Morgunblaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1944, Blaðsíða 12
MORGUNBUÐiD í dag MORGUNBLAÐIÐ er prent- aff í Irennö lagi í dag. samtals 20 síður- Er annað blaðið 12 siðui' en hitt 8 síður og fylgir bví 16 síða Lesbók í Lesbókinni ■'birtast m. a. ræður Gunnars Thóroddsens prófessor og dr. Einars Ól. Sveinssonar, er þeir fluttu 1. des síðasíl. og framhald af grein Gils Guðmundssonar um Aiþíngiskosningarnar fyrir 100 árum og hið endurreista Al- þing. Heilfsheiðin éfær IIELLISIIEEÐIN er nú orð- iri alófær og leggja nú áætl- una - og* mjólkurbifreiðir leið: sína -um Þingvelli, en sú leið er greiðfær. Ekki verður hægt að ryðja Helli.sheiðina fyr en í byrjuu vikimuar, vegna . bilunar er varð á snjóýtunni og ekki verður viðgert fyrr. Kynnisför Menfa- . skóSans'fil ákureyrar Pálmi Hannesson rektor og riemendur þeir, sem boðnir voru með honum til Akureyrar í boði Mentaskóíans þar, komu heim í gær loftleiðLs, eftir 6 daga dvöl fyrir norðan Viðtökur Mentaskólamanna nyrðra voru hinar ágætustu, og böfðu allir þátttakendur far- arinnar hina mestu ánægju af ferðinni. Geta slíkar kynnisferðir milli skó'anna haft góð áhrif á báða skólanna og starf þeirra Fiugsýiiing á Tjörniani I dag í DAG kl. 1,30 mun Svif- fitigfjelagið sýna byrjenda- fínfí hjer á Tjörninni, í sam- •luu'i di við hlutaveltu fjelags- ins — Verður áhorfendnmj gefinu kostur á að kynnast byrjendaæfingum svifflugsins. Mur einn eða fieiri meðlimir fjelagsins útskýra helstii at- riðin við flugið. Ilinni svonefndu „Zögling;t flúgu verður flogíð og munj fýlsta öryggia verða gætt. í dag gefst velunnurum; íávi ftlugfjelagsins tækifæri til að efla starfsemi þess. að nota hafn- f-rnar í Havre og Marseilles London í gærkveldi. Tilkynt hefir verið að banda- rnenn sjeu nú búnir að gera það við hafnarmannvirki í frönsku hafitarborgunum Le Havre og Ma> jeilles, að þau sjeu orðin nothæf, og farið sje að flytja þæn r. tð vörur og skipa þeim á land. — Talið er að ýmsar aðr- ar hafnir, sem napr eru víg- stöðvunum, verði einnig til reiðu þannig að hægt sje að skípa þar upp hergögnum á næstunni. — Reuter. Attur er siefnt lii Fiiipseyja Bandaríkjamenn eru nú aftar stig'nir á land á Filipseyjum, 28 mánuðum eftir að þeir mistu • Bataanskagann þar. í»essi mynd er tekin, er fyrstu herskipin stefna þangað. Flugvjelaskip fer fyrir. bóka- og bókmentasýning opnuð í dag KLUKKAN 1 í dag verður opnuð í Hótel Heklu merki- leg sýning á íslenskum bók- um og bókmentum. Standa að sýningu þessari 15 bóka- útgefendur og eitt bókmenta f jelag. A sýningunni eru all- ar helstu bækur, sem komið hafa út hjer á landi hin síð- ari árin, en ennfremur eru þarna sýnishorn af þróun bókagerðar, línurit með margskonar . upplýsingum. fágætt sýnishorn af íslands- kortum, gömul prentvjel og fleira. Sýningin er öll hin smekk- legasta. Hin ýmsu bókaútgáfu- fyrirtæki hafa sína „bása“ og hafa augsýnilega lagt að sjer til að gera sýningar sínar hin- ar smekklegustu. Á einum veggnum eru málverk og leikn ingar eftir marga íslenska lista menn. Á miðju gólfi er lang- borð mikið og bókahillur, þar sem bækur eru, sem sýningar- gestir geta sest niður við og blaðað í að vild. Er margt á sýningunni, sem augað mun gimast, én einnig hefir verið hugsað fyrir eyrunum, því ljelt músik er leikin á radiogrammo- fón í sýningarsalnum. IVIikiH fróðleikur. Allmikinn fróðleik er að sækja á sýningu þessa. Fyrir ut an að sýningargestir sjá flestar eða allar forlagsbækur bókaút- gefenda, fallegt bókband og skrautlegar sýningar, er á sýn- ingunni línurit, sem sýna glögg lega bókaútgáfu hjer á landi frá 1910 til 1943, hve miklu fje hefir verið eytt til bóka- kaupa síðan 1920, en s. 1. ár námu bókakaup landsmanna erlendis frá rúmlega 600 þús- Flestar bækur síðari ára og sýnisborn eldri bóka und krónum. Þarna er skrá yfir dagblöð, vikublöð og tímarit, sem gefin voru út á íslandi s. 1. ár, en þau eru samtals 163. Þá er skrá yfir bókasöfn á lgnd inu og bókaeign þeirra. Athygli munu vekja ljpsprent uð blöð af bókum gegnum ald- irnar, leturgerð þeirra og frá- gangur, ásamt fleiru, sem of langt yrði upp að telja. Þarna er gömul prenlvjel, hin svonefnda prentþröng, sem notuð var hjer á landi til prent unar alt fram til 1879. Prent- þröng þessi er nú í éigu Hins íslenska prentarafjelags. Þorsteinn Scheving Thor- steinsson lyfsali hefir lánað hluta af sínu einstaka safni af landakortum af íslandi á ýms- um öldum. Myndir af rithöfundum. Þarna eru málverk, teikning ar og ljósmyndir af nokkrum íslenskum skáldum og rithöf- undum. Hefði sennilega orðið meira, um slíkar myndir, ef tíminn til undirbúnings sýn- ingarinnar hefði verið lengri. Athygli mun vekja málverk af Tómasi Guðmundssyni skáldi, í sýningardeild Helgafellsútgáf- unnar, eftir Gunnlaug Blöndal, teikning af Halldóri Kiljan Lax ness og Davið Stefánssyni. Sýníngar einstakra fyrirtækja. Ekki verður hjer farið út í að lýsa sýningum einstakra fyr irtækja, en þær eru allar smekk legar. Stærstar eru sýningar ísafoldarprentsmiðju, sem er stærsta forlagið. Þar er sýnd fyrsta bókin, sem prentuð var í ísafoldarprentsmiðju, 1879, og línurit, sem sýnir bókaútgáfu fyrirtækisins frá einni bók 1879 upp í 55 bækur 1944. Þá eru sýndar metsölubækur ísafold- arprentsmiðju og er bók Jóns Helgasonar biskups, „Þeir, sem settu svip á bæinn“, langsam- lega hæst ; seldist- á 6 dögum. í sýningardeild Víkingsútgáf unnar eru sýndar allar bækui’ Halldórs Kiljan Laxness, bæk- ur Tómasar Guðmundssonar, hin skrautlega og vandaða út- gáfa Heimskringlu, o. fl. ★ Teiknarar sýningarinnar hafa verið Atli Már, Ásgeir Júlíus- son og Stefán Jónsson. Framsókn á Faienzasvæðinu London í gærkveldi: Áttundi herinn á Ítalíu hefir unnið nokkuð á í hæðunum suð austur af borginni Faienza, en annarsstaðar á þessum vígstöðv um eru bardagar ekki miklir. Þó hefir komið til nokkurra við ureigna á vígslóðum fimta hers ins, og verið barist þar um nokk ur þorp. Ekki hafa breytingar orðið þar, að neinu ráði. Sunnudag'ur 10. des. 1944, Mikið annríki |á Alþingi | ANNRÍKI fér nú að vera mikið hjá þingmönnum og vinnudagar langir eins og títt er, þegar þinglausnir nálgast. Á morgun verður atkvæða- greiðsla um fjárlagafrumvarp- ið og hinar mörgu breytingar- tillögur, sem fyrir liggja. Fer vafalaust allur dagurinn í þetta. Fjárhagsnefnd Ed. hefir und anfarið setið á mörgum og löng um fundum við afgreiðslu launalaganna. Mun álit nefnd- arinnar og tillögur væntanlegar nú eftir helgina. Þá hefir fjármálaráðherrann boðað skattafrumvörpin nú í vikunni. Mun mörgum leika for vitni á að sjá hvernig þau líta út. Alt bendir til þess, að þing- menn fái nóg að starfa þann tíma, sem þingið á eftir að sitja. en ráðgert er að því verði slitið fyrir jól. Skipan læknís- hjeraða FRÁM er komið á Alþingi st.j órng rfrumvarp um breyt- ingu á lögunum um skipuu læknishjeraða, en jieim lögum var. síðast breytt á þinginu 1942, þar sem nokkur ný læknishjeruð voru stofnuð'. I greinargerð frv. eru skýrð ar þær breytingar, . sem nú em ráðgerðar. Ilún er svo- hljóðandi: Frumvarp þetta er fkitC samkvæmt tillögum milliþingai nefndar um læknaskipun o. fl. Færir nefndin þau rök fyrii* því að fresta stofnun hinsj I yr i rhu gaða Bor ð eyr arh j ei aðs, að tveir hreppar, Ó- spakseyrarhreppur og Staðar- hreppur, af þremur, sem ætl- að var að ganga saman í þetta hjerað, hafa jiegar mót- mælt hjeraðsstofnuninni fyrii', sitt leyti, en þeir eru að fólks f.jölda svo verulegur hluti hinsl fyrirhugaða hjeraðs (220 aP 490), að ekki verður komisf. hjá að taka tillit. til þeirra mótmæla. Á Snæfellsnesi horfir málið hinsvegar svo við, að hjer- aðsstofnunin er áhugamál tveggja hreppa af þremur. Breiðavíknrhrepps og Staðar- sveitar, og mikils meiri hlutn( íbúa hins fyrirhugaða lijeraðs: þar (487 af 677), en einn hreppurinn, Miklaholtshrepp- ur, telur hana ekki tiltæki- lega. Þykir hann verða að' heygja sig fyrir ntfuðsyni hinna gegn því, að hann eigi eftir sem áður jafnan vjett til hjeraðslæknis í Stykkis-; hólmi. Eftir náná athugun og m. a. með tilliti til viðskiptai íhúa Miklaholtshrepps við hér aðslækni í hinu nýja hjeraði, þykir rjett að ákveða honunt' aðsetur á Staðarstað. En með' því að fvrirsjáanlegt er, að' nokkur töf hlýtur að verða á því, að læknir fáist í ]>etta. hjerað, m. a. fyrir það, að< hæfilegs læknisbústaðar eé enn vant, þykir ekki rjett að láta hina nýju skipun koma til virkra framkvæmda fyrú en hjeraðið fæst skipað sjer- stökum lækni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.