Morgunblaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Vaitýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hallærið í Framsókn EINS OG öllum landslýð er kunnugt, fór Framsóknar flokkurinn svo halloka í eldhúsumræðunum á dögunum, að þess eru fá eða engin dæmi í þingsögunni. Eigi aðeins eyddu stjórnarliðar öllum árásum á stjórnina, heldur sönnuðu þeir og að Framsóknarflokkurinn hafði staðið að öllu því er hann nú rjeðist á, meðan hann sjálfur ætl- aði í stjórn. Ennfremur var Framsókn mint svo áþreifan- lega á sína flekkóttu fortíð, að þeir Hermann og Eysteinn stóðu höggdofa og ráðlausir. Nú hefir „Þórarinn greyið” líka neyðst til að játa eymd sína og fátækt. í föstudagsblaði Tímans auglýsir hanjj » ámátlega hvílíkt hallæri nú er í afturhaldsherbúnunum. í stórri forsíðugrein, í svörtum sorgarramma, undir fyrirsögninni „Einstæður atburður í sögu Alþingis“, er sagt frá meinlausum orðaskiftum, er fram fóru nýlega milli forsætisráðherra og forseta Sþ. Lætur Tíminn sem hjer sje um stórviðburð að ræða, og hafi lokið þannig, að „forsætisráðherrann setti dreyrrauðann undir orðum for- seta og muldraði eitthvað ógreinilega i barm sjer“. ★ Sannleikur máls þessa er sá, að við umræður um hlut- leysi útvarpsins fann Jakob Möller að því, að forseti Sþ. viðhafði jafnan þann formála. er hann tilkynti ræður Sjálfstæðiámanna, að nú talaði þessi eða hinn „fyrir hönd þess hluta Sjálfstæðisflokksins, er styður ríkisstjórnina”. Jakob sýndi fram á með óyggjandi rökum, að menn þessir töluðu í umboði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögum Sjálfstæðisflokksins væri það ekki þingflokkur Sjálfstæð- ismanna, heldur flokksráðið, sem ákvæði um samstarf við aðra flokka. En flokksráðið hefði með yfir 90% atkvæða samþykt að ganga til þessa samstarfs og styðja núverandi ríkisstjórn. Þar með hefði Sjálfstæðisflokkurinn tekið sínar ákvarðanir. Nefndir ræðumenn hefðu því verið rjett ir og lögmætir umboðsmenn flokksins, sem töluðu í hans nafni, alveg án þliðsjónar af því hvort einhverjum Sjálf- stæðismanni, utan þings eða innan, fjelli betur eða ver. ★ Forseti Sþ. taldi sig hafa haft rjett til áðurgreindrar at- hugasemdar, enda hefði hann borið hana undir forsætis- ráðherra. Forsætisráðherra viðurkendi það rjett vera, að forseti Jiefði skýrt honum frá athugasemdinni. En forsætisráð- herra gat þess, að hann hefði ekkert vaid til að hindra slíkar athugasemdir forseta, og stæði auk þess nákvæm- lega á sama um þetta. Hinsvegar bæri hann enga ábyrgð á þessum ummælum forseta, teldi þau óþörf og fremur barnaleg, svona rjett álíka og ef ræðumenn Sjálfstæðisfl. hefðu byrjað ræðui sínar með því að segja: „Jeg tala fyrir hönd þeirra Sjálfstæðismanna, sem ekki styðja forseta Sþ“. Lauk svo þessum orðaskiftum með því, að forseti Sþ. sagði: „Forsætisráðherrann er þá vikinn frá fyrri aðstöðu sinni”, en forsætisráðherrann svaraði: „Nei, alls ekki, mín aðstaða er óbreytt”. ★ Þetta voru orðaskiftin, sem fóru á milli forsætisráð- herra og forseta Sþ. Og þetta er það, sem Tíminn nefnir: „Einstæður atburður í sögu Alþingis”! Vitanlega kemur engum til hugar, að forsætisráðherrann hafi óskað eftir eða valdið því að forseti Sþ. ljet þessa óþinglegu athuga- semd fylgja, er hann tilkvnti ræðumennina. Engin athugasemd var látin fylgja þegar Hermann og Eysteinn voru tilkyntir; aðeins sagt að þeir töluðu „fyrir hönd Framsóknarflokksins”. Vitað er þó, að'þeir töluðu ekki f. h. fyrverandi formanns flokksins og stuðnings- manna hans. Jónas hefir lýst yfir opinberlega, að þeir Hermann og Evsteinn hefðu enga möguleika til atlögu gegn ríkisstjórninni, vegná fortíðar þeirra. (■ En uppþot Tímans út af þessum atburði sýnir, að hor- fellir vofir nú yfir illa höldnum, öfundsjúkum afturhalds- sálum eins og „Þórarni greyinu’*. a&iAiF- - ’) tr v'j, Verðlaunasamkepni um framtíðarskipan landbúnaðarins Guðm. Jónsson, Hvann- eyri hlutskarpastur. BÚNAÐARÞING efndi á s.l. ári til opinberrar samkeppni um tillögur með greinargerð um framtíðarskipun landbún- aðarins. Var milliþinganefnd Búnaðarþings, sem vinna skyldi að rannsókn á framleiðslu land búnaðarins og skilyrðum fyrir sölu landbúnaðarafurða, falið að dæmi iillögunnar. Ennfremur hjet Sveinn bóndi Jónsson á Egilsstöðum kr. 1000.00 til verðlauna' frá sjer, fyrir þá úrlausn, sem best væri að hans dómi. Engin 1. verðlaun voru veitt en ein 2. verðlaun og tvenn 3. verðlaun og auk þess veitt rit- laun fyrir tvær ritgerðir, en alls bárust 27 ritgerðir. Onnur verðlaun hlaut Guðm. Jónsson, kennari (nú settur skólastjóri) á Hvanneyri að upphæð 2500 krónur. Þriðju verðlaun hlutu þeir Guðmund- ur Jósafatsson, bóndi í Aust- urhlíð í Blóstaðarhlíðarhreppi og Olafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi í Rípurhreppi, kr. 1500.00 hvor. — Ritlaun var þeim veitt Gísla Kristjánssyni, búfræðikandidat í Kaupmanna höfn, — frá Brautarholti í Svarfaðardal — og Jóni Sig- urðssyni, bónda í Ystafelli, 1000 krónur hvor. — Sveinn á EgilsstÖðum hefir ekki enn átt þess kost að lesa allar samkepn isritgerðirnar og því ekki enn veitt sína viðurkenningu. Þá var efnt til verðlaunasam keppni um tillögur um fyrir- komulag útihúsabygginga í sveit. Önnur og þriðju verð- laun voru veitt þar. Ágúst Steingrímsson, byggingafræð- ingur í Hafnarfirði hlaut önn- ur verðlaun, 1000 kr„ en 3. verðl. 1000 kr. hlutu þeir sam- an Árni Kristjánsson og Þór- arinn Kristjánsson, bændur í Holti í Þistilfirði. Innanf j elagsmeistara- mót T.B.R. Badminlonkepnin fiófsl í gær INNANFJELAGSMÓT Tenn- is- og Badmintonfjelags Reykja víkur, í badminton, hófst í gær. Kept var í tvíliðakepni og voru þátttakendur 8 talsins. — Sigurvegarar urðu Jón Jóhann esson og Georg L. Sveinsson. Er þetta í þriðja sinn er þeir fjelagar ganga með sigur aí hólmi og unnu þeir til eignar tvær silfurskálar, er nokkrir velunnarar fjelagsins gáfu, til kepni í þessari grein. — Fefir fjelagið þegar fengið loforð fyrir nýjum skálum til kepni á næstu árum. Mótið heldur áfram n. k. sunnudag og fer þá fram ein- menningskepni karla. Verða þáttlakendur 10 tiþI2. Núver- andi meistari í þessari grein er Friðrik Sigurbjörnsson* — Gangi Friðrik með sigur af hólmi, mun hann vinna til eignar silfurbikar, sem hann er nú handhafi að. XJííverji ólripar: clciaíeaci lífinu j Á síðustu stundu. ÞAÐ VIRÐIST ætla að verða einn allsherjar þjóðarlöstur hjá okkur íslendingum, að vera ávalt á síðustu stundu með það, sem við þurfum að gera. Hafa ætíð okkar eigin hentisemi og kæra okkur kollótt um, hvernig þeim kemur seinlætið, sem við skift- um við. Þetta er að verða þannig á öllum sviðum. Föst regla að geyma það til morguns, sem hægt er að ,gera í dag og gæta þess, að gera það ekki að morgni, sem hægt er að geyma til kvölds. Þeir vita það, sem selja happ- drættismiða, hve erfitt er að fá fólkið til að endurnýja fyrr en á síðustu stundu, helst sama dag inn og dregið er. Ekki er hugsað um 'hve mikla erfiðleika þetta skapar þeim er happdrættismið- ana selur. Eða hvernig er það með greiðslu á afnotagjaldi fyrir síma. Þó það komi inriheimta eftir inn- heimtu brjeflega, eru það fjölda margir, sem ekki greiða símann fyrr en eftir að stúlka hefir hringt og sagt, að nú verði lokað fyrir símann, ef ekki sje borgað fyrir kl. 2 í dag. Hjá sumum verður að loka fyrir. #. Það heitir trassaskapur. ÞETTA heitir trassaskapur, og er ljótt orð og leiðinlegt. Auk þéss stórskaðlegur ávani einstak- lingum, að ekki sje nú talað um þegar það virðist vera þjóðar- löstur. Dæmin um happdrættismiða og símaafgjöld hefi jeg tekið af handahófi, af því mjer datt það fyrst í hug. En það eru ótal fleiri dæmi. Þegar menn þurfa að koma handritum í blöðin, koma þeir með þau á kvöldin, í morg- unblöðin, þó þau gætu verið til snema dags og í eftirmiðdags- blöðin rjett áður en þau eiga að koma út. Fjöldi manns verður fyrir óþarflegum erfiðleikum fyrir trassaskap eins manns. Nú er mikið að gera hjá flest- um, bæði einstaklingum og fyrir- tækjum, vegna undirbúnings und ir hátíðina miklu. En samt þykist enginn þurfa að flýta sjer. Hvernig er það með jóla-klippinguna, jólagjafa- káupin og allt annað, sem gera þarf? Ætli það verði ekki marg- ir, sem geyma það fram á síð- ustu stundu, eins og vant er? » Deilt á þjónustufólk. H. G. skrifar mjer langt brjef um framkomu þjónustufólks og illa úti látnar veitingar á mörg- um veitingastöðum hjer á landi. Um veitingarnar hefir verið rætt svo mikið, að við skulum leiða þær hjá okkur í bili, en þetta segir brjefritarinn m. a. um þjón- ustufólk í veitingahúsum: „Það kemur alt of oft fyrir að gestum er sýnd megnasta ókurt- eisi af þessu fólki, eru þess mý- mörg dæmi, sem jeg held að flest ir hafi orðið varir við. Þjónar og þernur verða að skilja það, að fólk, sem kemur á veitinga- hflS, sækir þau til þess að skemta sjer, og þeir mega ekki spilla þeirri ánægju með ruddalegri og leiðinlagri framkomu. Hjer þyrfti nauðsynlega að koma upp skóla fyrir þetta fólk, þar sem það gæti lært að hegða sjer kurteislega, og koma virðulega fram, því þeirra starf er vissulega ekki minna virði en hvert annað, sem unnið er í þjóðfjelaginu. — Því ber þó ekki að neita, að til eru þjónar og þernur, sem sýna ávalt kurteísi og þægilegt viðmót“. Önnur hlið á því máli. VEGNA ÞESSA reiðilesturs sýndi jeg kunningja mínum, sem er þjónn og hefir starfað fjölda mörg ár við veitingastörf, bæði hjer á landi ag erlendis, þessa grein, og spurði um álit hans. „Það er alveg rjett“, sagði hann, „að það er ýmsu ábótavant hjá frammistöðufólki í veitinga- húsum hjer á landi. Mætti lag- Tæra margt með lítilli fyrirhöfn og vissulega er skóli nauðsyn- jlegur fyrir frammistöðufólk, eins og aðra, sem vilja læra sína iðn. I En þegar rætt er um framkomu þjóna og þerna, verður ekki hjá því komist að ræða einnig um hinn aðilan, en það er veitinga- hússgesturinn íslenski. Meðal ís- j lenskra veitingahúsgesta eru [vissulega margir menn, sem þyrftu að fá góðan og harðan skóla til þess eingöngu að læra almenna mannasiði. Framkoma margra veitingahúsgesta er þann ig, að hún myndi hvergi vera lið- jin nema á íslandi". ( Þetta voru ummæli hins reynda þjóns. „Sjússar" í Hótel Borg. VEGNA ummæla, sem hjer voru hþfð í dálkunum á dögun- um um þá óhæfu, sem yfirleitt tíðkast í hófum hjer í bænum, þar sem vínveitingar eru, að ekki fæst keypt áfangi nema í heil- um flösítum, hefir Hjörtur Niel- sen að Hótel Borg skýrt mjer frá því, að þegar vínveitingar eru á Borginni, geti allir fengið keypt sterka drykki í smáskömtum. Hafi þetta svo verið og verði enn. — Gott að vita til þess fyrir þá, er þurfa á því að halda, en það breytir ekki þeirri stað- reynd, að flöskusala hefir verið algengust annarsstaðar, þar sem áfengi hefir verið til sölu á dans- leikjum. Ssxlug; Soffía Jóhannesdóltir Isafirði í gær. Frá frjettaritara Á morgun er Soffía Jóhannes dóttir kaupkona hjer sextíu 'ára. Soffía er borin og barn- fædd á ísafirði og hefir um langt skeið verið einn merk- asti borgari bæjarins, gáfukona mikil og skörungur að skapgerð 19. júní 1918 stofnsetti Soffía vefnaðarvöruverslun, Soffíubúð, í Reykjavík, ásamt Axel Ketilssyni frænda sínum, en seldi síðar Axel eignarhluta sinn. — Soffía hefir tekið nokk urn þátt í vjelbátaútgerð og togara hjer og hefir það lánast svo vel, að það er trú manna hjer, að því fyrirtæki farnist vel, sem hún leggur hendur að. Soffía er höfðinglynd rausn- arkona, sem mörgum einstakl- ingi og málefnum hefir rjett hjálparhönd með miklu örlæti. Hún er fríð kona og gjörfuleg, og svo trygglynd, að af ber. — Hún nýtur almennra vinsælda, og ástríkis vandamanna sinna og vina. London: Enn er bannað að hafa ljós í búðargluggum, þrátt fyrir það, þótt leyft hafi verið að kveikja á götuljósunum aft- ur í borgum Englands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.