Morgunblaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 Jólagjafir. TILLÖGUM ísaks Jónssonar kennara um jölagjafir til bág- Stadda fólksins í Norður-Nor- egi, hefir verið vel tekið. Fullyrða má, að marga ís- lendinga vanti ennþá hug- myndaflug til þess að gera sjer grein fyrir því, hve miklar hörmungar frændþjóðir okkar eiga við að búa í Noregi og Danmörku. Fregnir hafa borist að heita má daglega undanfarnar vik- ur af hörmungum fólksins í nyrslu hjeruðum Noregs. Þær eru margar á þann veg, að menn eiga erfitt með að trúa þeim. Og þó er hvorki ástæða nje nokkur leið að rengja þær. Að fólk sje þúsundum saman hrakið allslaust frá heimilum sínum, veikir og ellihrumir, konur og börn, til þess eins, að hermenn Hitlers geti svalað villidýrseðli sínu- Lílið heyrist um bardaga á þessum slóðum, enda jnun á- rásarhernaður erfiður þar, á þessum tíma árs. Hinar þýsku hersveitir virðast hörfa af sjálfsdáðum vestur og suður á bóginn, eftir því sem þeir kom- ast til þess að leggja landið í auðn og reka íbúana á undan sjer hjálparlausa og bjargar- vana. I Danmörku. í DANMÖRKU verður ástand ið ægilegra með hverri viku. — Engum tölum lengur komið á þau morð og illræðisverk, sem Þjóðverjar fremja þar. í nýjasta tölublaði af „Frit Ðanmark“, sem ^iingað hefir borist, segir m. a.: „Klukkan 3 aðfaranótt 5. nóvember brutust fjórir þýskir leynilögreglumenn inn á heim- ili hins fimtuga ritstjóra Ottos Bendixen í Vanlöse. Þeir heimt uðu að Bendixen fylgdi þeim tafarlaust á brott, þar eð þeir fullyrtu, að í kjallara hússins væri prentstofa falin. En áður hafði þýska lögreglan rannsak- að kjallarann og enga prent- stofu fundið. Kona Bendixens bað Þjóð- verjana um að hún mælti fara í stað mannsins síns, þareð hann þjáðist af hjartasjúkdóm. Þjóð- verjarnir drógu manninn út úr húsinu og kölluðu til konunnar, að þeir ætluðu að skjóta hann. Hún bað þá um að skjóla sig um leið. Þeir skutu manninn fyrst, og síðan skutu þeir byssukúlu gegnum höfuð kon- unnar“. Þann 12. nóvember segir í sama blaði, fundust hjón í Webesgade myrt. Likin hroða- lega stungin. Þannig heldur frásögnin áfram. í blaðinu frá 10. nóv. segir: Framin voru fimm morð í dag í Danmörku síðastliðna viku, o. s. frv. Undir slíkri martröð lifir öll þjóðin. Enginn veit hvaða dag eða nótt er barið að dyrum hans og morðvargar bindi skjót an enda á líf manna. Sama sagan í Noregi, og hefir verið árum saman. En þjóðirnar báðar harðna í raunum sínum. Læra að lála aldrei hugfallast, láta aldrei bugast fyrir ofbeldinu. Eldhúsnmræðurnar. SÍÐASTLIÐNA viku hefir mönnum orðið tíðrætt um eld- REYKJAVÍKURBRJEF húsumræður þær, er fram fóru á Alþingi á mánudag og þriðju- dag, og útvarpað var að venju. Fyrstur ræðumanna, Her- mann Jónasson, kvartaoi yfir því, að hann væri vanbúinn til þess að koma fram með gagn- rýni á hendur núverandi ríkis- stjórnar. Hann hefði farið fram á, að umræðum þessum yrði frestað, en ekki fengið því fram gengt, að því er hann sagði. — Fastri þingvenju fjekk hann ekki breytt, svo hann gætí feng ið lengri undirbúning til að semja ræðu sína. Það fanst á, að honum hefði ekki veitt af lengri umhugsun- artíma, áður en hann kæmi fram fyrir hlustendur með að- finslur sínar gagnvart núver- andi ríkisstjórn, því áður en umræðunum lauk, höfðu þeir, sem andmæltu honum, hrakið hvert einasta atriði í ræðu hans eins og hlustendum er íullkunn ugt um. En Hermann Jónasson og nokkrir fylgismenn hans þurftu engan „frest“ til þess að níða ríkisstjórnina áður en hún kom til valda. Þá gátu þeir ekið í fleng um landið þvert og endi- langt, til þess að rægja þá menn ■Éem höfðu tekið höndum sam- an um stjórn landsins. —- Á þeim fundum vissu þeir fjelag- ar líka sem var, að þar voru ekki nema ílokksmenn þeirra og enginn til andsvara. „Konungleg“ andstaða. NOKKRUM dögum áður en umræður þessar fóru fram, skrifaði Hermann Jónasson all langa grein í Tímann um við- horfið í stjórnmálunum. Þar kemst hann að þeirri niður- slöðu, að stjórnarandstaða sje nauðsynleg með hverri þjóð. Hann minnist á, að Bretar nefni stjórnarandstöðuna þar í landi „hina konunglegu bresku stjórn arandstöðu“. Svo mikið sje við hana haft. Og formaður hennar sje launaður. Ummæli Hermanns Jónas- sonar um hina „konungtegu“ andstöðu rifjuðust upp, þegar menn hlustuðu á hann í útvarp inu, því ákjósanlegri andstæð- ing mun engin stjórn geta feng ið. Mann, sem slær um sig með gífuryrðum, áfellir andstæðing ana fyrir alí, sem þeir hugsa og vinna, en lætur sjer ekki detta í hug eina einuslu frambæri- lega tillögu um það, hvernig leysa skuli vandamál þjóðar- innar. I grein sinni um nauðsyn á stjórnarandstöðu kemur í Ijós einskonar viðurkenning manns ins á þessari fátækt hans og úrræð'aleysi. Hann finnur, hve erfitt hann og flokkur hans á, ef hann ætlar að finna and- stöðunni máiefnalegan stuðn- ing. Úlkoman verður því þessi hjá honum: Einhver þarf að vera í stjórnarandstöðu. Og þvi hafi jeg tekið að mjer þelta nauðsynjaverk. Ekkeri skal um það sagt hjer hvort hin bljúga ábending hans um þao, að Bretar Iiygli stjórn- arandstæðingum sínum með nokkrum launum, eigi að skoð- ast sem tilmæli um, að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp / hjer a landi •—. En vissulega myndu ýmsir gela litið svo á, 9. desember 1944 að nokkuð væri fyrir það gef- andi fyrir stjórnarflokka, að hafa annan eins mann og Her- mann Jónasson, til þess að halda uppi áróori gegn ríkis- stjórn. Dýrtíðin og ltaupið. ALLIR þeir, sem í Tímann skrifa, hafa undanfarnar vikur strengt þess heit að stinga aldrei svo niður penna, að þeir taki það ekki fram einu sinni eða oftar, að kaupgjaldið þurfi að lækka í landinu. Það upplýstist að vísu í- eld- auka og bæta framleiðslu lands manna. Hve margir skyldu það vera, sem óska þess, að sú til- raun mistakist? Tímamenn halda því fram, að í þeirra hóp sjeu allir Fram- sóknarmenn og nokkrir fleiri. Að nokkuð á annan tug þús- unda af kjósendum landsins biðji daglega þjóð sinni böl- bæna. Þannig er Tíminn skrif- aður. Þar skín úr hverri línu og glittir í hið sama milli lín- anna, óskin 'um að fram- leiðsla þjóðarinnar gangi sam- an, enginn vilji gera út skip, sem fæstir fara á sjó, veiðiskipa flotinn fáist ekki endurnýjað- húsumræðunum, að hinn brenn ur, markaðir tapist og inneign- andi áhugi Tímamanna fvrir kauplækkunum hefði ekki ver- ið sjerlega áberandi meðgn það kom lil mála, að Framsókn tæki þátt í stjórnarmyndun. Þjóðinni er það líka í fersku minni, er Hermann Jónasson skrapp í útvarpið úr ráðherra- stóli fyrir 2—3 árum og örfaði allar stjetlir þjóðfjelagsins til þess að heimta sem örastar kauphækkanir. Þannig töluðu Framsóknarmenn þá. Ef til vill hefir ekki vakað fyrir þeim nein þjóðhollusta. Frekar en fyrri daginn. Rótgróið afturhalit. ENGINN stjórnmálaflokkur hefir enn verið starfandi á Is- landi, sem hefir átt eins erfitt með að átta sig á framleiðslu- málum eins og Framsóknar- flokkurinn. Hann hefir talið sig flokk sveitanna alla tíð. En einmitt þar hafa umbætur á sviði framleiðslunnar verið treg astar. Framsóknarm. voru ótrú lega lengi að átta sig á því, að framtíð landbúnaðar byggist ekki á því, að skrúfa upp verð- lag afurðannaa, heldur á því, að framleiðsla búnaðarafurðanna verði sem ódýrust. Lengi vel komu þeir alls ekki auga á, að Jarðræktarjög- in miðuðu að því. að gera fram leiðslu sveiíabænda ódýrari, en hún áður hafði verið, þannig, að afköst hvers manns, sem vjnnur að öflun jarðargróða verði sem mest. Vegna þessa skilningsskorts á tilgangi Jarð- ræktarlaganna gátu Framsókn- armenn fengið það af sjer, að spilla árangri laganna með jarð ránsákvæði 17. greinarinnar. Afstaða Framsóknarflokksins til aðalatvinnuvega þjóðarinn- ar, landbúnaðar og sjávarut- vegs, hefir í stutiu máli verið þessi. Það er fyrst og fremst Fram- sóknarílokknum að kenna, hve framfarir f sveitum hafa verið hægfara. En framfarir í sjávar úlvegi hafa átt sjer stað, þrátt fyrir andslöðu þess flokks og aðgerðir hans gegn þeim aí- vinnuvegi. Þao er mjög eðlilegt að slík- ur flokkur velji sjer ..hina kon- unglegu andslöðu", þegar gerð er tilraun til þess sð sameina kralla þjóðarinnar til stórfeld- ari átaka í umbóta átl. en áð- ur Jiefir þekst með þjóð vorri. Mcinfýsi er . markið. OLL þjóðin skilur, að brýn nauðsyn ber til þess að stjetlir þjóðfjelagsins vinni að því, að ir landsmanna erlendis fari í eyðslueyri. Þetta vilja þeir, sem Timann skrifa. Og þeir nærri heimta það af Framsóknarmönnum. að þeir allir hugsi slíkt hið sama. En hatur þeirra á fram- förum kemur greinilegast í ljós, í taumlausum rógi á hendur þeim manni, sem haft hefir for ystu um það samkomulag stjett anna, sem komst á þann 21. okt .s.l. Ekki er hægt að álíta, að þessi öíuguggaháttur Tíma- manna sje sprottinn af beinum illvilja til þjóðarinnar. Undir- rótin er ekki önnur enúhin tak- markalausa valdagræðgi fárra Framsóknarmanna, sem halda, að þjóðin sje til fyrir þá og eigi að lúta þeirra boði og banni. — Skýringuna á þessu óþroskaða hugarfari er að finná í nýlega útkomnu tölublaði af einkariti Jónasar Jónssonar, eins og áð- ur hefir verið vikið að hjer í blaðinu. En það er kálbroslegt, þegar Tímamenn, sem þannig haga sjer, halda því fram í fúl- ustu alvöru, að þeir berjist fyr- ir öllu því, sem þjóðinni er til heilla. William S. Key. FYRIR skömmu síðan fór William S. Key hershöfðingi hjeðan af landi burt til annara skvldustarfa. Hann hafði haft á hendi herstjórn hjer á landi í 18 mánuði. hve mikil vöntun hefir verið á verkfræðingum. Hafa fram- kvæmdir tafist á mörgum svið- um vegna þess, að engir verk- fræðingar hafa hjer verið Lil þess að undirbúa störfin. Foráðamenn Háskólans hafn unnið að því, að stúdentar gætu stundað verkfræðinám við há- skólann. Er nú frumvarp fyrir Alþingi um breytingar á Há- skólalögunum, þar sem á að lög festa verkíræðingadeil vic skó.l ann. Neðri deild hefir afgrettt frumvarp þetta. Áformað er, að hægt verSi að taka fyrri hluta verkfræðiprófs við Háskólann hjer, en síðar að bæta- yið deíld ina, svo að stúdentar geti lofcið prófi í bygginga-verkfræði. Áð ur en svo langt verður farið, þarf Háskólinn að fá rneiri reyríslu i þessu efni. Síðustu 4 ár hefir verið haM ið upþi kenslu í verkfræði fyr.ir stúdenta Háskólans. Eru nem- endur í þeirri deild yfir 30, en nokkrir hafa þegar lokið fyrri hluta prófi. Hefir þegar fengist viðurkenning frá amerískum háskólum um fullgildi þessa fyrri hluta náms. Þeir stúdent- ar, sem stundað hafa nám í verkfræðideildinni, hafa írt- skrifast úr stærðfræðideildum mentaskólanna með góðri eink- un. Talið er, að nú geti 20—30 verkfræðingar fengið stöður við ýms verk sem bíða úrlausnar. íslensk fræði. í FRUMVARPI því, sem fyr- ir þinginu liggur um breyting- ar á háskólalögunum er enn- fremur gert ráð fyrir, að bætt verði tveim dósentum við ís- lensku deild Háskólans. Þar eru nú starfandi 4 kennarar, Sigurður Nordal, Alexander Jóhannesson, Þorkell Jóhann- esson og Björn Guðfinnsson. Mikil nauðsyn er á því, að lagt verði kapp á rannsókn is- lenskra fræða á næstu árum. Er margt óunnið á því sviði enn, svo sem rannsókn á sögu þjóðarinnar á seinni öldum. Forráðamenn Háskólante hafa mikinn hug á, að hinir ungu fræðimenn, dr. Jón Jóhannes- son og df. Steingrímur Þor- steinsson íái sem besta aðstöðu Svo vinsæll varð þessi stjórn til þess að vinna við Háskól- andi hersins, að allir þeir, sem höfðu kynni af honum söknuðu hans. Eiga þeir sammerkt í því hann og fyrirrennari hans, Mr. Bonesteel hershöfðingi, að hafa komið fram í viðskiítum við ís- lensku þjóðina og íslensk stjórn arvöld, sem sjerstök prúðmenni og látið sjer ant um, að styrkja vináttu böndin milli íslendinga og Bandaríkjamanna. Afstaða almennings hjer á landi til þessara manna er ó- rækur vitnisburður um það, hve ólík sambúð íslendinga hef ir verið, við heri bandamanna er hjer hafa dvralið. og sambúð Þjóðverja og afskifti öll Við þjóðirnar á meginlandi álfunn- ar. Þeir verða ekki margir, hvorki í Danmörku eða Noregi I. d., sem hafa þá sögu að segja, að prúðmenska og tilhliðrunar semi við heimaþjóðina hafi ein- kenl framkomu þýskra hernað- aryfirvalda í þessari styrjöld. Verkfræ&ingarnir. EITT af vandamálum okkar síðustu árin hefir verið það, ann. Enda eru þeir báðir lík- legir til þess að vinna mikið og gott starf á sviði sögu- og bók- mentarannsókna. Alfræðabók. FRAMTAKSSAMIR menn hafa tekið sjer fyrir hendr.r að efna til íslenskrar alfræðabók- ar og fá hana sarmta og útgefna á 3—4 árum. Er vissulega í mil?. ið ráðisf, og sýnir stórhug út- gefendanna, sem er hlutafje- lagið Fjölsvinnur, 'ekki síst, að ætla sjer að fá því verki lokið á svo skömmum tima. Lengi hefir það vakað íyrir mönnum, að útgáfa íslenskrar alfræðabókar væri eitt hið nauð synlegasta framtíoarverk í ís- lenskri bókaútgáfu. Með engu einu átaki væri hægt að gera íslenskum almenningi aðgengir legan margskonar gagnlegan fróðleik. Vönduð alfræðabók verður mikilvægt vopn gegn þeirri liálfmentun og hunda- vaðshætti, sem aítof mjög hef- ir einkeni hugsanalíf og aogerð ir margra íslendinga. Þegar Framh. a 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.