Morgunblaðið - 02.12.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1944, Blaðsíða 4
/ T*T^ HOROUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. des. 1944 N ýby ggingarsjóður útvegsmanna SNEMMA á þessu þingi flutti Gísli Jónsson frumvarp um ný- byggingarsjóð íslands og var þess ítarlega getið þá hjer í blað- inu. — Hjer var á ferðinni merkilegt mál. Fjekk sjávarútvegs- nefnd Ed. frv. til athugunar og hefir nú skilað áliti í málinu. Birtist hjer álit nefndarinnar: Nefndin hefir haft mál þetta til umræðu á mörgum fund- um. Hún hefir einnig leitað umsagnar Fjelags ísl. botn- vörpuskipaeigenda, Fiskifjelags íslands og nýbyggingarsjóðs- nefndar um málið og fengið svör frá þeim. — Auk þess fjekk nefndin erindi frá fjelagi járniðnaðarmanna í Reykjavík og frá Meistarafje- lagi járniðnaðarmanna og Meist arafjelagi skipasmiða í Reykja vík um þetta mál. Allir þess- ir aðilar eru sammála um, að nauðsyn beri lil að tryggja höf uðtilgang frumvarpsins, þ. e. að nýbyggingarsjóðsfjeð verði ekki gert að eyðslueyri, heldur að- eins notað til endurbygginga og aukningar á framleiðslu- tækjum þjóðarinnar. Mælir Fje lag ísl. botnvörpuskipaeigenda með því, að frumvarpið verði samþykt óbreytt. Fiskifjelag ís iands vill einnig, að frumvarp- ið verði samþykt, en bendir jafnframt á, að eðlilegt væri, að það verði látið tilnefna einn mann í stjórn sjóðsins, og enn fremur, að breyta þurfi núgild andi skattalögum til trygging- ar því, að einstaklingar leggi fram fje í sjóðinn í framtíð- inni. N ýbyggingarsj óðsnef ndin gerir ýmsar athugasemdir og sumar mjög athyglisverðar. Taldi nefndin því rjett að ræða það nánar við formann nýbvgg ingarsjóðsnefndar. Mætti hann á fundi með nefndinni og ræddi viðihann mjög ýtarlega um mál ið. Þá komu fram í iillögum iðnaðarmanna óskir um það, að í lögin yrðu sett ákvæði, sem tryggðu, að vinnu við nýbygg- ingar fyrir fje sjóðsins yrði haldið sem mest i'nni í landinu, auk þess sem þar er einnig gert ráð fyrir róttækari hömlun á söiu brjefanna. Að fengnum öllum þessum upplýsingum þótti nefndinni rjett að leggja til, að gerðar yrðu á frumvarpinu nokkrar breytingar til tryggingar því, að aðaltilgangi frumvarpsins yrði náð. en það er, að fje sjóðs ins verði alt trygt til endur- nýjunar framleiðsluíækjum í .þágu sjávarútvegsins, en þó 'jafnframt að gera eigendum sjóðanna mögulegt að nota þá, ef nauðsyn krefur, til þess að Ijelta undir rneð þeim í atvinnu rekstrinum, en um það fyrst Qg fremst voru allir aðilar sam- mála. Verði frumvarp þetta að lög- um, eins og nefndin leggur til, er nauðsimlegt að breyta þeim ákvæðum núgiidandi skatta- taga, sem fjalla um nýbygg- ingarsjóðina, og samræma þau ýið ákvæði þessa frumvarps. Kemur þá til greina, hvort rjett þykir að taka tillit til þeirra óska, sem fram hafa komið um skattfríðindi til eflingar þess- um sjóð. Var nefndin öll sam- mála um, að slík ákvæði ættu heima í skattalögunum, en ekki í þessu frumvarpi. Með þeim breytingum, sem neíndin leggur til, að gerðar verði á frumvarpinu, fær sjóðs- stjórnin nokkuð annað verkefni en gert var ráð fyrir í upphafi, og með tilliti til þess þótti nefndinni ekki ástæða til, að stjórn sjóðsins yrði skipuð meira en 3 mönnum, nje held- ur, að aðrir aðilar tilnefndu í hana menn en þeir, er áður til7 ] nefndu menn í nýbyggingar- J sjóðsnefridina, sem nú 'starfar. j Nefndin tók mjög ýtarlega til athugunar ábendingar 3. j landsk. þm. (HG) um að skuld- binda eigendur atvinnutækja til þess að láta andvirði skipa, i sem seld eru úr landinu, og út- greiddar vátryggingarupphæð- I ir tapaðra skipa renna í sjóð- j inn, svo og ágóðahluta af ^ölu j skipa, sem fram hafði farið á i þessu ári. En af öllu athuguðu taldi nefndin svo mörg tor- merki á þessu, að hún treystist ekki til að leggja það til, að slík ákvæði yrðu sett inn í frumvarpið. Var m. a. bent á, að slík ákvæði munau stóriega rýra veðhæfni skipanna. Hafnfirskir Sjálf- fullveldisfagnað r \ SJÁLFSTÆÐISMENN í Uafnarfirði hakla fullveldis- fagnað í kvöld kl. 8,30 í húsi fjelagsins við Strandgötu. Fagnáðurinn hefst með sam. inlegri kaffidrykkju. -— Jón, Matthisen, formaður setur, fagnaðinn, en hann er jafn- framt veislustjóri. Þá afhend- ir formaður Fjelags sjálfstæð- isverkamanna, Þór Isleifur Guðmundsson, húsi Sjálfstæð; ismanna að gjöf mjög vandað’ an íslenskan fána. — f>ví næst hefjast ræðuhöld og taka, þessir til máls: Bjarni Snæ- björnsson, læknir, Sigurður Bjarnason, alþm. frá Vigur og Þorleifur Jónsson, bæjai’- fulltrúi. —- Á eftir hefjast svo- frjálsar umræður. Milli ræðanna verða sungin íslensk ættjarðarlög. — Gert er ráð fyrir að ræðuhöldunum verði lokið um kl. 12 á miðnætti, en þá verða borð tekin upp og dans stiginn fram eftir nóttu. VATBTGGING EIMSIPAFJELAGSSKIPANNA írar hjálpa ítölum London í gærkveldi: Sam- þj'kt var samhljóða á þingi Ira í dag, að gefa ítölum 100 þús. sterlingspund til matvæla- kauþa. Var þetta tillaga De Valera forsætisráðherra. — Reuter. ÞAÐ MUN óhætt að fullyrða, að missir e. s. Goðafoss er áfall, sem djúft hefir snortið hvert einasta mannsbarn í landinu. Það sem efst verður í hugum manna, þegar slíkir atburðir gerast, er vitanlega hinn sári söknuður yfir missi allra þeirra mannslífa,: sem fórust við það tækifæri og tilfinningin um hið óbætanlega skarð, sem þar með var höggvið í okkar litla þjóð- fjelag. En þó það sje þetta, sem verkar beinast á tilfinningar Vor allra, þá er það þó því mið- ur svo, að sagan er ekki öll þar með sögð, en að missir skips ins er áfall fyrir þjóðfjelagið einnig á öðrum sviðum. I hinn litla skipaflota vorn, sem vissu lega má lelja eina af lífæðum þjóðfjelagsins, hefir jafnframt verið höggvið skarð, sem erfitt er að bæta, síst nú sem stend- ur, og það virðist því ekki úr vegi að upplýsa hvaða mögu- leika EimskipafjelagiS hefir til þess og hvaða ráðstafanir það hefir gert til þess að vera við slíku áfalli búið. Jeg hefi haft aðslöðu til að fylgjast nokkuð með þessu og þar sem jeg hefi orðið þess var, sjerstaklega í sambandi við fyrirspurnir um vátryggingu skipanna, að þessi spurning er ofarlega í hugum margra, vil jeg í stuttu máli skýra frá því. Vátryggingarsjóður Eimskipafjelagsins. Þegar stríðið skall á, varð það.fljóllega auðsjeð, að hinar gömlu vátryggingarupphæðir mundu ekki nægja til þess að endurnýja ef fjelagið yrði fvr- ir því óhappi að missa eitt eða fleiri af skipum sínum. I stað þess að hækka vátryggingar- upphæðir skipanna eftir því sem dýrtíðin jókst, hvarf fje- lagsstjórnin að því ráði að leggja’í eiginn vátryggingar- sjóð upphæðir sem svöruðu til iðgjalda af mismun vátrygging arverðs og væntanlega endur- nýjunarkostnaðar þeirra. Mun þessi ráðstöfun hafa verið gerð út frá því sjónarmiði annars- vegar, að þar sem skip voru ekki fáanleg og af þeim sökum erfitt að segja um hver raun- verulegur endurnýjunarkostn- aður væri á hverjum ííma, og hinsvegar af því að stríðsið- gjöld voru þá há og þess vegna freislandi að leggja heldur ið- gjöldin í eigin. sjóð frékar en að greiða þau úl fyrir hækk- aðar vátryggingarupphæðir, sem þó væri ógerlegt að segja um, hvort væru nærri lagi ef ] til endurnýjunar kæmi. Námu I þessi eigin iðgjÖld þegar á ár- inu 1940 ca. 114 milj. kr. Fje- lagið sætti þá þegar allmikilli gagnrýni fyrir þetta, ekki þó, eins og ef til vill hefði mált vænta, fyrir það að vera að taka í sjálfsábyrgð hluta af verð- mætum skipanna, heldur fyrir hilt, að telja ekki þann sjóð sem þannig myndaðist, sem íekju- afgang eða innunna eign og nota þetta fje til lækkunar á farmgjöldum. Ritaði jeg þá í Morgunblaðið 30. júlí 1941 grein, þar sem jeg leitaðist við að sýna fram á það, á hve mikl- um misskilningi þetta væri bygt og að ekki mætti skoða þenna vátryggingasjóð sem eign fyrr en sú hætta, sem hon- um var ætlað að mæta, væri liðin hjá- Menn munu nú við nánari athugun hafa áttað sig á þessu og fjelagið hefir síðan haldið áfram eftir sömu reglu og nam vátryggingarsjóður fje lagsins um síðustu áramót ca. 6.6 milj. kr. En þess ber vel að minnast að samhliða og vegna þessarar sjóðmyndunar hefir fjelagið. öll stríðsárin haft skip sín vátrygð fyrir upphæðir sem aðeins nema nokkrum hluta af hinu raunverulega verðmæti þeirra eða endurnýjunarverði. Aðstaða fjelagsins til endurnýjunar. Fjelagið hefir nú síðan í stríðs byrjun mist tvö af skipum sín- um, Gullfoss og Goðafoss. Vá- tryggingarupphæðir þeirra hafa verið mjög lágar, samtals ca. 3.1 milj. kr. og sje eiginn vá-) tryggingarsjóður fjelagsins ca. ] 6.8 milj. kr. lagður við, fást | ÞAÐ tæpar 10 milj. kr. sem fjelagið hefir fyrir eigin og aðkeypta vátryggingu til umráða til end- urnýjunar á þessum tveim skip um. Um nauðsynina á endur- nýjun geta ekki verið skiftar skoðanir. Þó fjelagið hefði ekki misst neitt skip, væri floti þess langt frá því nægilegur til þess að fullnægja flutningaþörfinni, hvað þá heldur þau fimm skip, sem efíir eru. Um möguleikana á endurnýjun er það að segja, að nú sem stendur er víst ó- mögulegtað fá sambærileg skip, hvað sem í boði væri. Hugsanlegt væri »ef til vill að geta fengið flutningaskip áður en langt um líður, en skip af heníugri slærð sem útbúin eru, eins og Gullfoss og Goðafoss, bæði til farþega- og vöruflutn- inga, er lílt hugsanlegt að fá öðruvísi en að lá’ta smíða þau að stríðinu loknu. Um kosln- aðinn við byggingu slíkra skipa hefír mist og væri þó þá evdd- ur allur vátryggingasjóður fje- lagsins, sem einnig var ætlað- ur fyrir áhættu þeirra skipa fjelagsins, sem eftir eru og enn eru í hættu. Nú hafa stríðstrygg ingaiðgjöld lækkað mjög mikið frá því sem þau vóru hæst og það verður því varla talið ráð- legt fyrir fjelagið að byrja á nýjan leik að safna í eigin vá- tryggingasjóð með því að hafa skip þau sem eftir eru i svo lágri vátryggingu, að mjög verulegur hluti áhættunnar hvíli á fjelaginu sjálfu, Verður þá ekki önnur leið verjanleg en að hækka vátryggingarupphæð ir þeirra mjög verulega, þó það hafi í för með sjer mikinn kostn aðarauka, en í það má ekki horfa. Brynjólfur Stefánsson. Hugsað um það, sem Hugrún skrlfar er býsna misjafnt, hvernig bókum er fylgt úr hlaði. Á sumar er lítið sem ekkert minst, en aðrar eru mik ið auglýstar og borið á þær lof löngu fyrir útkomu þeirra. — Stundum kemur íyrir að manni finst ekki sama, hver á hlut að máli, en um gildi bókarinn- ar ræðir, þó því sje ekki altaf svo fyrir að fara. Áður en konungborin börn fæðast er tilkynt um komu þeirra löngu fyrir fram og börnin verða altaf prinsar og prinsessur, hvernig sem þau eru að öðru leyti. Þegar fátæk alþýðukona elur barn, eru engar bumbur barðar. En eitt er víst, að falist getur fræ af fögrum stofni í lágum moldar- bæ, og þangað á að leiða Ijósið inn, svo lírið smáa fái þroska sinn. Nýlega hefir mjer borist bókin „Við sólarupprás“ eftir skáldkonuna Hugrúnu. Innihald þá, treysli jeg mjer ekki til ] þessara sagna er dálítið óvana- að gera neinar áætlanir, en all- j legt, ar líkur benda til að hann verði, legt. en engu síður aðgengi- Það gefur tilefni til í- mjög hár. Búast má við mjög ] hugunar á málefnum mannlegs mikilli eftirspurn eftir skipa- kosti fyrstu árin eftir stríð og að verð nýrra skipa verði af þeim sökum hátt. í sömu átt bendir einnig það, að með nú- verandi lágum kaupmætti ísl. krónunnar er viðgerðarkostn- aður skipa og þá vafalausl jafn frarrit byggingarkostnaður gíf- urlegur. Má sem dæmi nefna það, að Eimskipafjelagið hefir nýlega orðið að greiða um lVz milj. kr. í flokkunarkostnað fyrir eitt af skipum sínum og það- fyrir ftokkun r.em gildir aðeins til eins árs. Má af því nokkúð gera sjer hugmynd um, að nýsmíði slíks skips mundi lífernis. Það dylst engum, sem sögurnar lesa, hvað fyrir höf- undinum vakir. Hún vill vekja og glæða alt það göfugasta og besta, sem í manninum býr. — Skorinorð játar hún sínar ein- lægu og falslausu trúarskoð- anir og tekst henni ’vel að velja hugsunum sínum orð og gera heilsteyptar lýsingar af lífi fólksins, sem hún ✓skrifar um. Rauði þráðurinn gegnum allar sögurnar er, að enginn geíur lifað hreinu og ham- ingjusömu lífi án fórnar og eng inn á sanna fórnarlund án trú- ar. Það er bæði gagn og gam- kosta offjár, og fráleitt undir an að lesa þessar sögur. Höf. 6—9 milj. króna. | lýsir greinilega daglegum við- Það má að vísu segja, að ný , burðum mannlífsins, fögrum skip sjeu verðmætari en þau ástaræfintýrum, mótlæli, sjúk- gömlu af sömu gerð, en það er dómsþjáningum, gáska og gleði líka nokkurn veginn augljóst, j æskunnar og einstæðingsskap að þæir tæpu 10 milj. krónur, ellinnar. sem fjelagið á nú í vátrýgging- arsjóðum sínum, munu ekki hrökkva til að fá tvö ný skip af slíkri gerð og þau sem fjelagið Þessar sögur er hollur og góð ur lestur fyrir aldna og unga og vildi jeg að sem flestir læsu Kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.