Morgunblaðið - 20.12.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.12.1944, Qupperneq 1
16 síður 31. árgungur. 261. tbl. — Miðvikudagur 20. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. ÞJÓÐVERJAR 35 KM. INN í BELGÍU (hurchill gefur stríðsyfirlií efiir jól London í gærkveldi. . Spurt var að því í neðri mál- stofu breska þingsins í dag', h.vort Churchill myndi gefa yf- irJit yfir styrjöldina á þingi á næstunni. Svaraði forsætisráð- herrann því til, að sjer fyndist betra að gera það ekki fyrr en eftir jól, þar sem nú væru stór órustur háðar, þar sem ekki væri sjeð fyrir um úrslitin. — Þá var Churchiil spurður um, hvort ekki yrði ljett frjettabann inu a'f Vesturvígstöðvunum, en ráðherrann sagði, að yfirhers- höfðinginn sæi, hvað væri hag- kvæmast í þeim málum, og færi stjórnin eftir áliti hans þar um. — Reuter. Rússar sækja vestur eflir Slovalíu London í gærkveldi: í tilkynningu rússnesku her- stjórnarinnar í dag er sagt, að herjum Malinowskys gangi all- vel sókn sín vestur eftir Slo- vakíu og í Austur-Ungverja- landi og nálgist Rússar nú borg ina Koshitze, en það er járn- brautarborg allmikil og sam- göngumiðstöð. — Þá hafa Rúss ar enn hreinsað til í nokkrum fjalldölum og skógum. Þjóð- verjar verjast enn af harðfengi á námasvæðinu í Austur-Ung- verjalandi. Barist er af allmikilli hörku um gömul virki á landamærum Tjekkoslovakiu sem Þjóðverj- ar og Ungverjar halda nú og verja af kappi. Þá eru og or- ustur talsverðar milli Dónár og Balatonvatns, en vígstaðan þar hefir ekki breytst neitt að ráði. Annarsstaðar á vígstöðvum Rússa er ekkert um að vera se'm stendur. — Reuter. Menn Tifos laka borg London í gærkveldi. Hersveitir Titos hafa náð á sitt vald einni af stærstu borg unum í Montenegro, Pogrebitze Voru Þjóðverjar allir á brott þaðan, er Jugoslavarnir komu í borgina. Daginn eftir rjeðust breskar , sprengjuflugvjelar á herfylkingar Þjóðverja, sem hjeldu norður á bóginn frá Pogrebitze. — Víðar um þess- ar slóðir eiga menn Titos í hörðum bardögum við herfylk ingar Þjóðverja, sem halda norður á bóginn eftir fjalldöl- unum. — Reuter. Vígslaðan í Kína Þetta kort sýnir vígstöðuna í Kína. Stjarnan í kortinu sýnir höfuðstöðvar flugherja handanianna í Suður-Kína, en endar geislanna út frá stjörnunni tákna aðrar flugstöðvar, og má sjá, hverjar þeirra eru nú fallnar Japönum í hendur í allsherjar- sókn þeirra í Suður-Kína. Hafa Japanar nú tekið Kweilin og Luchow og sækja nú þaðan í norðvestur. Stöðvar breska fllug- hersins við Aþenu ! bráðri hættu [nn barist um veginn til Piræus London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Talið er að aðalstöð breska flughersins við Aþenu, en hún er í um 15 km. fjarlægð, sje í bráðri hættu af árásum skæru- liða, sem rjeöust á hana í gær og höfðu í dag snemma brotist inn fyrir gaddavírsgirðingar þær, sem eru umhverfis stöðina. Breskur liðsauki var þá á leið þangað, en síðan hefir ekkert frjettst þaðan. Enn eru háðir snarpir bardag ar við veginn, sem liggur frá hafnarborginni Piræus til Aþenu. I Piræus hafa Bretar unnið það á, að aftur er hægt að afferma þar birgðaskip. Það eru breskar og indverskar her- sveitir, sem þarna berjast við Elas-menn. Manntjón Breta við veginn milli Aþenu og Piræus er talið lítið, en þeir tóku all- marga fanga. ' Framh. á 2. síðu. Framsókn Breta í Burma Bretar sækja nú fram í Burma, einkum suður af Buthe daung, og nálgast Akyab bæði þaðan og úr annarri átt. Enn- fremur gengur sóknin til Man- dalay fremur hratt, þótt enn sje langt þangað að fara. Mót- spyrna Japana er lítil. Ta.ld.Lr stöðvaðir Lu.xembu.rg L Fólk flýr frá Liege London í gærkveldi. Einkaskeyli til Morgun- blaðsins frá Reuter. EINU FRJETTIRNAR sem berast frá hinum gífur- legu orustum á Vesturvígstöðvunum, koma frá frjettarit- urum, og eru ónákvæmar, vegna frjettabannsins. Þó hefir tekist að fá nokkurt yfirlit yfir aðstöðuna. en hún mun vera sú. að Þjóðverjar hafi nú sumsstaðar brotist alt að 35 km. inn í Belgíu með skriðdrekum en sóknin gengið hægar annarsstaðar. í Luxemb er talið að sókn þeirra sje sumsstaðar stöðvuð í bili. — Þeir virðast hafa sótt fram á breiðu svæði og líklegt að þeir hafi tekið borgina Stave- lot, sem er alllangt fyrir vestan Malmedy, sem mun einn- ig vera í höndum Þjóðverja. Þá berast fregnir um það í kvöld. að íbúar hinnar miklu iðnaðarborgar í Belgíu, Liege, sjeu farnir að flýja í stórhópum vestur á bóginn. Atlantsha fssátlmá I inn ekki lil sem skjal, - — segir Roosevelt. Washington í gærkveldi: Roosevelt forseti kom blaða- mönnum allmjög á óvænt í dag, er hann sagði þeim, að Atlants- hafssáttmálinn væri ekki til, — sem skjal. Hann kvað hafa ver ið gert -að honum vjelritað upp- kast, sem krotað var svo í, það var alt. Sagði Roosevelt, að hvorki hann nje Churchill hefðu haft heimild til að skrifa undir slíkt skjal, en sagðist al- gjörlega fylgja anda samþykt- ar þessarar enn. — Ekki kvað forsetinn enn hafa verið á- kveðið, hvenær þeir hittust, Churchill, Stalin og hann. — Reuter. Gagnáhfaup S>jóð verja á Ítalíu Þjóðverjar beindu skriðdreka gagnáhlaupi gegn vígstöðvum bandamanna við járnbrautina milli Faienza og Boulogna í dag með þeim árangri, að þeim tókst að sækja allmikið fram og ryðjast aftur inn í Faienza. Bandamenn hafa þó enn um helming borgarinnar á sínu valdi, en hann liggur undir fallbyssuskothríð Þjóðverja. — Óvíst er um, hvernig viðureign þessi fer, þar sem Þjóðverjar virðast æði liðsterkir á þessum slóðum. — Annarsstaðar á Ital íu-vígstöðvunum er lítið um bardaga, nema helst nær Adria- hafsströndinni. — Reuter. Öllum vopnum beitt. Frjettariturum ber saman um það, að einhverjar gíf- urlegustu orustur, sem sag- an getur, sjeu nú háðar á sóknarsvæði herja von Rund stedts, er hann stjórnar þess ari sókn Þjóðverja. Beitt er öllum vopnum, sem notuð eru í nútíma hernaði, og þótt flugveður hafi verið illt, hafa stöðugar og grimmileg ar loftorustur verið háðar yfir vígsvæðinu. — Eins og áður er tekið fram, er mjög óljóst, hve langt inn í Belgíu skriðdrekafylkingar Þjóð- verja eru komnar víðast, sumsstaðar eru þær sagðar hafa verið stöðvaðar, en yf- irlit hefir ekki fengist glögt yfir vígstöðuna. Frásögn Þjóðverja. Þjóðverjar nefna enga staði í fregnum sínum, en segja hinsvegar að varnar- kerfi fyrsta Bandaríkjahers- ins sje alt í molum, og hafi varaliðssveitir, sem komið hafi á vettvang. einnig gold- ið hið mesta afhroð. Þá segja þeir, að „framsveitir sjeu komnar langt inn í Belgíu“, og varnir banda- manna á þessu svæði hafi bilað. — Ennfremur greina þeir frá loftorustum og loft- árásum í stórum stíl, en segja kyrrstöðu á öðrum svæðum Vesturvígstöðv- anna. Beita fyrir sig flugher. Frá Hollandsvígstöðvun- um berast þær fregnir, að Þjóðverjar haldi áfram loft- árásum sínum á stöðvar Breta og bandamanna. — Telja herfræðingar að þetta sje undirbúningur að sókn Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.