Skal á ári hverju reisa kirkju hús eða endurbyggja eldri kirkj ur, og skal gera áætlun (til 5 ára í senn) um, hvar nauðsyn- in er brýnust. Fylgir frv. löng og ítarleg greinargerð og segir þar m. a.: „Fyrir svo sem rjettum 10 árum kom sá, er þetta ritar, fram með þá hugmynd, studda rökum, að í raun og sannleika bæri hinu opinbera, ríkinu eða þjóðfjelagsheildinni, að annast allar kirkjubyggingar á þessu landi, samkvæmt þeirri skip- an, sem á þessum málum er hjá oss. Málið var talsvert rætt þá um sinn, bæði á mannfundum og annars staðar, og kjöri fund ur presta og sóknarnefnda, haldinn í Reykjavík haustið 1933, nefnd til frekari athug- unar á málinu. Kom bráða- birgðaálit frá hluta hennar fyr ir prestastgfnu (synodus) næsta ár (1934), en litið hefir málinu verið sinnt síðan, þar til hinn almenni kirkjufundur tók það til meðferðar á síðastl. ári og gerði um það ályktun einum rómi; var og þá flutt um það erindi í útvarpi. Þó hefir það æ betur komið í ljós með hverju ári, sem líður, að kirkju byggingarmál íslensku þjóðar- innar eru í því öngþveiti, sem eigi virðist útkomu auðið úr nema með algerlega breyttum aðstöðumöguleikum. *Er eigi þörf á að tilfæra hjer sjerstök dæmi, sem eru reyndar á hverju strái bæði í sveitum og bæjum við sjó. Ef byggja á kirkju vel og vandlega, sem gera verður kröfu til, eigi síð- ur og jafnvel miklu fremur öðr um húsum, er og' verður kostn- aður af því ókleifur, nema fjár sje hægt að afla af öruggum tekjulindum. Og aðeins tveir aðilar koma væntanlega í fram tíðinni til greina, sem bera eiga þetta uppi: Hinir einstöku söfn uðir landsins eða ríkisheildin, — eða hvorttveggja til samans. Er þá fljótsagt, að söfnuðir hafa út af fyrir sig ekkert við- lit til tekjuöflunar í þessu skyni,' er nokkru nemi, en ríkið sjálft, eins og kunnugt er, alla slíka möguleika í fyllsta mæli“. Embættismaður sektaður London: Sir Arnold Musto, umsjónarmaður bresku stjórn- arinnar með umferð í Miðlönd- um, var nýlega sektaður um 3 pund sterling fyrir að láta bif- reið sína standa í 3 klst. fyrir utan skrifstofur sínar, sem eru við fjölfarna götu. (Hváð ætli bifreiðar mættu standa hjer lengi á aðalgötum bæjarins, til þess að eigendurnir fengju sekt?) Sleinþór Loflsson frá Akureyri MIG langar að minast vin- ar míns Steinþórs Loftssonar, sem fórst með Goðafossi 10. nóv. s. 1. Hann var fæddur 3. apríl 1923, og því aðeins 21 árs að aldri, sonur hjónanna Hansínu og Lofts Guðmundssonar frá Þúfnavöllum í Hörgárdal, nú til heimilis Hafnarstræti 88, Akureyri Steinþór stundaði nám í Gagnfræðaskóla Akureyr ar og lauk gagnfræðaprófi það an vorið 1940. Snemma haustið 1943 sigldi hann vestur um haf til þess að stunda flugvjelavið- gerðarnám í Bandaríkjunum. — Og nú var hann á heimleið til ástvina sinna, að afloknu námi og átti eftir aðeins um 2 Vz klukkustunda siglingu, er dauð ann bar svo skyndilega að dyr um. — Guð gefi þjer fagra og bjarta heimkomu. Góðar minn- ingar um elskandi son, bróður og vin geymast. Steinþór, þíns er saknað úr vinahópi. — Guð blessi minngu þína. H. Eyland. Lýsa yflr sluðningi vfð riislfjórnlna Forsætisráðherra* hafa borist eftirfarandi brjef: 1) Frá Verkakvennafjelag- inu Brynju á Siglufirði: ,,Á fundi, sem haldinn var í Verkakvennafjelaginu Brynju á Siglufirði 8. nóv. s. 1., var eft- irfarandi samþykt með öilum greiddum atkvæðum: Fundur haldinn í Verka- kvennafjelaginu Brynju, Siglu- firði, 8. nóv. 1944, lýsir yfir fullu samþykki sínu á stefnu- skráryfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar og heitir henni fullum stuðningi til fram- kvæmda á málefnasamningi stjórnarflokkanna. Fundurinn lítur svo á, að með framkvæmd samningsins sje stigið það spor til hagsbóta fyr ir allan ver'kalýð og þjóðina sem heild“. 2) Frá Verkamannafjelagi Husavíkur: „Fundur í Verkamannafje- lagi Húsavíkur, haldinn 11. nóv. 1944 lýsir yfir fullum stuðningi við .stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar. Fagnar fundur- inn þeim miklu áformum, sem í stefnuskránni felast, til sköp unar lífvænlegra skilyrða fyrir alla alþýðu í landinu“. Forsætisráðherra hefir þakk- að fjelögunum ályktanirnar. Fimtudagur 30. nóv. 1944 IGeía fflá þess, sem gerl er ve! ÁRIÐ 1939 slofnaði Vigfús Guðmundsson gestgjafi og kona hans, skógræktarsjóð Borgar- fjarðar, til minningar um dæt- ur þeirra, sem báðar dóu, í æsku. Stofnfje sjóðsins var kr. 5000.00. sem var álitlega upp- hæð á þeim tíma, þótt ekki sje langt um liðið. Átti gjöf þessi að: 'vera óbrotgj árn .minnisvarði yfir systurnar, en timarnir hafa breyst á þann veg, að minna varð úr honum en til stóð. Til þess að bæta úr þessu, gaf Vigfús skógrækiarsjóðnum kr. 2.000.00 viðbótargjöf á þessu hausli, sem að nokkru leyti var ágóði af danspallinum á Hreðavatni í sumar. Ljet Vigfús svo um mælt við mig, að ágóðanum af pallinum myndi framvegis varið til að eíla sjóðinn. Þykir mjer þetta vel farið og gótt fordæmi þess, hvernig- styðja má.gott málefni. Hákon Bjarnason. Fimfugsafmæi! Ás- geirs Sígurðssonar, skipsljéra Á fimtugsafmælí Ásgeirs skipstjóra á Esju í fyrradag 28. nóv., kom það skýrt og fallega í ljós, hve vinsæll hann er og virtur um land alt fyrir störf sín. f Afmælisdagurinn var að -því leyti táknrænn og samboðinn afmælisbarninu, að Esja kom ekki úr strandferð fyrr en und ir kvöld, hafði sem oftar hrept örðug' veður við ströndina, og innsigling til Reykjavíkur auk þess nú sjerstökum örðugleik- um háð. En jafnskjótt sem Ás- geir skipstjóri var kominn heim til sín, fóru gestirnir að koma, og var húsið fult fram yfir miðnætti. Auk nánustu vandamanna hans og samstarfs manna, komu þar meðal -ann- ara samverkamenn hans að þeim fjelags- og menningarmál um sjómanna, sem Ásgeir hefir starfað að á undanförnum ár- um. Skipshöfnin á Esju færði honum skrautritað ávarp og dýrmpett gullúr í vináttu- og virðingarskyni, enda hefir sam starf Ásgeirs og skipverja hans verið til fyrirmyndar. — Stjórri Farmanna- og fiski- mannasambands íslands færði honum og skrautritað ávarp, fagurlega' orðað, í þakkarskyni fyrír farsæla forystu hans 1 í málefnum sambandsins síðan það var stofnað. Þá voru og afmælisbarninu færð blóm og margar aðrar gjafir, ræður fluttar, og vinakveðjur og skeyti bárust í hundraðatali úr Reykjavík og hvaðanæva að af landinu. Báru þessar kveðjur utan af landsbygðinni þess fagran og s’kýran vott, hvilík- urri vinsældum Ásgeir skip- stjóri á að fagna meðal allra þeirra mörgu, sem þekkja og meta starf hans og skipshafnar- innar á Esju í þarfir alþjóðar á umliðnum árum, og óska hin- um duglega og dáðríka skip- stjóra allra heilla og velfarnað ar í starfi hans á komandi ár- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.