Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. des. 1944. iMiiiiiiiiiiiimmitiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiniiiiiiiii |l\iæturvarslal = Reglusamur eldri maður 5 = getur fengið atvinnu við 1 i næturvörslu á Bifreiða- = E verkstæði okkar frá 15. des .fjj = Bifreiðastöð Steindórs. S iiimniiiiiamiiiinimimmunimimiiiiimiiimmiihi' Smyrsl, sem áreiðanlega útiloka svitalykt og mýkja hörundið í handarkrikun- um. Amolin Cream er mjúkt, ilmandi og laust við lyfjaþef. — (44-7E.) Amoljfi Guðmundur Ólafsson frá Fialli 70 ára I DAG er Guðmundur Ólafs- son frá Fjalli sjötugur. Hann er sonur Ólafs Stefánssonar prests á Felli í Mýrdal og Mar- grjetar Ófeigsdóttur hins ríka á Fjalli á Skeiðum. Misti hann föður sinn, er hann var þriggja ára að aldri, en 15 ára fluttist hann með móður sinni að Valda stöðum í Kaldaðarneshverfi. —- Þar dvelur hann í þrjú ár, en flyst svo þaðan að Móakoti. til Einars Ingimundarsonar um- boðsmanns og konu hans. Jak- obínu Björnsdóttur prests í Gaulverjabæ. í Móakoti giftist Guðmundur Guðrúnu Sigurðar dóttur (1898), systur Geirs Sig urðssonar skipstjóra. Bjó hann þar með konu sinni til 1919, en þá íluttust þau hjón að Læk í Ölfusi, og búa þar til 1924, en þá flytja þau til Reykjavíkur, og nú eiga þau heima 1 Þing- holtsstræti 8 B. Hafa þau eign- ast 6 börn, 3 syni og 3 dætur. Af þeim er 1 sonur látinn. Guðmundur Ólafsson hefir stundað sjó meira og minna frá 16 ára aldri til sextugs, aðal- lega þó eftir að haen fluttist hingað til Reykjavíkur. Mun hann hafa verið duglegur sjó- maður. Nú stundar hann af- greiðslustörf hjá Þóroddi Jóns- syni heildsala. Þetta er í stuttu máli æfisaga Guðmundar Ólafssonar frá Fjalli.Hún er ekki venju fremur ur viðburðarík, — engin æv- intýrasaga, frá ytra sjónarmiði sjeð, enda er maðurinn rólynd- ur jafnvægismaður, sem lætur lítið yfir sjer. En þeirrar lífs- nautnar, sem sumir menn leita fyrst og fremst í auðsöfnun, í mannaforráðum og mannvirð- ingum og öðru slíku, hefir hann leitað í heimi listarinnar. Hann hefir alla sína æfi verið mjög söngelskur, og var tugi ára organleikari 1 kirkjum aust anfjalls, t. d. á Eyrarbakka í 10 ár. Og ljóðelskur er hann og minnugur á ljóð, svo að af ber. Guðmundur er greindur maður og athugull, og þannig skapi farinn, að hann ávinnur sjer traust og vinsældir þeirra, er þekkja hann. Gleðimaður er hann, en þó við hóf, og hefir gamansögur á hraðbergi. Ald- urinn ber hann vel, er vörpu- legur á velli og fær enginn sjeð, að þar sem hann er, fari sjötugur maður. Mikinn svip ber hann ættar sinnar, Fjalls- ættarinnar svo kölluðu, og minnir um margt á suma frændur sína í þeirri ætt, einn- ig um andlega gerð. Að lokum vil jeg óska hinum sjötuga heiðursmanni, þegar halla tekur nú óðum æfidegi hans, sem fegurstra kvöld- söngva. Grétar Fells. Vjelaverkstæði Einars J. Skúlasonar, Veltusundi 1. er flutt íBröttugötu 3b Ennfremur hefi jeg opnað Jólabazar á sama stað. Virðingarfylst EINAR J. SKÚLASON. Þáfftalca íslands í I. L. 0. ALÞINGI hefir samþyktj einrónia þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar nm þátt- töku íslands í alþjóðlega viunumálasambandinu (F. L. O.). • F.járveitinganefnd fjekk til- löguna til athugunar og mælti hún öll með samþykt hennar. Þingið samþykti svo tillöguna einróma. GuSmundur Bjarni Jónsson frá Dýra- firði 7$ ára SJÖTÍU OG FIMM ÁRA er í dag, 9. desember, gamall og mætur Dýrfirðingur, Guðmund ur Bjarni Jónsson. Er hann nú til heimilis í húsinu 17 við Bragagötu á Akranesi, ásamt konu sinni, Helgu Jónsdóttur, er hefir nú hússtjórn á hendi fyrir tvo yngstu syni þeirra. Guðmundur Bjarni, en svo er hann venjulega nefndur, er fæddur að Lokinhömrum í Arn arfirði 9. des. 1869. Foreldrar hans voru, Jón Ólafsson frá Auðkúlu í Arnarfirði og Krist- ín Guðmundsdóttir, frá Meðal- dal í Dýrafirði. Ólst Guðm. Bjarni upp hjá foreidrum sín- um, og var hjá þeim til 35 ára aldurs. Árið 1904, hinn 15. nóv. kvæntist han’n Helgu Jónsdótl- ur, frá Hrauni á Ingjaldssandi. Tveim árum síðar fluttust þau til Dýrafjarðar, og tóku til ábúðar hálfa jörðina Bakka í Mýrahreppi. Bjuggu þau þar í þrjú ár. Þaðan fluttust þau að Þingeyri, og áttu þar heima til ársins 1940, en þá fluttu þau að Akranesi. Varð þeim hjón- um tíu barna auðið, sjö sonu og þriggja dætra. Eru átta þeirra á lífi, öll hin mannvæn- legustu. Hafa nokkur þeirra sest að á Akranesi, en hin hjer í Reykjavík og Hafnarfirði. — Áttu þau hjónin 40 ára hjúskap arafmæli 15. nóv. s.l. Ungur að aldri tók Guðmund- ur Bjarni að stunda sjómensku, eins og algengt er um unglings- pilla á Vestfjörðum. Fjórtán ára gamall reri hann, sem há- seli, á opnum báti. Stundaði hann sjómenskup upp frá því, mestan hluta starfsæfi sinnar, á opnum skipum og þilskipum. Var hann formaður á opnum skipum 15 haustvertíðir, og farnaðist jafnan vel. En stýri- maður á þilskipum var hann 20 sumur. Mun hann jafnan hafa reynst vel og verið eflir- sóttur starfsmaður. Guðmundur Bjarni er ljúf- 1 menni í allri framkomu og drengur hinn besti. Hann er ennþá vel ern, ljettur í lund og Ijettur í spori. Og í anda er hann með sonum sínum á fiski miðunum, og í fangbrögðum við- dætur Ægis. Lítur hann nú yf- ir langan slarfsdag, og gleðst. í hópi barna sinna, sem bera hann á höndum sjer í eliinni. Og við hlið eiginkonu sinnar, lílur hann yfir hamingjusama sambúð, í gleði og erfiðleikum daglegs lífs. Og hann gleðst, því lund hans er ljett og von- irnar bjartar. Munu vinir hans og kunningjar senda honum og konu hans innilegar hamingju- óskir í tilefni dagsins. Kristján Sig. Kristjánsson. Flugmönnum bjargað. London: Nýlega hrapaði bresk Halifaxflugvjel í sjóinn alllangt undan Portugalsströnd um. Komst áhöfnin, 9 menn, í gúmmíbáta, þótt veður væri illt og var nokkru síðar bjarg- að af portugölskum togara. Fatasöfnun IVoregssöfnunarinnar heldur áfram Fatasöfnun Noregssöfnunarinnar heldur áfram. Tekið er á móti fatnaði, notuðum sem nýjum, hjá öllum deildum Rauða Krossins, hvar sem er á landinu, og deildum Norræna fjelagsins á Akureyri, Siglufirði og Isafirði, en í Reykjavík í skrifstofu Haralds Faabergs Hafnarstræti 5. X-9 V V V Eftir Robert Storm i U-STEN, YOU MONKÉVS.,. TtlEY'Vc 6OT PLENTY ON Al-L OP 06! TtíERE'6 PlVE MUNOREO YEARS ElöHT WEE'E IN fnE ROOM, NOT TO MENTlON A CCUPlB , Sgaa OF HOT &QUAT£>1 blue-jaw, VOU HAVE EXACTLV THREE AMNlJTEð TO MAKE VOUR CHOICE...SURRENDEÍ? OR SMOOT L tT OUT/___________________ mW WASN'T KIODINGí m §L ÆBL 8LUE-JAW ! TMEV il Wt'ÆwSL. gotaganö! a TUAT'S RIGWT, 0UT.... I raiurr 1—2) I hátalaranum: — Blákjammi, þú færð ná- kvæmlega þrjár mínútur til þess að velja um, hvort þú gefst upp eða verður svældur út úr greninu. — Einn bandíttínn: — Hann var ekki að gera að gamni sínu, Blákjammi, þeir eru margir. — Blá- kjammi: — Hlustið, asnarnir ykkar. Þeir hafa nóg til þess að dæma okkur alla fyrir, já, og okkur alla til samans, í fimm hundruð ára fangelsi, svo mað- ur tali nú ekki um þá, sem fá að sitjast í rafmagns- stólinn. — Bandítt: — Þetta er rjett, en . . . 3—4) Blákjammi: — Látið mig um það, við kom- umst hjeðan. Dreifið ykkur um húsið og byrjið að þruma á þá. (Kallar út um glugga): ■— Þetta er mitt svar, lögregluhundar. Komið og sækið okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.