Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 252. tbl. — Laugardagur 9. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f HARÐIR BARDAGAR STAIMDA EIMIM í AÞEIMU „VOPIMAÐUR SIÍRÍLL ER EKKI LVÐRÆDP6 Borgin orðin matvælalaus ✓ —————— London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HARÐIR bardagar standa enn yfir í Aþenuborg. Bresk- ir hermenn hafa náð Akropolis hæðinni á sitt vald, en barist er við rætur hæðarinnar og í miðri borginni. — Frjettaritari Reuters símar, að til liarðra átaka hafi komið í dag skamt frá sendiherrabústaðnum breska, en tekist hafi að lokum að hrekja skæruliða brott úr hverfinu, þar sem sendiherrabústaðurinn er. Hungursneyð yfirvofandi. I Aþenuborg hefir ekkert verið unnið undanfarna daga og hefir ekki verið hægt að koma matvælum til borgarinn- ar. Þar voru ekki neinar mat- vælabirgðir fyrir og þúsundir manna hafa ekkert að borða. Haldi bardagar á fram lengi énn, má búast við hungursneyð í borginni. Alsheriarverkfallið. Alsherjarverkfall stendur enn yfir í nokkrum grískum bæjum og borgum, þar á með- al í Pyræus og Saloniki. Verk- fallið hefir haft það í för með sjer, að ekki hefir verið hægt að skipa upp matvælum í Saloniki. Uppreisnarmenn á leið til Aþenu. Fregnir hafa borist til Aþenu um sveitir Elas-manna, eða skæruliða, sem eru á leið til Aþenuborgar. Eru margar þess ar sveitir vel vopnaðar. Hafa auk vjelbyssna, fallbyssur með 75 mm. hlaupvídd. Einn grísk ur hershöfðingi, sem berst með Elas-mönnum er sagður vera á leið til höfuðborgarinnar með 2000 manna lið. Halifax lávarður ræðir við Stettinius. Halifax lávarður, ambassador Breta í Washington átti langt viðtal við Stettinius utanríkis- ráðherra í dag. Að viðræðunum loknum sagði Halifax, að Bret- ar og Bandaríkjamenn væru sömu skoðunar í mörgum aðal- atriðum hvað snerti stefnu þess a.ra þjóða í Evrópumálunum. Fjórburafæðing í Englandi Manchester í gærkvpldi: í W arrington-sjúkrahiisi fæddust í dag fjorburar, alt stúlkur. Móðirinn heitir Ethel) Rrenda Green og er 23 áraí göinul. Faðirinn er strætis- vagnsstjóri. — Reuter. Rússar að umkringja Budapest London í gærkveldi: Rússum hefir enn orðið mikið ágengt í sókninni til Budapest. Segja Þjóðverjar, að Rússar sjeu að umkringja borgina. Rússar hafa sótt frarn beggja vegna Balotonyatns. Segjast Rússar hafa tekið um 70 staði við vatnið í dag. Vín víggirt. Fregnir frá Svisslandi í dag herma, að Þjóðverjar hafi sent 3000 erlenda verkamennj ásarnt þýskum konum og ungl ingum til að vinna að því að víggirða Vínarborg. -segir Churchill Aftökunni freslað vegna lasleika njósnarans London í gærkveldi. Svissneska útvarpið skýrði frá því í kvöld, að tveir af þremur njósnurum, sem dæmd, ir höfðu verið til dauða og sem svissneska þjóðarsamkom' an hafði neitað um náðum, hafi veri'ð teknir af lífi í dag. Frestað var aftöku þriðja; njósnarahs, Pluesch að nafni, vegna þess, að hann var las- inn. Reuter. Auslurvígslöðvarnar Kortið hjer að ofan sýnir hernaðaraðstöðuna á Austurvíg- stöðvunum eins og hún er nú, nema hvað Rússar eru nú komnir lengra inn í Suðvestur-Ungverjaland en hjer er sýnt. Harðir bardagar í Siegfriedlínunni London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ENN eru bardagar harðastir á Vesturvígstöðvunum í Saar- dalnum. Hafa orðið' snarpir bardagar í Sigfriedlínuvirkjunum á þessum slóðum í dag. Hersveitir Pattons hafa sótt fram og eru nú komnar norður fyrir Dillingen, allstóra iðnaðarborg í Saar. Sækja Bandaríkjamenn fram milli Sarlouis og Saar- brucken, sem er stærsta borgin í Saarhjeraði. Eru Bandaríkja- menn eina 5 km. frá þeirri borg. Ráðist á rakettustöðvar. London: Breskar Spitfii’e- flugvjelar ráðast nú því nær daglega á stöðvar þær í Hol- landi, sem Þjóðverjar skjóta rakettusprengjum sínum frá. Hafa flugmennirnir meðal ann ars varpað sprengjum á vagna, sem rakettusprengjur eru flutt ar á. Skriðdrekagagnáhlaup. Þjóðverjar hafa gert nokkur gagnáhlaup í Saarhjeraði í dag og teflt fram skriðdrekum, en ekki hafa þau gágnáhlaup borið neinn árangur. Syðst á vesturvígstöðvunum sækja Frakkar og Bandaríkjamenn enn fram til Colmar og virðist, sem Þjóðverjar sjeu að yfir- gefa þá borg. Á Dusseidorf og Köln víg- ^ 1 stöðvunum hafa ekki orðið nein ar verulegar breytingar í dag. I Miklar loftárásir. i Miklar loftárásir eru gerðar daglega á samgöngukerfi Þjóð verja og í dag fóru flugvjelar bandamanna í um 600 árásar- ferðir á samgöngumiðstöðvar |að baki víglínu Þjóðverja, alla leið norður til Hanover. Ráðist var á Duisburg í nótt Breska stjórnin fjekk traustyfir- lýsingu mú 279:30 atkv. London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgnnblaðsins frá Reuter. HEITAR UMRÆÐUR urðu í neðri deild breska þingsins í dag um Grikklandsmálin. Nokkrir þingmenn höfðu borið fram tillögu þess efn- is, að breskir hermenn yrðu látnir hætta að berjast gegn grískum skæruliðum. Chur- chill varði stefnu stjórnar- innar og kvaðst gera það að fráfararatriði fyrir sig, ef þingið samþykti tillögu þessa. Stjórn Churchills fjekk traustsyfirlýsingu þingsins með 279 atkvæðum gegn 30. „Svika-lýðræðið“. í ræðu sinni talaði Churchill um ástandið í Grikklandi. Belg íu og Italíu, þar sem skæruliðar hafa vaðið uppi og ætlað að hrifsa til sín völdin með vopna valdi. ,,Andstæðingar stjórnar- innar í þessu máli“, sagði Churc hill, „segja. að breskum her- mönnum hafi verið teflt fram gegn vinum lýðræðisins. Það er rjett að skæruliðar börðust margir hraustlega gegn Þjóð- verjum, en það kom líka fyrir að skæruliðar notuðu vopnin til þess að vega pólitíska and- stæðinga sína. „Það virðast vera skiptar skoðanir um, hverjir sjeu vinir lýðræðisins og hvað sje lýðræði. Jeg lít svo á að lýðræði sje í því fólgið, að hinn óbreytti mað ur í þjóðfjelaginu, sem hefir barist fyrir föðurland sitt fái óáreittur og óttalaust, að ganga að kjörborðinu og velja sjer sína eigin ríkisstjórn. Jeg virði og vinn fyrir þesskonar lýðræði. ,, Jeg vinn hinsvegar ekki fyr- ir svika-lýðræðið, þá menn, sem þykjast vera lýðræðissinn- ar vegna þess að þeir teljast í flokka, en ætla að hrifsa til sín völdin með vopnavaldi. „Það er fasisnii“. „Jeg kalla ekki múgæsingu og skríl-lög lýðræði. Þeir sem Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.