Morgunblaðið - 13.12.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1944, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. des. 1944 iO Hversu i j ÞEGAR jeg í septemberlok | árið sem leið, birti greinina , „Húsavíkurhöfn þarf að full- gerast“, þar sem jeg m. a. færði rök fyrir því enn á ný, hvílíkur ; framttíðarstaður síldarútvegs ; og fiskveiða Húsavík væri og hefði lengi vqrið, var það eink- um tvent, sem hratt þeirri grein á flot, og sem og veldur því, að enn er í sömu „Húsa- víkina“ róið, sbr. máltækið, „aldrei verður góð vísa of oft kveðin“. í fyrsta lagi var það samningur sá, sem stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins gerði dag ana 29. og 30. júlí 1942 við hafnarnefnd og hreppsnefnd Húsavíkurhrepps, í öðru Iagi frumvarpið til laga um hafnar- bótarsjóð sem lá fyrir Alþingi haustið 1943 og var afgreilt sem lög nefnt ár. í áminstum samningi segir svo: a. Síldarverksmiðjur ríkisins eru skuldbundnar til þess að reisa 10 þús. mála síldarverk- smiðju í Húsavík strax og Húsavíkurhreppur hefir látið byggja hafnargarð suður frá Húsavíkurhöfða, svo langan og fullkominn, að hann veiti minst 60 m. legukant fyrir skip, og við kantinn sje minst 6 m dýpi. Jafnframt skuldbinda fulltrú arnir stjórn síldarverksmiðja ríkisins til þess að vinna að því við Alþingi og stjórnarvöld landsins, að hreppurinn fái samþykki þessara aðila til þess- arar framkvæmdar, svo og að : leggja lið við lánsútvegun. b. Síldarverksmiðjurnar sjeu l skuldbundnar til þess, að standa straum af greiðslu á % hlutum vaxta af skuldum þeim, sem hvíla á fyrirtækinu þann tíma, sem dragast kynni, að síldar- verksmiðjan tæki til starfa eft- ir að hafnargarðurinn er svo upp kominn, að hann veiti not- hæfa aðslöðu. ★ ÞESSAR yfirlýsingar voru gefnar að því tilskildu, að Al- þingi heimili byggingu síldar- verksmiðjurnar og ríkisstjórn samþykki bygginguna og að Húsavíkurhreppur leggi til ó- keypis lóð fyrir síldarverk- smiðjuna upp af hafnargarðin- um. Þessum tveimur varnöglum síldarverksmiðjustjórnarinnar var þegar kipt burtu. Hrepps- nefnd Húsavíkurhrepps sam- þykti strax að afhenda um- beðna lóð á „Höfðanum" og Al- þingi samþykti byggingu síld- arverksmiðjunnar á þingfund- um 1942, en sló þar nýjum var- nagla við svohljóðandi: „Strax og fært þyki vegna dýrtíðar- innar að fullgera Húsavíkur- höfn“. Nú þótti ekki fært að gera neitt árið sem leið, en seint á árinu samþykti Alþingi „Lög um hafnarbótasjóð" þar sem í 1. gr. segir svo“. Stofna skal sjóð er nefnist hafnarbótasjóð- ur. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að bættum hafnar- og lendingarskilyrðum í kaupstöð um og sjávarþorpum þar sem aðstaða er góð til sjósóknar og framleiðslu sjávarafurða. 2. gr. laganna er svohljóðandi: „Rík- ( issjóður leggur fram til hafn- arbótarsjóðs af tekjum ársins lengi d útvegurinn a hafnargerð í Húsavík Eftir JúIllls Havsteen sýslumann eftir 1943 3 milj. kr. og 300 þns. kr. á ári eflir 1943“. Nú þótti mjer eðlilega vænk ast hagur Húsavíkur og sótti því til fjárveitingarnefndar Alþingis um 250—300 þús. kr. úr þessum sjóði seint á árinu sem leið. Svar við þessari um- sókn hefir enn ekkert borist og er það að líkindum, því sá seina gangur varð á þessu þarfa máli, að enn eru sjóðnum engar regl- ur settar og, hvað meira er, eng in stjórn. Hefi jeg góða von um að milli þinganefnd í sjávarútvegsmál- um bæti hið bráðasta úr þessu tómlæti og geri tillögur um hafnarbótasjóð og notkun hans sem verði lögfestar. ★ SPURNINGA^NAR eru þá þessar: Er vegna dýrtíðar fært að full gera Húsavíkurhöfn og ber að veita til. þess fje úr hafnar- bótasjóði? Þessum spurningum skal jeg lejtast við að svara báðum í einu og ber fyrir mig stað- reyndir. Er aðkallandi þörf á nýjum síldarverksmiðj um ? Við skulum athuga kver það sem heitir „Rannsókn á rekstri síldarverksmiðju ríkisins“, og sjá hvað skrifað stendur m. a. á bls. 136, en þar segir: Sam- kvæmt útreikningi Jóns Gunn- arssonar framkv.stj. Sildarverk sm. ríkisins, hefði afli sild- veiðiflotans sumarið 1940 get- að orðið a. m. k. 75% meiri, hefði hann ekki tafist frá veið- um sökum losunarbiðu og veiði banna. Þar sem aflinn það ár nam 1.659 167 málum, hefir veiðitap samkv. þessu orðið á þeirri síldarvertíð ca. 1.240.000 mál síldar. Til þess að taka á móli því síldarmagni hefði þurft aukin afköst síldarverk- smiðjanna á norðurlandi um 25 þús. mál á sólarhring". Þar sem síldarmálið nefnt ár var greitt með kr. 12.00 er tapið fyrir síldveiðiflotann iæpar 15 miljónir króna. Nefndin- telur veiðitapið 1941 sökum veiði- banna og losunarbiða 550 þús. mál síldar þann mánaðartíma, sem mest veiddist eða tæpar 10 milj. kr. Um tap síldarverksm. ríkisins nefnt ár, kemst nefnd- in þannig að orði: „Fram til 8. ág. teljum vjer að afli veiðiskipa, síldarverksm. ríkisins sem eru með 71 síld- arnót, hefði getað orðið 80— 100% meiri en hann er Orðinn, ef skipin hefðu haft tafarlausa löndun“. Telur nefndin að síldarverk- smiðjur ríkisins hafi „vegna skorts á síldarverksmiðjum tap að á þessu tímabili útflutn- ingsverðmæti fyrir rúmar 12 milj. kr. Þarna eru tölur sem tala, að jeg ekki segi hrópa. Og svona hefir það gengið breyt ingalítið og úrbótasnautt árin 1943 og 1944. Hversu miklu hef ir þjóðarbúið tapað á tómlætinu þessi 4 ár?Ætli upphæðin sam- anlögð fari ekki að slaga upp í 80—100 miljónir. Vissulega! ,,Vor fátæka þjóð má við minna“. Til þess að ráða bót á mein- semdunum segir nefndin: „Hjer eru því svo mikil verðmæti í húfi, að vjer höfum talið rjett- mætt, að bera fram iillögur vor ar um byggingu hinna nýju verksmiðja“. Enn segir nefndin: Við val á stöðum fyrir hinar nýju verk smiðjur hefir það fyrst og fremst vakað fyrir oss, að stað- urinn væri sem næst síldarmið- unum, svo a.ð sem skemst væri að fara með aflann til löndun- ar. Við það aukast aflamögu- leikar skipanna að miklum mun. Vjer viljum geta þess, að dagana 29.—31. júlí tók síld- arverksmiðjustjórnin sjer ferð á hendur til Húsavíkur og Skagastrandar til þess að kynna sjer sameiginlega allar aðstæð- ur fyrir byggingu hinna nýju verksmiðja á þessum stöðum, og til þess að tryggja verk- smiðjunum nægilegt landrými" ★ HVERS VEGNA var fyrst haldið til Húsavíkur? Sökum þess að síldarverksmiðjustjórn- in vissi það þá og veit það enn betur nú, að Húsavík var og er tilvaldasti staðurinn til þess að reisa síldarverksmiðju á Norðurlandi. Það er marg sannað og játað af öllum skipstjórum og veiði- formönnum síldveiðiflotans, að mesta síldarmagnið er í flest- um ef ekki öllum sumrum á Skjálfandaflóa og við Tjörnes. Frá því jeg kom til Húsa- víkur, en þar hefi jeg nú dval- ið 23 ár, hefi jeg horft á það sumar eftir sumar, að síldveiði skipin hafa fylt sig dag eftir dag á Sjálfandaflóa í „Barrn- inum“ milli Lundeyjar og Tjör ness og jafnvel framundan höfn inni og orðið að fara með afl- ann ýmist til Siglufjarðar, Eyja fjarðar eða Raufarhafnar. Þeg ar forseti íslands heimsótti Húsavik 3ja ágúst síðastl., varð honum m. a. starsýnt á flota skipa, sem var að síldveiðum á Skjálfanda í sólskini og rjóma logni, rjett vestan við Húsa- víkurhöfn, skamt undan landi. Ljet hann að loknu samsæti aka sjer út á höfðann til þess að geta á stuttu færi úr landi sjeð veiðiaðferðir hinna ís- lensku síldveiðimanna. Þótti forsetanum þessi sjón bæði skemtileg og falleg, enda mun hann hvergi hafa sjeð aðra eins. En auk þess sem Húsavík liggur svona vel við síldarmið- in, þá kemur og hjer annað til greina, sem eykur á gildi Húsa- víkurhafnar fyrir síldveiðiflot ann, en það er sú staðreynd, að hún er tengiliður milli Siglu fjarðar og Raufarhafnar og þangað geta skipin oft leitað, þegar ekki verður til hinna hafnanna náð. Gamlir þular og gætnir munu hafa það fyrir satt, að þegar haustar að og dimma tekur nótt, sje álíka hættulegt að sigla fyrir Sljettu eins og fyrir Strandir. Það þarf aðeins að líta til lands þegar farið er fyrir Sljettu, þá bera skipsflökin þess vott sem enn standa þar á blindskerjum, boðum og grynningum, að þarna hefir margur vaskur sjó- maður fundið vota gröf. Is- lensku síldveiðiskipin eru flest fremur smá vjelskip, oft ekki sem best út búin en venjulega ofhlaðin síld, þegar þau halda til hafnar. Enn hefir vel tekist, en svo gæti farið, ef nokkur hluti flotans væri á leið fyrir Sljettu sökum þess, að hann ætti sjer engan annan kost til þess að losna við síld, sem tekin væri vestan við Rauðu- nes utarlega, en að halda til Raufarhafnar, að ekki dygði fyr ir öll skipin að moka út síld- jinni, ef skyndilega hvessti af |norðri og gengi í byl. Segi jeg þetta sökum þess, að mjer er 'enn minnisstætt veðrið sem skall í einni svipan á í ágúst- lok 1926 og fórust þá fjögur skip norsk við Sljettu og varð aðeins mannbjörg á tveimur. Sjálfur var jeg þá staddur á Reykjaheiði í blindbyl og hefði Jmáske verið þar enn, ef jeg hefði ekki tekið ráðin af fylgd- armanninum og látið ,,Grána“ minn ráða ferðinni, en hann var ratvísasti hestur sem jeg hefi þekt. LOKS vil jeg geta þess, að Húsavíkurhöfn kemur ekki ein ungis síldveiðiflotanum að haldi, heldur og öllum þeim flota, sem farinn er!að stunda þorskveiðar vor og haust milli Grímseyjar og Rauðunúpa. Ótaldir eru enn „landkostir“ Húsavikur fyrir sjómenn okk- ar þegar í höfn er komið, en um þá skal fljótt yfir sögu far- ið og aðeins drepa á að í Húsa- vík er ágæt vatnsveita, raf- veita, sem stendur til að stækka allmjög og von gera Húsvíkingar sjer um það, að hitaveita sje ekki langt undan landi. Þá skiftir miklu máli, að vist ir eru nógar, svo sem smjör, mjólk og kjöt. — Hvað er hafnargerðinni komið? — Öllum eða flestöllum út- gerðarmönnum og sjómönnum hjer á landi mun vera kunn hafnarbryggja sú, sem gerð var í Húsavík á árunum 1933— 1936 og sleppi jeg því að lýsa henni eða greina frá því hvílík lyftistöng hún hefir verið fyrir atvinnulíf Húsavíkur, einkum útgerðina, en það vil jeg í þessu sambandi undirstrika, því mörgum er það máske ekki ljóst, að bryggja þessi er einn- ig suðurálma eða innri álma hafnargerðarinnar í Húsavík — Kostaði mannvirki þetta með uppfyllingum þeim tveimur, sem ná alt út að fjörustjett K. Þ., ca. 600 þúsund krónur og hefir hafnarsjóðurinn fram að þessu staðið vel undir útgjöldv um sínum vegna mannvirkj- anna. Með * þessari hafnarbryggju veitist skipum skjól á Húsavík- urhöfn fyrir þrem áttum, en standi vindur og sjór að vest- an eða norðvestan, er skipa og bátalægi að miklu leyti óvarið og ætti þessi ástæða ein að vera ærin nóg til þess að flýta fyrir því, að höfnin verði fullgerð sem fyrst. í SUMAR sem leið fjekst leyfi til þess að byrja á hafn- argerðinni við „Höfðann", en ekki mátti vinna fyrir meira en rúmum 100 þús. krónum, sem er enginn ,,obbi“ nú á dög- um og því síður þegar þess er gætt, að samkvæmt kostnaðar- áætlun þeirri, sem fyrir lágu um gerð hafnargarðsins suðúr af Húsavíkurhöfða, var mann- virki þetta áætlað ca. 2 miljón- ir króna, ef hæfilegt grjót í háfnargarðana fyndist í land- areign Húsavíkurhrepps, að öðrum kosti var áætlunin ca. 700 þúsund krónur hærri. Hið fyrsta sem verkstjóri hafnar- gerðarinnar ljet gera í sumar sem leið, var að hefja leit að grjótnámu í Húsavíkurlandi, og sem betur fór, fanst hún. Verk það, sem unnið var í sumar sem leið vegna hafnar- gerðar Húsavíkur, þori jeg að fullyrða. að hafi unnist bæði vel og ódýrar en við var búist, en þótt vel sje unnið, miðar því verki lítt áfram, sem áætlað er 2 miljónir, ef aðeins má vinna fyrir 100—200 þúsund á ári, og kennir lítillar hagsýni í slíkum ráðagerðum. Það heyrast nú hvaðanæfa háværar raddir um það, að út- gerðin beri uppi ríkissjóðinn og þjóðarbúið og að endurnýja þurfi og auka skipastól lands-- manna. Hvorutveggja þetta er sjálfsagt rjett, en mjer er spurn: Til hvers er að bæta og stækka flotann, ef hann ekki !á það hafnarskjól norðanlands ^og sunnan, sem vitað er og jmargsannað, að honum er nauð syn á, bæði til skjóls og þrifn- aðar og til hvers er að fá lóðir undir síldarverksmiðju, ef að ekki á að reisa þær fyr en þeir, 'sem um þetta sömdu, eru hættir að draga andann? A því sem að framan er sagt, þykist jeg enn á ný hafa fært sönnur á það, að Húsavíkur- höfn þarf að fullgera sem fyrst og að einmitt til lúkningar þessu þarfa verki, beri að veita sem fyrst og sem ríflegast fje úr hafnarbótasjóði. Hversu lengi á að bíða? Ilversu lengi á verksmiðjan að bíða eftir höfninni, hversu lengi á höfnin að bíða eftir verk smiðjunni og hversu lengi út- vegurinn íslenski eftir hvoru- tveggja? Þessum spurningum leyi fjeg mjer sjerstaklega að beina til Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Júl. Havsteen, sýslumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.