Morgunblaðið - 14.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1944, Blaðsíða 1
ELAS-MENN JA ALLSHERJAR AHLAIIP GEGIM BRETUM í AÞEIMU Elas-menn hefja úívarp í Aþenu London í gærkveldi. 1 DAG hefir héyrst til út- varpsstöðvar í Aþenu, og er sagt í útvarpi þessu, áð stöðin s.je stöð E.M.A. flokksins, sein stendur bakvið skæruliðana, Elas-flokkana, sem gegn Bret- um ber.jast. Voru Grikkir bvattir til þess að fylkja sjer uiulir vopn og berjast gegn Bretum. Var farið hinum ó- þvegnustu orðurn um Breta og. Cliurehill í útvarpi þessu. —Það auðkennir sig orðun- mu: „Iljer er útvarp frjálsra Grikkja“. — í annan stað hala breskar flugvjelar varp7 að_ nriljónum eintaka af síð- ustu ræðu Churchills á grísku vfir hjeruð Norður-Grikk- lands. Reuter. Harðar orusfur norðausfan Buda- pesf LONDON í gærkvöldi: Rúss- ar sækja nú af miklum krafti að stöðvum Þjóðverja fyrir norðan og norðaustan Buda- pest, en þar eru varnir Þjóð- verja hvað rammgerastar á þessu svæði og orustur því feikilega harðar. Rússar segja í tilkynningu sinpi í kvöld, að þeir hafi get- að _ tekið nokkrar stöðvar af Þjóðverjum á þessu svæði, þar á meðal þrjár járnbrautarslöðv ar. Ennfremur 1700 fanga. í fjöllunum fyrir norðaustan Miskoltz er og barist af hörku, og kveðast Rrúsar hafa tekið þar nokkur þorp. Sækja Rússar upp dalina frá sljettunum sunnan þeirra. Þjóðverjar segja í dag, að þótt fallbyssudrunurnar heyr- ist nú glöggt til Budapest, sje fólk þar furðu rólegt. Falbyssu ki'ilur Rússar hafa komið niður í borginni, enda eru vígstöðv- arnar ekki nema 16 km frá lak mörkum hinnar fornu borgar. Kanadamenn til Ástralíu London: Nýlega eru allmikl- ar hersveitir Kanadamanna stignar á land í Astralíu og er búist við að her þessi verði aukirin mjög á næstunni. Tískusýning í París París er í þann veginn að verða aftur aðalaðsetur þeirra, er móta tískuna í heiminum, og hjer að ofan sjest fyrsta tískusýn- ingin, sem lialdin var í borginni eflir að bandamenn náðu lienni. Hermenn bandamanna voru steinhissa á þ\í, hve vel klæddar Parísardömurnar voru, þrátt fyrir langt hernám. Sókn stefni að Duren frá suðvestrf London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FYRSTI Bandaríkjaherinn hefir nú hafið nýja sókn áleiðis til Dilren. Hefir herjum þeim, sem sóknina hófu, tekisí að sækja fram um tæpa 3 km, og eru þeir nú þarna um 18 km frá bænum. Er barist austan til í Hurtgenskóginum. Við Ruhr-ána eru bardagar mjög harðir og verjast Þjóðverj ar í nokkrum þorpum vestan árinnar, gegnt Duren, en Bandaríkjamenn eru komnir að ánni alls á tæplega 30 km svæði fyrir norðan bæinn, gegnt Júlich og Einnich. Norðar er ekkert um að vera. Á Saar-vígstöðvunum er sama þófið enn, og er barisl í borginni Saarleutern, sem bar- ist hefir verið í af og til í tæp- lega hálfan mánuð. Hafa Þjóð- verjar þarna lið all-mikið og harðfengt, stutt skriðdrekum og fallbyssum í Siegfriedvirkjun- um. Sunnar, í Elsass sækir sjö- undi Bandaríkjahérinn fram og nálgast Rín gegnt Karlsruhe. ■— London í gærkveldi. I DAG komu saman hjer í London fulltrúar kolanámueig enda og námamanna, til þess að ræða, hvernig helst væri hægt að auka framleiðsluna á kolum, en hún hefir allmjög gengið saman að undanförnu. Voru umræður miklar, en ár- angurinn að svo komnu ekki annar en sá, að nefnd var skip- uð i málinu; á hún aðallega að hafa með höndum rannsókn á orsökum þess, að kolafram- leiðslan hefir dregist svo mjög saman, sem raun er á. — Reuter Mikiar umræður um Grikklands- mál á þingi verkamannaflokksins breska London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reu'ter. í BIRTINGU í MORGUN rjeðust Elas-skæruliðarnir í Aþenu fram til árása gegn þeim hlutum borgarinnar, sem bresku hersveitirnar hafa á valdi sínu. Höfðu skærulið- arnir mikið lið, og voru áhlaup þeirra hörð. Ruddust þeir inn á svæði, þar sem breskir hermannaskálar eru, og neyddu bresku hersveitirnar þar til að hörfa út í eitt hornið á svæði því, sem bækistöðvarnar voru á. — Hafa Bretar síðan gert gagnáhlaup á skæruliðana í allan dag, en gengur heldur treglega, því þeir verjast af mesta harðfengi. Allan daginn hefir verið beitt fallbyssum og skotgrafafallbyssum, og hafa dunurnar verið svo miklar, að breska sendiráðsbyggingin hefir nötrað og skolfið i allan dag. Skæruliðar eru taldir hafa fengið allmikinn liðsauka í dag. Arás á iSnaðarborg í Japan London í gærkveldi: í dag gerðu yfir 100 amerísk risaflugvirki loftárás á Nagoya í Japan, en þar er ein mesta iðnaðarstöð landsins. Var árás þessi mjög hörð. Ekki sáust japanskar orustuflugvjelar. — Aðist hefir verið á borgina einu sinni áður, í vikunni sem leið. I Nagoya eru talin vera fram- leidd allskonar hergögn og einn ig flugvjelar. —- Reuter. Heima í Bretlandi I dag urðu miklar um- ræður um Grikklandsmálin á þingi verkamannaflokks- ins breska, sem nú situr á rökstólum. Var þar mjög deilt á Churchill fyrir fram kvæmdir hans í málum þessum. Voru þar fremstir í flokki þeir Aneurin Bevan, hinn orðhvatasti verka- mannaþingmanna, og Art- hur Greenwood, formaður flokksins. Bar hinn síðar- nefndi fram tillögu þess efn is að skora á stjórnina, að gera ráðstafanir til þess að vopnahlje yrði samið í Grikklandi. Ný ríkisábyrgð fyrir Siglufjörð FJORIR þingmenn, þeir Þór- oddur Guðmundsson, Barði Guð mundsson, Sigurður Kristjáns- son og Bernharð Stefánsson flytja svo hljóðandi þingsálykt- unartillögu í Sþ.: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast fyr ir hönd ríkissjóðs viðbotarlan fyrir Siglufjarðarkaupstað, að upphæð 5 milj. króna, til þess að ljúka við virkjun Fljótaár. Lánið er til 25 ára og með éigi hærri en 4% vöxtum og gegn þeim tryggingum, sem ríkisstjórnin tekur gildar“. Tillögunni fylgir greinargerð, þar sem skýrt er frá því að Al- þingi hafi tvívegis áður veitt ríkisábyrgð á láni til þessarar virkjunar, samtals 8 milj. kr. Skýringar og áætlanir verk- fræðinga fylgir greinargerð- inni. Ernest Bevin svarar Ernest Bevin, sem er ráð herra í bresku stjórninni af hálfu verkamannaflokksins, svaraði ádeilunum á stjórn- ina. Sagði hann, að það sem gert hefði verið í Grikk- landi, væri ekki verk Chur- chill eins, heldur hefði öll stjórnin verið honum sam- mála í þessu. Gerðu margir þingfulltrúa mikinn róm að máli ráðherrans.Sagði hann meðal annars, að breska stjórnin væri staðráðin í því að koma svo góðum friði á í Grikklandi, að kosningar gætu farið fram. En' það sagði hann - að ekki væri hægt, fyrr en menn gengju til þeirra vopnlausir. « Tillangan samþykt Eftir að Aneurin Bevan hafði á ný helt sjer vfir stjórnina, en aðrir mælt henni bót, var tillaga sú, er Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.