Morgunblaðið - 03.12.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. des. 1944 MORGUNBLAÐIÐ Norégshjálpin. UNDANFARNA viku hafa daglega borist fregnir, hver annari geigvænlegri og hörmu- legri, um líðan flóttafólksins I Norður-Noregi. Skýrt er frá því, hvernig þýskír hermenn hafa rekið fólk upp úr rúmum sínum á næturþeli, og skipað því að yfirgefa heinaili sín taf- arlaust. Þar er engum þyrmt. Hungrað og klæðlítið er fólkið rekið áfram langar leiðir í hörkufrosti, uns það jafnvel verður úti á hjarninu. Margar ægilegar fregnir hafa borist út um heiminn, af villi- mannlegu framferði hinna þýsku nasista í þessari styrjöld. En fátt hefir snert hjörtu al- mennings hjer á landi, eins og fregnirnar frá Norður-Noregi undanfarnar vikur. Forstöðunefnd Noregssöfnun arinnar hefir nú skýrt frá, hvað í ráði er að gera, til þess að það fje, sem safnaðist á sínum tíma geti sem fyrst komið að gagni. En margir munu líta svo á í dag, að við íslendingar ættum að láta meira af hendi rakna, en þegar hefir verið gert. Auk- in söfnun .á hlýjinn fatnaði myndi vafalaust bera veruleg- an árangur. Og hugmynd ísaks Jónssonar kennara, um að menn hugsuðu til þessa bágstadda fólks, um leið og þeir hugsa um gjafir til kunningjanna fyrir jólin, mun vafalaust mælast vel fyrii’. Bændurnír og Tírninn. ÚTGEFENDUR Tímans hafa nýlega stækkað blaðið að nokk uru ráði. Var í sambandi við þá breytingu gefin mikil fyrir- heit, um gagngerða breytingu á blaðinu. Lesmál blaðsins hef- ir verið aukið, síðum fjölgað. En mjög litið ber þar á nokk- urri svipbreytingu, frá því er áður var. Enda ekki við því að búast, þegar litið er á, hvaða tilgangi blaðið þjónar. Tíminn er nú nál. 28 ára gamall. Það er allhár aldur meðal íslenskra blaða. Frá öndverðu hefir Tíminn sigit undir því merki, að hann væri samvinnu blað- Hann hef- ir verið einstakur í sinni röð að því leyti, því ekkert blað hjer á landi hefir á þessu ára- bili alið eins mikið á sundrung, öfund og rógi eins og Tíminn. Þelta vita allir landsmenn. — Þessu getur enginn neitað. Nú gera þeir sem Tímann rita ákafar tilraunir til þess að koma sjer vel við bændur. Það sama hefir ritstjóm Tímans reynl í 28 ár. En árangurinn orðið minni, en stofnendurnir vonuðust eflir í upphafi. Sið- ustu viku hafa þessar tilruanir fengið á sig alveg sjerstakan va.istillingar blæ. Samvinna. SÍÐUSTU missiri hafa menn verið sammála um það í öll- um flokkum, að vegna fyrir- sjáanlegra erfiðleika, sem þjóð in þyrfti að leysa, og vegna stofnunar lýðveldisins, þyrfti þjóðin og þá fyrst og fremst forystumenn stjómmálaflokk- anna að finna leið til þess að vinna saman. Samstarfsviljinn hefir verið sterkur og ótvíræð- ur meðal almennings í öllum flokkum og öllum stjettum til sjávar og sveita. Þjóðin vildi, að með slofnun lýðveldisins REYKJAVÍKURBRJEF ykist sámstarfsviljinn, ábyrgð- artilfinningin. Að reynt yrði til hins ítrasta, að þjóðin, á fyrstu mánuðum eða missirum týðveld isins sundraði ekki kröftum sín um í óviturlega, fánýta, ófrjóa flokkaerjur “ Sur.drung Sturlungaaldar glataði frelsi okkar. Þjóðin man það. Með margfaldri alvöru rifjast upp þær sögulegu stað- reyndir á því ári, sem íslenskt lýðveldi er endurreist. Sjerstaða sundr- ungarmanna. ÞEGAR gerð eru hin alvar- legustu átök til þess, að vinna stjórnmálaflokkana til sam- starfs, þá skerast nokkrir menn úr leik Það má e. t- v. segja, að þetta sje eðlilegt. Að einhverjir áhrifamenn sjeu til, sem skilja nauðsyn samstarfs- ins,’ annað hvort geta ekki skil- ið hana, vilja það ekki, eða telja sjer persónulegan hag í því að vera ulan við. A. m. k. í bili. Sjá hvað setur. Það er á- kaflega lærdómsríkt að veita því hina nákvæmustu eftir- tekt, hvaða ástæður eru fyrir því, að menn skerast úr leik. Ástæðurnar geta verið og eru margskonar. Þegar þess er gætt, hve ís- lendingum hefir í flestum til- fellum verið ósýnt um að bræða saman ólík sjónarmið, hvað rifrildi og missætti hefir altaf verið ríkur þáttur í fari þjóð- arinnar, þá geta menn ekki kipí sjer upp við það, þó gerbreyting í samstarfsátt nái ekki til allra á r.okkrum vikum. Framsóknarflokkurinn. ÞEGAR rætt var í haust um myndun þingræðisstjórnar, gengu þingflokkarnir undir einskonar próf. Framsóknar- flokkurinn einn fjell við próf- ið. Síðan hefir þjóðin fengið aukinn skilning á þeim flokKi. Einkum af störfum Tímans. I raun og veru er Framsókn- arflokkurinn samsettur af tvennskonar ólíku fólki. Ann- arsvegar eru stefnulausir skyn skiftingar, og pólilískir eigin- hagsmuna brallarar. Fremstir þeirra eru Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson. Hinsvegar eru meinhægir, lítilsvirtir afturhaldssamir menn, sem eiga erfitt með aá skilja hina breyttu tíma, en hafa verið verkfæri í höndum sjer verri manna. Það eru einkum hinir stefnu lausu pólitísku spekúlantar, er skrifa Tímann. En eftir því, er þeir skrifa meira, eftir því ber meira á fumi þeirra, mótsögn- um þeirra og stefnuleysi, ill- kvittni þeirra og ráðleysislegu hjali um andstæðingana. Osamræmið. í EINU og sama blaði Tím- ans er það margviðurkent, að Framsóknarflokkurinn hafi gengið með grasið í skónum á eftir kommúnislum í marga mánuði, til þess að fá þá til að | mynda með sjer ríkisstjórn. í sama Tímabjaði er talað um háska, sem þjóðinni geti staf- að af því, að kommúnistar taki þált í ríkisstjórn, og það sje niðurlæging fyrir aðra flokka að vera í samvinnu með þeim. 2. clesember 1944. En Framsóknarflokkurinn ætl- aði sjer ,,niðurlæging“ þessa og þjóðinni ,,háskann“, eftir því, sem Tíminn segir. í sama Tíma blaði er talað um að skapa þurfi eining þjóðar. En samt komast Tímaritarar að þeirri niður- stöðu, að flokkur þeirra eigi ekki samleið með öðrum en fyr verandi fjármálaráðherra Birni Olafssyni og einhvei ju fólki, er fylgir honum. Öðrum þræði lalar Tíminn þó altaf um, að Framsókn hafi viljað taka þátt í stjórnarmynd un með Sjálfstæðismönnum. Er á þetta minst að heita má í hverju Tímablaði. Eins og allir vita, er þetta, sem svo margt annað blekking ein hjá Tima- mönnum. Því „tilboð“ þeirra var ekkert annað en það, að Sjálfstæðisílokknum var „boð- ið“ að styðja stjórn dr. Björns Þórðarsonar. Annað var það ekki. Datt Framsókn aldrei í hug að því ..tilboði" yrði tekið. Enda kom það greinilega í ljós á fundi, þar sem Hermann Jón asson talaði í sinn hóp, þar sem hann fagnaði því, að enn væri málum þannig hátlað á Alþingi að eigi myndi takast að mynda þingræðisstj ór n. Yfir því gladdist hann og fje lagar hans. Þeir vildu landið stjórnlítið. Þeir vildu glund- roða og sundrung. Þess vegna voru „tilboð“ þeirra út í loft- ið. Þetta finna þeir nú, að þjóð- in skilur. Þess vegna þrástagast þeeir nú á því, að þeir hafi viljað samstarf, hafi viljað taka þátt í stjómarmyndun, hafi viljað alt annað en þeir vildu. Á þessu stagast Tíminn, af því foringjar Framsóknar, ,,spekúlanta“-klíkan, Hermann Jónasson og Co skammast sín, sjer að flett er ofan af þeim, og að þeir koma ekki vörn fyr- ir sig og allur almenningur í landinu skilur, að þessir menn meta meira persónulega valda- streitu sína, en þjóðarahags- muni á hinu alvarlegustu tím- um. Tímamenn og komvnúnistar. EFTIR að Framsóknarflokk- urinn varð utan gátta, reynir Tíminn áð hugga sig með því, að Sjálfsíæðisflokkurinn sje að leika hættulegan leik. Sjálf- stæðisflokkurinn sje að styðja velgengni Sósíalistaflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn beri á- byrgð á því, að Sósíalistaflokk- urinn hafi það fylgi sem hann hefir. En eins og allur landslýður veit, þá hefir Framsóknarflokk urinn frá öndvei’ðu verið vermi reiiur í þjóðíjelaginu fyrir kom múnismann. Með sljórnmálaspilling Fram sóknar, sjen'jetlindapólitík flokksins og rangindum í öllu stjórnarfari, hefir flokkur þessi veitt byltingaöflum þjóðfjelags ins hina bestu næringu. En þegar frjómagn spillingarinnar á 17 ára valdatímabili Fram- sóknar hefir ekki dugað, iil þess að halda lífinu í’ bylting- arandanum, þá hefir Framsókn verið reiðubúin fi’am á þenna dag að taka hvern byltinga- sinnan af öðrum í faðm sinn og veita honum hverskonar stuðn- ing, beinan og óbeinan. En síð- ast gengur Framsókn á, eftir Sósíalistaflokknum í heilt ár, með þrábeiðni um að koma með sjer í stjórn. Þetta gerist allt saman á meðan Sósíalistaflokk- ui’inn byggir starfsemi sína á byltingagrundvelli. Nýtt viðhorf. ÞEGAR Sósíaíistaflokkurinn íelst á að efnt verði til eining- ar og samslarís, og vill laka virkan þátt í stjórn landsins og baráttunni fyrir bættum kjör- um almennings á grundvelli nú verandi þjóðskipulags, þá um- hverfist Framsóknarflokkurinn og telur þenna „fyrverandi til- vonandi“ samstarfsflokk sinn í fyrsla skifti á æfinni óalandi og óferjandi, og þá menn þjóð- hættulega, sem með honum starfa. Sjá nú allir, hvar fiskur hgg ur undii’ steini. Þessi sinna- skiiti Tímans eru til komin af I þvi einu, að forsprakkar Fram- ^ sóknar finna sárt til þess. að þeir eru yfirgefnir. Nokkur hluti unga fólksins í landinu var um skeið hliðholt Fram- sókn. En nú hefir hin uppvax- andi kvnslóð sjeð, og skilið spilling Framsóknarforkólf- hnna, vill ekki við þeim líta, finnur af þeim ólyktina, þekk- ir þá og er þeim fráhverf. Áburðarverksmiðjan. TÍMINN skrifar alllangt mál um hina væntanlegu áburðar- verksmiðju, og heldur því nú ákaft fram, að ríkisstjórnin ætli að svæfa það mál. Enginn hefir tafið það mál aðrir en Framsóknarmenn hing að til. Aðrir eru málinu hlyntir og vilja því vel. Stofnun áburð arverksmiðju er hagsmunamál fyrir allar stjettir þjóðfjelags- ins. Því máli verður fyrst og fremst spilt, með því að tefja rjettan undirbúning þess, eins og þeir hafa gert báðir, Her- mann jónasson og Vilhjálmur Þór. Tíminn segir, að Vilhjálmur Þór hafi íengið greinargerð um þetta mál, þar sem sýnt sje fram á hvernig hægt sje að set ja á stofn áburðai'vei'ksmiðju hjer, er framleiði áburð, sem yrði ekki dýrari en aðfluttur ábui'ður. Þetta er alrangt. Annað hvort er þessi staðhæfing blaðsins 1 sprottin af fullkominni van- 1 þekking á málinu, ellegar vís- vitandi ósannur. Sannleikurinn er sá, að greinargerð sú, sem Vilhjálmur Þór bygði á, hnígur að gera þann áburð, sem hjer yrði framleiddur, margfalt dýr ari en þann, sem fengist frá úllöndum eftir stríð. Það er fullkomin heimska að halda því fram, að bændur hefði hag af því í framtíðinni, ef þessi fram leiðsla vrði bygð á slíku kvik- syndi. Aðalatriðið fyrir bænd- ur er, að þessi nauðsynjavara þeirra fáist fyrir sem lægst verð. Þáð er þeirra hagur. Hver ! bóndi hlýtur að sjá, að þá er þessu máli best borgið, sje reist í landinu verksmiðja sem framleiðir ódýran áburð, svo framleiðsluverð hans standist samkepni við aðflultan. Hin rjetta Ieið. EINS OG vikið var að hjer um daginn, hafa tefjendur á- burðai'vei'ksmiðjunnar ætlað sjer að setja verksmiðjuna nið- ur þar sem byggja þyrfti fyrir hana sjerstakt orkuver, og þar sem þessi íramleiðsla getur lít- ið samband haft við annan iðn- að iandsmanna. En rjetta leiðin er, samkvæmt athugunum Rannsóknarráðsins, að notað verið það rafmagn til áburðarframleiðslunnar sem þegar er til í landinu, afgangs- rafmagnið frá Sogsvirkjuninni, sem hægt er að fá fyrir lítið brot af því verði verði, sem rafmagn frá nýju orkuveri myndi kosta. Með þessu móti gæti áburðarframleiðslan orð- ið svo ódýr, að verðið stæðist samkepni við framleiðsluverð í nágrannalöndunum eftir stríð, Tíminn heldur að hann geti talið bændum trú um, að þeir menn sjeu að vinna málina gagn, er vilja reisa áburðar- verksmiðju sem þarf nýtt orku- ver og sem myndi framleiða dýran áburð. En hinir sjeu að vinna málinu ógagn, sem vilja nota ódýrt raímagn sem þegar er fyrir hendi, og tryggja það, að áburðurinn verði ódýr um alla framtíð. Segja má, að ólíkt hafist þeir að, Tímamennirnir, sem vilja spilla framgangi máls ins og þykjast vera vinir þess, og aðrir flokkar, sem vilja tryggia það, að framleiðsla þessai’ar nauosynpavöru fái o- dýrt rafmagn, og vei'ði sett a stofn á þann hátt, að áburðar- verksmiðjan komist í lífræni samband við annan iðnað lands manna. Illkvitni og gífuryrði Tírnans í þessu máli eru ekki til ann- ars en sýna aivöruleysi. SMIPAUTCERO „Búðaklettuf Teklð á móti flutningi tii'l Isafjarðar og Bolungarvíkaur árdegis á niorgun. wHelgi“ Tekið á móti flutningí tíl Vestmannaeyja á morgun. Verðlækkun |á eldföstu gleri |> Pönnur með lausu skafti, kr. 10,00. Skaftpottar með i> lausu skafti, kr Pottar með loki Pottar loklausir Kökuformar Tertuformar . Skálasett 3 stj. 14.00. I 7,301 6.20 | 5,00 f 2.80 10,65 K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.