Morgunblaðið - 13.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag'ur 13. des. 1944 AUKNING KAUPSKIPAFLOTANS ÞAÐ HEFIR verið ótrúlega hljótt um aukningu og endur- nýjun kaupskipaflotans ís- lenska fram að þessu, og liggja til þess ýmsar orsakir, en svo búið má ekki lengur standa. Um endurnýjun hans, eins og fiskveiðiflotans, er nú komið á elleftu stundu, og þarf því að vekja áhuga almennings í þessu efni, og mátli eigi síðar vera að tækist að mynda ríkis- stjórn, sem af einurð og alvöru snjeri sjer að" endurreisn út- vegs og siglingamála þjóðar- innar. Ríkisstjórn, sem hefir stórfeldan meiri hluta þjóðar- innar að baki sjer, en þarf án efa að reyna mjög á þolrif al- mennings, ef henni á að takast að bjarga þjóðarskútunni úr þeim brimgarði, sem búið er að sigla henni í á síðustu árum. Eitt glæsilegasta sporið sem þjóðin hefir stigið í sjálfstæð- isbaráttu sinni var, er því Grett istaki þess tíma var lyft, er Eimskipafjelag íslands var stofnað. Og mikil og sönn var sú þjóðargleði, er fyrsta skip þess, Gullfoss, kom hingað til lands. Síðan eru nú liöin um þrjátíu ár, sem er langur tími í sigl- ingamálum eyþjóðar. Þó að ýmsum örðugleikum hafi verið að mæta, hefir tekist að sigrast á þeim, og hægt og sígandi hefir E. í. bætt við skipastól sinn, enda þó segja megi að ekki sje þar nóg aðhafst og má þar ýmsu um kenna. Kaupskipastóll -landsins er ekki mikill á heimsmælikvarða, en þjóðin hefir í hjarta sínu verið stolt af honum og með rjetlu, því íslenskir farmenn hafa verið ætllandi sínu hvar- vetna til sóma. En í allri gleði verður einnig að gæta alvörunnar. I þeim framleiðslu framförum, er átt hafa sjer stað á flestum sviðum í þessari styrjöld, má segja að við íslendingar höfum staðið kyrrir, og jafnvel þokast aftur á bak, einkum hvað snertir at- vinnutæki, og má þar fremst benda á hin stærri fiskiskip okk ar, og jafnframt kauþskipin, því ef segja skyldi umbúða- lausan sannleikann, eru þau orð in svo úrelt samanborið við tækni timans, að engin þjóð sem vill gæta öryggis og sóma um siglingamál sín, getur sætt sig við slíkt ástand, einkum meðan kunnugt er að stórfeld bylting á sjer stað í þessum eínum hjá öðrum þjóðum, og má þar vafa- laust fremst telja Bandaríkin. Skipasmíðar Banda- ríkjanna. I fyrri heimsstyrjöld og fyrst eftir hana, bygðu Bandaríkin mjög mikið af kaupskipum, en eftir 1922 má svo segja að þær smíðar legðust alveg niður, vegna samkepni frá skipasmíða stöðvum Evrópu, sem smíðuðu miklu hagkvæmarf skip og ó- dýrari. Á árunum 1922 til 1937 munu aðeins hafa verið bygð tvö stór kaupskip í Bandaríkj- unum. Ameríski verslunarflot inn hnignaði mjög ört á þessum ár- um, og augljóst var, að ef ekk- ert væri aðhafst, yrði landið innan skamms ófært-‘um að flytja sjóveg sínar allra brýn- ustu nauðsynjar. Eftir Halldór Jónsson Til þess að ráða bót á þessu, samþykti Bandaríkjaþing 1936 I lög um grundvöll að auknura kaupskipastól. Sama ár var skipað siglingamálaráð (Mari- time Commission) er skyldi hafa þessi mál með hönduin. j Siglingamálaráðið skilaði til- j lögum sínum á næsta ári, 1937, | er voru í stórum dráttum þann- , ig, að á hverju ári næstu 10 j ár skyldu bygð 50 skip, og voru | það einkum þrjár tegundir skipa, er nefndin lagði til að bygð yrðu. Alt voru þetta ný- tísku skip, með 14 til 18 milna ganghraða, höfðu gufutúrbínu og olíukyndingu. 1939 höfðu verið smíðuð 21 slíkra skipa. En um haustið það ár þóttist nefnd in sjá fram á stóraukna skipa- þörf og voru því gerðar nýjar áætlanir, er síðar voru nefndar „framtiðaráformin“. Um áramótin 1940—1941 komst þó verulegur skriður á skipabyggingar í Bandaríkjun- um, þar sem skipaþörf banda- manna jókst mjög vegna stór- fellds kafbátahernaðar Þjóð- verja. í ársbyrjun 1941 var gerð ný áætlun í skipasmíðum, og á- kveðið að bygð skyldu 200 svo nefnd ,,ugly ducklings" skip, er voru af mjög einfaldri gerð og hraðbygð; ganghraði þeirra var um 10—11 mílur. En þeg- ar Bandaríkin hófu þálttöku í styrjöldinni í desember 1941, þótti augljóst að áætlanirnar um skipasmíðar næðu enn of skamt. 1 nýársboðskap sínum til Bandaríkjaþings, 6. janúar 1942, skýrði Roosevelt forseti i frá hinni vaxandi skipaþörf. Siglingamálaráðið gerði nýjar i ráðstafanir til stóraukinna i skipasmíða og í janúarlok hafði verið gengið frá samningum um i smíði á 782 skipum, samtals um 5.162 milj. br. tonn. ! Aitkin íækni við ' skipasmíði. TIL ÞESS að koma í fram- i kvæmd hinum stórfeldu áætl- unum um aukna skipasmíði, varð eðlilega að gera margvís- legar ráðstafanir og fram- kvæma hina ýtrustu skipulagn- ingu allrar vinnu. 1939 voru aðeins 10 skipasmíðastöðvar með 46 smíðasleða í Bandaríkj unum, er gátu bygt stór kaup- skip, en flestar þeirra voru upp teknar við smíði herskipa. En í ársbyrjun 1944 eru um 60 skipasmíðastöðvar með um 300 skipasleða, er geta framkvæmt stórskipasmíðar. Skipasmíðinni var skift nið- ur í fjölda margar sjergreinar og var einkar hagkvæmt í því efni, fjöldaframleiðslu fyrir- komulagið í Bandaríkjunum, er var mjög notað, einkum í sam- bandi við framleiðslu á vjelum og útbúnaoi til skipanna. Reynt var að takmarka allar vara- birgðir við það tæpasta, þó þann ig að ekki þyrfti að óttast stöðv- un vegna biðar eftir hlutunum. Reynt var að tryggja að hver hlutur væri fyrir hendi ein- mitt þegar þurfti að nota hann, o. s. frv. Vinnan var fram- kvæmd í þeirri stillingu, sem auðveldast var að fást við hlut- inn. Einstakir skipshlutar voru settir saman út af fyrir sig, og hafðir til taks, er á þurfti að halda, var það einkum: Hlutar tvöfalda botnsins, með rörleiðslum. Vatnsþjett hólf. Hlutar skipssíðunnar, með böndum. Bógur og skutur. Lúgukarmar. Hlutar af dekkinu. Heil dekkhús eða hlutar þeirra. Hagkvæmir lyftikranar voru hvarvetna til þess að koma þessum hlutum á sinn stað. Rafsuða hefir mjög verið not uð til að auka hraðann við * skipasmíðina. Fyrst í stað voru menn mjög vantrúaðir á hana, og miklir erfiðleikar í sam- bandi við: hana, en talið er að tekist hafi nú alveg að yfir- vinna þá. Byggingartími skipa er um 25% skemri með rafsuðu heldur en með nöglun. Stál- sparnaður við suðuna er breyti legur eftir stærð skipsins, en er talinn um 10—25%, og talið er að rafsuðan auki íekjumögu- leika skipsins um 5%. Liberty-skipin. í ÁRSBYRJUN 1942 var, eins og fyr segir, lagt hið mesta kapp á aukna skipasmíði, þá komu fram hin svonefndu Li- berty-skip, sem var endurbætt útgáfa af bresku flulningaskipi, en teikningum breytt þannig að auðveldara væri að framleiða þau í fjöldaframleiðslu. Liberty skipin eru ljettbýgð, með fimm vatnsþjettum hólfum upp undir dekk, er mörg þeirra hafa bjarg að sjer á til haínar, eftir að hafa orðið fyrir tundurskeytum kafbáta. Stærð þeirra er 10.500 d.w., ganghraði um 11 mílur, vjelarafl 2500 hö., vjelarteg- und er þrígengisvjel með tveim ur vatnsrörskötlum og olíukynd ingu. Venjulegur hraði skrúf- unnar er 70 snúningar, olíu- notkun er um 25 tonn, sem þó telst mikið, en þess er að gæla, að þar er miðað við brenslu- olíu, en ekki dieselolíu. Meðal kostnaðarverð Libertyskip- anna er talið um 1.75 milj. doll ara með öllum hernaðarútbún- aði. Um 2400 skip þessarar teg- ungar hafa nú verið bygð í Bandaríkjunum, en komíð hafa fram mjög háværar raddir um að þau væru ekki hagkvæm fyrir framtíðina vegna tækni- legra galla, enda á það bent, að þau hafi verið bygð á hættu stund, til þess að hrífa banda- geta þess, að á árinu 1943 komst framleiðsla Liberty-skipanna hæst upp í 150 skip á mánuði. Vickery aðmíráll, varafor- maður siglingamálaráðsins, hef ir nýlega látið svo um mælt, að á árinu 1945 muni stórauk- ast framleiðsla Victory-skip- anna, en eftir 1. janúar 1945 verði ekki bygð fleiri Liberty- skip, að óbreyttum ástæðum. Kunnugt er einnig, að bvrjuð er smíði á nýrri tegund skipa, 4.500 smál., sem talin eru hin mestu kostaskip, og ætluð eink um til strandferða við Ameríku, en jafnframt er hægt að nota til úthafsferða, og hafa þegar verið pöntuð 225 slík skip. Hvað verður eftir styrjöldina? Á FUNDI í London í mars- mánuði þ. á. sagði Winster lá- varður, að siglingamálin eftir styrjöldina yrðu mjög við- kvæmt mál, vegna þess hvílík röskun hefði átt sjer stað á siglingaflotum Breta og Banda- ríkjanna. Hann sagði að fyrir stríð hefðu Bretar átt 18 milj. br. tonn, en Bandaríkin 9.5 milj. br. tonn. En að í styrjald- arlok muni Bretar sennilega hafa 10 milj. tonn, en Bandarík- in um 30 milj. tonn. Lágmarks- skipaþörf breska heimsveldis- ins hafi hinsvegar verið talin um 20 milj. tonn. Fyrir styrjöldina var ástand- ið í siglingámálum Bandaríkj- anna þannig, að aðeins 24% af inn- og útflutningi þeirra sjóleiðis var fluttur af amerísk- um skipum, en 76% af erlend- um skipurn, mest breskum og norskum. Siglingafloli Norðmanna fyr- ir styrjöldina var um 7 milj., en þeir hafa nú mist um 50% ílola síns. Svíar áttu fyrir stríð um 1.6 milj. br. tonn, þar af voru 750 000 tonn mótorskip og 628 000 gufuskip. í styrjöldinni h.afa þeir mist um 14% þessa flota. Finnar átlu 251 verslun- arskip, samtals 785.000 tonn, en í árslok 1942 höfðu þeir misst 91 skip, samlals 331.000 smál. og hafa vafalaust orðið fyrir miklu tjóni síðan. Hollending- ar, Belgar og Frakkar áttu einnig mikla siglingafloþa, en hafa orðið fyrir miklu skipa- tjóni. Öllum þessum þjóðum er lífs nauðsyn að bæta úr skipatjóni sínu með nýjum skipum, t. d. má geta þess að siglingafloti Norðmanna aflaði um 40% er- lends gjaldeyris norsku þjóð- arinnar fyrir stríð. Ef hinsvegar þessum þjóðum tekst ekki að menn úr heljargreipum kafbála 1 endurnýja skipastól sinn, hefir hernaðarins, og það hlulverk ’ það eðlilega í för með sjer gjör- hafi þau leyst prýðilega. | breytingu á búnaðarháttuin Á þessu ári hafa Bandaríkja- þeirra, sú tekjulind sem sigl- menn snúið sjer af kappi að ingaflotinn var þeim áður, þorn smíði Victory-skipanna, sem eru svipuð að stærð eða um 10.500 tonn, en vandaðri að 511- um frágangi, ganghraði þeirra er 15 mílur. í maí mánuði þ. á. voru bygð 16 Victory-skip, og í júní 20 og reiknað var með að um ‘áramót væri mánaðarleg framleiðsla þeirra komin upp ar, og finna verður nýjar al- vinnuleiðir, auk þess sem fvrri miliiríkjaviðskifíum verður að finna nýjan grundvöll. Eflir styrjöldina verður sigl- ingafloli Bandaríkjanna sá stærsli í heifni, og það fer ekki hjá því að menn verði að gera sjer einhverja grein fyrir hví- i 46 skip. Til samanburðar málík áhrif það hefir á viðskifta- líf stórþjóðanna hve slórfeld- ar breytingar hafa orðið á þessu sviði. I Bandaríkjunum hefir \ erið skipuð sjerstök nefnd lil þcss að gera rannsóknir og áætlanir um þessi mál, og eru verkefni hennar einkum eftirfarandi fjögur atriði: 1) Að ákveða hve stóran sigl ingaflota Bandaríkin þurfa að eiga. 2) Að hverju eða hve miklu leyti hann þuríi stuðning hins opinbera. 3) Að hve miklu leyti farm- gjaldarýrnun gæti komið til mála hjá slíkum flota, vegna rýrnunar á verslun við siglinga þjóðir eins og England, Noreg og Holland. 4) Að hve miklu leyti sje hægt, eða heppilegt, að leigja eða selja amerísk skip, eða skip bygð í Bandaríkjunum til þess- ara landa. Skipasmíðar Evrópu eftir stríð. ÞAÐ ER enginn vafi, að Bandaríkin hafa nú náð þeirri tækni og möguleikum um skipa smíði, að erfitt er við að etja. I Evrópu hafa hinsvegar einnig orðið miklar framfarir á þessu sviði, þó að aðstaðan sje að mun erfiðari. Fyrir styrjöldina smíðuðu Svíar 60% allrar aukn ingar skipaflota heimsins. Bresk ar skipasmíðastöðvar hafa nú í styrjöldinni mjög aukið afköst sín og mun ætluð mikil skipa- j smíði næstu ár. Erfitt er að I segja nokkuð um skipabygging ar Evrópu sem stendur, en full- víst er að mikið kapp verður lagt á að endurreisa skipasmíða i iðnað þeirra þjóða sem fengist hafa mest við siglingar. Einkum með það fyrir augum að fram- i leiðsla Bandaríkjanna hefir verið miklu dýrari en Evrópu. j Það er viðurkent af banda- mönnum að Norðmenn hafa lagt svo ómetanlegan skerf lil ^ styrjaldarinnar með siglinga- flota sínum, einkum tankskip- um, sem þeir áttu svo mikið | af, að þeir hafi fullan siðferð- isrjett til að fá slíkt endurbætt. Og Norðmenn munu ekki standa með hendur í vösum í því efni. I norskum siglinga- málaritum hafa komið fram kröfur um það, að mikið magn hins erlenda gjaldeyris, sem norska þjóðin hefir nú yfir að ráða, verði sett fast og eingöngu varið til endurnýjunar siglinga flotanum, innkaupa á efni til skipasmíða og aukningar skipa- smíðaiðnaðs Norðmanna innan lands. Norsku stjórninni mufi það vafalaust ljóst, að heima í Noregi verður að fara fram slórkostleg uppbygging eftir þá eyðileggingu, sem Þjóðverjar hafa framið þar á öllum svið- um. Eitt af því fremsta, sem húr, hlýtur því að snúa sjer að; er aukin skipasmíði. 1939 voru meðalafköst í skipasmíðaiðnaði í Noregi reiknuð vera 8.38 gross tonn á mann. Er um kent hve lágt það er, hve iðnaðurinn var illa skipulagður og fátt verka- manna við nýbyggingar. í Sví- þjóð var framleíðslan hinsveg- ar 24.6 gr. tonn á mann. í Hol- landi hefir framleiðslan verið Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.