Morgunblaðið - 06.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. des. 1944. Ræða Olafs Thors forsætisráðherra Framh. af bls. 5. um hinn 21. október s. 1., las jeg upp þann málefnasamning, er þeir flokkar, er að stjórninni standa hafa gert með sjer, og skýrði jafnframt stefnu stjórn- arinnar. í þeim samningi segír m. a,: ,,Það er megin-stefna stjórn- arinnar að tryggja það, að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnu- rekstur. Þessu markmiði leitast stjórn in við að ná með þessu: Af erlendum gjaldeyri bank- anna í Bretlandi og Bandaríkj- unum, sje jafnvirði eigi minna en 300 milj. ísl. króna sett á sjerstakan reikning. Má eigi ráðstafa þessum gjaldeyri án samþykkis ríkisstjórnarinnar og eingöngu til kaupa á eftir- töldum framleiðslutækjum: —“ Er síðan gerð nánari grein fyrir hverskonar tækjum er ætlunin að festa kaup á til ný- sköpunar atvinnulífsins. Þennan meginþátt í málefna samningi stjórnarinnar -skýrði jeg síðan all nákvæmlega. Gat jeg þess, að gjaldeyri þessum mætti eigi verja til annars en nýsköpunar atvinnulífsins. En hann væri öllum frjáls, er hann viidu kaupa til þeirra fram- kvæmda, er fjellu undir ný- sköpunina. Væri stjórnin fús til að greiða götu allra í þeim efn- um, en ætlað værl að einstakl- reyna að vekja tortrygni í hennar garð, og beitir í þvl skyni öllum vopnum, svo líkleg um sem ólíklegum. Annan dag inn eru haldnar um það ræð- ur og skrifaðar blaðagreinar, að íslendingar eigi þess alls eng- an kost að íá nein tæki keypt erlendis. Fyrirheit stjórnarinn- ar sjeu því gaspur eitt, nýsköp- unin sje „nýju fötin keisarans“ og það sje áreiðanlegt, að stjórnin verði löngu farin frá áður en nokkur nýsköpun hefj- ist. Hinn daginn kveður við alt annan tón frá sömu mönnum og blöðum. Þá er sagt, að fyr- irætlanir stjórnarinnar sjeu skelfilegt glæfrafyrirtæki. ■— Stjórnin sje að stefna ríkis- sjóði og fjármunum einstak- linga beint út í fen gjaldþrots- ins. Það sje glaprræði hið mesta ef nokkur láti ginnast til að afla nýrra tækja fyr en búið sje að stórlækka all kaupgjald í landinu. Nú er hið nýja kjör- orð ,,Allt á að bera sig“. Fyr en búið sje að draga þann fána stjórnarandstöðunnar við hún — fyr en búið sje að tryggja með stórfeldum kauplækkun- um, að „allt beri sig“, sje það ekkert nema ,,þjóðlýgi“ að ætla sjer að hefja nýsköpun eða afla nokkurra nýrra tækja til lands ins, eins og formaður þingflokks Framsóknarflokksins orðaði það hjer á Alþingi á dögunum. Þessum og þvílíkum rokum. ingar og fjelög, þar með talin ef rek skyldi kalla, er reynt bæjar- og sveitafjelög, eignuð- j dreifa út meðal almennings ust framleiðslutæki. Þá gat jeg með fundarhöldum, blaðaskrif- })ess, að ef til kasta ríkisins j um °S einkaviðtölum.Á þessum kæmi í þessum efnum, væri grrindvelli hefýr verið borið ætlað að-afla þess fjár með lán- 1 fram vantraust á ríkisstjórn- tökum. Til mála kæmi og að ma’ sem ekki náði samþykki skylda menn til að taka þátt í , AlÞmgis, eins og kunnugt er. þeim lánum eö'a jafnvel í þeim verð nú að hryggja stjórn- fyrirtækjum, er tækin keyptu arandstöðuna með því að segja og starfræktu { fra’ að enda þótt enn hafi eigi Þessi ummæli lýsa vel því, er teklst að afla samþykkis fyrir stjórninni vakir, og tel jeg dreskra stjórnarvalda til skipa óþarft að skýra þau frekar. ; by£§mSa í Englandi, er síður Strax og stjórnin tók við en svo vonlaust um sð íslend- völdum, byrjaði hún fyrir sitt ! inSum Sefist kostur á að b>'§SÍa ley.ti að undirbúa, svo sem auð Þau skiP’ er Þeir Þurfa’ annar«" ið er, framkvæmdir á þessu meginatriði í stefnuskrá sinni, og þegar eftir þinghljeið, bar hún fram það frumvarp - um staðar. Og ennfremur þykir mjer rjett að segja frá því, að stjórnin hefir nokkra ástæðu til að vona, að áður en langt Nýbyggingarráð, sem nú er orð um liður’ verði einnig mögu- ið að lögum. Mun Nýbygginga ie®f að afla . landsmönnum ráðið bráðlega hefja störf sín, 1 rnargra þeirra tækja, er þá van og þá að sjálfsögðu taka við dagar um. Það er því varlegra ! fyrir ' stjórnarandstæðinga að herða róðurinn, ef þeir ætla að koma stjórninni fyrir kattarnef áður en tæki koma til lands- ins. • ★ málunum eins og þau nú standa ( í höndum ríkisstjórnarinnar. ★ ÞÓTT undarlegt megi virð- asl, er það einmitt þessi þáttur í málefnasamningi stjórnarinn ar, fyrirheitið um að breyta í ÞEIM umræðum, sem fram gömlum tækjum í ný og að hafa farið um þetta mál að und laka í þjónustu atvinnulífsins anförnu hjer í höfuðstaðnum, þau fullkomnustu tæki, sem ulan þings og innan, hefir mjer völ er á, sem sætt hefir mestri { virst, sem heldur hafi re.ynst gagnrýni, að jeg ekki segi and- skjóllítið síðasta virki stjórn- úð, af hendi stjórnarandstöð- ! arandstöðunnar, að „allt verði unnar. Fyrst í stao var af sum að bera sig“. Ekki vegna þess um reynt að breioa út þann orð að nokkur maður vjefengi, að róm, að með þessu væri einka- þegar til lengdar lælur, verður framtakinu tekin gröf, þjóðnýt- | atvinurekstur landsmanna að ingin væri sett í öndvegið, ríki bera sig, heldur af hinu, að sósíalismans væri stofnsett á ! stjórnarandstæðlngum hefir orð Islandi. Róleg athugun almenn ings hefir nú löngu blásið burt þessum tyllirökum og þjóðnýt- ingarskrafið er þagnað. — En stjórnarandstaðan er ekki þögnuð. Hún heldujr enn áfram leynt og ljóst að auðvirða fyr- irætlanir stjórnarinnar og ið nokkuð stirt um að svara þeim spurningum sem fyrir þá hafa verið lagðar; svo sem: Hort þeir telji líkur fyrir að hin nýju tæki taki til starfa fyr en eftir svo sem ár? Iivort nokkur þeirra geti sagt hve mikið þurfi að lækka kaupið nú, til þess að tækin beri sig þá? Hvort einhver þeirra viti kannske hvað afurðaverðið muni þá verða? ■ Eða afkasta-auki tækjanna? Hvernig yfirleilt sje hægt með kauplækkun í dag, að tryggja hag af atvinnurekstrin um á árinu 1946? Hvort íslenskir atvinnurek- endur hafi fram að þessu heimt að slíkar tryggingar, áður en þeir ákváðu að byggja skip eða reisa verksmiðju? Eða hvernig þeir ætli að koma þessum kauplækkunum fram? — o. s. frv. Skynsamleg svör við þessu hafa að vonum enn ekki heyrst. Sljórnarandstæðingar vita líka vel, að nú þegar er hafið kapphlaup um pantanir fram- leiðslutækja frá þeim, er þau selja. Af því leiðir, að ef við Islendingár sætum ekki færi, heldur hikum og bíðum í von um kauplækkanir, svo alt fari „að bera sig“, er meira en lík- legt að þegar loks við ákveð- um okkur, fáum við engin tæki vegna þess, að búið sje að selja öðrum þau. Væri slíkt örlagaríkt sjálfskap arvíti. Tvær stefnur ÞAÐ er þá líka svo um Fram sóknarflokkinn að minsta kosti að því er viðkemur báðum nú- verandi formönnum flokksins, að það var ekki fyr en eftir að hin nýja sljórn var mvnduð, þ. e. a. s. eflir að sjeð varð að þeir áttu ekki sjálfir að vera í henni, að þeir gerðust leigj- endur í hinu nýja vígi „allt á að bera sig“, og skal jeg síðar sanna það. En á þessu stigi málsins vil jeg leiða athygli hlustenda að því, að eins og málið liggur fyrir, er um ivær stefnur að ræða. Stjórnarand- staoan segir: „Við krefjumst stórfeldra kauplækkana. — Ef verkalýðurinn hlýðir ekki þeirri kröfu, verða engin tæki keypt til landsins". Stjórn arliðar segja hinsvegar: „Slík krafa er hvorki skynsamleg nje sanngjörn, Að sönnu er- það svo, að verkalýðurinn hefir bor ið talsvert úr býtum hin síðari ár og býr nú við belri kjör en nokkru sinni fyr. Samt sem áð ur er það fásinna að æíla, að hann láti bjóða sjer baráttu- laust að skerða að verulegu leyti lífskjör sín. fyr en búið er að þrautreyna allar eðlileg- ar leiðir, sem fyrir hendi kunna að verða, *og að því miða, að komist verði hjá þessu óyndis- úrræði. Krafa síjórnarandstöðunnar nær því aldrei fram að gan^r, án mikillar, örlagaríkrar og ó- heillavænlegrar baráttu. Hvern ig sú barálta endar, veit enginn 1 fyrirfram. En hitt vita allir, að hún verður ekki háð án stór- | kostlegra fjárfórna, sem færð- ar verða á kostnað alls almenn ings í landinu. Þegar af þess- \ um ástæðum er sýnt, að stjórn ! arandstaðan er á villigötum. — : Við þetta bætist, að eins og öll- ! um er ljóst, hafa á margar hend \ ur safnast miklir og óvæntir fjármunir og oft baéði skjót- fengrvir og auðfehgnir. Það er fullkomlega rjettmætt, að hið opinbera tryggi það, eftir því, sem föng eru á, að þessum fjár- munum verði varið til þess, að afla þjóðinni nýrra og fullkom- inna tækja, og það jafnvel þótt. fyrirfram væri vitað, að með þessu móti væri lögð á eigend- ur þessara fjármuna nokkur áhætta á verðfálli framleiðslu- tækjanna, frá því að þau eru pöntuð og þar til þau taka til starfa. Um þetta veit þó eng- inn og það er a. m. k. hugsan- legt, að hið gagnstæða yrði of- an á, að þessi framleiðslutæki hækkuðu í verði á meðan þau eru í smíðum. En hvað sem þessu líður, þá verður að við- urkenna, að það er engin sann- girni að ráðast á þá lægstlaun- uðu og heimta, að þeir lækki kaup og kjör sín, meðan aðal- framleiðsla þjóðarinnar ber sig sæmilega, og áður en hin nýja tækni hefir tekið til starfa, og reynslan hefir felt um það sinn dóm, hvort með henni verði ekki auðið að halda uppi ó- breyttu kaupi, enda þótt verð- lag framleiðsluvörunnar falli. Krafan um kauplækkun, áður en hin nýja tækni er reynd, er fyrir það bæði ósanngjarnari og óskynsamlegri, að sú kyn- slóð, sem nú byggir ísland, hef- ir sjálf hvað eftir annað reynt, að bætt tækni í framleiðsluhátt um þjóðarinnar, hefir reynst bær um að gjalda verkalýðn- um, ekki aðeins hærra, heldur tvöfalt og jafnvel margfalt dagkaup. Hver einasti bóndi veit, að meðan að kaupamað- urinn hjakkaði kargaþýfið roeð orfinu og ljánum, var afrakst- ur dagsverksins ekki nema lít- ill partur af því, sem nú er, þegar slátluvjelin fer yíir vjel- tæk tún-eða engi. Og alveg söm og enn mikilvirkari, hefir breyt ingin orðið hvað sjómanninn áhrærir, frá því er hann hjelt um árina og dorgaði með hand- færinu, þar til ha^in neytir orku sinnar og þekkingar á nýtísku vjelkúnum fleytum með full- komnustu veiðarfærum. Það er sjálfsagt of mikil bjartsýni að búast við einhverjum jafn- mikilvirkum, nýjum gerbreyt- ingum á atvinnulífi þjóðarinn- ar. En þess er þá heldur ekki þörf til þess að standa undir óbreyttu kaupi, þólt afurðaverð ið falli eitlhvað talsvert. — Og hitt er engin goðgá, að láta sjer detta í hug, að mannsand- inn hafi nú enn á ný unnið oin- hverja sigra á sviði þeirrar tækni, er við íslendingar niól- um góðs af í atvinnulífi okkar, og er raunar þegar vitað að svo er. Skal jeg ekki fara langt út 1 þá sálma, en þó benda á nær- tækt dæmi frá okkur sjálfum- íslenska ríkið hefir nýverið keypt af herstjórnum þeirra setuliða, sem hjer dvelja, tæki, sem vel má vera að sjeu nú orðin úrelt í þeirra augum, en fvrir okkur eru ný. Með þess- um tækjum hafa afköst aukist svo mikið í vegavinnunni, að nú vinnum við það verk fyrir 2 Rrónur, er áður, meðan við eir.göngu höfðum okkar gömlu verkfæri, kostaöi' okkur 12 iil 15 krónur. Þetta er lítill, en þó nokkuð talandi voltur um á- gæti læknínnar. Og það er al- veg áreiðanlegt, að svona verð- ur ávöxtur hinnar nýju tækni á mörgum sviðum. Og fyrr en sannprófað er, hversku mikið framleiðslan eykst með henni, frá því sem nú er, þegar ís- lendingar búa við gömul og úr- elt tæki á flestum sviðum, verð ur ekki úr því skorið, hvað hægt verður að borga fyrir mannaflið. Það er þeim úr- skurði, sem við stjórnarliðar viljum bíða eftir, áður en við gerum kröfur á hendur verka- lýðnum um kauplækkun, því fyr er heldur ekki hægt að sjá, hvort yfirleitt er óhjákvæmi- legt að gera slíkar kröfur. ★ HITT er svo auðvilað sljórn- inni og sluðningsmönnum henn ar ljóst, eins og öllum öðrum, að ef dómur reynslunnar verð- ur sá, að hin nýja tækni fær ekki risið undir óbreyttu kaupi, verður ekki hjá því komist, að allir, — ekki bara þeir lágt- launuðu, — heldur allir, sem framfæri hafa af framleiðsl- unni, verða að lækka kröfur sínar, því til langframa gelur engin þjóð búið við hallarekst- ur. En þá — og þá fyrst, er frambærilegt að gera þessa kröfu, og þá — og þá fyrst, eftir að verkalýðurinn hefir sjeð, að í orði og á borði hefir alt verið gert, sem hugsanlegt er, til þess að halda uppi lífs- kjörum hans, mun verkalýður- inn vera reiðubúinn til að hlusta á og fara eftir slíkum óskum. Þetta er jafn augljós sannleikur, sem hilt er augljós firra, að vera nú að hefja ill- vígar deilur um kauplækkanir, meðan engin veit hvort kaupið þarf að lækka, og þá enn síður hversu mikil láekkunin þyrfli að vera. Það eru þessar tvær stefnur, sem nú er barist um. Stjórnar- andstæðingarnir segja: Niður með kaupið, — stríð við verka- lýðinn. Stjórnarliðar segja: — Peningana í nýsköpunina, — frið við verkalýðinn. Sljórnar- andstæðingar vilja berjast við verkalýðinn, stjórnarliðar vilja berjast fyrir verkalýðinn. JEG VIL ljúka hugleiðingum um þessa hlið málsins með því , að segja, að enda þótt svo I kynni að fara, að ekki reyndist j kleift að halda uppi óbreyttum lífskjörum í landinu, þá má eng inn af því álykta, að stjórninni hafi fatast lökin. Því fer mjög fjarri. Ef stefna stjórnarand- stæðinganna hefði ráðið, hefðu hjer, eins og jeg áður sagði, hafist illvígar deilur. Fjármun ir þjóðarinnar hefðu þá eyðst i þenan herkostnað. Hinir efn- uðu yrðu snauðir m. a. vegna þess, að ríkið myndi þá neyð- ast til að sjúga efni þeirra til sinna þarfa. Verkalýðurinn yrði lágt launaður við sfopula vinnu. Stefna stjórnarinnar miðar hinsvegar að því tvennu, að þegnum- þjóðfjelagsins haldisL sem best á því, sem þeir hafa eignast, og að almenningi verði trygð þau bestu lífskjör, sem auðið er, með rjettri hagnýt- ingu hins skjótfengna þjóðar- auðs til nýsköpunar. Sjórnarlið ar vona að með þessu takist að ; halda óbreyllum kjörurri al- {mennings. En þótt einhver af- Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.