Morgunblaðið - 16.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laug'ardag’ur 16. des. 1944 ,,Þig hefir grunað það, já. En þú hefir ekki viljað viðurkenna það fyrir sjálfum þjer. —Þú lifir nú mjög notalegu lífi. Þú ert auðugur, og verður auðugri með degi hverjum. Þú þráir, að geta einvhern tíma sagt skilið við alt verslunarbrask, og helg að þig listinni. Maður. sem hef ir einhverjar listamannahneigð ir lætur ekki örlögin taka sig fyrir gísl með því að kvænast og eignast börn Hann starði aftur í eldinn góða stund og dreipti á vínbléndu sinni. „Drottinn minn dýri! Jeg hefi skrifað heilan skipsfarm af skáldsögum, stuttum og löng- um, sem enginn hefir viljað líta við. Jeg hefi ekki verið á- nægður með neina þeirra, og jeg hefi svarið við skegg mitt og skalla, að lifa ógiftur þar til jeg hefi skrifað sögu, sem jeg er ánægður með! — Allir kunn ingjar þínir vita um tilfinning- Maisie í þinn garð, Og kæru- leysi þitt er helsta umræðuefni kvenfólksins yfir kaffibollun- um“. „Þú ert hreinasta upplýsinga náma“. ,,Jeg hefi allan minn fróð- leik frá stúlkunni, sem sjer um samkvæmisdálkinn oklcar. Hún er sjerfræðingur í slúðursögum. Hefir þjer aldrei dottið í hug, að kvænast Maisie Morrison, Danni?“ „Jú. Það hefir hvarflað að mjer“. „Sá, sem hikar er glataður, væni minn“. Danni virtist alt í einu hafa elst um mörg ár. „Jeg má ekki hika“, tautaði hann. „Þá glat- ast jeg ef til vill“. orðinn ástfanginn af Tameu, drengur minn“. „Hvernig þykist þú vita það?“ „Það get jeg ekki sagt. En jeg er viss um það. — Við skul I um svo ekki tala meira um það, 1 Ðanni“. I Daníel starði fram fyrir sig Idrykklanga stund. Síðan sagði hann: „Hvað ætti jeg að gera, ef svo væri?“ „Þú átt að senda Tameu á brott og giftast Maisie Morri- son eins fljótt og þú getur“. „Þú ert hollráður, Mel“. „Já, það finst mjer. — En jeg veit, að þú ferð ekki að ráðum mínum“. Dyrabjallan hringdi J „Þarna kemur ungfrú Morri- son“. | „Jeg ætla að biðja hennar þegar í kvöld, Mel“. | .„O-o, ekki er jeg nú trúaður á það, gamli vinur“. Þjer eruð mjög vitur mað- ur, herra Mel“. | Danni snerf sjer snögt við og sá, hvar Tamea stóð í dyragætt |inni. Hún_var hrífandi fögur, í bleikrauðum samkvæmiskjól, J sem fjell þjett að líkama henn- ar og sýndi vel hið frábæra vaxtarlag hennár, Hún horfði á Danna. Augnaráð hennar var blíðlegt, en um leið dálítið vand dæðalegt. I „Jeg hefi verið framandi hjer, chéri!“ sagði, hún lágt. ,\En nú erum við ekki lengur ókumíug. Þú ert minn. Jeg elska þig, og þótt jeg ætti að deyja, skal þessi Maisie ekki fá það, sem jeg elska“. Hún gekk hratt til Danna. Hann ætlaði að rísa á fætur, en hún ýtti honum aftur niður í skilnislega. „En — haitn gerir það“. „Það var svei mjer gaman að heyra“. Hún sneri sjer að Danna. „Danni — gamli refur! Þar sem það er nú einu sinni þitt hlutverk hjer í lífinu að gera Tameu hamingjusama, er best að> jeg gefi henni þig. — Hjerna er hann, Tamea“. Hún ýtti honum í áttina til Tameu, og gekk síðan til Mel og brosti vingjarnlega til hans, um leið og hún rjetti honum hendina. „Þjer eruð gáfuð kona“, hvíslaði Mel. „En hvað hún er dásamlega frumstæð, herra Mellenger“. Hann kinkaði kolli. „En jeg hygg, að við tvö getum samt ráðið við hana“. Gríman fjell alt í einu af and liti hennar, og hann sá þar að- eins sársauka og skelfingu. — Júlía tilkynti nú, að mið- degisverðurinn væri reiðubú- inn. XIV. Kapítuli. Mörg erfið og æ\pntýrarík ár í blaðamannahverfi San Fran- siskó-borgar, höfðu þroskað hæfileika Mark Mellenger til þess að hygsa skjótt, þegar ein hverja erfiðleika bar að hönd- um. Hann sá, að þessi djarflega ástarjátning Tameu hafði kom ið vini hans í hina me?tu klípu. Daníel var rauður og vand- ræðalegur og Maisie hafði ber- sýnilega eytt öllu því hugrekki, sem hún átti í fórum sjer, og myndi því sennilega hörfa af or ustuvellinum. Eitthvað varð að gera, og það fljótt. —Mel slangraði til Tameu og bauð henni arminn. En hún „Já“, sagði Mel kuldalega. „Jeg hygg að það væri aðeins rjettara að setja „áreiðanlega“ í stað ,ef til vill“. „Tamea?“ spurði Danni. Mel kinkaði kolli. „Hún er dásamleg — ómótstæðileg. Hún er einmitt kona, sem líkleg er til þess að steypa hugsjónasjúku fífli eins og þjer í glötun. Maisie Morrison veit það — og þótt Tamea sje ung að árum, veit hún, að Maisie veit það. — Það yrði óskemtilegt fyrir Maisie að þurfa að horfast í augu við það, að þessi hálfvilta eyjastúlka hefði tekið þig frá henni. — Og það gæti einnig verið býsna ó- þægilegt fyrir þig, að kcmast að sömu niðurstöðu, þegar það væri um seinan“. „Jeg hefi nú hreint ekki hugs að mjer neitt í þá áttina“. „Jeg veit ekki, hvað þú hefir hugsað þjer að gera. Það getur verið, að þú elskir Tameu aldrei í raun rjettri — en þú getur orðið ástfanginn af henni. Hún hefir einkennilega, tælandi áhrif á karlmenn, sem elska feg urð, fjör og lífsþrótt — og karl menn, sem þykjast á einhvern hátt andlega þjakaðir af þess- ari vesælu veröld. Jeg ' hefi þekt slíka menn. Þegar þeir hafa orðið ástfangnir, hafa þeir fórnað öllu, sem þeim var helg ast í lífinu, fyrir fallvalta hylli konu, sem var ef til vill hvorki gædd andlegum nje siðferðileg um dygðum. — Annars er jeg helst; á. því,; að þú sjert þegar sætið. Hún lagði handleggina utan um háls hans og horfði iengká hann. Síðan sagði hún: „Elskarðu Tameu?“ „Jeg veit það ekki“, mui,draði Danni „Je t’adore“. Hún strauk blíð lega yfir hár hans. „Það er langt frá því að jeg vilji særa Maisie“, sagði hún og leit á Mel. „En jeg sleppi ekki því, sem jeg á“. — „Vitanlega ekki!“ sagði Mel. Hann skemti sjer konunglega. Danni stökk á fætur, og hratt Tameu frá sjer, þegar Júlía birt ist í dyrunum og tilkynti: „Ungfrú Morrison“. „Þetta er nú kvenmaður, sem segir sex“, hugsaði Mel með sjer, þegar Maisie kom inn úr dyrunum. Hún g.ekk beina leið til Danna. Þegar hann beygði sig áfram til þess að kyssa á útrjetta hönd hennar, rauf Tamea þögnina. „Jeg hygg, að það sje rjettara að þú fáir að vita, Maisie, að Daníel Pritchard tilheyrir mjer. Jeg elska hann — og hann er minn!“ Maisie brosti — eins og mað- ur brosir við óþekku eftirlætis- barni. Mel, sem stöðugt horfði á hana aðdáunaraugum, sá, að hún myndi hafa átt von á slíkri árás, og verið undir hana búin. „Nei, er það satt, Tamea!“ sagði hún glettnislega. „Hefir herra Pritchard þá játast þjer svona fljótt?“ „Nei“, svaraði Tamea hrein- brosti aðeins og sagði lágt: „Þakka yður fyrir, Mark Mell- enger, en jeg ætla að leiða Danna til borðs“. „Það megið þjer ekki gera“, mótmælti Mel. Hann ávarpaði hana á lýtalausri frönsku. — „Þjer eigið heima hjer, en ung frú Morrison er gestur. Ef Danni ljeti mig leiða hana til borðs, myndi hann með því gefa henni í skyn, að hún væri óvelkominn gestur á heim- ili hans. — Það væri mikil ókurteisi — í þessu landi“, flýtti hann sjer að bæta við. „O — það vissi jeg ekki. Jeg vil ekki koma neinum í vand- ræði“. „Þakka yður fyrir, ungfrú Larieau. Þjer eruð góð stúlka“. Hann hneigði sig fyrir henni og hún tók í handlegg hans. „Mjer geðjast vel að yður, Mellenger — jeg ætla annars að kalla þig Mel, eins og Danni, sem elskar þig. Og þú mátt kalla mig Tameu“. „Þakka þjer fyrir, Tamea“. Hún færði sig nær honum. „Og þú ætlar að segja mjer — ýmislegt?" „Þú átt við, að jeg segi þjer sitt af hverju, svo að þú komir ekki sjálfri þjer og öðrum í vandræði?“ „Oui — já, Mel“. Ef Loftur jretur |jað ekki — bá hver? Rómverskt æfintýr Eftir Naomi Mitchison. < 8. betur í hendinni, svo jeg sagði: „Jæja, jeg kem með". Þá greip Giamund um heilbrigðu hendina á mjer og kall- aði: „Þú ert þá Goti eftir alt saman!” Svo riðum við á stað, og fórum þjóðveginn, uns við komum að borginni. Síðan rjeðum við ráðum okkar. Það varð að komast að því, hvar dómurinn yfir frændanum væri háður, án þess að nokkurn grunaði okkur. Mjer fanst að jeg gæti eins gert það, úr því jeg var þarna með þeim á annað borð, en Radimir treysti mjer auðvitað ekki, svo Giamund fór með mjer. Skildi hann sverð sitt eftir, en faldi hníf sinn innanklæða. Við gengum inn í borgina eins og ferðamenn og inn í stærstu krána, þar sem jeg keypti vín handa öll- um sem inni voru og talaði mikið. Auðvitað var bráðlega farið að tala um morðið. Svo virtist, sem dóminn ætti að kveða upp yfir frænda daginn eftir, og þar sem enginn hafði.heyrt neitt frá ættingjum hans, þá hlökkuðu allir til að hjer yrði einum Gota færra. Jeg ljet sem mjer þætti það'ágætt, en meira gaman var þá að því, að það varð Giamund líka að gera. Þegar er við höfðum fengið vitn- eskju um alt, sem við kærðum okkur um, hjeldum við aftur til fjelaga okkar. Þetta var á markaðsdegi og mjög margt fólk í borginni. Við vorum að fara fram hjá flokki gamalla kerlinga, sem voru að selja gæsir, þegar jeg heyrði rödd sem jek þekti, og þarna var faðir minn, hann kom ríðandi beint í áttina til mín. Jeg beigði mig niður og fór að fást við skóinn minn, meðan hann fór fram hjá. Giamund hvíslaði að mjer spurningu um, hvað um væri að vera, og jeg svaraði að þetta hefði verið faðir minn, sem staddur væri í bænum einhverra hluta vegna. Gia- mund horfði á eftir honum andartak, svo sagði hann: „Ekki líst mjer á föður þinn“. Og mjer hafði heldur ekki gert það, þótt jeg sæi hann aðeins í svipinn. Aldrei hafði svipur hans verið hörkulegri. Jeg andmælti ekki umsögn Giamunds. Þegar við komum aftur til hinna, sögðum við Radimir hvað við hefðum frjett, og hann ákvað að hefjast ekki handa fyrr en daginn eftir. Ekki bundu þeir mig þá nótt, og jeg óskaði næstum því að þeir hefðu gert það, því jeg vaknaði um nóttina og fór að brjóta heilann um það, hvort jeg væri nú að gera rjett, og hvort jeg ætti ekki að fara og vara stjórnendur bæjarins við. Jeg var nærri búinn að sannfæra sjálfan mjg um, að það yrði jeg að gera, og óskaði að jeg hefði ekki verið látinn óbundinn, svo jeg sviki Giamund og hans fjelaga, en til allrar ham- — Hvernig stóð á því, að þú varst miljónamæringur? — Það á jeg konunni minni að þakka. — Nú? — Já, mig langaði til þess að vita, hvort til væru svo miklir peningar, að hún gæti ekki eytt þeim. ir Hún: — Jeg vil skilja — heyr |irðu það — jeg heimta skilnað. ,Trúirðu mjer kanske ekki? Hann: — Nei, jeg hefi altaf þótt heldur svartsýnn. ★ Læknirinn: — Hvað er að heyra þetta. Þjer segið að dreng urinn hafi gleypt tveggja krónu pening fyrir viku síðan og- þjer .komið fyrst með hann í dag. j — Já, við þurftum ekki á pen ingum að halda fyrr en nú. ★ Úr kosningaræðu: — Og nú, heiðruðu tílheyrendur, hefi jeg sagt alt, sem jeg ætlaði að segja. Jeg mun því snúa mjer aftur að því, sem jeg byrjaði á íog endurtaka það, sem jeg gleymdi að segja. Lloyd George sagði eitt sinn í ræðu: — Mesta hættan ligg- ur í því, að einræðisherrarnir trúi, að lýðræðisríkin vilji-held ’ ur þola niðurlægingu en grípa til vopna. ★ — Fyrir viku kom jeg hingað jog keypti plástur til þess að losna við gigtina. — Já. — Nú langar mig til þess að fá eitthvað til þess að ná plástr- inum af. ★ Faðarinn: — Jæja, Villi minn, nú höfum við eignast litla systur. | Villi:—Já, einmitt. Þið hafið f efni á því, en þegar jeg bið um hjólhest, þá er fátæktin alveg að gera út af við ykkur. ★ — Mjer hefir ekki komið dúr á auga í alla nótt, læknir. Jeg hefi ekki lokkð augunum jaugnablik, hvað þá meira. — Kæra frú, hvernig haldið þjer að hægt sje að sofa án þess !að loka augunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.