Morgunblaðið - 07.12.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.1944, Qupperneq 1
BORGARASTYRJÖLD í GRIKKLAIMDI Fánar bandamanna yfir Aniwerpen BaHdamenn hafa nú byrjað að flytja birgðir til herja sinna um hina miklu höfn í Antwerpen, Belgíu. Hjer sjást fánar bandamanna yfir horginni. Myndin er tekin af þaki hæsta húss borgarinnar. Hersveitir Pattons sækja fram í Saar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuler. AÐAL FREGNIRNAR frá vesturvígstöðvunum eru frá víg- stöðvunum í Saar, þar sem hersveitir Pattons hafa sótt fram um 11 kílómetra síðasta sólarhringinn. Hefir 3. ameríski her- Inn farið yfir Saar-fljót á 6 stöðum óg sumsstaðar komið skrið- arekum og fallbyssum, kem notaðar eru i viðureignum við skrið- dreka, yfif' fljólið. Breskur her og stjórnarsinnar berjast við skæruliða um yfir- ráðin í Aþenu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ALGJÖR BORGTRASTYRJÖLD hefir brotist út í Grikklandi og í Aþenu berjast breskar hersveitir með stjórnarliðum við skæruliða um yfirráðin í borginni. Komið hefir og til uppreisna í öðrum borgum landsins, þar á meðal Saloniki og Pyræus. Bresku hersveitirnar hafa hreinsað til í miðbiki Aþenu og tekið aðalstöðvar kommúnista og annara, er að uppreisninni standa. Um 3000 skæruliðar hafa verið teknir höndum. Rússar nálgast landamæri Auslurríkis LONDON í gærkveldi: — Það var tilkynnt í kvöld frá Moskva að hersveitir Rússa hafi í dag tekið 100 borgir og bæi í Ung verjalandi og Júgoslavíu. í her stjórnartilkyningu Rússa í kvöld ér sagt, að Rússar hafi sött fram í „þríhyrningum“, sem myndast með vígstöðvum þeirra við Dóná, Drava og Balat onvatni. Rússar hafa nú alt svæðið austan Balatonvatni á sínu valdi og eru nú eina 40 km. frá Buda, sem er útborg frá Budapest. I fregnunum frá Moskva seg ir og að hersveitir Rússa sjeu um 70 km. frá landamærum Austurríkis. Þá berasl fregnir frá Rússum um framsókn í Júgoslavíu, en þar berjast hermenn Titos með Rússum. r Alfundi herínn sækir norður fyrir Ravenna Róm í gærkvöldi: Attundi herinn breski hefir sótt fram allverulega síðan í gær, að hann tók ítavenna, Ilafa Bretar sótt fram til Lemognéfljóts og tekið þær hæðir nokkrar, sem taldar eru hernaðarlega mikilvægar. ■ Er búist við, að Þjóðverjuni standi stuggur af þessari nýju framsókn áttunda hersins, því með lienni er herinn kominn á hlið við þýsku hersveitirnar, sem herjast á þessum slóðum. 12 þúsund korlum rænt frá Þjóðverjum Frá norksa blaða- Julltrúanum. AÐFARANÓTT 21. nóv. s.l. átti sjer stað dularfult rán í „Geografisk Oppmálning í Oslo. Rjett eftir miðnætti komu þar nokkrir menn klæddir í einkennisbúninga liðsforingja. Þeir kröfðust að vörðurinn hleypti sjer inn, sem hann og gérði og höfðu á brott með sjer 12 þús. kort, þar á meðal mjög mikilvægan uppdrátt um tund- urduflalagnir Þjóðverja með ströndum Noregs. Álitið er, að hjer hafi föðurlandsvinir verið að verki. Barist er í borginni Saaregu- eminés, en það er þýðingarmikil umferðarborg á þessum slóðum. Bandamenn hafa % af borginni á sínu valdi. Framsókn Frakka. Syðst á vesturvígslöðv'unum hafa Frakkar sótl fram i Vog- esafjöllum og tekið hæðir, sem tveir vegir til Colmar liggja um. Gagnáhlaupum hrundið. Á Kölnavígstöðvunum hafa Þjóðverjár gert nökkur gagn- áhlaup í dag. við Dúren, en þeim hefir öllum veriö hrund- ið. Er þarna enn um kyrrstöðu- hernað að ræða. enn í dag haldið uppi miklurn loftárásum á samgöngukerfi Þjóðverja, sem liggur að vest- urvígstöðvunum og ennfremur á olíuhreinsunarstöðvar. 800 stórar amerískar sprengjuflug- vjelar gerðu í dag árásir á sam göngumiðstöðvar Þjóðverja og olíuhreinsunarstöðvarnar í Le- una, skamt frá Leipzig og Bilé- feldt. Þýska flugliðið ljet ekki sjá sig í árásum þessum. Bretar auka útflutn- ingsverslun sína London í gærkveldb Þingmaður íiokkur úr flokki íhaldsmanna bar fram. þá fyrirspurn í hreska þing- inu í dag hvort stjórnin ætl- aði leyfa Bandaríkjamönnum, að halda áfram að vinna er- lenda markaði úr höndum Breta. Dalton ráðherra svar- aði, að það væri langt frá, að utanríkisverslun Breta væri með öllu óveruleg. Myndi ut- anríkisverslunin jiegar á næsta ári verða . aukin til nmna. Margar þjóðir biðu þess nú með eftirvæntingu að geta hafið viðskifti við Breta, en ekki væri ha'gt að húast við að liægt væri að hefja utan- ríkisverslunina í jafnstórum stíl og verið hefði fyrir stríð með einnar nætur fyrirvara. Stjórnin hefir liinsvegar veitt mörgun kaupsýslumönn- um fararleyfi til útlanda upp á síðkastið, er ferðir þeirra væru farnar í vershmarerind- um. „Eu við getum ekki”, sagði ráðherrann, „aukið ut- anríkisverslun vora svo miklu nemi fyrr en við höfum unnið sigur í styrjöldinni”. — Reuter. „Dularfullir storm- sveipir“, London: Lögreglan í Frakk- landi stendur ráðalaus vegna at burða; sem urðu í allmörgum þorgum Frakklands nótt eina Skutu á breskar hersveitir. Uppreisnin brautst út snemnía í morgun. Breskur her flokkur var á leið til Akropolis hæðarinnar til að leisa annan breskan herflokk af verði. Er bresku hermennirnif komu á „stjórnarskrártorgið" skutu skæruliðar á hermennina og urðu þeir að snúa við og sækja liðsauka. Til bardaga kom og við breska hermenn á öðrum stað í borginni. Bretar tefla fram skriðdrekum og flugvjelum. Bresku hersveitirnar í Aþenu hafa barist við skæruliða með skriðdrekum og flugvjelum í dag og forsætisráðherra Grikkja hefir látið svo ummælt að öll ráð verði notuð til að bæla niður uppreisnina gegn stjórninni. Stjórnin muni ekki þola, að skæruliðar vaði uppi með ofbeldi, eins og þeir hafa gert undangengna daga. Ríkis- stjórnin muni halda áfram áð stjórna þangað til hægt sje að láta kosningar fara fram 1 land inu. Allir grískir kjósendur muni fá leyfi til að láta skoðan ir sínar í ljós, en einræði verði ekki þolað, í hvaða mynd, sem það komi fram. Skæruliðasveitir stefna til Aþenu úr öllum áttum til að berjast. Hefir sumsstaðar kom- ið til átaka milli þeirra og breskra hermanna. Á veginum til Patras lenti í bardaga milli Breta og skæruliða. Gerðu skæruliðar fyrirsát bresk- um hermönnum, er • leið áttu um veginn og skutu á þá með vjelbyssum. Bretar náðu þessum skæruliðaflokki á sitt vald, en feldu suma. Áður gáfu þeir okkur blóm cn nú Frjettaritari Reuters var í fylgd með breska herflokknum. sem lenti í bardaganum á veg- inum til Patras. Eftir bardag- ann varð einum breska her- manninum að orði: Framh. á 2. síðu Miklar loftárásir. Flugsveilir bandamanna hafa 1300 flugvjelar gdi-a árásir. Breska flugmálaráðuneylið tilkynnir í kvöld (miðviku- dag), að eftir að skyggja tók hafi 1300 breskar flugvjelar verið sendar til árása á sam- göngumiðstöðvar í Vestur- Þýskalandi. jfyrir skömmu. Varð víða mjög mikill loftþrýstingur, líkt og stormsveipir færu um, eða sprengingar hefðu orðið nærri. | Alt fauk um koll í veitingahúsi, jþar sem Giraud hershöfðingi jhafði verið að borða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.