Morgunblaðið - 15.12.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 15.12.1944, Síða 1
16 síður 31. árg-angur. 257. tbl. — Föstudagur 15. desember 1944 IsafoldarprentsmiSja h.f. ELASMENN SKJÓTA AF FALLBYSSUM Á STÖÐVAR BRETA í AÞENU Rússar 6 km frá Budapest! London í gærkveldi. • RÚSSNESKAR hersveitir eru nú komnar það nærri Budapest að norðaustan, að framsveitir þeirra eru ekki nema 6 km. frá ! úthverfum borgarinnar á ein- I úm stað, þar sem þær eru komn j ár næst þeim. Að austan eru j herir Rússa í 16 km. fjarlægð. í Hafa Rússar tekið nokkrar varnarstöðvar á þeim slóðum, þar sem þeir sækja að borg- fnni, en hafa þurft að kosta miklu til þess, þar sem mót- spyrna Þjóðverja er ákaflega ■ Körð, og fá þeir og Ungverjar stöðugt liðsauka til vígstöðv- ánna. Þjóðverjar segja, að borgar- lífið í Budapest beri nú stöð- ugt meiri merki nálægðar víg- stöðvanna. Fallbyssudrunurnar heyrast þar dag og nótt og rúss ^ neskar flugvjelar eru stöðugt á j sveimi yfir borginni. ákjóta úr vjelbyssum og varpa sprengj- um. Loftorustur eru iðulega háðar. Sagt er, að þýskir varðmenn með brugðnum byssustingjum gæti' nú allra brúnna yfir Dóná, en almenningi er bannað að fara um þær eftir kl. 6 síð- degis. A vígstöðvunum vestan Dónár, sunnan Budapest, eru bardagar einnig allharðir og eins í fjöllum Norðaustur- Ungverjalands. — Breytingar hafa þó ekki orðið miklar þar. — Ekkert gerist í Austur- Prússlandi eða þar á landamær unum, nje heldur norður í Lett landi. — Reuter. Utför Moyne lávarðar Eins og kunnugt er, myrtu Gyðingar fyrir skemmstu Moyne lávarð, sendimann'Breta í löndunum við auslanvert Miðjarðar- haf. Myndin hjer að ofan er tekin, þegar útför lávarðarins fór fram í Cairo. Hrcinsað ti! á vesturbiikkum Ruhrár London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDARÍKJAHERNUM hefir tekist að hreinsa til á vestur- bökkum Ruhr-árinnar fyrir vestan Dúren á nokkru svæði, eink- um norðan við bæinn. Hafa bandamenn nú alla bakka árinnar á valdi sínu, frá Einnich, sem er í rústum og niður til Júlich og Dúren eru Þjóðverjar enn í nokkrum þorpum á vesturbakkanum. Þýskur togari tek- ínn við Græntand Washington í gærkveldi: FLOTAMÁLARÁÐUNEYTI Iíandaríkjaima tilkynnti í dag að Bandaríkjaflctinn hefði frá því í júlí og þar til í október staðið í viðureignmn til þess að varna Þjóðverjum að setja u])]> bækistöðvar á austur- strönd Grænlands. Einn togari var tekinn her- skyldi, öðrurh var sökkt og sá. þriðji fannst mannlaus. Alls Fyrir vestan Dúren, gegnl " bænum, hafa Bandaríkjamenn brotist inn í þorp eitt, allstórt, og er þar nú barist af miklum ákafa. Ruhr-áin er nú í örum vexti, hefir hún hækkað um 3 fet síðasta sólarhring. — Ekki hefir frjettst neitt um sókn ! Bandaríkjamanna suðvestan i frá, Húrtgenskóginum áleiðis til Dúren. ^ Bandamönnum gengur enn« : allilla að komast áfram í Saar- lijeracii, og veldur því aðallega hin ákafa skothríð Þjóðverja úr Siegfriedvirkjunum, sem þjakað hefir mjög her Patlons í núnd við Saar'leuíen. Annars arsstaðar unnið á í gagnáhlaup um. Bandamenn telja sig hafa umkringt Agnotskóginn, en það er afarmikið skógarflæmi vest an Rínar. Frá sókninni til Rínar við Karlsruhe er ekki greint. Slórfje fil vlðreisnar á Jamaka London í gærkveldi. Samþykt var í breska þing- inu í dag, að veita 700.000 pund til viðreisnar atvinnuvegum á voru 30 fangar teknir. staðar um þessar slóðir hefir Jamaica, en þar geysaði ógur- Strandvarnarskip Banda- ríkjanna, seni að þessu unnu, urðu fyrir skemdum og varð að fara með eitt þeirra um 5000 km. leið í viðgerð." — Reuter. Bandaríkjam'önnum ekkert orð ið ágengt. Sunnar enn, suður í Elsass, eru rniklar orustur háðar og hafa bandamenn sótl fram sumssíaðar, en Þjóðverjar ann- legur fellibylur s. 1. sumar. Eyðilagði hann 80% af öllum bananaekrum eyjarinnar og j feldi W-i milj. kókóstrje.Einnig hrundu í fellibyl þessum 70.000 hús. — Aðiiar ásaka hvor annan um ógurleg hryðjuverk London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EFTIR SÆMILEGA kyrra nótt og fyrri hluta dags, svo kyrra, að menn voru farnir að vona, að vopnahlje væri í aðsigi, hófu Elasmenn síðdegis í dag afarmikla skothríð af fallbyssum á miðborg Aþenu, þar sem breski herinn hefir aðalstöðvar sínar. Blossuðu þá þegar bardagar upp að nýju, og standa þeir enn. Eru bæði breskir skriðdrekar og fallbyssur að verkum og heyrast drunurnar um alla borgina. Fvrirskipað hefir verið af Bretum, að almenn- ingur í borginni megi ekki vera í ferli, nema aðeins tvær stundir um miðjan daginn. Þetta er gert til þess, að Bret- ar eigi hægra með að ná í skæruliða, sem læðast inn á þau svæði, sem herinn hefir á valdinu sínu í borginni. •— Refsingar við því að brjóta bannið eru mjög harðar, fang- elsi eða dauði, ef mótþrói er sýndur. Aðilar ásaka nú hvor annan um hryllileg ofbeldisverk. Síðustu frjettir London í gærkveldi: SEINT í KVÖLD gerðu skæruliðar árásir á mikilvæga, lögreglustöð, sem Bretar höfðu á valdi sínu og náðu henni eftir stuttan bardaga. Skæruliðat’ herða im atlögu sína að Bretum um alla A- þenuborg. Lausafrjettir herma að kom ið geti til mála, að friður komist á, ef erkibiskup Grikk lands tjáir sig fúsan til að taka forsæti í samstjórn allra flokka. Frjettir um að Rússar, hafi haft afskipti af Grikk- landsmálunum eru algerlega óstaðfestar. I útvarpi skæruliða er svo frá skýrt, að þeir hafi náð á vald sitt mörgum þýðingar- miklum stöðum í núnd við Aþenu og hafi aftur ráðist inn í hermannaskála Breta, er þeir voru hraktir úr í gær. — Reuter. Meira lið yfír Lamone-ána London í gærkveldi. KANADAMENN og Bretar hafa komið meira liði norður yfir Lamone-ána, og styrkt þar aðstöðu sína að miklum mun. Þjóðverjar hafa gert þar nokk- ur hatrömm gagnáhlaup, en þau hafa öll verið brotin á bak aftur. Bardagar eru þarna ofsa harðir. Á vígstöðvum fimta hersins hafa bardagar byrjað aftur, og hefir einkum verið barist um tvö þorp. Ægilegar ásakanir Gríska stjórnin og breska herstjórnin telur sig hafa sannanir fyrir því, að Elas- menn hafi myrt fanga á hinn hryllilegasta hátt, bar- ið sjer andstætt, veikt fólk í sjúkrahúsum, skotið sak- lausa menn og haft yfirleitt í frammi hin hryllilegustu ofbeldisverk. Útvarpsstöð E. M. A flokksins, sem stend ur að baki Elasmönnum, seg ir hinsvegar að Bretar fari kæruleysislega með skot- vopn sín og hirði eigi hót, þótt saklaust fólk verði fyr- ir kúlum þeirra, ásakar þá um pyndingar á föngum og fleira því um líkt. — Láta hvortveggja aðilar ásakanir um óhæfuverk dynja á öðr- um. Churchill gagnrýndur Menn deildu á Churchill í dag í breska þinginu fvrir það, að hann hefði ekki lát- ið samveldislöndin vita uín þá stefnu, sem stjórnin hefði tekið í Grikklandsmálunum, en hann svaraði því til, að það hefði verið gert eins og hægt hefði verið, en fram- vinda atburðanna hefði orð- ið með skjótum hætti, og ekkert samveldislandanna hafði hreyft mótmælum í neinu. Einn þingmaður verka- mannaflokksins reis upp og spurði, „hve lengi stjórnin ætlaði að halda áfram að láta myrða gríska fjelaga”. Gullu þá við mikil óp og mótmæli í málstofunni og fanst þingheimi slíkt orð- bragð ósæmilegt, Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.