Morgunblaðið - 08.12.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. des. 1944. „Öllum, sem þekkja hann, þykir vænt um hann. — En karlmenn kæra sig nú einu sinni ekki um, að kvenfólk gangi á eftir þeim með grasið í skónum“. „Þú vilt heldur, að hann gangi á eftir þjer?“ „Hvaða kona vill ekki að rjetti maðurinn gangi á eftir sjer?“ „Er þá Danni Pritchard rjetti maðurinn handa þjer?“ „Því get jeg ekki svarað — — fyrr en jeg er gift honum! Annars verð jeg að hryggja þig með því, væna mín, að jeg hefi heldur sjaldan hugsað um Danna sem eiginmann minn, og jeg hygg að þjer væri hollast, að hætta öllum slíkum bolla- leggingum. — Jæja, nú verð jeg að fara. Jeg lofaði að hitta Danna. Bless á meðan!“ Frænka hennar horfði hugs- andi á eftir henni. Síðan hristi hún höfuðið og andvarpaði. „Þessi dæmalausa einþykkni hennar kemur henni í koll“. IX. Kapítuli. Stundvíslega kl. 10 stað- næmdist Casson bifreiðin fyr- ir framan hús Daníels. Danni sem stóð við gluggann, sá, að Maisie stje út úr bifreiðinni á- samt ungri stúlkú og lágvöxn- úm snaggaralegum manni. Júlía fór til dyra, og fylgdi gestunum inn í dagstofuna. — „Góðan daginn, Danni“, sagði Maisie glaðlega, og rjetti hon- um hönd sína. „Jeg kem hjer með heilmikið af fötum, til þess að sýna drotningunni þinni, og svo tók jeg Rubenstein, klæð- skerann minn með, til þess að taka mál af henni. Hún þarf einnig að fá nokkra göngubún- inga“. „Þú ert dásamleg, Maisie! Þú gleymir engu“. Hann þrýsti hönd hennar. „Viltu biðja ung- frú Larrieau, að koma hingað niður, Júlía“. „Jeg ætla að fara með Júlíu“, sagði Maisie, og elti hana upp á loft. — Drotning Riva-eyjar sat í lágum stól við gluggann. Hún var í morgunslopp, úr svörtu silki, sem Júlía hafði rænt úr fataskáp Daníels. Hún starði niður á götuna, sem var grá og vot af röku þokuloftinu. Hún hvíldi olnbogana á hnjánum og andlitið í höndum sjer, og grjet, hljóðlaust og ekkalaust. Júlía gekk til hennar og strauk blíð- lega tárvota kinn hennar. „Sjáðu, Ijósið mitt“, sagði hún. „Hjerna er ungfrú Morri- son, konan, sem lánaði þjer öll fallegu fötin í gærkvöldi“. Tamea þurkaði sjer um aug- un, strauk hárið frá enninu og reis síðan hægt á fætur. Hún horfði lengi á Maisie. Hún reyndi að brosa. „Það gleður mig að kynnast ungfní Morrison. Þegar maður er einmana og hryggur — er góðvild frá ókunnugri mann- eskju — eins og sólin, sem kem ur og þurkar seglin eftir hvass- viðri“. „Kveðja hennar er eins kon- ’ ungleg og uppruni hennar", hugsaði Maisie. Hún brosti ást- úðlega til Tameu og rjetti fram hendina. Tamea hikaði andar- tak en tók síðan í hönd henn- ar. „Þjer eruð Maisie?“ spurði hún. „Já, jeg er Maisie. Hvernig vissuð þjer það, ungfrú Larrieau?“ „Jeg gat mjer þess til“, svar aði Tamea. „Þjer eruð miklu fallegri og viðkunnanlegri en jeg hafði gert mjer í hugar- lund“. Maisie roðnaði, og varð dálít- ið vandræðaleg. „Jeg mun reyna að vera góð við yður, ungfrú Larrieau“. „Þjer megið kalla mig Tam- eu, ef þjer viljið. Jeg ætla að kalla yður Maisie“. „Já, Tamea. Mjer er ánægja að því, að verða vinkona þín, og hjálpa þjer til þess að venj- ast hinu nýja umhverfi þínu“. „Jeg þygg hjer með vináttu þína“, sagði Tamea hægt og al- varlega. „Þú ert hefðarkona". „Farðu niður og segðu bif- reiðastjóranum að sækja Cél- este, þjónustustúlku mína“, sagði Maisie við Júlíu. ,,Og sendu stúlkuna, sem bíður niðri í dagstofunni, hingað upp með pakkana. Rubenstein getur beðið“. „Daníel Pritchard sagði mjer við morgunverðarborðið, að ungfrú Morrison ætlaði að hjálpa mjer til þess að velja föt, sem sæmandi væri að jeg bæri í þessu landi“, sagði Tamea, þegar þær voru orðnar tvær einar. ,,Þú ert dökk á brún og brá. — Með þetta mikla, Krafnsvarta hár og stóru, dökku augun, get- ur þú orðið yndisleg í rauðum kjól eða hvítum. Má jeg sjá fót inn á þjer, Tamea?“ Tamea settist niður og rjetti fram sólbrendan fót sinn. Hann var styttri og breiðari, en Maisie hafði búist við, en ristin var há og öklinn grannur, og fóturinn allur fagurlega lagað- ur. „Hefirðu gengið mikið ber- fætt, Tam"ea?“ „Jeg gekk ætíð berfætt á Riva. En á Tahíti gekk jeg í skóm“. „Þú verður einnig að ganga í skóm hjer. Jeg hygg, að þú get- ur notað nr. 35, en við verðum að varast,\að afskræma þenn- an fót. Þetta er eini óskemdi fóturinn á fullorðinni mann- eskju, sem jeg hefi sjeð um æv- ina. — Iívað ertu gömul, Tamea?“ „18 ára“. Maisie trúði henni varla. — Líkamlega var Tamea fullþrosk uð kona. Hún var um það bil fimm fet og sjö þumlungar á hæð, og hver lína í líkama henn ar mjúk og ávöl, þrungin kven- legum yndisþokka. Háls henn- ar var stuttur og vöðvamikill og barmurinn hár og hvelfdur. „Vaxtarlag hennar er full- komið“, hugsaði Maisie. „Og höfuð hennar og háls eru eins og á gyðju“. Höfuðlag Tameu var svipað höfuðlagi föður hennar. Höfuð hennar var stærra en höfuð kvenna eru yfirleitt, og bilið milli eyrnanna var langt og vitnaði um góða greind. Auga- brúnir hennar voru svartar, þjettvaxnar og hvelfdust í boga yfir dökkbrúnum — því nær svörtum. gáfulegum augunum. Augnahárin voru óvenju löng, og gerðu augnaráðið syfjulegt. Haka hennar bar vott um skap festu — og þrákelkni. Milli rauðra, blómlegra varanna sá Maisie í hvítar, sterklegar tenn ur. Yfirlitur hennar var yndis- legur og bar vott um líkamlegt heilbrigði. Hendur hennar voru smágerðar og fallegar. „Hún er ekki einasta fögur“, hugsaði Maisie. „Hún er dásam- leg. Og þegar við höfum klætt hana tískunni samkvæmt —“. Þessar hugsanir hennar voru hruflaðar af því, að Júlía kom ii.n í herbergið í fylgd með sýningarstúlkunni. — Og nú hófst tískusýningin. Maisie var mjög smekkvís, og tókst henni brátt að glæða á- huga Tameu á búningum þeim, sem verið var að sýna henni. Þegar Rubenstein hafði lokið við að taka mál af henni, var hún orðin það hress í bragði, að hún skipaði Júlíu að sækja Danna, svo að hann gæti dást að kjólum þeim, sem hún hafði þegar valið. „Þjer verðið að bíða, þar til þjer hafið lokið við að klæða yður, væna mín“, sagði frú Pippy. Tamea var berfætt, í pilsi, en engri blússu. ,,Hversvegna?“ spurði hún kuldalega. „Þjer getið ekki tekið á móti húsbóndanum hálfklædd“. I stað þess að svara, dró Tamea upp úr náttborðsskúff- unni mynd af Maisie Morrison, í samkvæmiskjól. „Ungfrú Morrison var aðeins hálfklædd, þegar þessi mynd var tekin. — Júlía, kallaðu á herra Daníel Pritchard“. Frú Pippy leit aðvörunaraug um á Júlíu. Júlía hikaði. Drotning Riva-eyjar stappaði í gólfið, með berum fætinum. „Viltú gjöra svo vel að hlýða mjer, Júlía!“ „Já, auðvitað, •— Tammí mín —stamaði Júlía. ,,En hlustaðu á frú Pippy, hún. . . . “ „Jeg hefi ekkert við hana að tala. Hlýddu!“ ,,Júlía“, sagði frú Pippy. Hún rjetti úr sjer og horfði kulda- lega á Tameu. „í þessu húsi er það jeg, sem á að skipa þjer fyrir. „Ungfrú Larrieau getur kallað húsbóndann á sinn fund, þegar hún hefir lokið við að klæða sig, en ekki fyrr“. „Júlía er þjónustustúlka mín“, sagði Tamea. „Hún tekur ekki skipanir frá öðrum en mjer. Danni Pritchard gaf mjer hana“. „Júlía er engin ambátt, ung- frú Larrieau, sem hægt er að fyrir. Ungfrú Larrieau getur gefa án eigin samþykkis“. „Er jeg ekki húsmóðir þín, Júlía?“ spurði Tamea. „Jú“, svaraði Júlía vesaldar- lega. BEST AÐ AUGLYSA ! MORGUNBLAÐINU Rómverskt æf Eftir Naomi Mitchison. 3. sinnum meira fyrir hann, en kaupmaðurinn hafði goldið föður mínum. Radimir og þrælasalinn ræddu saman um stund, en jeg stóð hjá Magsa gamla með pokann minn og var að reyna að ráða við mig, hvað gera skyldi og hve mikils kaups jeg ætti að krefjast. Þegar þrælasalinn hafði talað við Gotann, kom hann til mín og sagði: „Þetta er allt í ágætasta lagi. Jeg hefi sjeð um það”. — Jeg ætlaði að fara að þakka honum, en hann bað mig að láta það vera, þetta væri ekki neitt. Svo gekk hann út glottandi, og skömmu síðar heyrði jeg hann fara með þrælaflokkinn. Einn af þrælunum á bænum fór með Magsa og mig inn í eldhúsið og fengum við þar steikt kjöt og lauk í stór- um skálum, en aðrir, sem viðstaddir voru, spurðu okkur spjörunum úr. Jeg var mjög feiminn og 'sagði lítið, en Magsa svaraði öllum surningunum. honum þótti svo gam- an að tala. Brátt sendi Radimir eftir okkur. Hann sagði Magsa, hvað hann skyldi vinna daglega, og Magsa kinkaði kolli og brosti. Svo spurði hann mig hvað jeg hjeti, og svar- aði jeg „Cassin”. Þá bölvaði hann mjer og sagði, að jeg yrði að kalla sig herra, og þótti mjer það illt, að kalla Gota herra, en jeg bað hann afsaka og spurði hann hve mikið kaup jeg ætti að fá. „Kaup?” sagði Radimir fyrir- litlega og hrópaði svo af mikilli reiði: „Þrælar fá ekki kaup”. Mig svimaði svo að allt hringsnerist fyrir mjer. Jeg gat ekki útskýrt þetta, en Magsa gerði það. Radimir hló há- stöfum og sagði: „Jeg er búinn að borga hann, og fjekk hann ódýrt. Hann ætti að reyna að afsanna, að hann sje keyptur þræll”. I því bili kom aldraður maður, sem Radimir kallaði frænda, æðandi inn í herbergið. „Er þetta Rómverjinn?” kallaði hann. „Nú skal jeg borga honum fyrir það, sem þeir hafa gert mjer”. Og hann reiddi upp staf, sem hann var með, og barði mig með honum, svo jeg fjell á gólfið. Radimir skellihló, en bað hann hætta, og þegar hann gerði það, tók Magsa utan um mig og reyndi að hugga mig. Þegar jeg stóð upp, tók jeg eftir því, að kirtillinn minn hafði rifnað undan höggum karlsins. Radimir horfði á mig, hálfglottandi, en virtist þó kenna í brjósti um mig. „Þú segir, að þetta sje allt misskilningur, en jeg sje að þú hefir verið barinn áður. Hvernig stendur á því?” — Kennarinn: — Getur þú sagt mjer, hversvegna vatnið á Tjörninni frýs? Nemandinn: — Til þess að hægt sje að fara á skauta. ★ — Hvað eruð þjer gamlar, frú? — Hm, ja, sko.... — Verið þjer fljótar, frú mín góð, minnist þess að- þjer eldist með hverju augnabliki, sem líður. ★ Svo sagði jeg við hann: — Vitið þjer, hvað dóttir mín fær í heimamund? — Já, sagði svínið, en jeg gifti mig vegna ástarinnar. — Það er ekki mik ill vandi, lasm, sagði jeg þá, þegar þjer vitið um heima- mundinn. ★ Eiginmaðurinn við klæðsker- ann: — Þú verður að sauma leynivasa á þessi föt. Konan mín er farin að rata á alla þessa venjulegu. ★ — Þjer hafið stolið einu sinni áður. — Já, alveg rjett, en þá var jeg staðinn að verki og þýfið tekið af mjer, svo það reiknast varla með. Sjerfræðingurinn: — Það besta, sem þjer getið gert, er að hætta að reykja og drekka og fara að hátta kl. 10 á kvöld- in. Sjúklingurinn: — Og hvað er næst best? ★ — Konur eru mest aðlað- andi. þegar þær eru komnar yfir þrítugt. — Jæja, jeg hitti nú sjaldan konur, sem eru eldri en 29 ára. ★ Dómarinn: — Hafið þjer ekki samviskubit? Ákærandi: — Augnablik, jeg ætla að spyrja lögfræðing minn. ★ Frúin: — í fyrri viku sá jeg yður kyssa mjólkursendilinn á hverjum morgni og matvöru- verslunarsendilinn bæði kvölds , og morgna. Líklega er það sama sagan með sendilinn frá slátraranum? Stúlkan: — Nei, frú, hann kemur ekki nema tvisvar í viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.