Morgunblaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1944, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagrur 30. nóv. 1944 I „Nú veit jeg að hann er orð- inn vitskerturú, muldraði hann, við hraðamælirinn. „Jeg verð áreiðanlega orðinn gráhærður, áður en öll kurl eru komin til grafar". —- Eftir margar krókaleiði var bifreiðin loks komin að húsi Daníels. „Fyrr læt jeg drepa mig, en keyra með þau að aðaldyrunum“, tautaði Graves, og stöðvaði ekki bifreið ina fyrr en inn í bílskúrnum! Þegar hann ætlaði að opna dyrnar, barði Daníel á rúðuna, sem aðskildi fram og aftur hluta bifreiðarinnar. „Jeg hefi mikla samúð með þínum göfugu tilfinningum", sagði hann rólega. „En jeg hygg, að vart sje sæmandi að hefðarkona stigi út úr bifreið- inni hjer. Keyrðu að aðaldyr- unum“. Og enn hlýcfdi veslings Graves af gömlum vana. „Hann er djarfur eins og inn- brotsþjófur11, sagði hann við sjálfan sig. „En honum verður ekki bjargað úr þessu. Það verð ur að fara sem fara vill“. Dapur í bragði horfði hann á Danna Pritchard leiða Tameu upp tröppurnar, opna útidyra- hurðina, ýta henni á undan sjer inn og loka síðan dyrunum. Hann stundi þungan. Þetta var hræðilegt hneyksli! Hann leit vandlega í kringum sig, en sé, sjer til mikils. hugarljett- is, að enginn var nálægur. — Hann hafði 'verið eina vitnið að þessum furðulega atburði. Hann flýtti sjer að gang^ frá bifreiðinni og fór síðan inn í borðstofu þjónustufólksins til þess að geta fylgst með því, sem gerðist. Um leið og hann fjekk sjer sæti við kvöldverðarborðið og horfði forvitnislega inn í eld- húsið, þar sem Sooey Wan, kín verski k'okkurinn, sat á hækj- um sjer fyrir framan eldavjel- ina og var að bjástra við eitt- hvað í ofninum, kom Pritchard inn í eldhúsið. Sooey Wan leit upp, en gerði sig ekki líklegan til þess að rísa á fætur. „Húsbóndi“, sagði hann byrst ur. „Hvað á það eiginlega að þýða, að koma alt of seint að borða?“ „Jeg kem ekki of seint að borða. Að sjá bölvað smettið á þjer! Sýknt 'og heilagt ert þú óánægður og nöldrandi“. Sooey Wan leit rólega á klukkuna. „Þú ert ekki með öllum mjalla, húsbóndi góður“, hreytti hann út úr sjer, „Þú kemur hálf tíma of seint. Mat- urinn orðinn ónýtur. „Haltu þjer saman, þorpar- inn þinn“, skipaði Danni hin- um gula heiðingja. Sooey Wan þóttist verða fok reiður. „Þegiðu sjálfur“, öskr- aði hann, og otaði búrhnífnum framan í hann. „I tuttugu ár matreiddi jeg fyrir föður þinn, og hann kom aldrei of seint. — En þú------hvað er að, Danrir? Þú ert svo raunamæddur á svipinn“. „Jeg er hryggur í kvöld, Sooey. Wan“. I Sooey Wan stóð á fætur og lagði hönd sína á öxl Danna. ,,Segðu Sooey Wan, hvað amar að“, bað hann, og gömul litlaus augu hans, látbragð hans og hreimurinn í rödd hans, sem ekki var lengur skræk af upp- gerðaxreiði, — alt bar þetta vott um þá miklu ást og hlýju, sem gamla kínverska þjóna- stjettin í San Fransiskó, bar til tryggra og góðra húsbænda sinna — og sjer í lagi barna þeirra. „Góður vinur minn dó í kvöld, Sooey Wan“. „Það var leiðinlegt“, sagði Sooey Wan, fullur samúðar. „Þekkijeg hann, húsbóndi?“ „Já, hann var einnig vinur þinn, Sooey. Það var Larrieau. skipstjóri, Frakkinn með mikla skeggið". „Jeg man eftir honum, já. — Þegar hann kom, hafði Sooey Wan kola til miðdegisverðar. Hann kendi mjer að búa til Margie Lee sósu“. „Já, Gaston hjelt mikið upp á kola, með Margery-sósu — eins og hann var matreiddur í Marseilles. Hann er dáinn, Sooey Wan, ög jeg kom með dóttur hans. hingað áðan. Jeg er fjárhaldsmaður hennar“. „Sama sem faðir hennar?“ Danni kinkaði kolli og Sooey Wan klóraði sjer hugsandi á hökunni. „Alt í lagi, húsbóndi“, sagði hann síðan. „Jeg hefi fyrsta flokks kvöldverð. — Það var leiðinlegt, að skipstjórinn skyldi deyja. Hann var góður maður. Mjög leiðinlegt“. Hann klappaði húsbónda sín um á öxlina, og sagði með því meira en þótt hann hefði hald- ið langa samúðarræðu. „Ungfrúin þarf að hafa fata skifti, Sooey Wan, svo að við getum ekki borðað fyr en eft- ir hálf tíma“. „Láttu Sooey Wan um það“, sagði gamli kínverjinn. „Viltu glas af víni núna?“ „Nei, þakka þjer fyrir, það held jeg ekki“. „Jú, fáðu þjer eitt glas af víni. Það vermir.------Þegiðu, segi jeg! Það er sem jeg segi, þú talar of mikið!“ Danni sá að gagnslaust var að mótmæla, og beið því rólegur, meðan Sooey Wan náði í vínið og tvö glös, annað handa sjálf, um sjer. „Jeg drekk fyrir sálu Larrieau skipstjóra. Vona að djöfullinn nái ekki i hana“, sagði hann. „Jeg fer í musterið í kvöld og brenni djöflapappír“. Hann tæmdi glasið og ýtti síðan Danna með föðurlegum myndugleik út úr eldhúsinu. Þegar dyrnar höfðu lokast á eftir honum affermdi Sooey Wan heila smálest af bölvi og ragni, ýmist á kínversku eða ensku. Honum virtist Ijetta tals vert við það, því að að því loknu tók hann að syngja við- kvæmt og angurblítt lag, og áræddi Graves þá að ávarpa hann. „Heyrðu, Sooey“, sagði hann. „Jeg hefði ekkert á móti því að fá ofurlítið tár hjá þjer“. Sooey Wan leit á hann — einu sinni. En það var nægilegt. Þessir nýju þjónar — þessir ó- fyrirleitnu amerísku piltungar! Ekki kunnu þeir nokkra manna siði! „Ræfill“, hvæsti Sooey Wan. „Stóri, ameríski ræfill!“ Hann þreif eldskörunginn og skaraði í eldinn af móði miklum, en gaut um leið augunum til Grav es eins og hann vildi segja: — „Jeg nota hann þennan, til þess að skara í eldinn með, en ef þú ekki steinheldur kjafti, skal jeg lemja þig í klessu með honum!“ Graves gafst upp. Hann vissi svo sem, hver var húsbóndinn hjer á heimilinu! V. Kapítuli. Frá því að Tamea og Daníel yfirgáfu Mooreu, hafði Danni brotið heilann ákaft um hið mikla vandamál, sem honum hafði nú verið lagt á herðar. Hvað í ósköpunum átti hann að gera við Tameu? Hvert átti hann að fara með hana? Fyrst datt honum í hug, að fara með hana til Maisie Morrison og fá hana til þess að veita henni húsaskjól yfir nóttina og lána henni eitthvað af fötum. En svo kom honum í hug, að Maisie myndi sennilega verða sjer lítt þakklát fyrir það, og það var og augljóst, að henni kom ekk- ert við, hvað varð um þennan munaðarlausa kynblending. — Hún, sem altaf var svo hagsýn, myndi án efa koma með þá skynsamlegu uppástungu, að koma Tameu fyrir á gistihúsi yfir nóttina. Og ef hún ekki gerði það, mundi fíflið hann Casson áreiðanlega stinga upp á því. Danni mundi, að Gaston grá skeggur og Casson höfðu altaf haft andúð hvor á öðrum. Hann hætti því við að fara með hana þangað, en þó ekki fyrr en hann hafði sagt henni frá því. „Hver er þessi Maisie?“ spurði Tamea áhugalaust. Danni sagði henni það. „Mjer geðjast ekki að henni“, sagði Tamea ákveðin. „Jeg fer ekki heim til konu, sem jeg ekkert þekki“. •nrninnimimnranimmnimnniiiinimniiiiiiimiim — e= Amerískar Skíðapeysur Stormblússur = s i Stormjakkar fyrir drengi Telpukjólar úr ull og organdí. = i Lokastig 8. iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii Ef Loftur getur það ekki i — þá hver? Tjörnin oy töfrahringurinn Æfintýr eftir Maurice Barting. 2. orðnir menn, lagðist konungur veikur og vissi að hann myndi deyja. Ljét hann þá kalla alla syni sína að rúm- inu til sín. / „Nú eruð þið orðnir fullorðnir og hraustir menn“, sagði hann við þá elstu tvo, „og er kominn tími til þess að þið farið út í heiminn að leita gæfunnar. Hvorum ykkar um sig skal jeg gefa góðan hest, herklæði, beitt sverð og pyngju með gullpeningum, en þjer“, sagði hann við þann vngsta, „ætla jeg að gefa ríkið, því þú ert ekki maður til þess að fara og leita gæfunnar. Þess vegna skaltu sitja hjer um kyrrt og sjá um móður þína“. Og skömmu eftir að konungur hafði þetta mælt, and- aðist hann. Nú reiddust eldri bræðurnir ákaflega, vegna þess að kryplingurinn fiafði fengið ríkið, og þeir sögðu hvor við annan: „Faðir okkar var orðinn gamall og sljór, og hefir ekkert vitað, hvað hann var að gera, og við látum bróður okkar ekki hafa ríkið. Honum myndi ekkert gagn verða að því, og skulum við sjálfir eiga það, og við skulum losa okkur við hann, því það er skömm að hafa krypling í fjölskyldunni”. Sögðu þeir síðan móður sinni, að þeir ætluðu að fara með bróður sinn með sjer, til þess að sýna honum heim- inn, og lofuðu að gæta hans vel. Þeir lögðu af stað morg- uninn eftir, og þegar þeir voru komnir í stóran skóg, þá sögðu þeir hinum lýtta bróður sínum, að hann vrði sjálfur að leita sinnar gæfu, og þeir tóku af honum hest- inn hans og sverðið hans og kápuna. Og daginn eftir riðu þeir heim til hallarinnar og sögðu að bjarndýr hefði jetið bróður þeirra um nóttina, og hefði það algjörlega verið honum sjálfum að kenna. Þegar konungssonurinn ungi var skilinn eftir einn úti í skógi, varð hann mjög sorgbitinn. Hann vissi ekkert hvað hann átti til bragðs að taka, svo hann settist niður á bakka tjarnar nokkurrar og grjet beisklega. Þegar hann var að gráta þarna, heyrði hann rödd segja í tjörninni: „Hvað gengur að þjer?” „Jeg er að gráta af því“, sagði hann, „að jeg er krvpp- lingur og bræður mínir hafa yfirgefið mig“. — Og svo sagði hann upp alla söguna. Þá heyrði hann lágan hlátur niðri í tjörninni og svo sagði röddin, að þessu væri hægt að kippa í lag. „Líttu niður í tjörnina“, sagði röddin, „og segðu mjer hvað þú sjerð þar“. Krypplingurinn leit niður í tjörnina og sagðist sjá þar suiihrins- . - EFTIR brúðkaupið fóru þau í ferðalag um landið. Þau gistu í sumarhótelum og lifðu eins og blóm í eggi. Eitt sinn, þegar þau komu á nýjan stað skrapp konan út á meðan maðurinn var að koma sjer fyrir, þegar hún kom aftur til gistihússins, fór hún upp með lyftunni, en hún hafði gleymt að leggja nógu^vel á minnið, hvar her- bergi þeirra var. Hún gekk ganginn á enda og loksins þótt ist hún viss um að hafa hitt á rjettu dyrnar. Hún bankaði og kallaði lágt, „Hunangið mitt, ó, hunangið mitt“. Það svaraði enginn. Eftir nokkra stund bankaði hún aft- ur og kallaði nokkru hærra: „Hunangið mitt, ó, hunangið mitt“. I þetta sinn bar það árang- ur — að innan var kallað dimmri karlmannsrödd: „Frú, þetta hjer er ekki býkúpa, held ur baðherbergi". ★ Það eru fáir, sem hafa byrj- að ástaræfintýri sín á jafn sjer stæðan og rómantískan hátt og hinn mikli tenorsöngvari Laur- itz Melchjor. Þegar söngvarinn var unglingur við söngnám í Múnchen, sat hann eitt sinn úti í garði og var að æfa sig. Eftir því, sem sagan segir, var hann að syngja sönglínuna, „Komdu til mín, ástin mín, á vængjum ljóssins“, þegar skyndilega, eins og engill af himnum send ur, ung stúlka svífur til jarðar við fætur hans. Þessi óvænta sending var engin önnur en leikkonan María Hacker, sem þá var að leika í kvikmynd. Hún átti að stökkva út úr flug- vjel í fallhlíf og lenti beint í fang hinum. — Þau voru gefin saman. ★ Maður, sem hafði lifað mjög óhamingjusömu hjónabandi, gifti sig svo að segja strax eft- ir að fyrri kona hans var dáin. Dr. Johnson sagði um hann: — Þessi hegðun hans er vonin til þess að sigrast á reynslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.