Morgunblaðið - 02.12.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.1944, Qupperneq 1
31. árgangnr. Isafoldarprentsmiðja h.f 246. tbl. — Laugardagur 2. desember 1944 BAMÐAM VINNA Á VIÐ SAAR Gjðldeyris- hrun í Grikk- landi LONDON: — Fyrir skemstu fjell gríska drachman algjörlega, og koma nú um tutt ugu triljónir drachma móti einu sterlingspundi. Viðskiíti eru öjil orðin ómöguleg, og verið að loka verslunum í Aþenu. Hinn daglegi brauðskamtur er bað ódýrasta, sem fasst keypt 100 grömm af brauði kosta 180 milj. drachma. Ein einasta sig aretta er 10 sinnum meira virði Allir pappírspeningar hafa fall ið mjög mikið, jafnvel amerísk ir dollarar. Þannig eru nú greiddir 18 dollarar fyrir eitt sterlingspund í gulli. (Daily Telegraph). Scobie sfendur fast- ur fyrir London í gærkveldi. SCOBIE hershöfðingi, vfir- maður breska hersins í Grikk- landi, flutti útvarpsræðu til grísku þjóðarinnar í dag, og sagði, að hann og hermenn hans myndu standa fastir fyr- ir, ef reynt yrði að steyi>a hinni rjettkjörnu stjórn lands ins eða hafa annað ofbeldi í f.rammi. Hershöfðinginn kvað ýmsar klíkur vaða uppi með ofbeldi í landinu, svifta menn rit- frelsi og málfrelsi, en liann og her hans, ásamt stjórnar- vöklum landsins, skyldi sjá svo xxm, að þetta mætti lagast, hið fyrsta. AU agasamt er enn í Grikk landi, og herma fregnir að; ríkisstjórnin hafi nú klofnað í spursmálinu um afvopnun skæruliðanna. Reuter. Slys. í GÆR vildi þáð slys til í Tryggvagötu, að maður á reið- hjóli fjell á bifreið og hand- leggsbrotnaði. — Maður þessi heitir Lárus Hjálmarsson, til heimilis í Bragga 12, Seltjarn- arnesi. Var Lárus á leið vestur göt- una, en bifreiðin austur. Er Lárus var kominn á móts við bifreiðina, rann reiðhjól hans til á götunni og fjell hann á bifreiðina, með þeim afleiðing- um, að handleggur hans brotn- aði. Sfyrjöldin svifii þær heimilinu Styrjöldin kemur ekki síður niður á börnum, en fullorðnum. Þannig hrakti hún þessar tvær litlu systur frá heimilum sínum. Þær áttu heima í frönsku horginni Dunkerque, en urðu að fara þaðan, er vopnahlje var gert, til þess að flytja íbúa borgarinnar á hrott, svo þeir yrðu ekki fyrir, þegar farið yrði að berjast um hana. Deiit um utan- ríkismál í breska þinginu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ALLHARÐAR DEILUR urðu um ulanríkismálastefnu bresku stjórnarinnar á fundi í neori málstofunni í dag. Var það aðallega Aneurin Bevan, hinn orðhvati jafnaðarmaður, sem deildi á sljórnina- Anthony Eden svaraði, og' gerði grein fyrir stefnunni. Aneurin Bevan rjeðist fyrst að Churchill forsætisráðherra fyrir síðustu ræðu hans á þingi, og kvað hana hafa verið sund- urlausa og í surnum atriðum blátt áfram óþolandi fyrir jafn aðarmenn. Því næst rjeðist hann að stefnu stjórnarinnar í því, að neila að Sforza greifi yx-ði utanríkisráðherra ítala og kvað það hart, að breskir her- menn væru látnir halda óvin- sælli stjórn við vöid, og meinti þar Pierlot-stjórnina í Belgíu. Eden svarar. Eden svaraði, og' byrjaði á því að ræða um Þjóðverja, en vjek síðan máli sínu að ræðu Bevans. Kvað hann takmark Bi’ela vera þrennskonar: Sig- ur, röð og reglu að baki víglín- unum og kosningar á stjórnum landa þeirra, er leyst yrðu und an valdi Þjóð’C’erja. Sagði hann, að Pierlot-stjórnin í Belgíu væri rjettkjörin stjórn, sem nyti sluðnings allrar þjóðarinn- Framh. á 2. siðu Erfiit um sijórnar- rnyndun á Ítalíu London í gærkveldi: ENN hei'ir Umberto ríkis- stjóri falið Bonomini, fyrver- andi foi’sætisráðherra að mynda stjórn á Italíu, en ekki iítur vel út með að honum \ takist það. Margir af hinum sex flokkum, sem í stjórn- inni voru, eru honunx algjör- lega andsnúnir, og eini flokk- urinn, sem ráðið gæti úrslit- um í málinu, Kristilegi lýðræð. isflokkurinn, er klofinn í af- stöðu sinni til Bonomini. — Bretar vilja ekki Sforza gi'eifa sem utanríkisráðherra, og yfirleitt virðast erfiðleik-, arnir á því, að stjórn, sem bandamenn geti viðurkennt verði mvnduð á Italíu, lítt yf- irstíganlegir. —- Bæði komm- únistar og jafnaðarmenn eru á móti Bonomini. Áköi skothríð Þjód- veBrjes á Siiresshtsrg London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞRIÐJI HER Bandaríkjamanna, undir stjórn Pattons hershöfðingja, hefir unnið nokkuð á í orustunum um Saar hjéraðið og komist að Saar-ánni, sem nú er í miklum vexti, á um 14 km svæði. Er herinn nú alls kominn að ánni á fjórum stöðum. Þjóðverjar hörfuðu yfir fljótið eigi allfjarri borginni Merzig, og sprengdu brúna í loft upp, er þeir voru komnir yfir. Halda þeir uppi öflugri skothríð yfir fljótið, bæði úr smáum fallbyssum, og einnig úr stór- um fallbyssum í Siegfriedvirkjunum. Einnig gera Þjóðverjar nú stórkostlega stórskotahríð að borginni Strassburg, yfir um Rín. A Aachensvæðinu hafa breytingar ekki orðið miklar, þrátt fyrir harðar orustur, en bandamenrj hafa heldur unnið á sumsstaðar. Rússar sækja fram sunnan Budapest London í gærkveldi: RÚSSNESKAR hersvéitir liafa að sögn þjóðverja hald- ið áfram sókn sinni sunnan Bndapest, þar sem þær kom- ust yfir Dóná frá Jugóslaviu, og orðið allmikið ágengt. Eru fremstu sveitirnar nú um 128 km. frá Budapest að suðaust- an. Ilafa þardagar orðið mikl- ir um þessar slóðir. Þá hafa Rússar að því er Moskvafregnir herma, unnið; frekar á námd við bæinn Eger, sem þeir tóku í gær og er nú borgin Miskolzet í aukinni liættu af herjum Mal; inowskis. Þjóðverjar segja. að Rúss- ar undirbúi nú niikla sókn gegn Austur-Prússlandi og, dragi saman feikna lið við landamærin. Biiast þeir við; stórorustum um þær slóðir á uæstunni. — Annarstaðar á, vígstöðvunum virðist kyrrt. — Reuter. Stórárás á Duisburg London í gærkveldi. I NÓTT sem leið gerðu breskar sprengjuflugvjelar, mjög harða árás á þýsku bot'g ina Duisburg, og auk þess á Hamborg. Yar varpað niður, á Duisburg 2000 smálestumj af sprengjum, og auk þess, miklum fjölda eldsprengja, og komu upp eldar afar tniklir. — Pjórar flugvjelar komu ekki aftur. 1 hinum miklu dagárásum á Þýskaland í gær, misstu Bandaríkjamenn alls 40 stór- ar sprengjuflugvjelar og 13 orustuflugvjelar, en alls tóku um 2000 flugvjelar þátt í þeim árásum. —Reuter. Sótt í tvær áttir. Bandaríkjamenn og Frakk- ar sækja frá Strasburg, hæði til suðurs og norðurs, og verð- ur allvel ágengt, þrátt fyrir það, þótt Þjóðverjar hafi þarna öflugar sveitir manna með skriðdrekabyssur. Einn- ig vinna bandamenn á í Vog- esafjöllum, og við Belfort- hafa Frakkar þrengt enn frek ar að Þjóðverjum. ■— Erfitt er um sókn þar í fjöllum og skógum. StuSningur af flugvjelum. Til þess að reyna að vega upp á móti stórskotahríð Þjóð verja yfir Saar, rjeðust 250 meðalstórar sprengjuflugvjel- ar bandamanna á stöðvar Þjóð verja handan árinnar í dag. Var varpað niður miklu af. sprengjum. Lentu flugvjelar handamanna í hardaga við hinar nýju, þrýstiloftsknúðu flugvjelar Þjóðverja. -— Her- fræðingar telja, að Þjóðverj- ar hafi mikið lið austan við Saarfljótið, og hvggist varna handamönnum yfirferðar vfir það. Orustur í skógarhæðum. Miklar orustur geysa í hæð unum í austurjaðri Hiirtgen- skógarins fyrir suðaustan. Aachen, og veitir ýmsum het- ur. Hersveitir handamanna hafa getað sótt nokkuð fram fyrir austan Geileukirchen. og eru þar. nokkur þorp undir ákafri stórskotahríð styrjald- araðila, sem gera svo áhlaup á þau á víxl. Nokkuð hafa bandamenu þokast nær ánni Röhr á allbreiðu svæði. De Gaulle hefir að undan- förnu dvalist í Stalíngrad, en er nú farinn þaðan til Moskva. Færði hann borginni að gjöf frá frönsku þjóðinni minning- artöflu eina veglega. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.