Morgunblaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. des. 1944 I 1 ^J^CuenjióÉin ocj ^JJeintiíiÉ oua náí^aót Jólin nálgast óðum, og jóla- tmdirbúningur hafinn á mörg- uiii heimilum. En nú hagar svo til, að mörg tiúsmóðirin hefir enga hjálp, verður að vinna öll heimilis- siörfin sjálf, og hefir því meira en nóg að gera daglega, þótt jólaannirnar bætist ekki við. — A hún því aðeins um tvent að velja, að slá eithvað af jólaum- stanginu — sem mætti ef til vill gera að skaðiausu — eða ieggja r.aman nætur og daga, til þess að ljúka því í tíma. En það er nú einu sinni svo, að mörgum húsmæðrum finst engin jól vera á sínu heimili, iiema þar hafi verið bakað -og ttrasað í marga daga til jólanna, liver krókur og kimi í húsinu vandiega þveginn o. s. frv. Taka t>ær því heldur þann kostinn að vinna nætur og daga til þess að Ijúka öllu í tíma. Þegar svo jólin koma, eru f>ær orðnar svo slituppgefnar, að þær geta varla notið gleð- iranar yfir því, að hafa lagt svo *nikið á sig, til þess að gleðja aðra. Er þetta vitanlega hin mesta íi rra. og ætti að vera auðvelt til úrbóta. ,,Margar hendur vinna ljett verk“. Allir, sem vettlingi geta vald áðá heimilinu eiga að hjálpast að við jólaundirbúninginn, í frístundum sínum, frá námí ■eða vinnu. Oft er það aðeins hugsunar- teysi sem veldur, að dóttirin rjettir ekki móður sinni hjálpar tkind, þótt hún hafi svo mikið að gera, að hún sjái varla út úr f>ví og karlfólkið á heimilinu lítur nú einu sinni svo á, að tieimilisstörfin sjeu eingöngu fcvenmannsverk, og dettur því «kki sú fáránlega fjarstæða í tiug. að fara að fást við slíkt. En jeg hygg, að gullhringarnir •Tiyndu nú ekki detta af hús- txindanum eða syninum, þótt |>eir hjálpuðu húsmóðurinni eitthvað í jólaönnunum og jeg «r viss um, að það væri besta jólagjöfin, sem þeir gætu gefið tienni. Tískumyn dir í ár eru jakkakjólar meira í tisku en í fyrra og eru jakk- arnir hafðir síðari. Kjólarnir eru einnig yfirleitt hærri í háls- inn. Það tíðkast mjögi' að hafa smáköflótta jakka við einlita kjóla. Á myndinni hjer að of- an sjáið þið slíkan búning. Er hann eftir fyrirmynd Maurice Renter. Jakkinn er svartur og hvítur, með svörtum hnöppum, og kjóllinn úr svörtu ullarefni. Er slíkur búningur mikið not- aður í Ameríku, t. d. á kaffi- húsum. Til vinstri er einnig jakka- kjóll, úr dökkbrúnu ullarefni. Kraginn og uppslögin á erm- unum eru perlusaumuð, með gyltum og grænum perlum. Kjóllinn til hægri er úr fjólu bláu ularefni. Framan á hon- um er laust stykki, sem fest er á kjólinn með hnöppum. ,Jó íci cdcilirn a r jcjr nu Qúgbraudsís Vanillukrem úr 34 1. 200 gr. rifið rúgbrauð ávaxtamauk 4—5 dl. rjómi. Vanillukremið lagað"á venju- legan hátt, látið í mót og fryst. f>egar það er hálffryst er rifnu rúgbrauðinu bætt út í og það jafnað vel. Fryst til fullnustu. tsinn síðan tekinn úr mótunum og látinn í skál eða ávaxtaglös, ávaxtamauki helt yfir, skreytt «3.eð þeyttum rjóma. Augun jeg hvíli með GLERAUGUM frá TÝLl SAGT ER, að það sje oft gott, sem gamlir kveði. En hvað sem því líður, getur oft verið mjög garaan að spjalla við gamalt fólk. — Jeg sat og rabbaði við gamla konu hjerna um dag- inn. Við ræddum um alt milli himins og jarðar, því að gamla konan hefir lifandi áhuga á öllu því, sem er að gerast í kringum hana og hefir haldið sálarkröftum sínum óskerturo, þótt hálfníræð sje. Við töluðum um jólin og jólagjafirnar. Gamla konan var að bera saman hver reginmun- ur væri á jólagjöfunum nú, eða hjerna í gamla daga, þegar hún var ung. Jeg hripaði niður að gamni mínu nokkuð af því, sem hún sagði, og fer það hjer á eftir: „Jólagjafirnar nú eru því nær eingöngu búðarvarningur, bækur, föt, skrautmunir alls- konar, o. fl. o. fl. og dýrmæti gjafarinnar fer venjulega eftir kaupgetu gefandans. Eina fyrir höfn hans er að fara inn í búð, benda á hlutinn, tína nokkra seðla upp úr pyngju sinni, pakka síðan hlutinn inn í skraut 1 legan jólapappír og skrifa utan á nafn viðtakanda. Þess ber þó að geta, að flestir reyna að gefa eitthvað, er þiggjandinn muni hafa gagn eða gleði af. Bækur eru t. d. oft gefnar með ákveðna hugsun á bak við. Þetta var öðru vísi hjerna i gamla daga. Þá voru jólagjaf- irnar búnar til af gefendunum. Smíðaðar, prjónaðar eða saum- aðar. Karlar og konur unnu að þeim í hjáverkum sínum. — Á sunnudögum — á nóttunni. Uti í fjósi, frammi í smíðahúsi eða við eldhúshlóðirnar. Hendurnar stundum loppnar á prjónunum eða við smíðarnar. Gjafirnar voru svo sem ekki mikils virði margar, peninga- lega. Bryddir skór, rósaíleppar, rósavettlingar, sokkar, útsaum- uð brjósthlíf, útskorin rúmfjöl eða útskorið nálhús eða prjóna stokkur, hornspónn o. þ. h. En gjafirnar þá, voru miklu meira virði en gjafirnar eru nú, sem tjáning vináttu, samúðar ^ og fórnfýsi, vegna þess að gef- andinn hafði orðið að leggja á sig andvökur og aukaerfiði, ef til vill vikum saman, til þess að búa þær til. — Við hverja lykkju, hvert nálspor og hvert hnífsbragð, var tengd vinsam- leg hugsun — og stundum meira en vinsamleg — í garð þiggjandans. Hluturinn allur var eitt tákn vináttu og ástar. Þessar gjafir höfðu einnig aðra þýðingu. Þsér ólu upp list- ræna hneigð hjá gefandanum, vegna þess að hann eða hún, vildi hafa gjöfina svo fallega, sem frekast var unt. Og jeg er illa svikin, ef mörg' yngismær- in hefir ekki í leyni felt lár yfir því, sem hún var að sauma handa piltinum sínum, vegna þess að það varð ekki efris fall- egt og hún hafði hugsað sjer og vildi hafa það. Og jeg er viss um. að margur hagleiks- maðurinn varð snillingur í skurðlist af sömu ástæðum. Þess vegna var rósaíleppur- inn eða útskorna nálhúsið | miklu meira virði sem g j ö f , en alfur þessi dýrindis búðar- j varningur, sem menn gefa í jólagjöf nú á dögum. | Annars eru mennirnir bún- ir að gera jólahátíðina að plágu. Þessa friðarins hátíð eru síngjarnir fjáraflamenn Frh. á næsta dálki. „Um jurialitun". Efiir MaNhiidi Haildórsdóitur Blaðinu hefir nýlega borist lít ið kver: „Um Jurtalitun11, eftir Matthildi Halldórsdóttur, hús- freyju í Garði í Aðaldal. Frú Laufey Vilhjálmsdóttir ritar nokkur inngangsorð að kverinu og segir þar m. a.: „Matthildur Halldórsdóttir, húsfreyja í Garði í Aðaldal, er fyrir löngu orðin þjóðkunn fyr ir jurtalitun sína.Bandið hennar fallega, sem var unnið og spunnið á heimili hennar, og hún litaði úr grösum, er uxu á landareign hennar, vakti mikla aðdáun, er það kom fyrir almenningssjónir á fyrstu al- mennu heimilisiðnaðarsýning- unni, árið 1921. Hún hlaut verð launaskjal fyrir bandið að sýn- ingunni lokinni. íslensk ull hef ir og veitt frú Matthildi, ásamt sambýliskonu hennar, frú Berg ljótu Benediktsdóttur, er líka leggur stund á jurtalitun, smá- peningaverðlaun, árið 1941. — Búnaðarfjelag Suður-Þingey- inga og kvenfjelagið þar, hefir einnig veitt henni viðurkenn- ingu, og nú í vor var frú Matt- hildur kjörinn heiðursfjelagi í Heimilisiðnaðarfjelagi Norður- lands. En árið 1939 hlaut frú Matthildur dálítinn fjárstyrk frá Alþingi, og varði hún því fje til þess að reisa og útbúa sjerstakan litunarklefa við bæ sinn. Hefir hún nú haldið nokk ur jurtalitunarnámskeið, þar Jsem ungar stúlkur, er áhuga |hafa á þessu starfi, fá að njóta , þeirrar miklu reynslu og marg ^hliða þekkingar, er frú Matt- jhildur hefir aflað sjer með þrautseigju og forsjá þessi 25 | ár, er hún hefir stundað þetta I litunarstarf í hjáverkum sín- um. I Birtist hjer í bókarformi leið arvísir í jurtalitun, er frú Matt hildur hefir samið, því að vænta má þess, að marga langi til þess að kynnast jurtalitunaraðferð- um Matthildar í Garði og læra af henni listina að lita“. Rjómahringir. 250 gr. hveiti 150 gr. smjörl. 90 gr. sykur 3 msk. rjómi Smjörl. og sykur hrært vel saman, rjóminn hrærður sam- an við og hveitinu smábætt út í. Hnoðað vel, elt í mjóa sí- valninga og þeir vafðir upp í smáhringi, sem látnir eru á smurða plötu og bakaðir ljós- brúnir við hægan hita.. Jólagjafirnar. búnir að gera að stærsta mark- aðsdegi — eða rjettara sagt markaðsmánuði ársins, þar sem þreytt er þrotlaust kapphlaup um þá aura og krónur, sem varið er til jólagjafa. Það er illa faiúð. I raun rjettri finnst mjer, að banna ætti allar 'óla- gjafir nema þær, sem gerðar eru af gefendunum sjálfum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.