Morgunblaðið - 05.12.1944, Side 1

Morgunblaðið - 05.12.1944, Side 1
OBREST 1 BREST VE NINS ULA ST.BRIEUX ÉM^OQRIeÍÍ^ OCCUPIED BY GERMAN5 (60,000) REMNES 'ANNES WJTany ^00,000 6ERMANS 'STILL ENTRENCHED ;on atlantk: coast. ANGERS V SK IANTES ■<'Pillaged & burned ,by'German column 'frórn Allðntíc Coast '60 piies away I - /CHERISAY (Village) LA ROCHEIiE RjyOiarente ;Fy R A N C E (South - Wcst Coustj BORDt'AUXi Bfitar hreinsa vestnrbakk 11 Inos London í gærkveldi. Einkaskeyti lil Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞRIÐJI HER Bandaríkjamanna undir stjórn Pattons hefir komist yfir Saarfljótið rjett hjá Saarleutern, náði hann þar óskemdri brú á sitt vald, og hefir einnig náð nokkru landsvæði handan árinnar. Skjóta nú Þjóðverjar á brúna af falibvssum sínum í Siegfriedvirkjunum, og eru mjög harðir bardagar þegar háðir austan árinnar. Bretar hófu í fyrrinótt mikil áhlaup á stöðvar Þjóð- verja við Venloo, borgarinnar vestan Maas, og hefir nú tekist að hreinsa algjörlega til á vesturbakka þessa fljóts, alt frá ósum. — Þjóðverjar hafa sprengt flóðgarða við Arnheim, og flæðir þar vatn yfir vígstöðvarnar. — Víðast hvar um vígstöðvarnar sunnar eru bardagar mjög harðir. Þjóðverjar hafa enn stór svæði á vesturströnd Frakklands KORTIÐ hjer að ofan birtist nýlega í hinu kunna breska vikublaði „The Sphere“, og með eftirfarandi skýring: „Mörgum mánuðum eftir hina svonefndu „frelsun“ Frakklands, munu margir vafalaust verða hissa á að heyra það, að Þjóðverjar hafi ekki nærri allsstaðar verið neyddir til að gefast upp í Frakklandi, eða til þess að fara úr hafnarborgum þar á strönd- inni. Sókn Rússa heldur áiram London í gærkveldi: Rússar halda áfram hraðri sókn í Suður-Ungverjalandi, og eru framsveitir þeirra nú ekki nema um 40 km. frá Baleton- vatninu mikla. Talið er að Þjóð verjar ætli að gera það lið í varnarkerfi sínu. Þá hafa Rússar sótt talsvert fram, bæði í áttina til autur- rísku landamæranna og einnig til Budapest, meðfram Dóná að vestan. Mótspyrna Þjóðverja og Ungverja er enn af mjög skorn um skamti. Annarsstaðar á Austurvíg- stöðvunum er mjög lítið um að vera. — Reuter. A vesturströnd Frakklands, við Atlantshafið, er enn um 60.000 manna þýskur her, sem heldur öllum borgum og höfn- um á þeirri strönd frá Lorient alt niður til árinnar Gironde. Eftir að Amerikumenn höfðu lekið Brest, beindu þeir sókn sinni suður á bóginn, en ekki lengi. Bráðlega -beygðu þeir til auslurs, og eltu Þjóðverja til Parísar og landamæra Þýska- lands. Það starf, að yfirbuga Framh. á 2. síðu Blaðamaður látinn í fangabúðum Frá danska sendiráðinu: Hinn kunni danski blaðamað ur og rithöfundur, Peter de Hemmer Gudme, cand. theol. ritstjóri, andaðist nýlega í t haldi hjá Þjóðverjum. Hann var ^sóttur af Gestapo s. 1. föstudag, |og andaðist í dag í Shelhúsinu, en þangað var farið með hann. Japanar sækja fram í Kína Chungking í gærkveldi: Japanar sækja hratt fram í Kweichow-fylki í Suður-Kína, og nálgast óðfluga borgina Kweiyang, sem er höfuðborg fylkisins. Hefir mótspyi-na Kínverja ekki verið mikil, og veldur því liðsskortur á þessum slóðum. Hjer í Chungking eru menn áhyggjufullir og sumir halda að stjórnin muni flytja úr borginni lengra inn í landið, áður en langt líður, en Japanar hafa aldrei verið komnir eins nálægt höfuðborginni og þeir eru nú. — Reuter. Gallagher kosinn formaður. London: Þingmaður breska kommúnistaflokksins, W. Gal- lagher, hefir nýlega verið kjör- inn formaður flokksins á þingi hans, sem haldið var hjer í borg inni. Orusturnar á Aachensvæðinu eru enn sem fyrr harðast ar milli bæjanna Julich og Einnich, og hafa Bandaríkja mepn fótfestu í báðum þess um bæjum, þ. e. a. s. út- hverfum þeirra. Þarna skift ast á áhlaup og gagnáhlaup í sífellu, og hefir aðstaðan breyst lítið s.l. sólarhring. Báðir aðilar eru sagðir halda' uppi ákaflegri stórskotahríð yfir ána Röhr. Hafa Þjóð- verjar sent allmikinn liðs- auka til þessara vígstöðva að sögn. Þjóðverjar farnir frá Colmar? Lausafregnir af þýskum rótum runnar, herma í kvöld, að Þjóðverjar hafi vfirgefið borgina Colmar, fyrir sunnan Strasburg. Þótt staðfesting hafi ekki fengist á fregn þessari, er hún ekki talin ósennileg, þar sem her sveitir Frakka og Banda- ríkjamanna munu nú komn ar mjög nærri henni í sókn sinni suður með Rín. Átökin við Saarfljótið. Bandaríkjamenn komust í nótt sem leið í myrkri yfir Saarfljótið fyrir norðan Saarleutern, og tókst að ná á vald sitt brú vfir ána þar. Hafa þeir getað notað hana til liðsflutninga í dag, þótt Þjóðverjar ^kjóti stöðugt á hana af fallbyssum. — Eitt- hvað mun enn vera • barist í borginni Saarleutern enn, þótt ekki hafi fregnin um það verið staðfest, að Þjóð- veriar hefðu náð borginni aftur. Ula lcikinn bær. London: í bænum Crayford í Kent í Suður-Englandi, hefir hvert hús skemst tvisv&r að meðaltali í loftárásum og flug- skeytarárásum Þjóðverja. Miklar éeirðir í Grikklandi London í gærkveldi: Herlög eru nú í gildi í Aþenu, höfuðborg Grikklands, og bar- dagar hafa verið þar tíðir í dag, aðallega á milli tveggja and- stæðra skæruflokka, hins vinstrasinnaða Ellasi og annara íhaldssamari. Breskir hermenn hafa verið á vettvangi, en ekki þurft að grípa til vopna sinna. Yfirmaður breska hersins í Grikklandi, Scobie, hérshöfð- ingi, ljet þau boð út ganga í dag, að allir meðlimir hinna rót tæku skæruliðaflokka (Ellas), yrðu að yfirgefa Aþenu. All- marga af þeim hafa breskir her menn þegar afvopnað. Frestyr sá, sem skæruliðarnir fá til þess að vera komnir burtu úr Aþenu óg Piræussvæðunum, er til mið vikudags, og verður litið á hvern þann sem fjandmann, sem þá verður eftir á hinu bannaða svæði. I ávarpi Scobies segir hann, að hann muni hjálpa stjórn landsins gegn óábyrgum minni- hlutaflokkum, sem sjeu að reyna að hrifsa völdin í sínar hendur, og spilla fyrir einingu þjóðarinnar. I. A. M.-flokkurinn, en hon- um tilheyra Ellas-skæruliðarn- ir, hefir eins og kunnugt er tek ið ráðherra sína úr ríkisstjórn- inni, og hvetur nú til verkfalla. Hafa vagnstjórar lagt niður vinnu, og einnig hafnarverka- menn, svo ekki er hægt að skipa upp vörum, sem bandamenn senda til hjálpar hinum hungr- aða lýði. Deilan, sem liggur til grund- vallar fyrir óspektum þessum og flokkadráttum, er mjög göm ul. Einu sinni blossaði hún svo ákaft upp, meðan Grikkland var hernumið af Þjóðverjum, að grísku skæruliðarnir gáðu einskis annars en að drepa hvor ir aðra. —; Reuter. Frægur Asíufræð- ingur myrtur London í gærkveldi: Einn af þeim bresku mönn- um, sem kunnastur var Asíu- málum, Sir Eric Teichman, var myrtur í dag. Kvaðst hann hafa heyrt skot og gekk út, en kom ekki aftur og fanst and- aður síðar, skotinn í öxl og brjóst. Sir Teichman var 60 ára að aldri, og hafði meirihluta æfinnar verið í Asíu, aðallega Kína, í þágu bresku stjórnar- irtnar, og ferðast þar mjög víða. — Reuter. 31.' árgfangnr. 248. tbl. — Þriðjudagur 5. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f BANDAMENN KOMIMIR YFER SAAR- ÁIMA i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.