Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagar 9. des. 1944. ,.Náðu þá í Daníel Pritehard. •— Skeyttu ekkert um, hvað þessi kona segir“. „Ef þú óhlýðnast mjer, Júlía“ sagði frú Pippy, „neyð- ist jeg til þess að segjd þjer upp vistinni fyrirvaralaust". ,,Ef þú óhlýðnast mjer, Júlía“, sagði Tamea, „rek jeg þig þegar úr þjónustu minni, en þó ekki fyrr en þú hefir verið barin, því að þannig er farið með óhlýðið þjónustufólk í minni sveit“. Júlía sneri sjer í öngum sín- um að Maisie. „Hvað á jeg að gera?“ spurði hún. Maisie andvarpaði. „Það er bersýnilegt, að frú Pippy og Tamea standa á öndverðum meið hvor við aðra. Við skulum reyna að miðla málum.“ Hún sneci sjer að Tameu, og brosti vingjarnlega. „Tamea, þú veist að frú Pippy er ráðskona hjer á heimilinu, og kærir sig því eðlilega ekki um, að gengið sje á vald hennar. Viltu ekki reyna að skilja það?“ „Nei, Maisie, þótt mjer þyki .Iteitt, að geta ekki orðið við bón þinni. Jeg er ekki vön því, að aðrir 'skipi mjer fyrir, og jeg kæri mig ekki um, að þessi Pippy standi í vegi fyrir ósk- um mínum. I síðasta sinn skipa jeg þjer að hlýða mjer Júlía“. „Jeg bið guð að hjálpa mjer“, tautaði Júlía og gekk að dyr- unum. Hún hikaði, þegar hún heyrði kalda, hörkulega rödd frú Pippy kalla: „Júlía!“ „Jeg er hrædd um, að það eigi eftir að verða yður þungt í skauti, frú Pippy, að stjórna raunverulegri drotningu“, sagði Júlía. „Jeg segi hjer með upp vistinni hjá yður“. Þegaj; dyrnar lokuðust á eft- ír henni, brosti Tamea, sigri hrósandi, en sagði ekkert, fyrr en Ðanni barði að dyrum. „Komdu inn, Danni Pritc- hard“, hrópaði hún. Hún stóð á miðju gólfi og leit ögrandi á frú Pippy um leið og Danni gekk inn úr dyrunum. Maisie sá, að honum brá dálítið í brún, þeg- ar hann sá, hve Tamea var ljett klædd, en hann ljet ekki á neinu bera. „Þú ert svei mjer glæsileg“, var alt sem hann sagði. „Geðjast þjer að þessum föt- um?“ spurði Tamea. „Já. En farðu í jakkann, svo að jeg sjái hvernig hann er“. — Hann fjekk sjer sæti, meðan hún lauk við að klæða sig. Slð- an gekk hann til hennar, og tók á efninu. „Heldurðu að þetta sje nógu hlýtt, Maisie?" spurði hann kvíðafullur á svip. „Loftslagið hjer er ekki eins hlýtt og á Riva-ey“. Tamea gekk alveg að hon- um, greip utan um bæði jakka- horn hans og horfði í augu honum. „Þú vilt ekki að Tamea deyi?“ spurði hún. „Nei, auðvitað ekki, væna mín“. „Þú vilt ekki, að Tamea fari úr þessu hlýja húsi, út 1 kuld- ann?“ „Nei, vissuíega ekki“. „Þú ætlar aldrei — aldrei að senda Tameu frá þjer?“ „Jeg lofaði föður þínum, að hugsa vel um þig, og jeg hefi hugsað mjer að efna það loforð. Hvað gengur eiginlega að þjer, barn?“ Tamea stundi þungan. „Jeg verð því miður að yfirgefa heimili þitt, þar sem jeg fæ ekki að skipa þjónustustúlku minni ■ fyrir í friði. Pippy gerist — helst til ósvífin“. Danna fór ekki að lítast á blikuna. „Það getur komið að því, Tamea. að jeg verði, það sem þú kallar ósvífinn, ef þú ! gerir eitthvað sem brýtur í bág við vilja minn. Þjónustufólkið hjer í húsinu á að hlýða skipun um frú Pippy. Og jeg ætla að biðja þig, að reyna að vera kurteis við hana“. „Herra Pritchard“, sagði frú Pippy. „Jeg hefi neyðst til þess að reka Júlíu úr vistinni fyr.ir óhlýðni“. „Júlía tilheyrir mjer. Pippy getur ekki rekið hana, Danni, er það?“ Danni leit vandræða- lega á Maisie, sem svaraði með gletnislegu augnaráði. „Hjer þýðir engin hálfvelgja“, hjelt Tamea áfram, „Jeg vil fá ákveð ið svar“. „Já, auðvitað. Þú baðst um Júlíu, og jeg sagði, að þú gætir fengið hana“, byrjaði Danni, en þá kom Júlía inn í herberg- ið. „Júlía, viltu vera áfram í þjónustu ungfrú L,arrieau’“ „Jeg hefi aldrei farið úr þjón ustu hennar“. „Frú Pippy segir mjer, að hún hafi neyðst til þess að reka þig“. „Júlía verður kyrr!“ hrópaði Tamea, og stappaði í gólfið. „Júlía fer!“ sagði frú Pippy. Það lá við að Danni óskaði þeim báðum út í hafsauga. „Kæra frú Pippy“, sagði hann biðjandi. „Þjér eruð eldri og reyndari en Tamea, og verð því að reyna að sýna henni um- burðarlyndi. .“. „Ó“, tók Tamea kuldalega fram í fyrir honum. „Þú heldur að jeg sje einhver bjáni?“ Alt í einu tók hún að gráta og kast aði sjer um háls Danna. „Júlía verður að fara“, sagði frú Pippy óhagganleg. Tamea vafði handleggjunum fastar um háls Daníels. „Þú gafst mjer Júlíu!“ snökti hún. ,,Þú getur ekki tekið hana frá mjer — þú getur það ekki!“ Alt í einu tók Danni ákvörð- un. „Þ'jer verðið að afsaka, kæra Jrú Pippy“, sagði hann. „Mjer þykir mjög leitt, að þurfa að virða að vettugi á- kvörðun yðar, sem jeg vona, að sje ekki óhagganleg. En Júlía verður kyrr“. Frú Pippy beygði silfurhært höfuð sitt og sveif síðan virðu- lega út úr herberginu. Tamea launaði Danna vasklega fram- göngu með kossi. Maisie, sem stóð og horfði rólega á þau, fann alt í einu til nístandi reiði gegn Tameu — eða var það afbrýðissemi? „Jæja, þá er það útkljáð11, sagði hún þurrlega, og Danni fann broddinn í orðum hennar. Hann leit á úrið. „Jeg verð að flýta mjer niður á skrif- stofu“, muldraði hann, og greip þannig fyrsta tækifærið til þess að forða sjer. Hann leib- aði árangurslaust að glettnis- glampa þeim í augum Maisie, sem hann hafði sjeð þar fyrir andartaki síðan. „Þú verður að hjálpa mjer, Maisie“, tautaði hann. „Jeg er kominn í hræði- lega klípu“. Hún kinkaði kolli. „Jeg skal reyna að koma á sættum. — Heyrðu, það var dálítið annað, sem jeg þurfti að tala um við þig. Jeg komst að því, í morg- un, að John frændi er á kafi í einhverju hrísgrjóna-braski“. „Grunaði ekki Gvend, — að hann' hefði eitthvað óhreint í pokahorninu! Jeg var kominn á sporið, og hefði getað Ijóstrað upp um hann eftir tvo eða þrjá daga“. „Það var sennilega þess- vegna, sem hann sagði okkur frænku þetta í morgun. Hann hefir ætlast til þess, að jeg segði þjer það“. Danni leit niður, og á andliti hans var nú Abraham Linkoln- svipurinn, sem Maisie kannað- ist svo vel við. Tamea, sem sá, að eitthvað amaði að honum, lagði handlegginn blíðlega utan um háls honum. „Hættu þessu, Tamea!“ hróp aði Maisie alt í einu. „Herfa Pritchard er ekki vanur svona atlotum frá þeim, sem hann ekkert þekkir“. Tamea hröklaðist þegar frá Danna. „Júlía. hjálpaðu ungfrú Larrieau að klæða sig!“ skipaði Maisie. Augu Tameu leiftruðu, en engu að síður settist hún niður, og klæddi sig í skóna, sem Júlía fjekk henni. „Þakka þjer kærlega fyrir alla hjálpina, Maisie“, sagði Daníel. „Nú verð jeg að fara. — Vertu sæl, Tamea, og vertu nú góða barnið á meðan jeg er í burtu“. | Tamea, reis á fætur. „Þú ert faðir minn og móðir mín“, sagði hún auðmjúk. „Jeg ætla |að kveðja þig með kossi“, og hún gerði það. „Þessi litla norn hefir aðeins dvalið 24 klst. hjer í húsinu, en |hún hefir þegar kyst Danna tvisvar í nærveru minni. En jeg, sem hefi þekt hann alla mína ævi, hefi aðeins kyst hann einu sinni“, hugsaði Maisie. | Hún hafði nægilegt hug- myrídarflug til þess að skilja, hvers vegna Tameu, sem kom- in var af einvöldum og harð- stjórum og vön því frá blautu ; barnsbeini, að stjórna og skipa fyrir, varð að fyrirgefast hegð- un hennar • við frú Pippy. En hún gerði sjer einnig grein fyr ir því, þar sem hún var sjálf kona, að~ ef Tamea hjeldi á- fram að beita þannig blygðun- arlaust kvenlegum yndisþokka sínum, myndi hún innan Iskamms ráða öllu á heimili Daníels. Hann var eins og vax í höndum hennar. Það var því dálítil ögrun í augnaráði Maisie, þegar hún leit á Tameu. mm Rómverskt æfintýr Eftir Naomi Mitchison. 4. Auðvitað sá hann örin á baki mínu, þar sem jeg hafði ver- ið barinn áður. Jeg sagði honum, hvernig það hefði at- vikast, og jeg held hann hafi trúað mjer. Hann hló þá aftur og sagði: „Jeg þakka guðunum fyrir, að drengirnir mínir eru ekki undir rómversk lög gefnir”. Það þótti mjer ekki gott, að hann sagði. Og svo bætti hann við: ,,En hvort sem jeg á að trúa þessu eða ekki, þá hefi jeg nú keypt þig, og þú verður að vinna fyrir andvirði þínu. En við skulum ekki fara illa með þig hjerna”. Jeg vissi ekki almennilega hvað undir þessu bjó, og að jeg gat ekki bætt fyrir mjer með mótmælum, svo jeg sagði bara: „Jeg þakka fyrir, berra”, og fór út með Magsa gamla. Jeg vann nú að búinu, aðallega við skepnuhirðingu. — Mjer fanst svo gaman að vera með hrossunum, þar voru margir fjörugir folar, og þegar enginn sá til, fjekk jeg mjer oft sprett á brúnum fola, sem alltaf kom til mín úti í hag- anum og neri sjer upp við mig. Flestir þrælarnír voru Gotar, eða einhverjir norrænir menn, og það tók mig nokkurn tíma að læra tungu þeirra, og ekki voru þeir að hjálpa mjer til þess heldur, og oft kom það fyrir að jeg gerði skakkt það sem jeg átti að gera og var þá hlegið að mjer. Jeg var oft að hugsa um, hvort faðir minn og þrælaprangarinn hugsuðu nokkru sinni um þann óleik, sem þeir gerðu virðuleika Rómverjans, með því að selja mig. Magsa var í eldhúsinu og jeg sá hann varla, en þá sjaldan hann talaði við mig, ávarpaði hann mig, eins og jeg væri enn yfir hanrusettur, og hann bæri virðingu fyrir mjer, og það glæddi alltaf vonir mínar. Að sumu leyti var lífið ekki eins erfitt og það hafði verið, meðan jeg var heima, að minnsta kosti reyndi jeg hjer að gera allt eins vel og jeg gat. En samt gat jeg ekki og síst, þegar kalt var, látið hjá líða að hugsa um það, að bráðlega myndi eitthvað gerast, svo jeg kæmi aftur heim, fengi rjettindi mín til lífsins og gæti tekið til að læra, eða að minnsta kosti orðið frjáls, þott seint væri og sjálfum mjer ráð- andi. En allt var þetta vafabundið, nú var jeg utan landa- mæra rómverska ríkisins, og hvort jeg losnaði nokkru sinni úr ánauðinni, var allt komið undir vilja hins gotn- eska húsbónda míns og herra. Það þýddi ekkert að leita til Magsa um ráð, hann var fæddur þræll og þekkti enga aðra æfi, en þá að hlýða þessum eða hinum húsbónda sín- um og eiganda, honum þótti stundum leitt að hafa verið tekinn frá konqnni sinni, en Radimir var betri við hann, en faðir minn hafði verið. Jeg gætti þess vel að verða ekki á vegi gamla frænd- ALICE JAMES, kona Villiam James (1842—1910), sagði að oft á kvöldin hefði maður henn- ar hrópað: „Hvernig er það, eigum við ekki að fá að vera eina. einustu kvöldstund ein, þurfum við endilega altaf að tala við einhverja aðra, sem koma hingað?“ Og hún svaraði: l„Jeg skal sjá um, að öllum sem koma í kvöld, verði sagt að þú sjert lasinn og getir ekki tekið á móti heimsóknum“. Þau settust nú niður og ætl !uðu að láta sjer líða vel. Alt í eiriu hringdi dyrabjallan og Alice fór sjálf til dyra, til þess að. vera viss um að þetta yrði nú gert, en William var á hæl- um hennar og er hann sá komu mann, hrópaði hann: „Komdu inn fyrir, komdu inn, gamli vin- ur“. DANIEL WEB£TER var eitt sinn á veiðum nokkuð langt frá gistihúsinu þar’ sem hann bjó. Það var nokkuð liðið á kvöld og farið að dimma, svo hann á- kvað að gista á næsta bónda, sem var skamt undan. Það voru allir háttaðir á bænum og ber hann á útidyrnar. I efri hæðinni rak maður höf uðið út um glugga og spurði dimmri röddu: „Hvað er það fyrir þig?“ „Mig langar til þess að vera hjer í nótt“, sagði Webster. „Alt í lagi“, sagði maðurinn, „vertu bara hjer“, og skelti glugganuni aftur. • ★ Um 2000 árum fyrir Krist voru Assyríumenn og Egyptar farnir að nqta vagna, en í Ev- rópu var fyrst farið að nota þá um 1000 e. Kr. ★ Lögregluþjónn mætir dauða- drukknum manni kl. 3 um nótt. — Hvert ertu að halda, mað- ur minn, á þessum tíma nætur,“ sagði lögregluþjónninn? — Ha? Jeg? Á fyrirlestur. « Árið 1752 fann Ameríkaninn Benjamín Franklin eldingar- varann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.