Morgunblaðið - 05.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. des. 1044. ttgitttMtöife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. H Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. —Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Til fyrirmyndar NÝKOMIN Akureyrarblöð skýra frá því, að Mjólkur- samlag K. E. A. á Akureyri hafi tekið upp skömtun á smjöri frá 1. þ. m. Samkvæmt frásögn forstjóra sam- lagsins, Jónasar Kristjánssonar, verður hverjum íbúa Akureyrarkaupstaðar ætlaður 250 gramma skamtur smjörs á mánuði, til að byrja með. Fyrirkomulag skömtunar er þannig, að skömtunar- skrifstofa Akureyrar annast úthlutun skömtunarseðla, sem gilda fyrir nokkra mánuði. Til þess að fá úthlutaða smjörseðla, þarf að framvísa stofnmiðum matvælaskömt unarinnar, því aðrir koma ekki til greina. Fá Akureyr- arbúar svo keypt smjör í útsölum Mjólkursamlagsins, gegn framvísun smjörseðla. Þetta fyrirkomulag, sem Mjólkursamlag K. E. A. hefir tekið upp, er vissulega til fyrirmyndar og forstjóranum til sóma. Mjólkursamlag K. E. A. hefir að undanförnu reynt að veita Akureyrarbúum nokkra smjör-úrlausn. Var smjörið haft á boðstólum einn eða tvo daga í viku, en ekki mátti selja hverjum kaupanda meir en (4 kg. í einu, svo að sem flestir gætu fengið úrlausn. En það kom brátt í ljós, að múgur og margmenni safnaðist við búð- irnar þessa smjörsöludaga, „og var troðningur þar orð- inn svo mikill, að við slysum hefir legíð“, s'egir forstjóri samlagsins. Forstjóri Mjólkursamlags K. E. A. bendir og rjettilega á, að með þessari tilhögun hafi ekki verið unt að koma á rjettlátri úthlutun smjörs. Sumar fjölskyldur hafi gert út fjölment lið í „smjörslaginn“ og fengið á þann hátt meira en þeim bar. Svo hafi aðrar orðið útundan og ekkert fengið. Þess vegna kvaðst forstjórinn hafa ákveð- ið, að taka upp skömtun á smjöri, svo að allir fengju úr- lausn. ★ Hvenær skyldu Reykvíkingar fá þann menningarbrag á þessi mál hjá sjer, sem Akureyrarbúar hafa ftú fengið, fyrir ötluna forstöðu og skilning þess ágæta manns, sem veitir Mjólkurbúi K. E. A. forstöðu? Myndu rúsmæður í Reykjavík ekki þakka fyrir, ef þær ættu trygt að fá 250 gr. af smjöri á mánuði fyrir hvern heimilismann? Jú, vissulega. Skipulag smjörsölunnar hjer í Reykjavík verður að gerbreytast. Alt það smjör, sem á markaðinn kemur, á að vera á einni hendi og svo á að skipuleggja almenna skömtun á þessari vöru. Eðlilegast er, að Mjólkursamsalan annist alla smjör- sölu. Hún hefir mjólkurbúðirnar og þar á smjörið að vera á boðstólum og afhendast aðeins gegn skömtunar- seðlum. Nú er ástandið hinsvegar þannig, að varla kemur fyrir að Mjólkursamsalan fái smjör frá mjólkurbúum sínum. Þaðan kemur eingöngu mjólk og einstöku sinnum rjómi, sem þó er mjög af skornum skamti, sem kunnugt er. Vitað er, að nokkur smjörsamlög eru starfandi úti um land og mun S. I. S. annast sölu á smjöri frá þeim. Hins vegar sjest þetta smjör aldrei í búðum hjer, hvað sem því veldur. Er skýringin ' sú, að smjörsamlögin sjeu hætt að starfa? — Einnig mun vera talsverð brögð að því, að heimili hjer í bænum standi í beinu sambandi við sveitaheimili og tryggi sjer smjör á þann hátt. En alt verður þetta til þess, að allur almenningur á þess engan kost að fá þessa nauðsynjavöru. ★ Morgunblaðið vill mjög eindregið skora á núverandi ríkisstjórn, að lagfæra þetta ófremdarástand og fyrir- skipa skömtun á öllu því smjöri, sem inn er flutt. Einnig áð finna ráð sem tryggir það að srnjörið sem framleitt er í landinu til sölu, komi á markaðinn, svo að hægt verði að skamta það rjettlátlega. 25 ára starfsafmæli. Sigurður Guðmunds- son, klæðskeri og danskennari o SIGURÐUR GUÐMUNDS- SON dömuklæðskeri og dans- kgnnari átti 25 ára starfsafmæli hjer í bænum 2. þ.m. Fyrir 25 árum kom 'hann að loknu námi í Kaupmannahöfn og setti hjer á stofn dömuklæðskeraverk- stæði og dansskóla. Hefir Sig- urði þótt fara hvorttveggja vel úr hendi, enda smekkmaður og listrænn. Sigurður nam klæðskeraiðn hjá Guðmundi Bjarnasyni og Jóni Fjeldsted. 1915 fór Sig- urður til Kaupmannahafnar til frámhaldsnáms. Vann fyrst að klæðskeraiðn hjá danskri stofn un, en setti síðar á stofn eigin saumastofu í Kaupmannahöfn og rak hana þar til hann flutt- ist heim, 1919. Ungur fjekk Sigurður áhuga fyrir danslist og lærði fyrst dans hjá frú Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu og frú Guðrúnu Indriðadóttur. Er Sig- urður kom heim frá Danmörku stofnsetti hann dansskóla og rak hann ýmist einn eða í sam- vinnu við aðra. Mun Sigurður hafa kent fleiri mönnum dans, en nokkur annar danskennari hjer á landi. Sigurður Guðmundsson hefir' verið víðförull mjög, m. a. gengið á fund páfa, því Sigurð ur játar kaþólska trú. Á ferð- um sínum erlendis kom Sigurð ur m. a. til Oberammergau til að horfa á píslarleikina frægu. Sigurður Guðmundsson er maður vinmargur og nýtur traust allra þeirra er við hann eiga viðskipti. Flugvopn gegn S- Englandi London í gærkveldi: Þjóð- verjar hafa skotið hinum nýju flugvopnum sínum á Suður- England í nótt sem leið, og ollu þau manntjóni og eigna. — Þá kveðast Þjóðverjar skjóta á Liege og Antwerpen. — Reuter. \Jiiverji ólripar: i lr clcuj íecjci iíji Á Akureyri er smjörskömtun. AKUREYRARBLAÐIÐ „Dag- ur“, skýrir frá þv, hvernig Akur eyringar ætla að tryggja, að allir bæjarbúar fái einhverja úrlausn með smjör. Er það nokkuð fróð- legt fyrir okkur Reykvíkinga, sem aldrei sjáum smjörklípu, að sjá, hvernig Akureyringar fara að og skal því ,,Degi“ gefið orðið: • Smjörskömtunin. Eins og flestir Akureyringar hafa orðið varir við að undan- förnu, hefir -eftirspurn eftir smjöri verið mjög mikil, og miklu meiri en hægt hefir verið að fullnægja. Þó hefir Mjólkur- samlagið selt meira smjör hjer í bæinn að undanförnu en nokk- urntíma áður, auk þess sem nokk uð af heimagerðu smjöri hefir komið í verslanir eða verið selt af einstaklingum. — Smjörinu hefir verið dreift í 4—5 útsölu- staði í bænum og það selt einu sinni eða tvisvar í viku og aðeins Vzkg. á mann í einu, í þeim til- gangi, að láta sem flesta fá ein- hverja úrlausn. Þrátt fyrir þetta hefir safnast sívaxandi mann- fjöldi að smjörútsölunum og troðningur þar orðið svo mikill, að við slysum he'fir legið. • „Smjörslagur". MENN hafa veitt því athygli, að sumar fjölskyldur hafa teflt fram allmiklu liði í hverjum „smjörslag“ og hjá þeim hefir fengurinn orðið að sama skapi stór sem fleiri fóru. Önnur heim ili í bænum hafa aftur á móti ekki haft mannafla eða aðrar á- stæður til þess að geta gengið hart fram á þessum stöðum og hafa þá orðið frá að hverfa án þess að fá nokkurn smjörbita. — Dreifing smjörsins á þennan hátt hefir því ekki gengið jafnt yfir, svo sem ætlast var til, og það er því miður ekki útlit fyrir að þetta ástand breytist neitt til batnaðar í nánustu framtíð, ef ekki er tekin upp ný aðferð við úthlutun smjörsins, einkum þar sem framleiðsla þess er mjög minkandi á þessum tíma árs. • Almenn skömtun. AF FRAMANGREINDUM á- stæðum hefir nú verið ákveðið, að hefja almenna smjörskömtun til neytenda á Akureyri frá 1. des. næstk. Ætlast er til að hver maður í bænum geti fengið 250 gr. af smjöri á mánuði fyrst um sinn, hvort sá skamtur hækkar eða lækkar þegar fram í sækir, verður tíminn að leiða í ljós. Fyrirkomulag skömtunar þess- arar verður með mjög svipuðum hætti og verið hefir með hinar almennu skömtunarvörur. Gefn- ir verða út smjörskömtunarseðl- ar, sem eiga að gilda fyrir 6—7 mánaða tímabil. Skömtunarskrif- stofa Akureyrarkaupstaðar ann- ast úthlutun skömtunarseðlanna gegn því að sýndir sjeu itofnmið- ar matvælaskömtunarinnar. Eft- ir þessum smjörmiðum verður svo smjörið afhent alla daga á hinum venjulegu útsölustöðum. Með þessu fyrirkomulagi mun smjörið dreifast jafnara en áður og allur troðningur við smjörút- sölurnar hverfa úr sögunni. Gert er ráð fyrir að fólk vitji smjörskamtar síns á tímabilinu frá 1. til 20. hvers mánaðar. • Ætti að fara eins að hjer. ÞAÐ veitti sannarlega ekki af, tnu að eins yrði farið hjer að hvað smjörsöluna snertir. Nú mun vera von á amerísku smjöri til Reykja víkur. Það verður að sjá til, að það verði skamtað til þess, að all ir geti fengið eitthvað. Vilji mjólkursamsalan ekki taka þá skömtun að sjer, eða standa fyr- ir henni, verður ríkisstjórnin að j skerast í leikinn og fyrirskipa smj örskömtun. Enn um rjómann. Hr. Víkverji. Út af brjefi frá „Húsmóður", til Víkverja 30. nóv. s. 1., vil jeg biðja fyrir eftirfarandi leiðrjett- ingu: | Það er með öllu rangt — því miður — að allar brauðsölubúðir sjeu fullar af rjómakökum og engin vandræði á að fá rjómatert ur. Aðeins þau bakarí, sem hafa mjólkursöluleyfi, munu hafa gert það fyrir viðskiptavini sína að út búa rjómakökur eða tertur, hafi þesí verið óskað sjerstaklega. Onnur bakarí hafa ekki fengið rjóma til að selja á kökur í rúml. I 2 mán. Eru fjölmargar húsmæð- ur mjög óánægðar yfir því að ; geta ekki fengið rjómakökur og i tertur, hvað, sem á liggur, og skilja ekki hversvegna bakarar skuli ekki fá rjóma, þegar hann fæst í öllum mjólkurbúðum, og kenna þá pft um slóðaskap bak- aranna, því að enginn trúir, að við fáum ekki rjóma keyptan. Jeg vil nota tækifærið og biðja yður að koma þeirri áskorun til forráðamanna mjólkursamsölunn ar, að þeir .geri sitt ýtrasta til þess, að öll brauðgerðarhús fái rjóma sem allra fyrst til þæginda fyrir alla neytendur. Virðingarfyllst. Gísli Ólafsson, Bergst.str. 48. 1. flokks UNDANFARNAR vikur hef- jir staðið yfir keppni í 1. flokki Bridgefjelagi Reykjavíkur og verður síðasta umferð kepninn ar spiluð í kvöld kl. 8 í Lista- mannaskálanum. — Þessar sveitir taka þátt í henni: Sveit Eggerts Benónyssonar, sem hef ir 4% vinning, Sveit Jóns Guð- mundssonar, sem hefir 4 vinn- inga,- sveit Gunngeii'S’Tjeturs- sonar, með 4 vinninga, sveit Halldórs Dungal, með 3 vinn- inga, sveit Gunnars Möllers, með 2% vinning, sveit Jens Pálssonar, með IVi vinning, sveit Guðmundar Ó. Guðmunds sonar, með 2 vinninga og sveit Ragnars Jóhannssonar með 1% vinning. Þrjár efstu sveitirnar, úr þess ari kepni, flytjast upp í meist- araflokk, en í honum eru fyrir fimm sveitir. Sveitir Lárus- ar Fjeldsted, Lárusar Karlsson- ar, Harðar Þórðarsonar, Axels Böðvarssonar og Ingólfs Guð- n?undssonar. — Seinna í vetur verður svo haldin, eins og vant er kepni í meistaraflokki, en ekki er fullráðið hvar eða hve- nær það verður. Öllum er heimill aðgangur að kepninni í kvöld, en fjelags- menn hafa ókeypis aðgang, enda sýni þeir skírteini sitt við innganginn, en þar verða að- göngumiðar seldir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.