Morgunblaðið - 13.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. des. 1944 muttiMitfri í Útg-: H f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. % Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rakafals Tímans EFTIR útreiðina, sem þeir Hermann og Eysteinn fengu í eldhúsumræðunum hafa þeir haft vit á að þegja. Er það út af fyrir sig virðingarvert, og væri vel að glóran entist sem lengst. En þó er nöldrað. Nú er fylgt gamla heilræðinu: „fífl- inu skal á foraðið etja”. Það er „Þórarinn greyið”, sem hefir orðið í Tímanum þessa dagana. , í Tímanum í gær gerir Þórarinn að umræðuefni síð- ustu áramótagrein Ólafs Thors, forsætisráðherra. Vitnar Þórarinn í ýms ummæli í grein Ólafs varðandi dýrtíðina, og hygst sanna að Ólafur hafi svikið stefnu sína, er hann nú aðhyltist nýsköpun atvinnulífsins sem bjargráð. En það er eins og fyrri daginn. Þórarni lætur illa að segja satt frá. Óþarft er að rekja þetta mál langt. í nefndri ára- mótagrein ræðir Ólafur Thors um framtíðarhorfurnar. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ekki sje viturlegt að taka nú upp harðvítugar deilur um kaup og kjör, enda viti enn enginn hvers verði þörf í þeim efnum. Hinsvegar geti að því komið, að verðfall afurðanna knýji til kaup- lækkana. Þeir, sem fylgdust með eldhúsumræðunum í fyrri viku vita, að þetta er nákvæmlega það sama sem Ólafur Thors og ríkisstjórnin halda fram nú, og er Ólafur því í fullu samræmi við fyrri aðstöðu sína í þessum efnum. Mætti þá það mál vera útrætt. ★ En til þess að sýna, hversu Þórarni er í blóð borið að blekkja og falsa heimildir, þykir rjett að tilfæra hjer að- alatriðið í grein þeirri, er hann sjálfur vitnar til og hygst nota sem sönnun þess, að Ólafur Thors hafi nú gripið til nýsköpunarinnar, til þess að kaupa undan Hermanni „draumalandið” hans, forsætisráðherrastólinn'. í áramótagrein sinni bendir Ólafur Thors fyrst á, að við þurfum að leitast við að færa niður verðlagsvísitöl- una, en segir síðan: „En hitt er jafnvíst, að það væri höfuðfirra að láta sjer detta í hug, að með þessum aðgerðum einum takist að leysa allan vandann. Samstarf á sviði stjórnmálanna m. a. í því skyni að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar, er að- eins grunnurinn. Eftir er svo að byggja húsið, að skapa þjóðinni nýja afkomumöguleika, ný lífsskilyrði. Fortíðin er liðin og kemur aldrei aftur. Framundan er nýr heim- ur, nýrra siða og hátta. Af öllum viðfangsefnum atvinnu- lífsins er það langsamlega veigamest, að tafarlaust sje hafinn undirbúningur að því að nema land íslendingum til handa í þessum heimi framtíðarinnar. Við verðum að gera okkur ljóst alt sem kringum okkur gerist, og við verðum að viðhafa þann hraða í orðum og athöfn, sem nauðsynlegur er til þess, að Islendingar geti haldið áfram að lifa menningarlífi sjálfstæðrar þjóðar. — — íslendingar hafa mörg skilyrði til þess að horfa von- glöðum augum fram á veginn. Við eigum ríkar auðlindir og erum ennþá atorkusöm og þrekmikil þjóð, og okkur hafa borist upp í hendurnar þeir fjármunir, sem nauð- synlegir eru til þess að reisa bú okkar að nýju”. Þetta er tekið orðrjett upp úr síðustu áramótagrein Ólafs Thors, sömu greininni, sem Þórarinn vitnar í. ★ Þarf frekar vitnanna við? Þessi ummæli Ólafs Thors sanna, að fyrir ári síðan gerði hann sjer fulla grein fyrir því, hvað það er, sem alt veltur á um framtíðar afkomu Islendinga. Það var þá, og er enn n ý s k ö p u n i n. Hitt er jafnaugljóst, að „Þórarinn greyið” hefir, annað hvort af fávisku eða í blekkingaskyni gert tilraun til að falsa skjallegar heimildir, sem hann vitar til. Aðalkjarninn í áramótagrein Ólafs Thors var 'einmitt hið nýja landnám íslendinga, sem nú er hafið með stjórn- arsamvinnunni og nýsköpuninni. Bjarni Einarsson Minning Bjarni Einarsson verður til grafar borinn í Hafnarfirði í dag. Hann var fæddur í Straum firði á Mýrum 24. júní 1869. Ólst hann upp í Straumíirði og átti heimili þar að mestu til þess líma að hann hóf sjálfur búskap. Bjó hann í 14 ár í Fornaseli í Álftaneshreppi á Mýrum, en fluttist til Hafnar- fjarðar vorið 1920 og átti þar heima síðan. Hann andaðist 5. desember s. 1. Kendi hann í haust lasleika þess, sem dró hann til dauða, en alt til þess stundaði hann vinnu, og eflaust hefði hann kosið sjer það hlutskifti, að lifa ekki lengi eftir að hann væri ófær til starfa. Bjarni var mikill áhugamað- ur við öll störf. Stundaði hann á sínum yngri árum auk sveita- starfanna sjósókn á opnum bát- um, stundum sem formaður. Sinnti hann því eins og öllu, sem hann tók fyrir hendur, af mikilli árvekni. Var hann jafn- an árrisulastur annara manna. Hann var öllum hugþekkur, sem hann vann með eða um- gekst, því altaf var hann ljúf- ur í viðmóti og glaður. Eign- aðist því marga vini, bæði a æsku sinni og á síðari árum. Margur Mýramaður lagði leið sína, þegar hann var á ferð hjer í Reykjavík, suður í Hafnar- fjörð til þess að heilsa upp á Bjarna, og gladdist hann altaf við þá fundi. Honum var altaf kærkomið að frjetta af sveit- ungum sínum, og æskustöðvarn ar voru honum ánægjulegt um- talsefni. Giftur var hann Önnu Jóns- dóttur, einnig ættaðri af Mýr- um, hinni bestu konu. Lifir hún mann sinn. Okkur kunningjum þeirra hjóna kemur oft í hug heimili þeirra í Fornaseli, sú alúð og nærgætni sem við mættum þar, og margir unglingar sem komu þar í svip eða til dvalar, munu ávalt minnast þeirra með þakk læti og hlýjum hug. Ungling- um, sem hjá þeim dvöldu eða voru þeim samtíða, fylgdust þau hjón altaf með síðan og glöddust yfir ef þau frjettu að þeim liði vel — slíkt var trygg- lyndi þeirra. Þegar okkur kunningjunum kemur Bjarni í hug, minnumst við mannsins sviphreina, glaða og góða. Eftirlifandi konu hans vott- um við innilegustu samúð. Vinur. Kviknar í íþrófta- húsi Akureyrar Frá frjettaritara vorum á Akureyri, 11. des. Klukkan 16,10 þann 10. þ m. var slökkvilið Akureyrarkaup- staðar kvatt að íþróttahúsi bæj- arins hinu nýja. Kviknað hafði í torfi, er notað var til einangr- unar í rafhituðum vatnsgeym- um, sem eru í kjallarabyggingu við bakhlið hússins. Skemdir urðu engar á aðalhúsinu, en ein angrunum á vatnsgeymunum eyðilagðist, og þak yfir kjall- araúlbyggingunni, sem var úr timbri og járni, skemdist mikið. XJííwerji ilwij'Cir: f lyfr clciíýfecýci Íí^i Furðuleg gleymska. í SÍÐASTA hefti „Frjálsrar verslunar" er vakin athygli á furðulegri gleymsku, sem átt hef ir sjer stað í sambandi við á- kvörðun fánadaga. Þar er 2. ág. gleymt, en hinsvegar er 1. maí nefndur, sem lögskipaður fána- dagur. Um þetta segir „Frjáls verslun" m. a.: Það hefir vakið furðu margra, að 2. ágúst skuli sleppt úr tölu fánadaga. 2. ágúst er einn af meiri merkisdögum i sögu Is- lands og á því skilið þá virðingu að fáni sje þá dreginn að hún á opinberum byggingum. Þessi dag ur var um fjölda ára hinn mesti hátíðisdagur og við hann eru tengdar minningar um eina hina mestu rjettarbót, sem íslending- ar fengu eftir harða baráttu úr höndum erlendra drottnara. Og síðar: „Það þarf að breyta forsetaúrskurði frá 17. ágúst í ár .... “ Munu margir verða til að raka undir þá sjálfsögðu kröfu. • Vill banna rjómasölu. UM SMJÖRSKORTINN skrif- ar S. M. Ó.: „Mikið hefir verið rætt og rit að um smjörleysið í bænum, og hver bót verði þar helst á ráð- in, er að gagni má koma. Þó hefi jeg ekki rekið mig á þá leið, er liggur þó beinast við og fljótvirk ust er, en hún er sú, að banna rjómasölu eins og t. d. er gert í Englandi, til þess að hver fái sinn smjörskamt. Það er hægara að skamta smjör en rjóma, kemur jafnara niður og meiri trygging að börnin fái á þann hátt sinn bróðurpart. Það þýðir lítið að tala um að skamta smjör, þegar það er ekki fyrir hendi, og efnið sem það er búið til úr, er selt á augabragði til þeirra er skara best eldi að sinni köku. Hitt er augljóst mál, að miklu meiri markaður er nú fyrir rjóma og smjör, er almenningur hefir nú miklu meiri peningaráð en áð ur og því fylgir að menn vilja láta fara betur um sig, í sig og á. Orsök smjöreklunnar er of lít- il smjörframleiðsla miðað við eftirspurn og því verður að bæta þarna úr af öllum mætti, jafnvel með því að banna rjómasölu, þó mörgum muni hart aðgengið við það. Mjólkurframleiðsla okkar fylg ir ekki kröfum tímans, enda varla von eins og í pottinn þar var búið, en hvað um það. Allir íslendingar verða að leggjast á eitt með það að koma þessum málum í betra horf, því við svo búið má ekki lengur standa, er um eina aðalfæðu okkar er að ræða“. o Fleiri taka undir. JAFNVEL norður á Akureyri, þar sem menn fá þó skamtað smjör, virðist almenningur ekki vera ánægður með að fá rjóma í stað smjörs. í blaðinu íslending segir m. a. á þessa leið: „Flestum þykir smjörskamtur- inn lítill, 1 kílógram á 4 manna- heimili á mánuði. En þess verður ekki vart, að erfitt sje að fá rjóma. Ástæðan gæti verið sú, að Iverðlag á rjóma er tiltölulega ' hærra en á smjöri. Það væri full ástæða til þess, að ríkisstjórnin bannaði framleiðslu á rjómakök* um, rjómatertum, rjómabollum og rjómaís og öðru slíku munn- gæti, sem dregur frá smjörfram- leiðslunni. Hver kærir sig um að bera fram fyrir gesti rjómakök- ur á öðrum diskinum, en þurt ina rúðbrauð á hinum? Er ekki betra að jeta smurt brauðið, en að sleikja rjómafroðuna?“ • Og þá er komið' að skyrinu. SKYR hefir verið fáanlegt hjer í bænum undanfarna daga mörgum til stórrar gleði og á- nægju. En Adam var ekki lengi í Paradís! Nú er kvartað yfir því að skyr, sem kemur á Reykja- víkurmarkaðinn sje gróft og vont, en að ágætis skyr megi fá úr Borgarfirði. Um þetta mál skrifar húsfreyja nokkur brjef til mín. Finst henni ósanngjarnt að selja þetta grófa skyr sama verði og Borgarfjarðarskyrið, svo mik- ill munur sje á gæðum. Húí- freyja stingur að lokum upp á því, að skyrgerðarmenn í Borg- arfirði verði látnir kenna hinum, sem grófa skyrið framleiða. Rafskinna Bach- manns iu ara ÞAÐ eru ekki margir Reyk- víkingar, sem komnir eru til vits og ára og sem haft hafa ferlivist, sem ekki þekkja Raf- skinnu Gunnars Bachmanns. Þessa undrabók, sem ávalt „kemur út“ fyrir stórhálíðar ársins í sýningarglugganum í Austurstræti. Rafskinna ein út af fyrir sig, hefir nægilegt að- drállarafli til að draga að sjer athygli þeirra er um Austur- stræti fara, en til þess að setja punklinn yfir i-ið, hefir Bach- mann altaf eitthvað í gluggan- um auk Rafskinu. Eitt árið er það „Rafskinnu karlinn" sjálf- ur, sem slær naglann á höfuð- ið, eins og Bachmann og fleiri segja að auglýsingarnar geri. Næsta ár eru það kánnske gull- fiskar í öllum regnbogans lit- um, sem leika sjer í giuggan- um til ánægju fyrir áhorfend- ur o. s. frv. í ár er það heljar- mikill fálki, sem vakir yfir Raf skinnu í sýningarglugganum. Rafskinpa er 10 ára um þess ar mundir. Þegar hún kom fyrst fyrir almenningssjónir, vakti hún alhygli vegna þess, hve frumleg hún var. En það voru sumir, sem ekki spáðu henni langlífi. „Ekkert gagn í þessu, þegar nýja brumið er farið af“, sögðu menn. Raunin hefir samt orðið alt önnur. Á hverju ári hefir Rafskinna dreg ið til sín fleiri og fleiri og nýja brumið er enn ekki af henni eftir 10 ár. Áhrifa Rafskinnu hefir gætt og gætir víða. í kvik- myndahúsunum má sjá Raf- skinnuauglýsingar í hverju hljei og mörg fyrirtæki prýða skrifstofuveggi sína með skemlilega teiknuðum auglýs- j ingum eftir Tryggva Magnús- j son, sem undanfarin ár hefir j teiknað myndirnar og endur- bælt þær með hverju ári. Að þessu sinni — á 10 ára afmæl- inu — eru valdar myndir í Raf skinnu. Margar þær bestu, sem birst hafa í henni undanfarinn áratug. Leikfjelag Hafnarfjarðar sýnir í síðasta skifti fyrir jól leikinn Ráðskona Bakkabræðra í kvöld kl. 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.