Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 1
16 síður 31. árgangur. 260. tbl. — Þriðjudagur 19. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. ÞJÓÐVERJAR RYÐJAST AFTUR INN í BELGÍU OG LUXEMBURG í G AGNSÓKN Báðir aðilar um gang bardaganna Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BÁÐIR AÐILAR lýstu þvl yfir í dag varðandi sóknina á- Véstttrvígstöðvurium, að um Jiana yrði ekkert'tilkynt opin- bérlega ttm hrið. Þannig kvað Jiérstjórn bandamanna svo á, að ekkert yrði látið uppi um ]>að, hverjar borgir Þjóðverj- ar tækju af bandamönnum, éðá yrðu teknar af þeim aft- tir. Er þetta sagt gert af ör- yggisástæðum, þar sem víg- Jíttan virðist ekki vera ve! sámfeld sem stendur, sökum a ðgerða fallhlífahermannanna þýsku. ' Þjóðverjar kveða einnig ekki verða skýrt opinberlega frá neinu því, sem gerist í sókn þessarri fyrst í stað, Jieldui- bíði það síðari tíma. Frjettaritari vor með herj- um bandamanna símar í kvöld að Þjóðverjar auki mikið á skriðdrekatölu sína á sóknar- svæðinu. — Einnig kveður Jiann loftárásum Þjóðverja halda áfram í kvöld af mikilli hörku. Bandaríkjamenn kváðust í gær hafa skotið niður 98 þýsk ar flugvjelar, en misst sjálfir 31, Þjóðverjar sögðust hafa grandað 48 Bandárikjaflug- vjelum en misst 28 sjálfir. Hitler skipulagði sóknina Þýska útvarpið segir, að Ilitler Jiafi sjálfur skipulagt gagnsókn þá, sem nú er hafin, og hafi liann alllegi verið önn- uni kafinn við það verk, svo aþðsýnt sje, að hann hafi naumast tíma haft til ræðu- Jittlda. Sóknarsvæði Þjóðverja / '-'olland / © essf a/ ' f \ O. SOLINGEN . ■•■j-xi+y'-w ' ■■ ■ ■ / - v.. W \ W -TS-/A \ I A/ / <CX/ O C' AACHrKTi> u ss £ L 0 ° RF KÓLN \® BONN >Í -I já LVKtnfUuM&* pMA NHEJl . MFT7C. ■ 'arw AG/NOT- UNIEN—^ á3£úF/\STíSV»I*l RANKRie 'BASEL Á kortinu hjer fyrir ofan má sjá gagnsóknarsvæði Þjóðverja, en það nær frá Luxemburg og alt norðurundir landamæri Hollands Það eru nokkru fyrir suðvestan Köln, sem Þjóðverjar eru komn- ir inn í Belgíu. — Þá sjest einnig á kortinu Saarhjeraðið, þar sem barist er af hörku. Bretar koma ó sam- bandi milli Aþenu og Piræus London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Síðdegis í dag var aftur byrjað að berjast í Aþenu eftir nokkurt hlje. Beittu Bretar skriðdrekum og brynvögnum til þess að gera færa vegina milli Aþenu og Rafnarþorgarinnar Piræus, og var leiðin að sögn fregnritara orðin fær vopnuðum faratækjum undir kvöldið. Miklar lcftárásir s. I. sólarhring Um 1300 flugvjelar Breta rjeðust í nótt sem leið á ýmsar stöðvar Þjóðverja, aðallega samgöngumiðstöðvar að baki vígstöðvanna, svo sem Munchen Ulm, Hanau og' Munster. — Mót spyrna var víða hörð,_ og mistu Bretar 17 flugvjelar í árásum þessum. í dag fóu svo um 500 ameísk a* spengjuflugvjela til áása á járnbrautarstöðvar í Köln Elas-menn hófu hinsvegar snarpar árásir á tvennar stöðv- ar í Aþenu, er halla tók degi. Einn flokkur þeirra allmikill rjeðist á aðalbækistöð breska flughersins í borginni, en ann- ar á fangelsi það, sem aðalsam starfsmenn Þjóðverja eru geymdir í, meðal annars sá, sem var forsætisráðherra landsins, meðan það var hernumið af Þjóðverjum. Breskar orustuflugvjelar, vopnaðar rakettubyssum, vörðu aðalstöðvar flughersins, og hrundu áhlaupi Elas-manna á- samt landher. Ennfremur náðu Bretar allmikilvægri hæð í borginni á vald sitt. Elas-menn kveiktu í fyrr- nefndu fangelsi, • en Breskir hermenn hleyptu föngunum út jg tóku þá i gæslu. Ekki er vit að, hvað um forsætisráðherra þann var, sem þar var inni. Fulltrúi Breta í Aþenu hefir rætt við forsetisráðherrann, Papandreu í dag og ennfremur við erkibiskupinn í Aþenu, sem talinn var líklegur til að geta myndað allra flokka stjórn. — Ekki er vitað um, hvérnig þáð tekst. Á Vestur-Grikklandi vaða Elas-skæruliðar uppi af miklum ákafa. Rjúfa víglírLu banda- manna á 3 stöðum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER NÚ ORÐIÐ LJÓST, að Þjóðverjum hefir í hinni miklu gagnsókn sinni gegn stöðvum fyrsta ameríska hersins. tekist að rjúfa varnarstöðvar bandamanna á þrem stöðúm á um 100 km. langri víglínu og sækja víða fram. Er það einkum gagnvart belgisku borginni Malmedy, sem þeir eru sumsstaðar komnir langt inn í Belgíu. Þá eru þeir einnig komnir inn í Luxemburg á einum stað, en fallhlífahermenn, sem látnir voru svífa til jarðar að baki vígstöðvum bandamanna, hafa eyðilagt aðflutningsleiðir og gert Bandaríkjamönnum erfitt um vömina. — Þá hafa Þjóðverjar beitt óhemju miklum flugher, ekki einungis á sóknarsvæðinu, heldur og um allar vígstöðvarnar, norðan frá Hollandi og suður að landamærum Sviss. Ógurlegar loftorustur voru háðar yf- ir vígstöðvunum í gær, en í dag var flugveður mjög vont. Bandaríkjamenn hafa gert allar nauðsynlegar gagnráð- stafanir. Síðustu frjettir London í gærkveldi. Seint í kvöld bei'ast þær fregnir frá frjettariturum á Yesturvígstöðvunum, að Þjóð- verjar munu hafa sótt fram um 25 km. í gagnsókn sinni, en.þar sem bannað er að riéfna nöfn nokkurra staða eða borga, er óvíst um þau atriði. Þannig er ekkí víst, hvort boi'gin Malmedy í Belg-. íu er á valdi Þjóðverja eða bandamanna. — Reuter. Fórst yfir Japan London: Einn af frjettaritur- um Associated Press, John Andrew, er álitinn hafa farist í árásarferð gegn Japan. Hann var í risaflugvirki, sem ekki kom aftur úr slíkri árás. Rússar hreinsa Suðaustur-Ung- verjaland London í gærkveldi. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er tilkynt, að her sveitir Malinowskys hafi nú að fullu hreinsað fjallahjeruð Suðaustur-Ungverjalands og sjeu nú ekki meira en 25 km. frá landamærum Slóvakíu. — Telja Rússar sig hafa tekið 2000 þýska og ungverska fanga á þessum slóðum, en aðrir Þjóð verjar og Ungverjar, sem þarna voru, munu hafa sloppið yfir landamærin inn í Slóvakíu og Tjekkoslovakíu. ■— Auk þessa greina Rússar frá því, að þeim hafi nú tekist að komast inn í Tjekkoslovakíu norðaustan Miskoltz. Ekkert er rætt um bardaga við Budapest í tilkynn ingum aðila í dag Alvarleg sókn. Þjóðverjar segjast 'hafa komið Bandarrkjamönnum algjörlega á óvart með þess- ari sókn sinni, en frjettarit- arar bandamanna á vígstöðv unum segja, að sókn þessi geti orðið all-alvarleg, ög fái Þjóðverjar stöðugt liðs- auka. Beita þeir þarna mjög öflugu skriðdrekaherfvlki, sem talið er það besta, sem þeir hafa enn til. Þegar skrið drekarnir hafa ruðst í gegn, kemur stórskotaliðið, ásamt fótgönguliðinu á eftir. — Bandaríkjamenn grafa nú skotgrafir og búast til varn- ar í ákafa. Sóknarsvæðið. Sóknin er háð á 100 km. víglínu, alt frá því rjett fvrir sunnan Aachen, á móts við Epinal í Belgíu og suður á móts við Ettelbrúck í Lux- emburg. Það virðist vera gegnt borginni Malmedy í Belgíu, sem Þjóðverjar hafa náð stærstu landsvæði aftur á sitt vald. enda brutust þeir þar í gegn á stærstu svæði, og að baki víglínanna . þar höfðu flestir fallhlífaher- mennirnir verið látnir síga til jarðar. Snarpar orustur í Saar, I Saarhjeraðinu, einkum nærri Saarleutern, hafa mjög harðir bardagar stað- ið í dag, og hefir Bandaríkja mönnum tekist að vinna nokkuð á þar sumsstaðar, einkum í námd við Dilling- en. Þjóðverjar skjóta jafnt og þjett af fallbyssum í Framh. á 2. siðn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.