Morgunblaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 1
31. árgangnir. 245. tbl. — Föstudagur 1. desember 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f ÞJÓDVERJAR TREYSTA VARNIR SAAR Tvær nælurárásir á London í gærkveldi: . Amerísk risaflugvirki gerðu í fyrrinótt tvær árásir á Tokio, höfuðborg Japan. Voru báðar árásirnar gerðar af allmiklum hópum flugvjela. Skýjað var, og sprengjunum varpað gegn- um þykni. Gátu flugmenn því ekkert sjeð sem gæfi fil kynna, h-ver árangur hefði orðið. — Ékki tókst Japönum að granda neinu af risaflugvirkjunum, enda var loftvarnaskothríð ekki mikil. — Japanar tilkyntu árásir þessar í útvarpi sínu, svo að segja þegar eftir að þær voru um garð gengnar. — Flugvjel- arnar komu frá Saipan-eyju. — Reuter. Ólrúlegl hraðamef yfir Atlanlshaf London í gærkveldi: . Sett var í gær nýtt met í flugi yfÍT Atlantshaf, sem kann að virðast æði ótrúlegt. Það var bresk Mosquitoflugvjel, sem metið setti, og flaug yfir haf- ið, 3668 km. leið, á einum sex klukkustundum og 8 mínútum, vjelin fór með öðrum orðum yf ir 10 km. á mínútu. Flugmað- urinn var kanadiskur, — vjelin bygð þar vestra. — Reuter. Ungverja "Libertyskip rifin. *London: Verið er að byrja að rffa allmörg Libertyskip í höfnum í Brétlandi. Hafa skip þessi skemst af óvinavöldum, og bprgar sig ekki að gera við þau. Engin önnur skip verða rifin a ðsvo komnu. Fyrir skömmu studdi Hitler nasistaflokkinn í Ung~verjalandi til valda og var þá maðarinn hjer á myíidinni gerður að rík- isleiðtoga Ungverja, en hann heitir Szalasi og hefir um mörg ár verið forsprakki ungverskra nasista. Ný útlagastjórn Pólverja London í gærkveldi. Varaforseta Póllverja í Lond on hefir nú tekist að mynda nýja stjórn. Hann er jafnaðar- maður, og í stjórn hans eiga sæti tveir jafnaðarmenn, tveir af hinum kristilega flokki og tveir lý ðræðissinnar. Enginn fulltrúi er í stjórninni frá bændaflokkinum, en meirihluti j fráfarandi stjórnar og Nikolai- zek forsætisráðherra, var af þeim flokki. Úr fráfarandi stjórn er aðeins hermálaráðherr ann einn í hinni nýju. — Reuter. Danmörk lekin í UNNRA FRÁ LONDON berast þær fregnir, að Danmörk hafi ver- ið tekin upp í U.N.N.R.A. —K Itjáluar og viðreisnar- stofmm hiiuia sameinuðu þjóoa. ('ohn deildarst.jóri hefir ver ið skipaður fulltrúi Danmerk- ui'. Cohn deildarstjóri er i Ameríku, en þar til hann kem ur tU London, mun sendi- hcri'a Dana þar, Grev Re- ventloW, vera fulltrúi Dan- merkut'. -— (Samkv. danska útvarpinu hjer). m — ¦ ----- Harðir bardagar á ítalíu London í gærkveldi: Bardagar hafa verið óvenju harðir á líalíu í gær og í dag, og 'er það að nokkru leyti vegna batnandi veðurs. Þjóðverjar hafa víða gert snörp gagná- hlaup gegn fimta hernum, og sumsstaðar unnið talsvert á. — Áttundi herinn heldur áfram sókn sinni, en mótspyrnan er ákaflega hörð, og hefir lítt á unnist. Flugveður hefir verið illt, og flugvjelastuðningur við heri bandamanna nærfelt eng- inn. — Reuter. StöSuaar siórorusiur á Aachensvæ&inu Rússnr viinio ú í norð austur Ungver jolondi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Stalin gaf út dagskipan í kvöld, og tilkynnti þar, að Rússum hefði síðustu daga orðið æði mikið ágengt í Norð- austur Ungverjalandi og í Slóvakíu. Hafa Rússar meðal annars tekið bæinn Eger í Ungverjalandi, en hann er skammt fyrir suðvestan Miskoltz, sem mikið hefir verið barist um. í Suður-Ungverjalandi ræða Rússar ekki um orustur að þessu sinni, en Þjóðverjar segja, að þeim hafi tekist að stöðva sókn þessa rússneska og. júgóslavneska hers, sem komst yfir Dóná og gat sótt fram til borgarinn»r Petz, er tekin var í . gær. Fregnir Rússa í gæi' sögðu einnig frá feikna miklu varaliði. þýsku, sem þarna væri komið á vettvang, og hörðum bardögum. Hvorugir segja frá neinum meiriháttar viðureignum. ann- arsslaðar á vígslöðvunum. Við Budapest virðist nú algert hlje á bardögum, og sama má segja um Austur-Prússland og Lett- land. Láns- og leigu- skipulag til styrj- aldarloka London í gærkveldi. Churchill forsætisráðherra tilkynti í dag í neðri málstof- unni, a ðláns- og leigufyrir- komulagið verði látið halda á- fram, eftir að styrjöldinni við Þýskaland er lokið, en breytt að nokkru. Verður yerðmæti þess, sem þjóðirnar skiptast á, varla meira en helmingur þess, sem nú er, að því er Churchill sagði, og kvað hann Breta eftir það geta farið að flytja út bæði járn og stál og ýmsar vörur unnar úr þessum málmum. — Reuter. Churchill sjötugur í gær London í gærkveldi. CHURCHILL, forsætisráðh. Brela varð sjötugvy í dag, og var honum ákaflega fagnað, er hann kom á þingfund. Heilla- óskir bárust honum óteljandi, bæði frá Bretlandi og samveld- islöndum þess og frá löndum annara bandamanna. —Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR styrkja nú eftir mætti varnir Saarhjer- aðsins, sem her Pattons sækir að. Flytja þeir þangað vara lið og mikið stórskotalið, og er stórskotahríð þeirra á þess- um vígstöðvum mjög hörð. Telja sumir fregnritarar, að Þjóðverjar noti langdrægar fallbyssur í Siegfriedlínunni, til að skjóta á her Pattons. Hafa Þjóðverjar gert yfir 10 gagnáhlaup á her Pattons í dag, en yfirleitt hefir Amer- íkumönnum tekist að sækja fram á þessum slóðum um allt að 1500 metra til jafnaðar. — Enn eru miklar or- ustur háðar- norður á Aachensvæðinu, og hafa breytingar orðið litlar þar um slóðir. í Elsass sækja Bandaríkjamenn og Frakkar fram suður með Rín. Sóttu frelsisvinina í gamalli flugvjel fil Noregs Frá norska blaðafulltrúanum: EINHVER kunnasta flug- vjelin í norska flugflotanum er gamall Catalina flugbátur, er heitir „Vingtor". Þetta er elsta flugvjelin í hinni frægu norsku flugsveit „333". Nýlega hefir vérið skýrt frá afreksverki, sem áhöfn þessarar gömlu flug vjelar vann fyrir skömmu, en áhöfnin er að mestu gamlir flotaflugmenn, sem komist hafa undan frá Noregi. Vingtor var álitin óhæf til hernaðaraðgerða sökum elli og var búið að ákveða að nota hana til æfinga eingöngu, en alt í einu kom skipun um, að áhöfn hennar skyldi vera viðr búin að fara í sjerstaka og hættulega ferð. Nokkrir frelsis vinir í Noregi voru í hættu staddir. Þeir höfðu neyðst til að eyðileggja útvarpstæki sín og Gestapo var á hælunum á þeim. Vingtor átti að bjarga þeim, þar sem þeir földust á Noregsströnd. Foringi áhafnarinnar á Ving- tor, Harry Rasmussen að nafni, var ekki seinn á sjer að kalla áhöfnina saman og þeir lögðu út í þessa hættulegu ferð, þótt þeir gætu verið nærri vissir um að þeir myndu ekki koma heim aftur. Allt valt á því, að flugvjelin hitti á þann stað er frelsisvin- irnir voru, því ekki myndi vinn ast tími til að leita þeirra, áður en Þjóðvérjarnir yrðu varir við ferðir flugvjelarinnar. Þetta tókst. Vingator lenti nákvæm- lega á þeim stáð, er frelsisvin- irnir voru fyrir. Meðal þeirra var tveggja ára drengur og móð ir hans. Það liðu nákvæmlega 12 mínútur frá því flugbátur- inn settist og þar til hann var kominn í loft á ný. Sóknin til Saar er nú háð á um 80 km svæði, og er þar barist án afláts. Hefir þar orðið vart við fjölmennt varahð Þjóð- verja, og er víða barist í ná- vígi. Sunnar sækja Banda- ríkjamenn og Frakkar suður með Rín frá Strassburg, og mæta þar einnig snarpri mótspyrna Þjóðverja, sem hafa þar gnægð skriðdreka- byssna og annara fallbyssna — Er sókn bandamanna að- allega beitt í áttina til borg- arinnar Colmar. Við ána Röhr Að þessari á eru banda- menn nú komnir á um 9 km svæði. — Er þarna um slóðir mikill vatnsagi, og ekki auðvelt um hérnað. — Þjóðverjar berjast einnig af mikilli hörku. Hefir sókn bandamanna á Aachenvíg- stöðvunum yfirleitt ekki numið nema um 1500 metr- um að jafnaði. Eru fram- sveitir nú um 7 km frá Dur- en, og hafa þær náð á vald sitt nokkrum þorpum. Flug- vjalar bandamanna hafa get að aðstoðað landherinn mjög mikið í dag. farið alls í 1100 flugferðir á þessu svæði. Við Atlantshafið Þar má segja, að Þjóðver j ar hafi enn á sínu valdi allt svæðið frá Lorient og suður að La Rochelleee. Ekki hefir frjettst um neinar orustur að ráði þarna suður frá, en við Dunkerque er enn nokk uð um bardaga, þótt höfuð- áhlaup bandamanna á borg ina sje ekki byrjað enn. ¦ ¦ • Sló leikstjórann niður. London: George Sanders, kvikmyndaleikari, lenti nýlega í rifrildi við leikstjóra sinn, og sló hann niður. Þegar leikstjór inn stóð upp aftur, tókust þeir í hendur og sættust samstundis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.